Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Viðskipti_____________________________________dv
Hvar er best að fjárfesta?
- hugsaðu jafnoft um peningana og bílinn þinn
„Eg veit um fólk sem á dýran og
fallegan bíl. Þaö klappar honum á
hverjum morgni. Á laugardögum
eyðir það kannski hálfum deginum í
að bóna. Oft segir þetta fólk að það
sé að hugsa um fjárfestinguna sína.
Á sama hátt ætti fólk að hugsa um
peningana sína og hvort það gæti
fjárfest betur. Fólk, sem á peninga,
ver tíma sínum illa ef það hugsar
ekki reglulega um möguleikana sem
eru á fjármagnsmarkaðnum. Það
ætti alveg eins að hugsa um þá eins
og að bóna bílinn sinn á laugardög-
um.“
Svona komst einn af mörgum við-.
mælendum DV að orði í gær um pen-
ingamarkaðinn. En spurningin um
það hvar best sé að fjárfesta fer ein-
göngu eftir því hvort viðkomandi er
tilbúinn að binda peninga sína lengi
og hvort hann er tilbúinn að taka
áhættu. Þriðju spurningunni, hvort
viðkomandi vill fá háa vexti, hljóta
allir að svara strax játandi.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 23-28 Sp.Ab
6mán. uppsbgn 24-30 Sp.Ab
12mán. uppsogn 26-32 Ab
18mán. uppsögn 39 Ib
Tékkareikningar, alm. 9-13 Ib.Sp
Sértékkareikningar 10-28 Ab
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsogn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6-7 Vb
Sterlingspund 7-8 Vb.Ab
Vestur-þýskmork 2.25-3 Ab.Vb
Danskarkrónur 7.25-8.50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%). lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv) 37-39 Vb.Sb,- Úb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 37-41 Sb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 39-42 Lb.Bb,-
Sb
Utlán verötryggð
. Skuldabréf 9,25 Vb.lb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 34-41 Vb.Úb
- SDR 7.75-8,50 Lb.Úb,-
Sp
Bandaríkjadalir 9.25-10 Lb.Úb.- Sp
Sterlingspund 10-10.75 Úb.Sp
Vestur-þýskmork 5.25-6.00 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 52.8 4.4 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverðtr júli 88 38.2
Verötr. júli 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júli 2154 stig
Byggingavisitalajúli 388stig
Byggingavísitalajúli 121.3 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% 1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávoxtunarbréf 1.5959
Einmgabréf 1 3,033
Einmgabréf 2 1,752
Einingabréf 3 1,901
Fjolþjóöabréf 1,268
Gengisbréf 1,340
Kjarabréf 2,893
Lífeynsbréf 1.525
Markbréf 1.507
Sjóðsbréf 1 1,463
Sjóðsbréf 2 1,283
Tekjubréf 1,428
Rekstrarbréf 1,1571 '
HLUTABRÉF
Soluverö að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 252 kr.
Flugleiðir 231 kr.
Hampiðjan 112 kr.
Iðnaðarbankinn 156 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 117 kr.
Útgeröarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvórugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Drífa sig inn á
verðbréfamarkaðina
Til að fá hæstu ávöxtun á flár-
magnsmarkaðnum ætti fólk ekki að
hika við að fara á verðbréfamarkað-
inn. Bréf verðbréfasjóðanna með
mjög litilli áhættu skila mönnum um
13 prósent ávöxtun. Að vísu kemur
innlausnargjald til sögunnar sem
skerðir ávöxtunina.
Verðbréfasjóðirnir bjóða síðan bréf
með meiri áhættu sem gefa ávöxtun
á bihnu 16 til 18 prósent, mínus inn-
lausnargjaldið sem áður var minnst
á.
