Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. Útlönd Vinsældir özals, (orsætisráðherra Tyrklands, fara nú minnkandi sam- kvæmt skoðanakönnunum. Simamynd Reuter Spá kosningum AöaMtari heista stjórnarand- stöðuflokksins í Tyrklandi, Deniz Baykal, sagði í gær að svo gæti far- ið að forsætisráðherra landsins, Turgut Özal, þyrfti að boða til kosn- inga snemma á næsta ári. Flestar skoöanakannanir sýna að flokkur Baykals, Jafnaðarmanna- flokkurinn, njóti meira fylgis en flokkur Özals sem er íhaldsmaður. Helsta óánægjuefni fólks er verö- bólga og innanríkisdeilur. Myrtu tótf í umsátrí Faðir grætur við kistu sonar síns sem beið bana i umsátri kontraskæru- liða í Nicaragua. Símamynd Reuter Yfirvöld í Nicargua tilkynntu í gær að kontraskæruhöar heíðu drepið tólf manns í umsátri um tvo herbíla. Þar meö brutu þeir vopnahléið sem ríkt hefur í landinu síðastliðna þrjá mánuði. Kontraskæruliðar eru sagðir hafa komiö fyrir jarðsprengjum þar sem herbíllinn átti að fara um á vegi fyrir austan Managua. Sjö fómarlambanna voru óbreyttir borgarar en fimm voru hermenn. Tíu manns slösuðust við sprengingima. fyson í kólastriði Hnefaieikakappinn Mike Tyson er nú milli steins og sleggju í stríði tveggja gosdrykkjajöfra. Coca-cola fyrirtækið heldur því fram aö aug- lýsingar Pepsi með Tyson á sykur- lausum drykkjum séu villandi. 1-Iefur Coca-cola fyrirtækið beðið sjónvarpstöðvar um að hætta að birta auglýsingu þar sem Tyson segir fréttamönnum frá því að eng- inn vafi hafi verið á því hver myndi vinna síöustu keppni. Var þar átt mynd af kappanum meö dýrmætu viö að sykurlaust pepsi væri betra hnefana. en sykurlaust coca-cola. Gífurlegir kókaínfundir Yfirvöld í Kólumbíu hafa gert upptæk ellefu þúsund og sex hundruð kfló af kókaíni siöustu íjóra mánuði. Eyðilagðar hafa verið rúmiega sex hundruð verksmiðjur og tvö þúsund og þrjú hundmö manns vom hand- teknir fyrstu fjóra mánuði ársins. Árangurinn er sagður betri en undanfarin ár og lofar góðu um það sem eftir er ársins, segir í skýrslu yfirvalda. Mestallt kókaín, sem er i umferð í Bandaríkjunum, kemur frá Kólumbíu. Rcuter Kynhverfir Elísabet Bretadrottning mætti í gær hundruöum kynhverfra í opin- berri heimsókn sinni til Hollands. Hópur manna fagnaði drottningu og fylgdarhði en svo voru þaö þeir sem vildu mótmæla breskri lögaöf sem bannar yfirvöldum að viður- kenna kynhverfa opinberlega. Drottning lét sem hún tæki ekki eftir mótmælendum og hélt áfram heimsóknum sínum til ýmissa staöa. mótmæla Ungur maður, sem þátt tók i mót- mælum kynhverfra gegn Bréta- drottningu i Hollandi, á tali við lög- regluþjón. Simamynd Reuter Eftírlit í V-Þýskalandi Asgeir Eggertaacm. DV, Miinchen: Tveir hópar sovéskra eftirlitsmanna komu tfl V-Þýskalands í gær þar sem þeir munu fylgjast með eyðingu meöaldrægra eldflauga Bandaríkja- manna. Efltirhtsmennirnir ní.tján hafa aðeins 24 tíma tfl aö telja eldflaugarnar sem Sovétríkin og Bandaríkin hafa komið sér saman um að verði eyðilagð- ar. Með því telja eftirhtsmennimir sig vera örugga um að öllum eld- flaugunum verði grandaö. Lík fórnarlamba flugskeytaárásarinnar á íranska farþegaþotu á sunnudaginn hafa nú verið flutt til írans. Símamynd Reuter Vilja neyðarfund Öiyggisráðsins