Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Side 37
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. 37 LífsstOI Á erfiðum gönguleiðum má maturinn ekki þyngja bakpokann um of. Að vera létt- ur og mettur - matur í langar gönguferðir Þó nokkuð margir fara í langar gönguferðir um óbyggðir íslands. Margir eru vel vanir og vita hvað er hentugast að taka meö sér. Aðrir eru að fara í fyrsta sinn og eru í vafa hvað sé hentugast. Við fengum vanan göngugarp til að gefa okkur ráð varðandi útbúnað ámat. Þegar farið er í nokkurra daga gönguferð er frumskilyrði aö maturinn sé léttur í poka en sað- samur. Hrísgrjón eru léttavara en ótrú- lega saðsöm. Hrísgrjónin eru soð- in og bragðbætt meö kryddi. Gott er t.d. að krydda grjónin með karríi. Þurrkaðar baunir eru léttar en matarmiklar. Þær þurfa að vísu töluvert langa suðu en ef þær eru lagðar í bleyti nóttina áður þurfa þær styttri suðu. Hafragrjón eru hentug og fljót- legt að sjóða hafragraut. Mjög gott er að fá sér hafragraut að morgni áður en lagt er af stað því hann gefur mikla magafylli. Niðursuðuvörur, eins og loðna og sardínur, koma sér vel og fer ekki mikið fyrir þeim. Með því að hita upp innihaldið úr dósinni Útlendingar eru sniðugir að út- búa sig á einfaldan og ódýran hátt áður en þeir leggja af stað fótgangandi um óbyggðir ís- lands. er kominn herramannsmatur. Brauð geymist lengur og heldur betur bragði ef þaö er ristað áður en lagt er af stað. Tekex og hrökk- brauð eru létt, saösöm og fyrir- ferðarlítil. Sulta eða marmelaði er gott álegg á brauð og kex. Stundum langar mann nefnilega í eitthvað sætt að maula. Þurrkaðir ávextir eru góðir og næringarríkir. Aprikósur og rús- ínur eru dæmi um slíkt. Svo má líka setja rúsinur saman við soðnu hrísgrjónin. Drykkjarvörureru vatn og te. Lágmarksneysla vökva á dag er 3 htrar. Þægilegt er að hafa með sér 1 'h lítra tóma plastflösku. Með því móti er hægt aö fylgjast með vatnsneyslunni. Ýmislegtannað matarkyns er hægt að hafa með sér ef farið er í langar göngur. Má þar nefna kæfu, sem hita má í potti, súkku- laði, hnetur og pakkasúpur. Reyktur matur, eins og bjúgu, geymist vel. Ef bjúgun eru orðin slepjuleg að utan eftir geymsluna má skola af þeim í næstu á. Til að halda vítamínum í kroppnum er þjóðráð að borða hundasúrur. Tvennt verður alltaf að hafa í huga: í fyrsta lagi að fylla mag- ann vel og vera vel mettur þegar göngu er haldið áfram. í ööru lagi verður einstaka sinnum að gleðja bragðlaukana og þar koma sulta og krydd í góðar þarfir. -JJ Sjálfhitandi niöursuöudósirnar fást með fems konar innihaldi. Matur og síðan pakkað í þétta hitaþolna álpoka. Aðeins þarf að opna pok- ann og hella sjóöandi vatni i hann, hræra í og maturinn er tilbúinn. Út úr þessu fæst u.þ.b. hálft kíló af mat. Einnig fást þurrkaðir ávext- ir unnir á sama hátt Hver pakki kostar frá 200 krónum. Sjálfhitandi niöursuöudósir eru nýjung á markaði hér. Dósimar eru tvöfaldar með einangrun og þurfa enga upphitun með gastækj- um. Innst er venjuleg niðursuðudós með matnum í. Utan um er önnur dós og einangrun til aö varna því að maöur brenni sig. í botninum er efni sem hitar innri dósina upp þegar það kemst í samband við súrefni. Til að opna fyrir súrefnið fylgir pinni sem stungið er niður með innri dósinni. Maturinn verð- ur sjóðandi heitur á skammri stundu. Dósirnar fást víöa i stór- mörkuðum og bensínstöövum. Hver dós inniheldur 'h kíló af mat og kostar 360 krónur. Leiðbeining- ar um meðhöndlun eru á íslensku á öllum dósunum. Um ferns konar rétti er aö ræöa. -JJ Innri dósin er venjuleg níðursuðudós með maf í. Þurrkaður matur og sjálf- hitandi niðursuðudósir Fyrir þá sem vilja feröast létt en hafa góðan raat geta fengið þurrk- aðan mat í Skátabúðinni. Tegund- irnar eru tíu og má nefna nautakjöt og hrísgrjón og kjúkhng og hrís- grjón. Maturinn er frostþurrkaður L'ORÉAL NÝJAR ANDLITSSNYRTIVÖRUR SEM VIÐ- HALDA EIGINLEIKUM UNGRAR HÚÐAR. PLÉNITUDE línan er afrakstur 10 ára rannsóknar- starfs og sérstaklega framleidd til þess að koma í veg fyrir ótímabærar aldursbreytingar húðarinnar. PLENITUDE snyrtivörur verða kynntar í versluninni STARMÝRI Starmýri 2 Notið tækifærið og þiggið góð ráð um rétta umhirðu húð- arinnar. Dreiflngaraðili: m mmjLw wmwMwmww m mm.uw. Skútuvogi lOa, 104 Reykjavík, simi 686700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.