Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. 11 Udönd Búa slg undir nýja hitabylgju Grikkir búa sig nú undir nýja í hitanum. Neyðarástand skapaöist hitabylgju, svipaöa þeirri sem gekk á sjúkrahú9unum. Langlegusjúkl- þar yfir í fyrrasumar og lagöi að ingarvorusendirheimogskurðað- velh rúmlega eítt þúsund manns. geröum frestaö. Ekki var nóg rými Þessa viku er gert ráð fyrir aö í kæligeymslum líkhúsanna fyrir hitinn fari upp fyrir Sörutiu stig öll fómarlömb hitabylgjunnar og og lækki ekki í bráö. Yfirvöld hafa var því mikið að gera í kirkjugörð- ráðlagtfólkiaðhaidasigískuggan- unum. um, drekka mikið vatn og umfram Yfirvöld sættu mikilli gagnrýni í allt að stunda ekki erflðisvinnu. fyrra fyrir að hafa ekki verið nógu Það var í júlílok í fyrra sem vel undir hitabylgjuna búin en nú sjúkrahúsin í Aþenu fylltust af segjast þau vera viöbúin. sjúklingym sem höföu orðiö veikir Þungar ákærur á grænfriðunga Gizur Helgasom, DV, Reersnæs: Vegna atburðanna við komu bandaríska herskipsins USS Con- yngham, þegar grænfriðungar reyndu að hefta komu skipsins til Álaborgar, voru 25 grænfriðungar handteknir. Nú hefur verið lögð fram ákæra á hendur þessum 25 einstakhngum. Strangt til tekið væri hægt að dæma þetta fólk í allt að 6 ára fangelsi. En sleppi það ódýrt frá verknaðinum fær það háar tjársektir. Hér var um að ræða 10 Dani og 15 útlendinga sem voru handteknir af lögreglunni í Álaborg um leið og yfir- völd lögðu hald á skip þeirra, Moby Dick. Talsmaður graenfriðunga, Janus Hillgaard, segir þó að aðgerðirnar hafi ekki eingöngu beinst gegn Bandaríkjunum. „Þetta er alþjóðleg barátta gegn fjölda þjóða, við berj- umst fyrir friði og gegn kjarnorku- vopnum,“ sagði hann. Danir leggja niður sendiráð Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Danska utanríkisráðuneytið hefur nú brugðiö sparnaðarhnífnum á loft. Reiknað er með að níu sendiráðum og ræðismannsskrifstofum verði lok- að á næsta ári. Verður sennilega um að ræða sex lítil sendiráð og þrjár ræðismannsskrifstofur. Á næstu fimm árum ætlar utanrík- isráðuneytiö að skera niður 227 stöð- ur með því að ráða ekki nýja starfs- menn í stað þeirra sem hætta sökum aldurs. Nú í ár og næsta ár verða það um 90 stöðugildi sem þannig falla út. Árið 1989 ætlar ráöuneytið að spara sem nemur 350 milljónum króna. Geislar gegn mænusiggi Arrna Bjamason, DV, Denver: Tilraunir með geislameðferð á sjúklingum með heila- og mænusigg hafa leitt í ljós að unnt er, aö minnsta kosti í sumum tilfellum, að stöðva þróun sjúkdómsins í að minnsta kosti fjögur ár. Þessum tilraunum er lýst í júlíhefti fréttabréfs um taugasjúkdómafræði. Með geislunum er reynt að fækka hvítum blóökornunum sem gegna mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfl líkamans. Sjúklingarnir, sem tóku þátt í til- rauninni, voru með ólæknandi og stöðugt versnandi einkenni sjúk- dómsins. Um tvö hundruð og fimmtíu þús- und Bandaríkjamenn þjást af þess- um sjúkdómi sem oft veldur bæklun og meðal annars felst í jafnvægis- leysi, magnleysi og svima ásamt hreyfi-, tal- og sjóntruflunum. Vilja banna radarskynjara Anna Bjamason, DV, Denver: „Það er aðeins ein ástæða til þess að ökumenn kaupa og nota radar- skynjara og hún er að brjóta lög,“ segja talsmenn samvinnunefndar tryggingafélaga, lögreglu og samtaka er vinna að umferðarmálum. Þessi samvinnunefnd hefur það að markmiði að láta banna framleiðslu og notkun radarskynjaranna. Nefnd- in segir að um 7 prósent ökumanna hafi keypt og noti tvær milljónir rad- arskynjara. Notkun radarskynjara er bönnuð í nokkrum fylkjum. í 33 fylkjum Bandaríkjanna hafa lögregluyfirvöld og fleiri aðilar gert 110 tilraunir síðan 1977 til að ná fram banni á notkun radarskynjara en þær hafa allar veriö árangurslausar. Radarskynjararnir geta veitt öku- mönnum 3 sekúndna frest til að hægja ferðina áður en þeir aka inn í geisla radartækja lögreglu við hraðamæhngar. Áskrifendur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. Meðþessum boðgreiðslum vinnst margt: • Þær losa áskrrfendur viöónæðivegnalnn- heimtu. • Þæreruþægilegur greiðslumátisem byggirskilvísar greiðslurþráttfyrir annireðafjarvistir. t Þærléttablaðberan- umstórfinenhann heldurþóóskertum tekjum. • Þæraukaöiyggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtölu- verðarfjárfiæðirsem geta glatast Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.