Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Lífsstfll Fataverslanir þriðjungi of margar Fatasalan brást í sumar , ,Þaö er einkum tvennt sem veldur því hversu sumarútsöl- urnar byrjuðu snemma í ár; veðr- ið í júní og júlí olli því að sumar- fatnaðurinn seldist mun verr en undangengin ár og svo hitt að íslenskir verslunareigendur eru að aðlaga sig því sem gerist er- lendis en þar byrja útsölumar mun fyrr en tiðkast hefur hér á Islandi," segir Hrafn Hauksson, eigandi verslananna Tango viö Laugaveginn og Jazz í Kringl- unni. Útsölur eru árstíðabundið fyr- irbæri þó svo að lögum um útsöl- ur hafi verið breytt fyrir nokkr- um árum og nú megi halda þær hvenær sem er ársins. í sumar byrjuðu útsölurnar venju fremur snemma og hafa menn leitt getum aö því að orsökin sé einkum lítil sala í sumar og versnandi staða fataverslana. Allir kostnaðarliðir hækkað ■ „Veröbólganhefuraukistmjög á árinu og allir kostnaðarliðir innanlands hafa hækkað. Hins vggar er samkeppnin í verslunar- rekstri svo mikil á íslandi að verslunareigendur geta ekki leyft sér að hækka vöruna eins og þeir þurfa því að þá veröur fatnaður- inn of dýr. Þetta veldur því að sú álagningarprósenta, sem kemur í hlut verslunarinnar, minnkar stöðugt,"segirHrafn. Tískan í V," i ■*. Utsölur standa yfir þessa dagana og víða er hægt að gera góð kaup. DV-myndir JAK. „Eftir að staðgreiðsla skatta var tekin upp fær fólk minna í launa- umslaginu en áður. Samt heldur það áfram að kaupa, það lætur bara vaða á kreditkortin. Það eru heilu dagarnir þar sem ekkert selst hjá okkur nema út á kort,“ segir Björk Aðalsteinsdóttir, eig- andi Össu. „Ég get ekki kvartað yfir söl- unni í sumar þótt ekki hafi kannski verið sama aukning í henni og undanfarin ár. Veörið hefur veriö slæmt og það hefur mikil áhrif á sölu á sumarfatn- aði. Maður hefur oröið var við að þaö er ákveöinn fatnaður sem lítö hefur hreyfst, til dæmis hef ég nánast ekkert selt af hvítum fatnaði. Þess í stað bara verið meiri sala í öðrum fatnaði.“ Fækkar verslunum í haust? Samfara versnandi stöðu fata- verslana ætti þeim að fækka nú í haust. Hrafn er ekki á því. „Ætii fólk reyni ekki að þrauka fram að jólum í von um að eitthvað rakni úr.“ Guölaugur Bergmann, eigandi Kamabæjar, segir hins vegar að þaö séu þriðjungi of margar verslanir sem selji fatnað. „Það er offramboö af fatnaði í öllum hinum vestræna heimi, ekki bara hér á íslandi. Svo má ekki gleyma því að minnkandi verslun er ekk- ert bundin viö fataverslanir. Það eru margir sem telja að það hafi aldrei orðið annar eins samdrátt- ur í verslun og síðan í apríl og við sjáum ekki fyrir endann á því ástandi ennþá. Það er ýmislegt sem hefur hjálpast að; verkfall verslunarmanna í endaöan apríl og byrjun maí. í kjölfar þess var stór hópur fólks launalaus í nokkuð langan tíma. Síðan var leiöinlegt veður í júní. Auknar skattaálögur og hrikaleg láns- kjaravísitala veldur því að nú hefur fólk minna á milli hand- anna en áður. Þetta hefur hrein- lega gert það að verkum að það er miklu minna að gera en áður í verslunum. Þaö hljóta því aö verða einhveijar breytingar á næstunni," segir Guðlaugur. Ekki grundvöllur fyrir tveimur verslunum „Það