Bankabréfin geysivinsæl
Önnur veröbréf, sem gefa um 10
prósent ávöxtun, eru bankabréfin
sem nutu gífurlegra vinsælda á síð-
asta ári. Og þau vinna sífellt á. Þessi
bréf eru örugg og eigi viðkomandi
þau út allan tímann, eða þar til bréf-
ið greiðist út, kemur ekkert inn-
lausnargjald. Þurfi eigandi bréfsins
hins vegar að losa bréfin fyrr en
hann ætlaði þarf hann að borga sölu-
laun á markaðnum. Það þarf líka aö
gera séu spariskírteini ríkissjóðs seld
áður en að innlausn þeirra kemur
hjá ríkinu. Þau bera, ný, raunvexti
sem eru nú í kringum 8,5 prósent.
Kaupi menn hins vegar eldri bréf er
hægt að ná aðeins hærri ávöxtun.
Svonefnd skammtímabréf eru
aðryðja sértilrúms
Þau bréf sem mikilla vinsælda
njóta nú eru svonefnd skammtíma-
bréf verðbréfasjóðanna. Þau eru
óbundin en bera samt raunvexti sem
eru á bihnu 8 til 9 prósent og í sumum
tilvikum meira. Ekkert innlausnar-
gjald er á þessum bréfum.
Þessi bréf eru góð og ættu alhr, sem
leggja fyrir, að veita þeim athygli.
Eigir þú til dæmis 200 þúsund krón-
ur, sem þú sérð fram á að þurfa að
greiða eftir einn og hálfan mánuð
koma kostirnir í Ijós. Þú ferð einfald-
lega og segir:„Ég ætla að leysa þessi
bréf út núna.“ Peningarnir koma
strax og 8 til 9 prósent raunvextir,
eða meira, eru tryggir. *
Ýmsir kynnu að halda að ekki tæki
því að eltast við íjárfestingarkosti
fyrir svo skamman tíma og hefðu því •
peninga sína inn á sparisjóðsbókum.
Munurinn er aðeins sá aö sparisjóðs-
bækur bera neikvæða vexti. Pening-
arnir rýma þar í staðinn fyrir að
vaxa.
Sparisjóðsbækurnar
eru voniausar
Meðalvextir á sparisjóðsbókum frá
1. janúar th 1. júni síðasthðinn voru
um 20,3 prósent. Á sama tíma var
verðbólgan um 26,8 prósent. Bæk-
umar báru því neikvæða raunvexti
upp á um 5,1 prósent. í upphafi árs-
ins voru 12 milljarðar króna inni á
sparisjóðsbókum. í lok júní vom 11
mihjarðar inni á bókunum. Þetta
þýðir að eigendur bókanna töpuðu
um 280 milljónum króna á þessu
tímabhi. Það er sú upphæð sem pen-
ingamir rýmuðu um fyrstu sex
mánuði ársins.
Sérkjarareikningar bankanna,
Ábót, Kjörbók, Guhbók, Hávaxtabók,
Kaskó og hvað þeir heita, em ömgg-
ur kostur að því leyti að þessir reikn-
ingar bera alltaf raunvexti þar sem
þeir em verðtryggðir. Flestir bera 4
prósent raunvexti. Það er tryggingin
sem menn hafa þegar verðbólgan er
á góðri ferð eins og núna.
Sérkjarareikningar
bankanna stóðu sig vel
fyrstu sex mánuðina
Þessir sérkjarareikningar báru á
hinn bóginn raunvexti fyrstu sex
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
mánuði ársins á bilinu 7,7 th 9,7 pró-
sent. Hér er miðað við að reikning:
arnir hafi aldrei verið hreyfðir þetta
tímabh. Vert er að minna á að séu
þeir hreyfðir skerðast vextirnir og
detta sumir reikningarnir alveg nið-
ur í sparisjóðsvexti þann mánuðinn
sem innstæðan var hreyfð.
Ábótin bar hæstu ávöxtun þessara
reikninga á síðasta ári og Ábótin
hafði líka vinninginn fyrstu sex mán-
uði þessa árs. Reikningurinn bar 9,7
prósent raunvexti. Að vísu hefur
Landsbankinn auglýst raunvexti
þessa tímabils frá 8,2 til 10,2 prósent.
Hærri talan er þá miðuð við þá sem
eru komnir í hæstu vaxtaþrep en
þangað ná menn aöeins með því aö
hreyfa ekki innstæðuna í langan
tíma.
