Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 41
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988.
41 .
Afmæli
Bivgir Thoriacius
Birgir Thorlacius, fyrrv. ráöu-
neytisstjóri, Bólstaöarhlíö 16,
Reykjavík, er sjötíu og funm ára í
dag. Birgir fæddist að Búlandsnesi
og tók próf frá Samvinnuskólanum
1932, var þingskrifari 1931-1935,
starfsmaöur fjármálaráöuneytis-
ins 1935-1938, ritari í forsætisráðu-
neytinu 1939 og fulltrúi þar 1941,
ráðuneytisstjóri í forsætis- og
menntamálaráöuneytinu 1947-1970
og í menntamálaráðuneytinu
1947-1983. Birgir var forsetaritari
og oröuritari 1951-1952, ríkisráðs-
ritari 1951-1970, formaður orðu-
nefndar 1952-1957, í stjórn Menn-
ingarsjóðs Norðurlanda frá 1966 og
formaður 1974 og 1975. Birgir hefur
verið fulltrúi í, og gjarnan veitt for-
stöðu, miklum fjölda stjómskip-
aðra nefnda sem m.a. hafa haft það
hlutverk að semja lög um stofnun
eða breytingar á ýmsum helstu
menntastofnunum landsins.
Birgir kvæntist 13. maí 1939 Sig-
ríði Stefánsdóttur, f. 13. nóvember
1913. Foreldrar hennar eru Stefán
Kristinsson, prófastur á Völlum í
Svarfaðardal, og kona hans, Sól-
veig Pétursdóttir Eggerz. Þau hjón
eru því systrabörn. *
Systkini Birgis: Kristín, f. 25. júlí
1899, d. 20. ágúst 1899; Sigurður, f.
4. júlí 1900, d. 17. ágúst 1945, skóla-
stjóri Austurbæjarskólans í Rvík,
ekkja hans er Aslaug Thorlacius;
Kristín, f. 21. október 1901, d. 5. fe-
brúar 1916; Ragnhildur, f. 3. janúar
1905, d. 12. janúar 1936; Erlingur,
f. 15. apríl 1906, d. 1. febrúar 1981,
bifreiðastjóri hjá BSR, en kona
hans var Anna Jónsdóttir, d. 1981,
og Kristján, f. 17. nóvember 1917,
formaður BSRB, kvæntur Aðal-
heiöi Jónsdóttur.
Foreldrar Birgis voru Ólafur
Thorlacius, f. 11. mars 1869, d. 28.
febrúar 1953, héraðslæknir á Bú-
landsnesi í Suður-Múlasýslu, og
kona hans, Ragnhildur Pétursdótt-
ir, f. 31. október 1879, d. 14. júní
1963. Ólafur var sonur Jóns
Thorlacius, prests í Saurbæ í Eyja-
firði, bróður Þorsteins, afa Vil-
hjálms Þórs, forstjóra SÍS. Jón var
sonur Einars Tfiorlacius, prests í
Saurbæ, og konu hans, Margrétar,
systur Álfheiðar, móöur Helga,
langafa Ragnhildar Helgadóttur al-
þingismanns. Álfheiður var einnig
langamma Helga Hálfdanarsonar
skálds. Margrét var dóttir Jóns
læröa, prests á Möðrufelli, Jóns-
sonar og konu hans, Helgu Tómas-
dóttur. Móðir Ólafs var Kristín
Tómasdóttir, b. á Steinsstöðum í
Öxnadal, Ásmundssonar og konu
hans, Rannveigar Hallgrímsdóttur,
systur Jónasar skálds.
Meöal móðursystkina Birgis var
Siguröur Eggerz ráðherra, faðir
Péturs Eggerz sendiherra, og Arn-
dís, amma Þóröar Þ. Þorbjarnar-
sonar borgarverkfræðings. Ragn-
hildur var dóttir Péturs Eggertz,
kaupstjóra á Borðeyri, bróður Sig-
þrúðar, ömmu Sturlu Friöriksson-
ar erfðafræðings. Pétur var sonur
Friðriks Eggertz, prests í Skarðs-
þingum, og konu hans, Arndísar
Pétursdóttir. Móðir Ragnhildar var
Sigríður, systir Solveigar, ömmu
Ásgerðar Búadóttur veflistarkonu.
Sigríður var dóttir Guömundar, b.
Birgir Thorlacius.
á Kollsá í Hrútafirði, Einarssonar
og konu hans, Helgu Jakobsdóttur.
Móðir Helgu var Guðrún Jóns-
dóttir, sýslumanns í Bæ í Hrúta-
firði, Jónssonar og konu hans,
Hólmfríðar Ólafsdóttur, systur
Ingibjargar, konu Björns Jónsson-
ar í Bólstaðarhlið, langömmu Þor-
valds, afa Vigdísar Finnbogadótt-
ur.
