Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 19
Glæsilegur sigur Einars Vilhjálmssonar á Grand Prix móti í Stokkhólmi: Ég er að gera mistök á mistök ofan í hverju kasti - og mér finnst ég alls ekki vera góður núna, sagði EinarVilhjálmsson sem kastaði spjótinu 83,44 metra „Þaö var rosaleg stemning á þessu móti og mikið klappað undir köstunum. Ég fór í þetta mót með blendn- ar tilfmningar vegna meiöslanna en 'þegar ég mætti á völlinn fannst mér ég vera tilbúinn í slaginn," sagöi Einar Viihjálmsson spjótkastari en í gærkvöldi vann hann glæsilegan sigur á Grand Prix móti í Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem margir af bestu spjótkösturum heims voru á meðal keppenda. Einar kastaöi 83,44 metra. Siguröur Einarsson keppti einnig á mótinu og varð sjötti, kastaði 76,34 metra. „Fyrstu þrjú köst mín voru frek- ar stirðleg. Ég kastaði 79,20 metra í fyrstu umferð, 76,74 metra í ann- arri umferð og 76,56 í þeirri þriðju. í fjórðu umferð náði Bretinn Mike HUl afgerandi forystu með 81,30 metra kasti. Ég svaraði með 83,34 metrum og þá var allur skrekkur- inn úr mér. Síðan kastaði ég 82,18 metra og loks 83,44 metra í síðustu umferðinni." „Þeirra vandamál að kasta ekki lengra“ - Þú virðist vera í allra fremstu röð í heiminum í dag? „Þetta hefur gengið vel undanfar- ið en ég verð að halda mér á jörð- inni. Auðvitað er það vandamál andstæðinga minna að kasta ekki lengra. Mér fmnst ég alls ekki vera góður þessa dagana. Ég er að gera mistök á mistök ofan í hveiju kasti.“ - Hvemig voru aðstæður í Stokk- hólmi? „Þær voru alls ekki góðar. Það var mótvindur frá hægri og ég get ekki neitað því að mig er farið að langa að kasta við mjög góðar að- stæður. Bestu aðstæðumar, sem ég hef fengið á þessu keppnistíma- bili, vom i Laugardalnum á meist- aramóti íslands en þá kastaði.ég 84,66 metra.“ - Viltu þá meina aö þú eigir mik- ið inni? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei kíkt á reikninginn.“ - En veröur maður ekki að hafa stjóm á „tékkheftinu"? ■ „Jú, auðvitað er það miklu betra," sagði Einar og brosti. Einar hefur greitt 341 þúsund úr eigin vasa frá áramótum - Nú hefur þú lagt gífurlega vinnu og tíma í undirbúninginn fyrir ólympíuleikana í Seoul. Hvemig standa fjármálin? „Ég var nú að taka það saman að gamni mínu um daginn hvemig staðan væri. Þá kom í ljós að ég hef þurft að greiða 341 þúsund krónur úr eigin vasa frá 1. janúar til 1. júní til að halda þessu gang- andi. Þá er ég búinn að taka með í reikninginn styrki frá ólympíu- nefnd, Fijálsíþróttasambandinu og UÍA. Og inni í þessari tölu er ekki sú staðreynd að ég hef tekið eigin- konu mína af launum og sjálfur hef ég auðvitað engin laun fengið á þessum tíma.“ Mikill styrkur frá KRON Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis, KRON, hefur ákveðið að halda áfram að styrkja Einar Vil- hjálmsson. „Þetta er auövitað mik- ill styrkur og ég er þakklátur fyrir hann. Spjótkastið er erfiö og að mörgu leyti ónáttúrleg íþrótta- grein. Það er að mörgu leyti frekar listræn en kraftfræðileg íþrótt. Undirbúningurinn fyrir ólympíu- leikanaer og verður auðvitað mjög erfiður og ég er KRON mjög þakk- látur fyrir styrkinn." „Siðferöileg skylda að mæta í landskeppni“ - Nú kemur þú heim á morgun (í dag). Hvaö tekur viö hjá þér? „Ég byija á því að fara í meðferð vegna meiðslanna í hnénu, láta sér- fræðing kíkja á þetta. Það fer síðan eftir útkomunni hvort ég fer meö íslenska landsliðinu í landskeppni „Eg er stoltur afstráknum“ - sagð! Vilhjálmur Einarsson, faðir Einars „Þetta gengur greinilega mjög vel hjá Einari núna þrátt fyrir að hann sé á miðju uppbyggingar- tímabili og það sé ekki í prógramminu sem stend- ur að gera stóra hluti,“ sagði Vilhjálmur Einars- son, silfurverðlaunahafi í þrístökki á OL í Mel- .boume 1956 og faðir Einars Vilhjálmssonar, í sam- tali við DV í gærkvöldi. „Einar lítur út fyrir að vera sterkari og öruggari nú en áður. Og tæknin er í lagi með nýja spjótinu. Einar sigtar á haustið. Þá spilar það stórt hlutverk að hann hefur svo að segja alveg sloppið viö meiðsli. Ég dáist af einbeitni hans og dugnaði og mér hefur oft blöskrað þær fómir sem hann hefur fært fyrir íþrótt sína. En það getur allt gerst. Ann- ars væru íþróttimar ekki spennandi. Einar á aö geta gert stóra hluti á ólympíuleikunum með smá- heppni og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég er stoltur af stráknum," sagði Vilhjálmur Einars- son, rektor Menntaskólans á Egilsstöðum. -SK 1 Edinborg um næstu helgi. Eg fer ef ég treysti mér. Ég tel það sið- ferðilega skyldu mina að keppa fyr- ir íslands hönd þegar þess er ósk- að,“ sagði Einar Vilhjálmsson. Yfirburðir Einars • Sigurkast Einars í gærkvöldi mældist 83,44 metrar eins og áður sagði. Annar varð Bretinn Mike Hill með 81,30 metra, Peter Borg- lund, Svíþjóð, varð þriðji með 80,00 metra, Dag Wennlund, Svíþjóö, fjórði með 78,26 metra, David Ott- ley, Bretlandi, fimmti með 77,40 metra, Sigurður Einarsson sjötti með 76,34 metra og Bandaríkja- maöurinn Tom Petranoff sjöundi með 74,34 metra. „Einarer einnaf þremur bestu í heimi í dag“ „Ég tel engan vafa leika á því að Einar Vilhjálmsson er einn af þremur bestu spjótkösturum í heiminum í dag. Það kom mér því alls ekki á óvart aö hann skyldi sigra á mótinu í Stokkhólmi," sagði Stefán Jóhannsson, þjálfari Einars og Sigurðar Einarssonar, í samtali við DV í gærkvöldi. -SK **»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.