Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. 7 Fréttir Halldór Jónatansson, forstjóri landsvirkjunar: Stór þattur í þeim hagkvæmnisat- hugunum sem nú fara í gang vegna væntanlegrar stækkunar veröur það raforkuverð sem hið nýja álver mun þurfa að greiða. Fulltrúar fyrirtækj- anna fjögurra, sem vinna hag- kvæmnisathugunina, hafa sagt að þeir treysti á að fá að njóta svipaðra kjara og ísal. í samtali við Halldór Jónatansson, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram að erfitt er að láta uppi nú hvernig Landsvirkjunarmenn munu haga sínum samningum. „Útgangspunkt- ur hjá okkur í þessum samningum er að samningurinn hækki ekki raf- orkuverð til almennings," sagði Halldór. Hann bætti því við að ákaf- lega erfitt væri fyrir þá Landsvirkj- unarmenn að gefa upp nú hvemig þeirra samningaviðraeðum verður háttað en þeir myndu auðvitað hafa að leiðarljósi að..því hærra verö því betra.“ Verð til ísal I hámarki nú Verð á raforku til ísal er breytilegt eftir heimsmarkaðsveröi á áli. Hins vegar er sett lágmark og hámark á verð þannig að verðið fari aldrei undir 12,5 mill kílóvattstundin og aldrei yfir 18,5 mill. Verð á áli hefur veriö mjög hátt að undanfomu og á þriöja ársfjórðungi í ár er verðið í hámarki, 18,5 mill. Verðið hefur hækkað um 24% frá síðasta ársfjórðungi síðasta árs þegar það var 14,92 mill. Síðast náði verðið hins vegar lágmarki á öðrum árs- fjórðungi 1986. Afskriftartimi vatnsaflsvirkjana er 40 ár Að sögn Halldórs er gert ráð fyrir að afskriftartimi vatnsaflsvirkjana sé um 40 ár en ljóst er að byggja þarf nokkrar virkjanir ef hið nýja álver rís. Vegna fyrri hluta álversins, sem miðað er við að rísi 1992, er gert ráð fyrir að virkja þurfi Búrfell 2, sem gefur 100 megavött, auk þess sem miðlun úr Þórisvatni og Kvíslárveit- um verður aukin. Þá er miðað við að Blanda, sem veröur tekin í notkun 1991, fari í þessa stækkun. Seinni hluti hins nýja álvers verö- ur líklega tekinn í notkun 1995 og þarf 240 megavött til að fullnægja þeirri stækkun. -Sagði Halldór aö miðað væri viö að þá yrði virkjað við Sultartanga og Vatnsfell, Krafla yrði stækkuö og virkjað yrði á Nesjavöll- um. Fljótsdalsvirkjun er ekki í þéss- um áætlunum. -SMJ Iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson, tekur í hönd Per Aronsen frá Granges Aluminium í Svíþjóð eftir undirritun samninga um hagkvæmnisathugun á nýju álveri. Á milli þeirra sést i Jóhannes Nordai. Aronsen er fulltrúi eins hinna fjögurra erlendu fyrirtækja sem að athuguninni standa. DV-mynd Brynjar Gauti „ Austfirðingar óhressir: „Oiyggisþættinum algeriega hafnað við val á nýjum virkjunarstöðum" „Viö Austfirðingar hljótum að vera hrikalega óhressir með þessa ákvörðun,“ sagði Þorvaldur Jó- hannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, en Austfirðingar telja að freklega sé framhjá þeim gengið með því að hefja hagkvæmnisathugun á nýju álveri viö Straumsvík. Þorvaldur, sem situr í stjóm sveit- arfélaga á Austfjörðum, sagði að þetta væru svo nýjar fréttir fyrir Austfirðinga að þeir vissu ekki enn hvemig þeir myndu bregðast við þessu. Það væri þó fjóst að sú virkj- anaáætlun, sem fylgdi