Kjartan Pálsson
Kjartan Pálsson, b. að Vaðnesi í
Grímsnesi, er sjötugur í dag.
Kjartan fæddist í Reykjavík en
ólst upp i Ásgarði í Grímsnesinu
hjá fósturforeldrum sínum, Guö-
jóni Gíslasyni og konu hans, Guð-
rúnu Grímsdóttur. Þar dvaldi hann
til fullorðinsára og hóf þar búskap
1942. Kjartan bjó að Ásgarði ásamt
móður sinni til 1946 en þá fluttu
þau aö Vaðnesi og hefur hann búið
þar síðan. Kjartan hefur setið í
hreppsnefnd frá 1982.
Kona Kjartans er Helga Helga-
dóttir, f. 28.8. 1942.
Kjartan og Helga eiga fjóra syni.
Þeir eru: Páll Helgi, f. 7.5. 1972,
starfar hjá fóður sínum; Jón Stein-
grímur, f. 24.7.1973,; Guðjón, f. 23.2.
1975; og Ólafur Ingi, f. 10.8. 1978.
Fósturböm Kjartans eru: Guð-
mundur Jóhannesson, b. á Klaust-
urhólum, f. 27.6.1959, kvæntur Þór-
leifu Gunnarsdóttur; Brúney
Kjartansdóttir, f. 9.8. 1963, búsett
að Vaðnesi; Ragnhildur Eiríksdótt-
ir, húsmóðir á Selfossi, f. 11.8.1966,
en sambýlismaður hennar er Einar
Valtýr Baldursson; Ingólfur Heim-
ir Kjartansson, verkamaður á
Flúöum, f. 9.8.1968; Birna Kjartans-
dóttir nemi, f. 16.1.1971.
Kjartan á tvö systkini á lífi. Þau
eru Þórunn Pálsdóttir, húsmóðir í
Reykjavík, gift Þorgeiri Guð-
mundssyni trésmiö, og Bjarni Páls-
son, sjómaður í Reykjavík, kvænt-
ur Bergljótu Einarsdóttur.
Foreldrar Kjartans voru Páll
Steingrímsson, f. 1876, og Ólöf Ingi-
björg Jónsdóttir, f. 1892, dóttir Jóns
b., síðast í Miðhúsum í Garði, Ól-
afssonar og konu hans, Þórunnar
Björnsdóttur, b. að Dyrhólum,
Bergsveinssonar.
Kjartan tekur á móti gestum að
Félagsheimilinu Borg á afmælis-
daginn klukkan 20.
Ulja L Knudsen
Lilja L. Knudsen húsmóðir, Hofs-
vallagötu 17, Reykjavík, varð sjö-
tug í gær.
Lilja fæddist í Stykkishólmi og
ólst þar upp. Hún flutti til Reykja-
víkur og giftist þar 3.10.1945 Guð-
jóni Júlíusi Hinrik Jóhannssyni,
starfsmanni hjá H. Ólafsson og
Bernhöft í fjölda ára, f. í Súlunesi
í Melasveit 12.7. 1902, d. 7.12. 1969.
Lilja og Guðjón bjuggu alla sína
búskapartíð á Hofsvallagötunni.
Foreldrar Guðjóns voru Jóhann
Pétur Jónsson, b. í Eystra-Súlunesi
og síðar verkamaður í Reykjavík,
og kona hans, Guðný Hólmfríður
Jónsdóttir.
Lilja og Guðjón eignuðust þrjú
börn en auk þess á hún son frá því
fyrir hjónaband. Sá er Ásgeir Er-
lendsson, vélstjóri í Keflavík, f.
17.2.1937, kvæntur Hlíf Pálsdóttur
og eiga þau þrjú börn. Börn Lilju
og Guðjóns eru: Hólmfríður Jó-
hanna Guðjónsdóttir, húsmóðir í
Garðabæ, f. 4.9. 1939, gift Jóni Vil-
berg Inga Guðlaugssyni pípulagn-
ingamanni en þau eiga fjögur börn;
Guðný Guöjónsdóttir, húsmóðir og
verkakona á Hellissandi, f. 2.2.1943,
gift Halldóri Kristjáni Kristjáns-
syni vélstjóra en þau eiga sex börn;
og Ragnar Guöjónsson, sjómaður á
Hellissandi, f. 6.4. 1945, kvæntur
Sigrúnu Maríu Láru Antonsdóttur,
en þau eiga tvö börn.
