Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1988, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988. Jarðarfarir Höskuldur Stefánsson lést 18. júlí sl. Hann var fæddur 5. apríl 1941 á Kirkjubóli í Korpudal í Önundar- flrði. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Össurardóttur og Stefáns R. Pálssonar. Höskuldur lærði rafvirkj- un og rak um skeið fyrirtækið Rafiðj- una með bræðrum sínum og fleirum. Árið 1981 setti hann á stofn fyrirtæk- ið Hrísnes í Kópavogi ásamt eigin- konu sinni, Sigurbjörgu Bjömsdótt- ur, og hafa þau rekið það síðan. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Útfór Höskuldar verður gerö frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Hilmar Th. Theodórsson lést 23. júli sl. Hann var fæddur á ísafiröi 22. mars 1912. Hann fluttist til Keflavík- ur og giftíst Hrefnu Gunnlaugsdóttur en hún lést 1984. Þau eignuðust tvö böm. Útfór Hilmars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Skarphéðinn Árnason lést 18. júlí sl. Hann var fæddur 22. september 1919. Skarphéðinn hóf störf hjá Flugfélagi íslands árið 1954 við bókhald, skömmu síðar fluttist hann til Kaup- mannahafnar, til að hafa yfirumsjón með bókhaldinu á skrifstofu Flugfé- lags íslands. Árið 1960 hélt hann til Hamborgar til að stjóma starfsemi Flugfélags íslands þar. Árið 1964 sneri hann síðan tíl Osló og vann þar þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 1986. Skarphéðinn var tvígiftur. Fyrri kona hans var Brynja Þ. Guðmundsdóttir, en hún lést af bamsforum. Þau eignuðust tvær dætur. Eftirlifandi eiginkona hans er Elínborg Reynisdóttir. Útfór Skarphéðins verður gerö frá Lang- holtskirkju í dag kl. 15. Sigurður Ellertsson, Miðbraut 1, Seltjamamesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fóstudaginn 29. júlí kl. 13.30. Sigurbjörg Vigdis Guðbrandsdóttir, UvAf+iv __ __ Hringbraut 42, Hafnarfirði, verður * 1“ILIX UV jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. júlí kl. 13.30. Halla Kr. Sveinbjömsdóttir, Smára- flöt 12, Garðabæ, er lést 22. júlí, verð- ur jarðsungin frá Garðakirkju fóstu- daginn 29. júlí kl. 13.30. Björn Baldursson, Háaleitisbraut 28, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fóstudaginn 29. júlí kl. 13.30. Útfór Ingibjartar Þorsteinssonar pípulagningameistara, Espilundi 1, Garðabæ, fer fram frá Fossvogs- kirkju fóstudaginn 29. júlí kl. 15. Siguijón Guðjónsson, Efri-Holtum, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarð- sunginn frá Ásólfsskálakirkju laug- ardaginn 30. júlí kl. 14. Tilkyniiíngar „Til tjaldbúa" Ut er komiö dreifiritið „TO tjaldbúa og ferðalanga". Þar er verið að kynna tjald- svæðið í Galtalækjarskógi, uppbyggingu og rekstur á þeirri starfsemi sem fram fer í skóginum á sumrum og um áfengis- lausu útihátiðimar sem haldnar eru um verslunarmannahelgina ár hvert. Ritiö er Utprentað í kortaformi þar sem kort af svæðinu fylgir með. Til tjaldbúa er dreift inn á heimih á suðvesturhorninu og Uggur frammi í verslunum endur- gjaldslaust. Útgefandi er SumarheimiU templara sem að standa Umdæmisstúka nr. 1 á Suðurlandi og íslenskir ungtempl- arar. Hellur víkja fýrir malbiki: Loka þarf Laugavegi vegna framkvæmdanna - hellulögnin kostaði 22 milljónir á síðasta ári „Það þarf að loka Laugaveginum á meðan á framkvæmdum stendur og ég mun um helgina reyna aö setja niður fyrir mér á hvaða tíma það verður. Við munum reyna að vinna sem mest um helgar og utan vinnutíma. Ég veit ekki nákvæm- lega hvað þetta tekur langan tíma en við munum reyna að flýta