hinu nýja ál- veri, stangaðist á við lög um að Ffjótsdalsvirkjun yrði næst í röðinni á eftir Blönduvirkjun. „Menn eru svona að jafna sig eftir fyrsta sjokkið yfir þessu en menn var þó farið að gruna margt áður en að þessu kom. Þetta er svo sem eftir öðm. Það er eins og allt sé hunsað sem við óskum eftir, enda á lands- byggöarstefna ekki upp á pallborðiö hjá mönnum." Þorvaldur sagði að jámblendi- verksmiðjan á Reyðarfirði hefði ekki þótt fýsilegur kostur og hugmyndir um hana verið jarðaðar fyrr á árinu. Það væri því greinilegt að mönnum þætti ekki vænlegt að reisa virkjanir og verksmiðjur nema á suðvestur- horninu. Dreifa virkjunum um landiö „Það er Íjóst að með þessari ákvöröun er öryggisþættinum alger- lega hafnaö," sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri Austur- lands, í samtali við DV. Erling sagði aö Fljótsdalsvirkjun væri í sjálfu sér ekki dýrari en aðrir virkjunarkostir. Ef litið væri á að flestar virkjanir landsins eru á virku eldgosa- og jarðskjálftasvæði þá sæist að nauðsynlegt væri að dreifa virkjunum landsins út fyrir suðvest- urhomið. „Það læðist að manni sá gmnur að það eigi að halda íjár- magninu eftir á ákveðnu svæði.“ Þess má geta að kostnaður við Fljótsdalsvirkjun, á verðlagi í des- ember, er talinn verða um 16.825 milljónir kr. Virkjunin á að gefa 252 megavött. Næstdýrasta virkjunin, af þeim sem verkhannaðar em, er Sult- artangi sem kostar 7.450 milfjónir og gefur 110 megavött. -SMJ Krisbn Einarsdóttir: „Ekkert jákvætt vlð nýtt álver" „Ég hef verið að reyna að finna eithvað jákvætt viö þessar hug- myndir um nýtt álver en finn ekk- ert,“ sagði Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans. Kristín sagði aö það væri sama hvar væri litið á þessar hugmyndir um nýtt álver, þar væri ekkert sem gæti talist góður kostur, Þættir eins og orkuverð, mengun, skattar og byggðaþróun virtust ætla að verða útundan þegar ákvörðun væri tek- in. „í fyrsta lagi kallar þetta álver á miklar virkjanir sem aftur á móti kalla á erlend lán og allt sem því fylgir. í öðru lagi skiptir orkuverð auövitað. miklu máli. Svo virðist sem hinum erlendu fyrirtækjum hafi verið gefiö undir fótinn með lágt orkuverð eða jafnvel að það sé búið að semja. Þá er markvert aö hvergi hefur verið minnst einu orði á mengun- armál. Það er ekki langt síðan Holl- ustuvemd skilaði skýrslu um mengun frá núverandi' álveri þar sem keraur margt fram sem ástæöa er til að hafa áhyggjur af, sérstak- lega ef hið nýja álver á að vera þrisvar sinnum stærra.“ Kristín sagði að út frá byggðar- sjónarmiðum væru þessar hug- myndir furðulegar. AJIt miðaðist þetta að þvi að þjappa þjóðinni saman á suðvesturhorninu. „Þarna er ekki um þaö aö ræða að það sé verið að nýta auðlindir okkar eins og sumir hafa vifja láta í veðri vaka heldur er verið að gefa Kaií* “ t t A 11 t ir t i i i i ÞVERHOLTI BLAÐ BURÐARFÓLK l eýtx/Ctatirv JweAsjjL: Reykjavík Víöimel Kleppsveg 2-60 Grandaveg Hringbraut 21-út Hamrahlíð Bogahlíð Hraunbæ 102-150 Kirkjuteig Hraunteig Maríubakka Leirubakka Tjarnargötu Suðurgötu t i’ i t 11 t i i t tít i i AFGREIÐSLA SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.