Bróðir Lilju var Knútur Lárus,
f. 24.7. 1915, en hún átti auk þess
þrjú hálfsystkini samfeðra.
Foreldrar Lilju voru Lárus
Michael Knudsen vegagerðarverk-
stjóri og Ragnheiður Einarsdóttir.
Föðurforeldrar Lilju voru Lau-
ritz Michael Knudsen verslunar-
maður, smiður og lengi kaupmaður
í Keflavík, og fyrri kona hans,
Margrét, dóttir Magnúsar Runólfs-
sonar, b. á Ketilsstöðum, og konu
hans, Álfheiðar Jónsdóttur. Lau-
ritz var sonur Lauritz Michaels,
Lilja L. Knudsen.
verslunarmanns á Geirseyri, og
fyrri konu hans, Guðrúnar, dóttur
Jóns Grímssonar, b. á Hóh á Geirs-
eyri, og konu hans, Kristínar Pét-
ursdóttur. Foreldrar Lauritz á
Geirseyri voru Lauritz Michael
Knudsen, kaupmaður í Reykjavík,
ættfaöir Knudsenættarinnar, og
kona hans, Margrethe Andrea
Hölter.
Móöurforeldrar Lilju voru Einar
Ólafur Einarsson og kona hans,
Guðrún Jensdóttir.
Ottó Guðmundur
Guðjónsson
Saga Jónsdóttir
Ottó G. Guðjónsson, Norðurbrún
1, Reykjavík, verður níræöur á
mánudaginn. Ottó Guðmundur
fæddist á Eskifirði og ólst upp á
Vopnafirði. Hann fór til Reykjavík-
ur 1917 og lærði klæðskeraiðn hjá
Andrési Andréssyni og lauk þar
námi 1921. Ottó vann sem klæð-
skeri í Reykjavík og á Eyrarbakka
1921-1967 og var vaktmaður hjá
Ríkisútvarpinu og Seðlabankanum
1967-1981. Hann var söngstjóri
Templarakórsins 1940-1950 og org-
anleikari Stórstúku íslands 1940-
1988. Ottó hefur samið nokkur
sönglög og hefur unnið við útsaum
og eru verk hans víða til, bæði hér
á landi og erlendis.
Ottó kvæntist 4. febrúar 1922
Guðbrandínu Tómasdóttur, f. 31.
ágúst 1889, d. 23. mars 1981. For-
eldrar Guðbrandínu voru Tómas
Guðbrandsson, vinnumaður á
Svarfhóh í Laxárdal, og kona hans,
Sigríður Jónsdóttir. Fósturforeldr-
ar hennar voru Hans Grönfeldt,
veitingamaður í Borgamesi, og
kona hans Þóra Þorleifsdóttir.
Böm Ottós eru: Sigurður, f. 25. júlí
1922, bhkksmiöur í Rvík, kvæntur
Sigríði Ólafsdóttur verkstjóra; Þor-
björg, f. 23. júli 1924, var gift Tóm-
asi Tómassyni, rafvirkja í Rvík;
Andrés, f. 3. apríl 1928, múrari í
Rvík, kvæntur Helgu Ólafsdóttur
skrifstofustúlku; Kristín, f. 7. apríl
1929, verslunarmaður í Rvík, gift
Hauki Þorsteinssyni framkvæmda-
stjóra; Guðjón, f. 18. apríl 1930, d.
3. nóvember 1942; Þórir, f. 13. febrú-
ar 1937, bifreiðasfjóri hjá DV,
kvæntur Helgu Laxdal verslunar-
Ottó G. Guöjónsson.
manni, og Erla, f. 6. apríl 1945,
gjaldkeri í Rvík, gift Erlingi Stef-
ánssyni framkvæmdastjóra. Ottó á
17 barnabörn og 7 bamabarnabörn.
Systur Ottós vom Jörgínía og Sús-
anna en þær eru báðar látnar. Hálf-
systkini Ottós vom Eyþór Guðjóns-
son, bókbindari í Rvík, og Lára
Guðjónsdóttir, húsmóðir í Rvík.
Foreldrar Ottós voru Guðjón Jóns-
son Vopnfjörð, verslunarmaður í
Vopnafirði, Eskfirðingur, skyldur
Ríkarði Beck prófessor, og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir, systir
Stefáns á Höfða í Homafirði. Ottó
verður með opiö hús eftir kvöldmat
hjá dóttur sinni, Erlu, aö Hryggj-
arseli 15.
Saga G. Jónsdóttir leikkona, Mar-
karflöt 8, Garðabæ, er fertug í dag.