okkur eins og kostur er,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson, aðstoðargatna- málastjóri. Fyrir einu ári var Laugavegurinn á milli Frakkastígs og Klapparstígs lokaöur í 5-6 mánuði á meðan hann var hellulagður. Sú framkvæmd kostaði 22 milljónir hjá gatnamála- deild í fyrra sem er, að sögn Sigurð- ar, megnið af kostnaðinum en þó er eftir að bæta við kostnaði vegna endumýjunar á hitaveitu-, raf- magns-, vatns- og símalögnum. Hellurnar ná yfir 1440 fermetra og eru 150 fermetrar úr portúg- ölsku graníti en afgangurinn úr íslenskum steini. Grjótið verður tekið upp og fjarlægt ásamt steypu- lagi sem þar er undir en síðan verð- ur malbikað yfir. Aðspuröur sagði Sigurður að framkvæmdirnar nú myndu kosta 2,2 milljónir og hefi- ast í næsta mánuði, sennilega um aðra helgi ef hægt yrði. - En hvað verður gert við grjótið? „Við höfum selt afganga af þessu portúgalska grjóti og þá var nóg af kaupendum. Við getum einnig notað bæði það og íslenska gijótið 1 aðrar framkvæmdir,“ sagöi Sig- urður. - Hvers vegna er endingin ekki betri en raun ber vitni? „Það var röð af mistökum sem leiddi til þessa. Vatn komst í steypulag undir steinunum og auk þess var steypan illa þjöppuð. Þetta var meginorsök þess að steypan þoldi illa álagið og holur mynduð- ust í veginn. Allir sem nálægt þessu komu bera ábyrgð á þessu, eftirlits- menn, verktaki, verkkaupi og hönnuðir. Það er ekki hægt að benda á neinn ákveðinn aðila,“ sagði Sigurður. JFJ A Forum ’88 í Osló Um 700 íslenskar konur munu sækja þing norræna kvenna „Nordisk Forum" í Osló dagana 31. júlí til 7. ágúst nk. Þar af eru á annað hundruö konur frá Alþýðusam- bandi íslands. Á myndinni veitir skrif- stofustjóri ASÍ, Kristín Mántylá, viðtöku Minnisbók Bókrúnar 1988 frá Björgu Ein- arsdóttur, formanni Bókrúhar hf„ en það forlag gefur öllum konum sem fara héðan á Forum ’88 minnisbók meðan birgðir endast, Vitja má bóka til forlagsins að Einarsnesi 4, Reykjavík. Ný verslun á Akranesi Föstudaginn 22. júli var verslunin Val- höll opnuð aö Kirkjubraut 11, Akranesi. Eigandi hennar er Ingimar Garðarsson en hann rak áður verslunina Dýralíf og blómabúðina Louise. Verslunin skiptist í þtjár deildir, þ.e. búsáhöld og raftæki, blóm og gjafavörur og leikfóng og gælu- dýrafóður, og er hún um 500 m2 að stærð. Þetta er eina sérverslunin á Akranesi með búsáhöld og verður reynt að bjóða upp á sem flölbreytilegast úrval í eld- húsið. Á myndinni eru Ingimar Garðars- son og Anna Ámadóttir. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson Indverska barnahjálpin Að gefnu tilefni vil Indverska bama- hjálpin taka fram að sparisjóðsreikning- ur hennar er í Austurbæjarútibúi Búnað- arbankans nr. 72700. Ferðalög Ferðafélag íslands Ferðir um Verslunarmannahelgi 29. júlí -1. ágúst 1. Þórsmörk 1 Fimmvörðuháls. 2. Landmannalaugar - Sveinstindur 3. Strandir - Ingólfsflörður 4. Skaftafell - Kjós 5. Nýidalur- Vonarskarð 6. Núpsstaðarskógur 7. Þórsmörk Dagsferðir um verslunarmannahelgina sunnudag 31. júlí. kl. 13 Gönguferð í Innstadal. Elúð að Kolviðarhóli og gengið þaðan. Verð kr. 600. Mánudagur 1. ágúst kl. 8 Þórsmörk - dagsferð. kl. 13 Ármannsfell - Þingvellir. Þægileg gönguleið á Ármannsfell. Verð kr. 1.000. Brottfór í dagsferðimar er frá Umferða- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. í lengri ferðimar er farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Andlát Björg Jónasdóttir tannsmiöur, Hverfisgötu 3, Hafnarfirði, er látin. Guðmundur Þorláksson prentari, Njálsgötu %, lést 25. júlí. Magnús Ásgeirsson, Vesturgötu 26b, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi mánudaginn 25. júlí. Sigurður Sigurgeirsson, vélvirkja- og pípulagningameistari, Aðalgötu 14, Stykkishólmi, lést í St. Fransiskus- spítalanum í Stykkishólmi þriðju- daginn 26. júlí. Utivistarferðir Ferðir um verslunarmannahelgina 29. júlí til 1. ágúst 1. Eldgjá - Langisjór - Sveinstindur - Lakagigar. Brottfór kl. 20. Frábær gisti- aöstaða. 