Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Side 18
18
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
Fréttir
Hér sést er unnið var að lagningu Ijósleiðarans á Hegranesi i Skagafirði.
DV-mynd gk, Akureyri.
BLAÐ
/
BURDARFOLK
t, /weAsjjL:
Reykjavík
Skúlagötu 52-80
Laugaveg 120-170
Borgartún 1-7
Skúlatún
Skúlagötu 57, 61, 63
k
f # %
1 n ft ft
ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022
DV
Reykjavík - Akureyri:
Stafrænt síma-
samband í sjónmáli
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii
Nú er hafin lagning ljósleiðara á
milli Sauðárkróks og Akureyrar en
heimild fyrir slíkri framkvæmd er á
íjárlögum 1988. Heildarkostnaður við
lagningu ljósleiðarans er áætlaður
64,4 milljónir króna sem skiptist
þannig að strengir og lagnir kosta
48,2 milljónir en búnaður 16,2 millj-
ónir.
Þessi lögn er hluti af þeirri áætlun
Pósts og síma að koma á stafrænu
sambandi milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Nú þegar er búið aö
leggja ljósleiðara milli Akraness og
Borgarness og milh Blönduóss og
Sauðárkróks, ennfremur er stafrænt
radíósamband milli Reykjavíkur og
Akraness.
Á næsta sumri standa vonir til að
hægt verði að ljúka tengingu á staf-
rænum samböndum milli Akureyrar
og Reykjavíkur með lagningu ljós-
leiðara milli Borgamess og Blöndu-
óss um Búðardal.
Forsvarsmenn Pósts og síma fóru
með blaðamönnum í Skagafjörðinn
en þar hófst nýlega vinna við lagn-
ingu strengsins milli Sauðárkróks og
Akureyrar. Þeir sögðu að það sem
fyrst og fremst ynnist með tilkomu
stafræna sambandsins væri mjög
aukin flutningsgeta og ýmsir mögu-
leikar á aukinni og bættri þjónustu
á annan hátt. Sem dæmi aukast
möguleikar á að senda sjónvarps- og
útvarpsefni milli landshluta, annað-
hvort fyrir almenning eða milli
einkaaðila.
Leiðin milh Akureyrar og Sauðár-
króks hggur frá Akureyri í átt að
Björgum og þaðan til Dalvíkur. Frá
Dalvík mun strengurinn liggja um
Svarfaðardal og yfir Heljardalsheiði,
út Heljardal og Kolbeinsdal, Viðvík-
ursveit og yfir Hegranes til Sauðár-
króks. Við leiðarval hefur verið haft
samráð við þá aðila sem málið varð-
ar, s.s. landeigendur, bæjaryfirvöld
og Náttúruvemdarráð, og hefur
samvinna milh þessara aðila verið
mjög góð. Sú ákvörðun var tekin að
lögnin skyldi vera sem mest utan
þeirra svæða sem ætla má aö fram-
kvæmdir verði á í framtíðinni.
Aðalverktaki viö framkvæmdina
er Grafan hf. í Reykjavík. Þá mun
Ýtan sf. á Dalvík sjá um aö vinna
Heljardalsheiði undir plægingu. Við
lagningu strengsins er að mestu unn-
ið á tveimur jarðýtum og á annarri
þeirra er útbúnaður sem plægir jörð-
ina tæplega metra djúpt og leggur
strenginn þar í um leíð. Lagningu
strengsins milh Sauðárkróks og Ak-
ureyrar lýkur í haust.
Ganga Leifs Leópoldssonar:
10 dagar til
leiðarloka
„Það er alveg ótrúleg hvað
drengurinn getur gengið. Hann er
rokfljótur og ekki fyrir nokkum
mann að hafa viö honum. Nú hefur
hann gengið töluvert lengra en
áætlað var þar sem hann hefur
þurft að fara fyrir ár og eftir ráðum
staðkunnugra manna. Samt kom
hann degi á undan áætlun í Forna-
hvamm,“ sagði Snorri Velding hjá
Krýsuvíkursamtökunum um
göngu Leifs Leópoldssonar frá
Reyðarfirði th Arnarstapa.
Leifur á nú ekki langt eftir í Am-
arstapa. Lagði hann upp frá Hreða-
vatni, þar sem hann á heima, í
gærmorgun. Þar hafði hann hvílst
frá því á mánudag og því ekki orð-
iö fyrir barðinu á veðrinu sem
gengið hefur yfir. Hefur hundurinn
Vaskur nú slegist með í fórina á
ný en þeir félagar urðu viðskila í
Herðubreiðarlindum. Lá leiðin frá
Miödalsbrún í Bröttubrekku, suð-
ur fyrir Þrúðufell og að Höfða við
Rauðamelsölkeldu. Reiknar Leifur
með að ná th Heggstaða í Hnappa-
dal á morgun. Hefur hann nú geng-
ið hátt í 600 khómetra en upphafleg
áætlun gerði ráð fyrir 560 kílómetr-
um í allt. Má segja að nú sé beinn
og breiður vegur eftir að jökli þar
sem göngunni lýkur eftir um 10
daga.
Gangan er, eins og áður hefur
komið fram, th styrktar Krýsuvík-
ursamtökunum. Að sögn Snorra
Velding eru einstaklingarj hópar
og fyrirtæki að taka við sér og
senda samtökunum peninga og
gjafir. Hefur mikið af húsgögnum
borist til samtakanna, þannig að
innrétting fyrsta áfanga Krýsuvík-
urhússins er langt komin. Upphaf-
lega var áætlað að safna mihi 5 og
6 milljónum.
-hlh
rwtyiéjwyv
Sendiherrahjónin Ástríður og Hans G. Andersen
hafa gegnt starfi í Washington um áraraðir en
voru nýlega flutt til New York. Þá var Hans orð-
inn næstelsti sendiherrann í Washington eða
„vicedean" eins og |Dað kallast og er mikil virð-
ingarstaða. Hansereinn helsti hafréttarsérfræð-
ingur heims og hefur unnið mikið verk fyrir ís-
lensku þjóðina í hafréttarmálum. I viðtali við
DV á morgun rekur'hann sögu landhelgisstækk-
unar og segir frá ferli sínum. Ástríður, kona hans,
hefur einnig frá heilmörgu að segja enda kunn-
ur myndlistarmaður. Fróðlegt viðtal við þessi
hjón sem hafa kynnst þremur forsetum Banda-
ríkjanna í starfi sínu aukfjölda annarra merkra
manna.
Hvað er að gerast um helgina? Hvernig á
að komast? Hvað kostar það? Þessum
áleitnu spurningum og mörgum fleiri verð-
ur hægt að fá svör við í DV- Um helgina -
á morgun.
Það skiptir ekki máli hvort þú hyggur á x
flakk eða heimasetu, þú færð upplýsingar
um viðburði helgarinnar heima og heiman
í þessu sextán síðna aukablaði inni í blað-
inu.
Gríptu það með þér eða gluggaðu í það
heima. Upplýsingar um útimótin, ferðirnar,
dansleikina, sýningarnar, bíóhúsin, veit-
ingahúsin og margt fleira í DV- Um helg-
ina.