Saga fæddist á Akureyri og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hún
starfaöi á unglingsárunum hjá
KEA en var aðeins sextán ára þeg-
ar hún hóf að leika hjá LA. Saga
var fastráðin hjá LA árið 1973 og
þar starfaði hún til 1978. Hún flutti
þá til Reykjavíkur og lék í Þjóðleik-
húsinu í sex ár.
Saga stofnaði ásamt manni sínum
Revíuleikhúsið 1981 og hefur starf-
að við það en Reviuleikhúsið hefur
sýnt eitt til tvö leikverk á ári. Saga
starfar nú á Stöð 2.
Saga hefur samið sjónvarps- og
útvarpsþætti, leikið í sjónvarps- og
útvarpsleikritum, leikstýrt á Akur-
eyri og í Reykjavík og annast leik-
hstarnámskeið víða á landsbyggð-
inni.
Maður Sögu er Þórir Steingríms-
son rannsóknarlögreglumaður, f.
24.8. 1946, sonur Steingríms Páls-
sonar, alþingismanns og símstöðv-
85 ára
Vilhelm Steinsen, Hrafnistu, Reykja-
vík.
80 ára
Ólöf Guöfinna Jakobsdóttir, Búöa-
granda 7, Reykjavík.
75 ára
Sigurður Sumarliðason, Austurgötu
22, Keflavík.
Sigurður Björgvin Jónasson, Möðru-
vallastræti 1, Akureyri, varö sjötíu og
fimm ára þann 25. júlí. Hann tekur á
móti gestum á sumarheimili sínu í Hró-
arstjóra á Brú í Hrútafirði, og konu
hans, Láru Helgadóttur.
Saga og Þórir eiga einn son; Helga
Pál, f. 10.3. 1978. Synir Sögu frá
fyrra hjónabandi em: Hreiðar Ingi
Júlíusson, háskólanemi og starfs-
maður á Stöð 2, og Friðrik Geirdal
Júlíusson, menntaskólanemi í
Reykjavík, f. 22.1.1970.
Saga á fimm systkini. Þau eru:
Hekla Geirdal, starfsmaður hjá
Lind á Akureyri; Hreiðar Jónsson,
starfsmaður við íþróttaskemmuna
og íþróttavöhinn á Akureyri;
Hólmfríður Geirdal, hjúkrunarfor-
stjóri á Kleppi; dr Ingimar Jónsson,
æskulýðs- og félagsfuhtrúi á Dal-
vík, og María Halla, húsmóðir að
Ingvörum i Svarfaðardal.
Foreldrar Sögu voru Jón Kristján
Hólm Ingimarsson, formaður Iðju
og bæjarfulltrúi á Akureyri, f. 6.4.
1913, d. 1981, og kona hans, Gefn
Jóhanna Geirdal, f. 20.8. 1910, d.
1988.
Fööurforeldrar Sögu voru Ingi-
arsdal í Skagafirði sunnudaginn 31.
júli en þann dag verður eiginkona hans,
Lflja Sigurðardóttir, sextíu og fimm
ára.
70 ára
Kristín Guðjónsdóttir, Kleppsvegi 32,
Reykjavík.
60 ára
Jóna Aðalheiður Haraldsdóttir, Víði-
lundi 8 I, Akureyri.
Sigurþór Magnússon, Vesturbergi 89,
Reykjavík.
Lára Jóhannesdóttir, Ferjubakka 3,
Borgarhreppi.
Ragnar Vignir, Gfljalandi 4, Reykja-
vik.
Saga Jónsdóttir
mar Jónsson, iðnverkamaöur á
Akureyri, og kona hans, María
Kristjánsdóttir.
Móðurforeldrar Sögu voru Stein-
ólfur Eyjólfur Geirdal, kennari og
smiður í Grímsey, og kona hans,
Hólmfríður Petrína Sigurgeirsdótt-
ir, b. á Parti í Reykjadal, Stefáns-
sonar og bústým hans, Jóhönnu
Pálsdóttur. Foreldrar Steinólfs
voru Eyjólfur, b. í Gilsíjarðarmúla,
Bjarnason, prests í Garpsdal, Egg-
ertssonar, og kona hans, Jóhanna
Halldórsdóttir, prests í Tröllatungu
Jónssonar.
Solveig Erla Ólafsdóttir, Grettisgötu
70, Reykjavik.
Guðrún Guðmundsdóttir, Álftamýri
20, Reykjavik.
50 ára
Helga Gunnlaugsdóttir, Grænagarði
2, Keflavík.
Gissur Sæmann Axelsson, Holtagerði
55, Kópavogi.
Anna Elin Hermannsdóttir, Akraseii
10, Reykjavík.
40 ára
Guðrún Hafldórsdóttir, Helgustöðum,
Holtshreppi, Skagatjaröarsýslu.