írönsk yfirvöld hafa nú farið fram á aðgerðir Öryggisráös Sameinuðu þjóðanna vegna flugskeytaárásar Bandaríkjamanna á íranska far- þegaþotu á sunnudaginn. Er þetta í fyrsta sinn í þrjátíu og fimm ár sem írönsk yfirvöld leita til Öryggisráðs- ins. íranski sendifuhtrúinn kveðst ekki gera ráð fyrir að Öryggisráðið komi saman tfl fundar fyrr en í næstu viku þar sem slíkur fundur þarfnast und- irbúnings. Á fundi með fréttamönnum, sem fulltrúinn hélt í gær, kallaði hann árás Bandaríkjamanna hryðjuverk sem fylgdi í kjölfar annarra árása þeirra á írönsk skotmörk. íranskur flugstjóri sagði í morgun að ekki væri útilokað að flugmaður farþegaþotunnar hefði ekki heyrt viðvaranir þær sem bandaríska frei- gátan Vincennes sendi áður en þotan var skotin niður. Flugmaðurinn var þá í sambandi við fjóra flugturna. Flugstjórinn var þó ekki á þeirri skoðun að farþegaþotan hefði lækk- Sendifulltrúi írans hjá Sameinuðu þjóðunum tjáði fréttamönnum í gær að irönsk yfirvöld heföu beðið um neyðarfund öryggisráðsins. Simamynd Reuter að flugiö í átt að freigátunni eins og skipstjóri freigátunnar heldur fram. Segir flugstjórinn farþegaþotuna enn hafa veriö að hækka flugið. Yfirvöld í Bandaríkjunum sögöu í gær að flugvélin hefði sent frá sér merki um að hún væri bæði herflug- vél og farþegaflugvél. Reagan Bandáríkjaforseti kvaðst í gær vera þeirrar skoðunar að Banda- ríkin hefðu fært fram nægjanlega afsökunarbeiðni fyrir að hafa skotið flugvélina niður. Forsetinn útilokaöi þó ekki að Bandaríkin myndu á ein- hvern hátt aðstoða ættingja hinna tvö hundruð og níutíu sem fórust í árásinni. Sagði hann eina af ástæð- unum fyrir rannsókn Bandaríkja- manna á atburðinum vera gerða til að hægt væri að ákveða hvort bjóða ætti aðstandendum aðstoð, í nótt réðust íranskir fallbyssubát- ar á ástralskt fiskiskip á Persaflóa. Snemma í morgun höfðu ekki borist fréttir um hvbrt einhverjir hefðu særst í árásinni. Reuter Hamadi neitar vHnisburði Asgeir Eggerlsson, DV, Miinchen: Réttarhöld yfir Líbananum Mo- hammed AIi Hamadi hófust í Frank- furt í gær. Hamadi er ákærður um morð og þátttöku í ráni á farþega- flugvél sem neydd var til að lenda í Beirút og Alsír. Þessi fyrsti dagur réttarhaldanna leiddi ekkert nýtt í ljós. Hamadi nefndi aðeins nafn sitt og neitaði öll- Mohammed Ali Hamadi er ákærður fyrir morð og aðild aö ráni á banda- rískri farþegaflugvél 14. júní 1985. Símamynd Reuter Miklar öryggisráðstafanir eru i gangi vegna réttarhaldanna yfir Hamadi í Frankfurt í V-Þýskalandi. Símamynd Reuter um frekari upplýsingum. Þar sem aldur Hamadis er umdeildur á eftir að úrskurða hvort hann verður dæmdur mildar sem unglingur eða hvort saksóknari krefst lífstíðar- fangelsis þar sem hann teljist fullorð- inn. Það helsta sem bendir til sektar Hamadis eru fingraför hans sem fundust í flugvélinni. Einnig hafa farþegar borið kennsl á hann. í réttarsalnum, sem byggður er sérstaklega fyrir þessi réttarhöld, eru myndatökur aðeins leyfðar einu þýsku tímariti sem fengiö hefur til þess sérstakt leyfi. Hamadi var hand- tekinn í byrjun árs 1987 er hann fannst með fjórar flöskur af fljótandi sprengiefni í farangri sínum á flug- vellinum í Frankfurt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.