Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 7
. LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 7 Fréttir Sex viðurkenningar voru í gær veittar fyrir snyrtilegt umhverfi í Kópavoginum, en fegurðarverö- laun eöa viöurkenningar hafa verið veitt í Kópavogi í 24 ár. Það voru Umhverfisvemdarráð Kópavogs, Lionsklúbbur Kópa- vogs, Kiwanisklúbburinn Eldey, Rotaryklúbbur Kópavogs og Li- onsklúbburinn Muninn sem veittu viöurkenningarnar. Á þessu ári komu milh 40og50staö- ir til greina við val á fallegu og snyrtilegu urahverfi. Þau sera fengu viöurkenningarnar í gær voru; Sunneva Guðjónsdóttir og Guðmundur Snæhólm fyrir garö- inn að Þinghólsbraut 11, Guðrún Ásta Þórarinsdóttir og Birgir Guðjónsson fyrir garðinn aö Hjahabrekku 28, Guðrún Er- lendsdóttir og Ásgeir Þ. Ásgeirs- son fyrir garð að Hlíðarvegi 49 og Ólöf Sigurðardóttir og Þóröur G. Guðlaugsson fyrir garð aö Kársnesbraut 87. Þá veitti Um- hverfisráö Kópavogs íbúum flöl- býlishúsanna aö Alfatúni 17-25 viðurkenningu fyiir snyrtilegt umhverfi flölbýhshúsa og íspan hf. fékk viðurkenningu fýrir snyrtilegt umhverfi atvinnuhús- næðis. Munimir sem þessir aðil- ar fengu í viöurkenningarskyni vom unnir af Sigrúnu Einars- dóttur og Sören Larsen í „Gler í Bergvik." Grindavlk: Lóran stolið úr báti Lórantæki var stolið úr Hafliöa GK sem lá í Grindavíkurhöfn í fyrradag. Þetta er lítið tæki meö skjá og oft nefnt „plotter". Lórantæki hjálpa skipum og flugyélum að staðsetja sig og bátar nota lóran einnig til að finna netin sín. -hlh Vagnstjórar í Kópavogi í fleiri en einu starfi - sjálfstæðismenn í bæjarstjóm kreflast skýringa •„Okkur finnst óeðlilegt aö menn skuh hafa tveggja til þriggja mánaða laun í dagvinnu. Þegar samningar eru gerðir er samið um ákveðinn vinnutíma og ef menn vinna meira þá eiga þeir að fá eftirvinnukaup en fá dagvinnukaup. Við erum aö biöja um skýringar á þessu,“ sagði Ric- hard Björgvinsson, oddviti minni- hluta sjálfstæðismanna í Kópavogi. Sjálfstæðismenn sendu fyrirspurn til bæjarstjóra á bæjarráðsfundi síð- astliðinn fimmtudag. í fyrirspum- inni er spurt um launaseðla sem lagðir vora fram með fyrirspurninni en þar koma fram mánaðarlaun og svo önnur mánaðarlaun til viðbótar, ýmist hluti eða fuht og allt upp í þrenn mánaðarlaun (fem alls) en einnig vaktaálag, eftirvinna og orlof. Spurt er hvort starfsmenn, sem vinna í orlofi sínu, fái greidd önnur mánaðarlaun fyrir þá vinnu. Telja fyrirspyijendur það vera hæpna braut, einkum hjá opinberum aðila, og vart í anda orlofslaganna. í lokin er spurt hvort svipaöur háttur sé hafður víðar í launakerfi bæjarins. Bjöm Þorsteinsson bæjarritari sagði að óskað hefði veriö eftir skýr- ingum á launum vagnstjóra hjá Strætisvögnum Kópavogs. Því yröi svaraö á næsta bæjarráðsfundi, fimmtudaginn 11. ágúst. „Það er ekki ljóst við hvað er átt með þreföldum launum. Ég tel ekki að vagnstjórar hafi óeðlileg laun en það er sjálfsagt að meta þetta og skoða,“ sagði Bjöm. Karl Ámason, forstööumaður Strætisvagnanna, sagði að yfir sum- armánuðina þyrfti að ráða menn til afleysinga. Margir íslendingar væru í tveimur störfum og nokkrir vagn- sflóranna hefðu boðist til að vinna tvö störf. Þeir vildu frekar vinna þarna en annars staðar, en unnið væri á vöktum. Þama væri um 3-4 aðila að ræða og það í 10 vikur á meðan sumarleyfi stæðu yfir. „Þetta hefur í sumum tilfehum komið sér vel því það vantar menn og afleys- ingamenn eru ekki á lausu. Við htum svo á að verið sé að ráða menn í önnur störf þegar þeir vinna sem afleysingamenn. Þetta kostar ekkert meira fyrir rekstur bæjarins og er sjálfsagt ef mennirnir vhja þetta. Það er veriö að gera báðum gott,“ sagði Karl Ámason. -JFJ V p Vertu vandlátur, veldu Cherokee Kynntu þér bílinn og þú sannfærist. Opið í dag frá kl. 13-16. n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. UMBOÐIÐ Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 N VILTU VERA MEÐ í LEIKNUM? Viö styrkjum landsliðiö í handbolta. Þú getur hjálpaö okkurvið þaö. Meö hverri máltíð á sprehgisandi færöu mynd af ein- hverjum landsliösstrákanna. Áftan á myndinni er númer og úr þessum númerum veröur dregiö 31. ágúst n.k. VERÐLAUN ERU: 100 áprentaðir bolir, 10 máltíðir á Sprengisandi, ö_máltíðir á Sprengisandi,_fl máltíðir á Sprengisandi,_7 máltíðir á Sprengisandi,_6 máltíðir á Sprengisandi, 5_máltíðir á Sprengisandi. VIÐ TÖKUM ÞÁTT — VERT ÞÚ MEÐ! Staður í Stöðugri Sókn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.