2. Núpsstaðarskógar. Brottför kl. 20. Tjaldað viö skógana. 3. Þórsmörk. Brottför kl. 20. 2 daga ferð í Þórsmörk 31. júlí. Ennfrem- ur dagsferðir, sunnudag og verslunar- mannafrídaginn, í Þórsmörk kl. 8. 4. Hornstrandir - Hornvik. 28. júli - 2. ágúst. Brottfór frá ísafirði 29. júÚ kl. 14. 5. Laxárgljúfur - Gljúfurleit - Þjórsár- fossar. Ný spennandi ferð. Tjöld. Upplýs- ingar og farm. á skrifstofunni, Grófmni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferskfisksala umfram kvóta eriendis: Kemur til ffádráttar síðar segir sjávarútvegsráðherra Þeir útgerðamenn, sem flutt hafa ferskan þorsk og ýsu á Bretlands- markað án þess að hafa til þess leyfi yfirvalda, fá frádrátt á útflutnings- heimildum á næstu vikum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist ekki hafa fengið staðfestingu á þvi að íslenskir út- flytjendur hefðu flutt út mun meira af þorski og ýsu en leyfi voru gefin fyrir. DV sagði frá því 1 gær að sam- kvæmt upplýsingum íslenskra um- boðsfyrirtækja í Bretlandi væru um 350 tonn af þorski og ýsu á markaðn- um umfram það sem leyfi var gefið fyrir. „Ef þessar tölur eru réttar og út- flyfiendur hafa flutt út meira í þess- ari viku en þeir hafa leyfi til mun það koma til frádráttar síðar," segir Halldór. Sfiórnvöld ákváðu í júlí að grípa til takmarkana á útflutningi á fersk- fiski. Takmarkanimar munu gilda út september og verða útflytjendur á ferskum fiski að sækja vikulega um leyfi til að flytja út þorsk og ýsu. Halldór segir að takmarkanir hafi verið settar á til forðast yfirvofandi verðfall og það markmið hafi náðst. Þá sagöi Halldór að útflutningstak- markanir væru bráðabirgðaráðstöf- un. „Ef menn koma sér saman um aðra skipan mála er ekkert því til fyrirstöðu að breyta fyrirkomulag- inu,“ sagði Halldór. pv Siglufjörður: Mannanna tveggja leitað án Um 30 manns leituðu í nótt að mönnunum tveimur sem fóru á gúmmíbát frá Siglufirði í fyrradag og ekki hefur spurst til síðan. Bátur- inn fannst undir Strákafialli í gær- morgun. Hjá björgunarstöð hjálpar- sveitanna á Siglufirði fékk DV þær upplýsingar að leitað væri frá munni árangurs Strákaganga, Siglufiarðarmegin, og vestur, fyrir Sauðanes. Um hádegi verður leitin sett í fullan gang á þessu svæði. í gær gerði veðr- ið og haugabrim leitarmönnum erfitt fyrir viö leitina en veðrið er nú að skána fyrir norðan. -hlh Opna vegi á ný eftir flóðin Vegagerðin vinnur nú að hreinsun á vegunum sem lokuðust í vatns- veðrinu j fyrrinótt. Hjá vegaeftirlit- inu fengust þær upplýsingar að veg- urinn norður Strandir hefði opnast í gær og verið væri að ganga frá hreinsun hans. í Vopnafirði er unnið að viðgerð við brýmar yfir Selá og Þverá en þar fór vegurinn sundur. Komast bílar yfir brýmar en eftir er að Ijúka frágangi. Siglufiarðarvegur er opinn og er unnið að hreinsun hans sem er mik- ið verk. Vegagerðin ruddi Ólafsfiarð- armúla í gær en þar sem óhemju mikil hreinsun stendur fyrir dymm og enn hrynur á veginn getur vegur- inn þar varla talist fær. Að sögn vegaeftirlitsins er sæmi- lega góð færð á vegum um allt land. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.