Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 3 Fréttir Eðlilegt framhald á flótta ríMsstjómarlnnar: Oskynsamleg og í bókstaflegri merkingu heimskuleg ráðstöfún - segir Ásmundur Stefánsson um skipun ráögjafamefndarinnar „Þaö er engan veginn rökrétt aö láta sér koma það á óvart aö ríkisstjórnin ætli sér ekki aö hafa nein samráö við verkalýöshreyfmguna. Það lá fyrir þegar ríkisstjórnin greip til sinna aðgerða í maí,“ sagöi Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýöusambands íslands. í nýskipaðri ráögjafarnefnd ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir til aö bæta rekstargrundvöll atvinnuveg- anna er enginn fulltrúi frá verka- lýöshreyfmgunni. Ríkisstjórnin hef- ur ekki boöaö nein samráð viö hana síöan viðræður fóru út um þúfur í maí. „Á fundi okkar með ríkisstjórninni Verðlag fer 4 prósent fram úrrauðu sbikunum Veröbólgan mun aö öllu óbreyttu verða komin ein 4 prósent fram yfir rauðu strikin í samningunum í nóv- ember. Samkvæmt samningunum var gert ráö fyrir að vinnuveitendur og verkalýöshreyfing settust þá nið- ur og ræddu leiöir til þess að bæta launþegum upp þann kaupmáttar- missi. Slíkar samningaviðræður voru hins vegar bannaöar með bráöabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar frá 20. maí. Launþegum mun því ekki veröa bætt þessi kaupmáttar- skerðing. Slíkt veröur ekki fært fyrr en í fyrsta lagi eftir aö gildistími bráöabirgðalagana rennur út í apríl á næsta ári. Vestfjarðasamningarnir hafa sín rauðu strik í september. Þar sem verðlagsbreytingar í kjölfar gengis- fellingarinnar eru þegar að mestu komin fram munu bráðabirgöalögin skerða þá samninga. Það kann þó að verða lítið eitt minna en sem nemur skerðingu annarra samninga. Eins og sjá má af viðtali hér á síð- unni við Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðusambandsins, telur hann nú stefna í nýja gengisfellingu. Það myndi hafa í för með sér nýja verð- bólguhrinu. Kaupmáttur mun þá rýrna enn frekar meðan bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar eru í gildi. í niðurstöðum nefndar um verötryggingu kom fram að misgengi launa og verðlags verður orðið um 10 prósent þegar lögin renna út. Samkvæmt þumalputtareglu má búast við 0,5 prósent hækkun verð- lags ef gengið er fellt um 1 prósent. 10 prósent gengisfelling mun þá hafa í för með sér 5 prósent kjaraskerð- ingu til viðbótar við þá 10 prósent kjaraskerðingu sem gert er ráð fyrir í apríl á næsta ári. 20 prósent gengis- felling mun að sama skapi valda 10 prósent kjaraskerðingu til viðbótar. -gse í maí var það fullkomlega viðurkennt af ráðherrunum að vandinn væri ekki kaupið heldur óráðsían i efna- hagslífinu. Það var viðurkennt aö nauðsynlegt væri aö taka á ríkis- íjármálunum, bæði tekju- og út- gjaldahlið. Það væri nauðsynlegt aö fara í gegnum peningamálin og þá sérstaklega svarta markaöinn. Einn- ig að það væri nauðsynlegt að fara yfir möguleika til aö stokka upp í atvinnjilitimi svo að mcnn nái bar betri árangri með minni tilkostnaði. Ríkisstjórnin var sammála okkur um að vandamálin lægju í þessum þátt- um. Hún var hins vegar ekki reiðu- búin til þess að fara í minnstu við- ræður um þessi atriði. Hún valdi þaö að hlaupa frá vandanum í stað þess að setjast niður og takast á við hann. Það er því eðlilegt framhald af flótta ríkisstjórnarinnar að skipa nefnd til þess að stimpla gengisfell- .imai. uz Klai' hennar. Mér finnst það hins vegar óskynsamlegt og í bókstaflegri merk- ingu heimskulegt. Það er fullkom- lega ljóst að ef einu viðbrögð stjórn- arinnar eru að fleyta öllu áfram hér með gengisfelhngu og kjaraskerð- ingu þá er stutt í það að allt springi alls staöar." - Verkalýðshreyfmgin mun þá grípa til aðgerða? „Það er ljóst að það helst enginn heldur áfram á þessari braut. Það er fullkomlega ljóst.“ - Ernægsamstaöaíverkalýðshreyf- ingunni til aðgerða? „Ég er ekki sammála því aö skorti á samstööu innan verkalýðshreyf- ingarinnar þó aö samið hafi verið heima í héruðunum síðastliöinn vet- ur. En ef ríkisstjórnin grípur til geng- isfehingar þá kemur samstaðan af sjálfu sér beint af samhenginu," Gjaldeyrir: Salan eykst Gjaldeyrissala tók nokkurn kipp síðari hluta þessarar viku sam- kvæmt upplýsingum frá gjaldeyris- deildum bankanna. Töldu yfirmenn þessara deilda engan vafa leika á því aö vaxandi umræða um þörf fisk- vinnslunnar fyrir gengisfellingu væri ástæðan. Gjaldeyrissala hafði þá verið róleg undanfamar vikur. Söluaukningin í þessari viku er þó á engan hátt í líkingu við þann kipp sem salan tók dagana fyrir uppstign- ingardag í vor. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.