Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Qupperneq 40
40
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
Lífsstm
Ekki sama hvar naglalakkið er keypt
□ Christian Dior
kr.
1000-1
800
600--
400'
200'
X Q c H 03
C *< OQ o •o ^<_ dq"
35* O C =r 3 •o C p
r r 35' ?r
E ctq C < O > ■C c c OQ c < c p > X c 3
cg. t/i c o OQ > o* E- 3 cr
On A* s "1 L-n CA r » o OQ
£
Langmesti verömunurinn er á nagiaiakki frá Christian Dior en ódýrast er það á 630 krónur en dýrast á 873
krónur. Munurinn er þvi 38,6% milli hæsta og lægsta verðs.
Litlu munar á hæsta og lægsta verði á naglalakki frá Margaret Astor. Ódýrast er það á 303 krónur en dýrast
á 337 kónur. Mismunur á milli hæsta og lægsta verðs er því 11,2%.
Það er ekki ýkja mikill verðmunur
á milli snyrtivöruverslana á nagla-
lakki í ódýrari kantinum en mjög
miklu getur munað á verði þegar
dýrari tegundir eru keyptar.
DV kannaöi verð á þremur algeng-
um tegundum naglalakks í nokkrum
snyrtivöruverslunum á höfuðborg-
arsvæðinu og kom niðurstaðan
nokkuð á óvart, því þegar borið er
saman verð á ódýrustu tegundinni
og þeirri á miðjuverðinu reyndist
ekki ýkja mikill verðmunur á milli
verslana.
Minnstu munaði í verði á nagla-
lakki frá Margaret Astor. Ódýrast
var það í snyrtivöruversluninni Lólý
við Hringbraut, þar kostaði glasið 303
krónur, en dýrast var það í Cossu,
Engihjalla 8,337 krónur glasið. Með-
alverð reyndist 322 krónur. Það mun-
ar því 11,2% á því hvort lakkið er
keypt þar sem það reyndist ódýrast
eða þar sem það reyndist dýrast.
Það borgar sig
vissulega að bera
saman verð á dýrari
tegundum af nagla-
lakki.
DV-mynd JAK
glasið, en dýrast var það í Holtsapó-
teki og Árbæjarapóteki, kostaði á
báðum stöðum 470 krónur.
Meðalverð reyndist vera 449,75
krónur og 11,4% munaði á milli
hæsta og lægsta verðs.
Langmestur verðmunur reyndist
vera á naglalakki frá Christian Dior.
Glasið kostaði 630 krónur í Háaleit-
isapóteki, 872 krónur kostaði það í
Topptískunni Aðalstræti og Bylgj-
unni Hamraborg og krónu dýrara
reyndist það í Evitu Nýjabæ. Það
munar því hvorki meira né minna
en 38,6% á þvi á hvorum staðnum
það er keypt, hjá snyrtivöruverslun-
inni Evitu eða Háaleitisapóteki.
-J.Mar
kr.
400'
□ Margaret Astor
300-
200
100'
Tískan
Örlítið meiri verðmunur reyndist
vera á naglalakki frá Lancome.
Ódýrast reyndist það hjá Ársól í
Grímsbæ, þar kostaði það 422 krónur
Neytendasamtökin:
Kaupmenn oft ókurteisir í garð viðskiptavina
Það kemur oft fyrir að fólk telji
að það hafi keypt gallaðan fatnað
þegar hann endist ekki eins og það
telur æskilegt eða hann eyðileggst
í fyrsta þvotti. Kemur þá oft til
kasta Neytendasamtakanna að
annast milligöngu milli viðskipta-
vina og verslana í slíkum tilfellum.
„Þegar kvörtun er lögð fram ræð-
um við við eiganda verslunarinnar
og þann sem leggur fram kvörtun-
ina og reynum aö miðla málum,“
segir Elva Björk Benediktsdóttir
þjá Neytendasamtökunum.
Tíu kvartanir á mánuöi
„Oftar en ekki fær fólk hálfhryss-
ingsleg svör hjá verslunum þegar
það kemur og kvartar yfir fatnaði
sem það telur að sé gallaður. Ég
held að mikið af þeim málum sem
koma upp væri hægt að leysa á
þægilegri hátt ef verslunareigend-
ur sýndu meiri kurteisi og lipurð í
garð viðskiptavina sinna þegar þeir
kæmu og kvörtuðu.
Það kemur mismikið af kvörtun-
armálum inn á borð til okkar en
ætli það komi ekki að meðaltali tíu
á mánuði. Því er ekki að leyna að
nöfn ájcveðinna verslana skjóta
upp kollinum oftar en önnur.
Leður og viscoseefni
„Það sem fólk kvartar aðallega um
þessa dagana eru leðurvörur og
fatnaður úr viscoseefnum. Það er
mikið af fatnaði úr leðri sem þolir
til dæmis ekki að blotna því þá
verður hann doppóttur eða leðriö
reynist ekki gott af einhveijum
öðrum ástæðum. Viscoseefnin
virðast vera hálfgerð vandræðaefni
því þau eiga það til að hlaupa mik-
ið eða þá þau hnökra við notkun.
Við fáum einnig mikið af kvört-
unum vegna ullarpeysa. Oft er
nýög erfitt að skera úr um hverjum
það er að kenna ef flíkin aflagast,
hvort það er framleiðslugalli eða
röng þvottameðferð. Til dæmis
þola ullarpeysur ekki að vera lagð-
ar í bleyti því þau þvottaefni sem
eru á markaðnum eru yfirleitt svo
klórblönduð að þau geta gert flík-
ina blettótta á örskotsstund.
Dýrt aö senda í rannsókn
Hvað kallast að leggja í bleyti er
svo misjafht. í blaði norsku neyt-
endasamtakanna gefa þeir þá þum-
alputtareglu að flikin hafi verið
lögð í bleytí. hafi hún legið óhreyfð
í þvottavatninu í 10 mínútur. Það
er mjög algengt að fólk átti sig ekki
á þessu og þegar farið er að spyija
það út í hlutina kemur í ijós að það
hefur oft og einatt lagt flíkina í
bleyti en ekki gert sér grein fyrir
afleiðingunum. í slíkum tilfellum
er það viðskiptavinurinn sem ber
ábyrgðina en ekki verslunin sem
seldi flíkina.
í vafatilfellum er hægt að senda
fatnað til rannsóknar hjá Iðn-
tæknistofnun en það er dýrt og fáir
sem senda flíkur í 5000 króna rann-
sókn sem kannski kostaöi ekki
nema 2000 krónur út úr búð. Við-
komandi verður einnig að vera
nokkuð viss í sinni sök því að sá
borgar sem reynist hafa rangt fyrir
sér.
Kvörtúnarnefndin
Það er einnig til kvörtunarnefnd
sem Kaupmannasamtökin, SÍS og
Neytendasamtökin standa saman
að. Sú nefnd fær ekki mjög mikið
af málum til meðferðar því aö yfir-
leitt sér kaupmaðurinn aö sér og
bætir skaðann áður en kvörtunin
nær að ganga til nefndarinnar."
Fyrir nokkrum árum gáfu Neyt-
endasamtökin út svokallaðan
svartan lista yfir verslanir sem
neituðu að bæta tjón viðskiptavina
eða sinna kvörtunum. Þessi listi
hefur verið í endurskoðun upp á
síðkastið og nú er unnið að því að
setja reglur um hvað þurfi til að
verslun fari á þennan lista. En sam-
kvæmt upplýsingum Elvu mun
listinn líta dagsins ljós innan
skamms. -J.Mar