Bankamir auglýsa sérkjarareikn-
inga sína langmest. Þessir reikningar
komu vel út fyrstu sex mánuðina
vegna þess að verðbólgan var miklu
minni en vextir þeirra. Þetta kom
meðal annars fram á Viðskiptasíðu
DV í mars þar sem bent var á að
ætla mætti að raunvextirnir væru í
kringum 14 til 15 prósent. En vextirn-
ir lækkuöu og verðbólgan jókst
þannig að raunvextirnir fyrstu sex
mánuðina vora eins og áður segir á
bihnu 7,7 th 9,7 prósent. Núna eru
verðtryggingarákvæöi reikninganna
hins vegar í fullu gildi. Þaö þýðir aö
það sem eftir lifir ársins verða raun-
vextir þessara reikninga í kringum 4
prósent, séu þeir óhreyfðir.
Ríkisvíxlar voru þrumugóðir-
en ekki lengur
Ríkisvíxlar voru þrumugóðir í vet-
ur og vinsælir. Núna eru þeir lélegur
kostur. Kjör þessara víxla eru þannig
að þeir eru th 3ja mánaða og báru
fyrirframgreidda vexti. Áhættan við
þá er fyrst og fremst verðbólgan.
Þeir sem áttu ríkisvíxla á tímabilinu
frá 1. febrúar til 1. maí græddu vel.
Enda sjá menn að þegar verið er að
lofa um 40 prósent vöxtum, föstum
og fyrirframgreiddum, og verðbólg-
an er aðeins um 18 til 20 prósent þá
græða menn. Þegar verðbólgan er
hins vegar komin í 80 prósent einn
mánuðinn og vextirnir eru ennþá í
kringum 40 prósent kaupa fáir ríkis-
víxla. Lágmarksupphæð víxlanna,
500 þúsund krónur, gerir þá líka sér-
staka og ekki fyrir hverja sem er.
Skammtímabréf verðbréfasjóð-
anna eru sá kostur sem ætti fyrst og
fremst að benda hinum almenna
borgara á sem góöan kost. Ekki
nokkur maður ætti hins vegar að
geyma háar íjárhæöir inni á spari-
sjóösbók.
íbúðakaupandi eða
námsmaður á togara
Hvort sem það er námsmaður, sem
fer á togara yfir sumartímann og
ætlar að spara th vetrarins, eöa fólk,
sem er aö skipta um húsnæði og
lendir í því að inn- og útgreiðslur ber
ekki upp á sama tíma og á þess vegna
mihjón í einn mánuð, ætti kosturinn
að vera skammtímabréf verðbréfa-
sjóðanna. Geti viðkomandi bundiö
peninga sína th lengri tíma ætti hann
að snúa sér að þeim verðbréfum sem
gefa hærri raunvexti af sér. Sé hann
hins vegar á móti öllum verðbréfum
á hann að velja sér sérkjarareikning-
ana, þeir gefa aldrei minna af sér en
4 prósent nema þeir séu stööugt
hreyfðir.
Til marks um það hvað vangavelt-
umar og möguleikarnir era miklir
þá gætum við horft á dæmi þar sem
viðkomandi greiðir eignaskatt, það
er hann er ríkur og á eignir. Þessum
manni væri hægt að benda á að
kaupa fyrir þrjá fjórðu upphæðar-
innar skuldabréf Iönlánasjóðs sem
bera 9,5 prósent vexti og eru til 6
ára. Einn íjórði upphæðarinnar færi
því í kaup á öðrum bréfum. Skulda-
bréf Iðnlánasjóðs, ásamt spariskír-
teinum ríkissjóðs og bankainnstæð-
um, eru nefnilega undanþegin eigna-
skatti. Þetta skattaákvæði, pró-
sentuálagningin, þýðir þess vegna
fyrir manninn að hann fær 10,5 pró-
sent raunvexti. Þarna hefur hann
tryggt sér háa vexti til langs tíma og
dreift áhættunni.
