Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. 5 DV Heimsókn forseta íslands til Vestur-Þýskalands: Fréttir Fagna hugmyndum um íslenskt menningarsetur Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Skilningur á sérstöðu okkar Steingrímur Hermannsson utanrikisráðherra flytur ræðu i heimsókninni til Vestur-Þvskalands. DV-mynd HV Halldór Valdimarsson, DV, Bonn; Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, átti í gær viðræður við Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, í aðalstöövum hans í Bonn. Forseti og kanslari ræddu á fundi sínum samskipti þjóðanna og var afstaða kanslara gagnvart sér- stöðu íslendinga mun jákvæðari en nokkur hafði þoraö að vona. Forseti og kanslari ræddu meðal annars varnarmál svo og viðskiptamál og stöðu íslands gagnvart Evrópu- bandalaginu. Dagskrá gærdagsins hjá forseta ís- lands hófst með því að snæddur var morgunveröur með dr. Irmgard Ad- am-Schwaetzer. Dr. Adam-Schwaetz- er gegnir ráðherraembætti og stefnir að formennsku í ílokki sínum innan tíðar. Hún hefur náö lengst allra kvenna í vestur-þýskum stjórnmál- um í dag. Island miðja alheimsins Eftir morgunverðarfundinn hélt forseti til aðalstöðva kanslara. Að afloknum fundinum hjá honum hélt Vigdís til iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins í Bonn, þar sem hún sat fund með vestur-þýskum iðnrekend- um ásamt Steingrími Hermannssyni utranríkisráðherra. Vigdís ávarpaði fundargesti og sló þar á létta strengi. Fullyrti forseti meöal annars við fundargesti að hvað sem öðrum fynd- ist væri miðja alheimsins á íslandi og viðstaddir þyrftu ekki annað en að feröast til íslands til að uppgötva það sjálfir. Vigdís kynnti síðan Stein- grím Hermannsson utanríkisráð- herra sem flutti fyrirlestur á fundi þessum. Síðari hluta dags í gær fór forseti til Kölnar, þar sem fyrst var komið Vigdís Finnbogadóttir heilsar Helmut fyrir viöræöur þeirra í gær. við í ráðhúsi borgarinnar. Viö ráð- húsiö tók borgarstjóri Kölnar, Nor- bert Burger, á móti forseta og bauð hana velkomna. Við ráðhúsið vék sér einnig að forseta ung kona í íslensk- um búningi og færði henni blóm. íslensk menningarmiðstöð Borgarstjóri ávarpaði forseta ís- Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, DV-mynd HV lands og gerði sérstaklega að um- ræðuefni hugmyndir um íslenska menningarmiðstöð í Vestur-Þýska- landi, sem mun hafa verið rædd á fundum Vigdísar forseta og Weiz- sácker, forseta Vestur-Þýskalands. Vestur-þýski forsetinn hafði áður fagnað þessum hugmyndum og fleiri vestur-þýskir ráðamenn hafa tekið í sama streng. Vigdís forseti tók undir það í svar- ræðu í gær aö íslensk eða norræn stofnun myndi verða hið mesta þarfaþing. Frá ráðhúsinu í Köln hélt forseti til safnahúss borgarinnar þar sem í gærkvöldi hafði forseti svo mót- töku fyrir íslendinga, sem búsettir eru á svæðinu, í Laredut veitinga- húsinu í Bonn. Strengjakvintett Reykjavíkur lék í samkvæminu við góðar undirtektir, meöal annars gömul lög sem viöstaddir gátu tekið undir með söng. Töluverður fjöldi íslendinga sótti samkvæmið. í dag heldur forseti íslands áleiöis til Berlínar. -hv Viö athöfnina i Melatenkirkjugarðin- um í Köln þar sem Vigdis lagöi blómsveig á leiði Jóns Sveinssonar, Nonna. DV-mynd HV hún skoöaði sýningu á glermunum. Síðan hélt forseti til kirkjugarðsins þar sem jarðneskar leifar Jóns Sveinssonar, Nonna, hvíla og lagði hún blómsveig á gröf hans. Vigdís ritar i hina gullnu gestabók Kölnar. Borgarstjórinn, Norbert Bur- ger, fylgist með. DV-mynd HV Halldór Valdimarsson, DV, Bonn: „Ég er mjög ánægður með þau við- brögð sem ég hef orðið var við í þess- ari ferð. Þau hafa verið mun jákvæð- ari en ég bjóst við og sérstaklega hefur Helmt Kohl kanslari reynst hafa góöan skilning á sérstöðu okkar íslendinga," sagði Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra í við- tah við DV í Bonn í gærkvöldi. Steigrímur sat í gær fund með leið- togum í vestur-þýskum iðnaði í iön- aðar- og viðskiptamálaráðuneytinu í Bonn. Að þeim fundi loknum fór ráð- herra í efnahagsmálaráðuneytið og átti þar fund með dr. Rudolf von Wartenberg ráðherra. Á fundinum í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu flutti forseti íslands stutt ávarp. Hún kynnti síðan Steingrím Hermanns- son sem flutti þar erindi. „Ég reyndi í þessu erindi að kynna mönnum afstöðu okkar og sér- stöðu,“ sagöi Steingrímur. „Við höf- um þarna viðskiptalegra hagsmuna að gæta í tengslum við Evrópubanda- lagið. Við viljum ekki einangrast frá því. Á sama tíma verðum við að gera öllum aðilum ljóst að fiskveiðistefna okkar er ekki atriði sem við viljum tengja slíkum viðskiptamálum. Ég hef orðið var við meiri skilning á okkar málum en ég átti ef til vill von á. Helmut Kohl segist skilja af- stöðu okkar mjög vel, vera okkar maður í þessum málum. í viðræðum við aðra embættis- menn hefur jafnframt komið fram að Vestur-Þjóðverjar telja sig þurfa að fá einhveija tilslökun varðandi fiskveiðiheimildir, þó ekki væri nema til málamynda. Tíminn verður svo aö leiða í ljós hver framvindan verður." Aðspurður um önnur mál, sem borið hefur á góma í viðræðum Stein- gríms í þessari ferð, sagði hann að ýmsum málum hefði verið hreyft. „Það eru til dæmis athyglisverðir hlutir sem nefndir hafa verið í sam- bandi við orkufrekan iðnað. Þjóð- verjar gætu farið að eiga í erfiðleik- um á því sviði, til dæmis ef þeir verðE að draga úr orkuframleiðslu sinm með kjarnorku. Þar er ýmislegt at- hugunar virði.“ AFSLATTUR Hattabúðin Frakkastíg 13 Sími 29560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.