er ekki grundvöllur fyrir því að reka tvær fataverslanir við Laugaveginn í dag,“ segir Jónína Lárusdóttir eigandi verslunar- innar Viktoríu. En nýlega lokaði hún annarri verslun sinni að Laugavegi 66. „Það verður að auka hagkvæmni í rekstrinum og það er ein af ástæðunum fyrir þvi að við minnkum við okkur, það gengur ekki síðan Kringlan kom til sögunnar að vera með tvær verslanir við Laugaveginn. „Útsalan hjá mér byijar ekkert fyrr í ár en önnur ár. Maöur þarf einfaldlega að losa sig við sumar- fatnaðinn því að haustfatnaður- inn liggur á hafnarbakkanum og það þarf að rýma fyrir honum." Vextir, lögfræðingar, fjármögnunarfyrirtæki „Helstu vandamál, sem fata- verslanir glíma við, eru allt of háir vextir á lánamörkuðunum. Fjármögnunarfyrirtækin eru heldur ekki nein lömb að leika sér við. Þau kaupa kreditnótur af þeim sem eru í erfiðleikum með 7-10 prósent afföllum. Það verður æ erfiðara að fá lán í bönkunum, ekki síst fyrir þá sem standa illa, og vextir af bankalánum eru allt of háir. Ef i mennlendaívanskilumermjög erfitt að semja um greiðslur og oft er það ekki hægt. Gjaldfallnir víxlar og lán fara um leið í inn- heimtu hjá lögfræðingum og áöur en maður getur snúið sér við er búið að gera fjárnám. Það sér það hvert mannsbam að það er ekki hægt að reka verslun undir þess- um kringumstæðum. Því held ég að menn muni unnvörpum fara á hausinn nú í haust. Það eru allir að drepast," segir verslunar- eigandi í Kringlunni sem ekki vill láta birta nafn sitt. „Menn hafa brugið á það ráð aö setja allt á útsölur með þá von aö geta losað eitthvert fjármagn til að leysa út haustvörur. En gróðinn af útsölunum verður harla lítill ef menn þurfa að leita til fjármögnunarfyrirtækja með kaup á kreditnótum og selja þær með miklum afiollum. Því tel ég að það sé hægt að fá mikið af verslunarhúsnæði á • ipjög góðum kjömm núna ef ein- hver vill kaupa því það eru flestir sem vilja losa sig út úr þessari vitleysu. Þeir einu sem koma til með að standa þetta af sér eru þeir sem eiga skuldlaust húsnæði og gamalgrónar verslanir," segir þessisamimaður. Það er samdóma álit flestra þeirra sem DV leitaði til að staðan sé slæm þó að fæstir telji sig til þess hóps sem á í kröggum. Það er því ákveðin þversögn í svörum manna sem hægt er að draga saman í orðunum: Það eru allir að fara á hausinn nema ég. í DV er ekki alls fyrir löngu haft eftir Herluf Clausen heild- sala. „Ég hef heyrt að það sé mik- ið af fyrirtækjum til sölu en það eru ekki bara fataverslanir. Það er almennt þungt undir fæti hjá fyrirtækjum og það er ekki bund- iö við heina ákveðna vöru- flokka.“ Neytendur hafa síðasta orðið Það verða neytendur sem skera Guðvarður Birgisson og Sigurður Karlsson voru sammála um að verð á fatnaði væri of hátt hér á landi. „Viö erum bara að skoöa og i leiðinni erum við að kfkja eftir buxum og peysum sem við gætum notað í skólann f vetur,“ sögðu þær Hjördis Jónsdóttir og Jó- hanna Þórisdóttir. „Þaö er allt of dýrt að kaupa fatnað á íslandi miðað við aö kaupa hann erlendis og útsölur hér standast útsölum erlendis ekki snúning," segja þeir Guðmundur Pálmason og Þórður Kolbeinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.