Að „bóna“ peningana
Það er þvi hægt að taka undir þau
orð aö ágætt er fyrir fólk að huga vel
aö fjármálunum ekkert síður en þaö
bónar bíhnn sinn á laugardögum.
Verst af öllu er að sitja heima og
hafa háar fjárhæöir inn á sparisjóðs-
bókum í góöri trú að peningarnir séu
í góðri geymslu. -JGH
Verðbréfaþing
ísiands
- kauptilboð vikunnar
FSS = Fjárfestingarsjóður Slátur-
félags Suðurlands, GL = Glitnir,
IB = Iðnaðarbankinn, Lind = Fjár-
mögnunarfyrirtækið Lind, SIS =
Samband islenskra samvinnuté-
laga, SP = Spariskirteini rikis-
sjóðs
Hæsta kaupverð
Einkenni Kr. Vextir
FSS1985/1 132,06 8,3
GL1986/1 154,77 12,8
GL1986/291 106,25 11,2
GL1986/292 95,63 11,1
IB1985/3 167,04 11,0
IB1986/1 141,70 10,8
LIND1986/1 126,46 11,7
SIS1985/1 224,38 9,8
SP1974/1 16876,89 9,8
SP1975/1 11685,18 9,8
SP1975/2 8720,30 9,8
SP1976/1 8055,16 9,8
SP1976/2 6405,14 9,8
9P1977/1 5709,55 9,8
SP1977/2 4954,96 9,8
SP1978/1 3871,18 9,8
SP1978/2 3165,45 9,8
SP1979/1 2619,26 9,8
SP1979/2 2055,73 9,8
SP1980/1 1744,27 9,8
SP1980/2 1401,06 9,8
SP1981/1 1156,98 9,8
SP1981/2 884,15 9,8
SP1982/1 800,13 9,8
SP1982/2, 613,61 9,8
SP1983/1 464,88 9,8
SP1983/2 312,42 9,8
SP1984/1 314,79 9,8
SP1984/2 312,04 9,8
SP1984/3 300,86 9,8
SP1984/SDR 285,11 9,8
SP1985/1A 266,51 9,8
SP1985/1SDR 201,00 9,8
SP1985/2A 208,64 9,8
SP1985/2SDR 176,13 9,8
SP1986/1A3AR 183,70 9,8
SP1986/1A4AR 189,27 9,8
SP1986/1A6AR 189,98 9,8
SP1986/1D 156,14 9,8
SP1986/2A4AR 162,66 9,8
SP1986/2A6AR 160,32 9,8
SP1987/1A2AR 148,24 9,8
SP1987/2A6AR 115,44 9,8
SP1987/2D2AR 130,40 9,8
Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafn-
verös og hagstæöustu raunávöxt-
un kaupenda í % á ári miöað viö
viðskipti 4.7. '88. Ekki er tekið til-
lit til þóknunar.
Viðskipti á Verðbréfaþingi fara
fram hjá eftirtöldum þingaöiium:
Fjárfestingarfélagi íslands hf.
Kaupþingi hf„ Landsbanka ís-
lands, Samvinnubanka íslands
hf„ Sparisjóði Hafnarfjarðar, Út-
vegsbanka íslands hf„ Verðbréfa-
markaði lönaðarbankans hf. og
Verslunarbanka íslands hf.
Iðnrekendur:
Höft á lánum erlendis afnumin
Stjóm Félags islenskra iönrek-
enda samþykkti á dögunum kröfur
uxn breytingar á islenska fjár-
magnsmarkaðnum. Vilja iðnrek-
endur meðal annars að öll höft, sem
nú eru á möguleikum íslendinga
til spamaðar eöa lántöku erlendis,
verði afnumin.
Ennfremur viþa þeir að fullt
frelsi verði til að binda spamað og
lántökur hérlendis við gengi er-
lendra gjaldmiðla, að erlendum
bönkum verði leyft að stunda
bankastarfsemi á Islandi og loks
að athugaö verði meö tengingu ís-
lensku krónunnar við myntkerfi
eins og ECU.
-JGH