Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Síða 19
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
19
Fréttir
Upprisa Lazarasar
í íslensku hrauni
- á altaristöflu í Húsavíkurkirkju
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Húsavík hefur veriö kirkjustaöur
frá fomu fari og er kirkjunnar fyrst
getið í Auöunarmáldaga áriö 1318.
Núverandi kirkja, sem er sannkölluð
bæjarprýði á Húsavík, var hins vegar
byggö árin 1906 og 1907 og vigö 2.
júní 1907.
Ýmislegt er óvenjulegt við þessa
kirkju. Nefna má aö kirkjuturninn
er á einu horni hennar og inngangur-
inn þar. Þá vekur mikla athygh aö í
byrjun aldarinnar skuh hafa verið
byggð kirkja sem rúmar um 450
manns í sæti. Kirkjan er því nógu
stór enn í dag, nema e.t.v. á stór-
hátíðum eins og jólum.
Þaö er líka óvenjulegt aö enginn
prédikunarstóll skuh vera í kirkj-
unni og mun sennilega vera eins-
dæmi hér á landi. Mönnum ber ekki
saman um ástæður þess, sumir telja
aö gleymst hafi aö gera ráö fyrir
stólnum, en fleiri telja þó aö Rögn-
valdur Ólafsson, sem teiknaöi kirkj-
una, hafi ekki viljaö slíkan stól í
kirkjubygginguna.
Altaristafla kirkjunnar er einnig
óvenjuleg. Hún er máluð af Sverri
Þórarinssyni áriö 1930 og sýnir upp-
risu Lazarusar í íslensku hrauni.
„Jökulsárgljúfur er í baksýn, fjöllin
em íslensk og fólkið íslenskt,“ sagði
Ingvar Þórarinsson á Húsavík, sem
fræddi DV um kirkjuna.
Mikill fjöldi ferðamanna kemur í
kirkjuna á hverju sumri. Erlendir
ferðamenn vora í yfirgnæfandi
meirihluta er DV var þar á ferö fyrir
skömmu, mest Þjóðveijar, og var
greinilegt á málrómi þeirra og sam-
ræðum aö þeim fannst mikiö til
koma, enda kirkján sérstaklega fah-
egt mannvirki, eins og áður er getiö.
Altaristaflan í Húsavíkurkirkju: Lazarus rís upp úr íslensku hrauni.
DV- mynd, GK
Húsavíkurkirkja er glæsilegt mannvirki.
Nokkrir rallbílanna áöur en Nes-rallið hófst. DV-mynd ÁEA
Sterkasti maður landsbyggðarinnar:
Torfi vann
á hlutkesti
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Torfi Ólafsson, Akureyri, telst
vera sterkasti maöur landsbyggö-
arinnar en keppni um þann titil var
háð á Akureyri um síðustu helgi
og var keppt í 8 greinum aflrauna,
bæði í miðbæ Akureyrar og á
íþróttavelhnum.
Keppnin var einvígi á milli Torfa
og Magnúsar Vers Magnússonar
frá Seyöisfiröi og unnu þeir ailar
greinar keppninnar nema þá síð-
ustu sem þeir tóku ekki þátt í. Vakti
þaö mikla furöu manna aö kapp-
amir, sem vora jafnir fyrir þá
grein, skyldu báöir hætta viö aö
ljúka keppninni en þeir sömdu um
það. Var svo varpað hlutkesti um
hvor þeirra teldist sigurvegari og
vann Torfi hlutkestið.
Torfi sigraði í fjórum greinum,
varð í öðra sæti í þremur og í þriðja
sæti í einni. Magnús Ver varð sig-
urvegari í þremur greinum og í 2.
sæti í fjórum greinum. Hlutu þeir
báðir 46,5 stig. í þriðja sæti varö
Flosi Sigurðsson sem háöi haröa
keppni um þaö sæti við Magnús
Hauksson frá Keflavík. Magnús
haföi 5 stiga forskot á Flosa eftir
fyrri daginn en Flosi vann þann
mun upp síðari daginn og hlaut 36
stig en Magnús 33.1 næsta sæti kom
Jón Gunnarsson frá Þorlákshöfn
meö 25 stig, Örn Traustason frá
Hauganesi hlaut 21 stig og Njáll
Torfason frá Tálknafirði hlaut 16
stig.
Frammistaða kappanna vakti at-
hygli þeirra sem fylgdust með
keppninni. Tilþrif Torfa í „fanga-
nýlenduþrautinni" vakti t.d. mikla
athygli. Þar hljóp hann á fleygiferð
með þungan lóðabelg í fanginu og
með annan slíkan belg hlekkjaðan
um ökklann. Fékk hann tímann
12,60 sek. en Magnús Ver, sem varö
annar, hlaut tímann 23,32 sek.
Fyrir sigursætiö hlaut Torfi 30
þúsund krónur, Magnús Ver hlaut
20 þúsund fyrir annaö sætiö og
Flosi 10 þúsund fyrir 3. sætiö. Þá
fengu efstu menn verðlaunaplatta
frá Radíónausti að verðmæti um
100 þúsund krónur.
Olafsvík:
Fjölskrúðugt götulrf
fyrir Nes-rallið
Ánú E. Albertsson, DV, Ólafsvík:
Það var engu hkara en að Lauga-
vegurinn hefði verið fluttur í heilu
lagi hingað til Ólafsvíkur síðasta
fóstudag. Eindæma veðurbhða var
og fátt gat haldið Ólsuram, ungum
sem gömlum, frá því að leggja leið
sína í miðbæinn til að kíkja á öku-
menn og aðstoðarökumenn 18 rall-
bíla sem voru að leggja lokahönd á
undirbúning harðrar keppni um
helgina.
Eldri menn klóruðu sér í höfðinu
og skildu ekkert í þessum ósköpum
en yngri kynslóðin kunni vel að
meta þessar hetjur óveganna og hef-
ur eflaust verið búin að fara nokkra
hringi um nesið í huganum þegar
fyrstu bílamir vora ræstir um kl.
17.00.
Þrír teknir
fyriraðstela
úr bílum
Þrír ungir raenn voru hand-
teknir í fyrrinótt fyrir að stela
úr bílum 1 Vökuportinu. Hafði
eftirhtsmaður portsins orðiö var
við þá og kallaöi á lögreglu.
{ bö, sem mennimir vora á,
fannst eitthvaö af tækjum og
fleira bíldóti. -hlh
VEIÐIMENN!
MIKIÐ ÚRVAL AF
FYRIR
>..........
Verslunin
eióiv
Langholtsvegi 111 \
104 Réykjavík Q> 687Ö'90