Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 12
12 Sælkerinn Glóðarsteiktir kjuklingar Nú er rétti tíminn til að grilla. Síð- an hin nýju gasgrill urðu vinsæl er hægt að grilla allt árið. Upplagt er aö glóðarsteikja kjúkl- inga. Það tekur að vísu nokkurn tíma þar sem kjúklingurinn verður að vera gegnumsteiktur. Hann má ekki vera hrár við beinið. Fyrst kemur hér uppskrift að hunangskjúklingi. Gæta þarf mikillar varúðar þegar þessi kjúklingaréttur er glóðaður. í réttinn þarf:. 4 kjúklingalæri 5 msk. hunang 2 msk. ósætt sinnep 1 msk. sojasósu 3 msk. sítrónusafa 14 tsk. paprikuduft sait og pipar matarolíu Byrjið á því að blanaa saman hun- angi, sinnepi, sojasósu, sítrónusafa og paprikudufti. Hrærið þessa blöndu vel saman. Þerrið kjúklinga- lærin og penslið þau með olíu og kryddið með salti og pipar. Glóðars- teikið kjúklingalærin í 20 mín. Hækkið þá glóðarristina þannig að 12-15 cm séu á milli glóðar og ristar. Kjúklingalærin eru nú pensluö með hunangsblöndunni og glóðar- steikt áfram í u.þ.b. 15 mín. Snúið lærunum 4-5 sinnum á meðan á steikingunni stendur og penshð þau ööru hverju. Þá er það lárviðarkjúklingur. Biðj- ið kaupmanninn að saga kjúklinginn eftir endilöngu, Það tekur að vísu töluverðan tíma að glóðarsteikja 'A kjúkiing. Þá er nauðsyniegt að góð og mikil glóð sé í skúífunni þegar kjúklingurinn er steiktur. Tíminn er styttri ef notað er gasgrill. í réttinn þarf: 1 kjúkhng (klofinn í tvennt) matarolíu sait og pipar 6 lárviðarlauf sem lögð hafa verið í vatn. Kjúkhngurinn er penslaður meö matarolíunni og kryddaður með salti og pipar. Þá er kjúklingurinn glóöað- ur. Byrjið á því að glóðarsteikja skinnhhðina. Þegar kjúklingurinn er orðinn fahega brúnn er glóöarristin hækkuð og kjúkhngurinn glóðar- steiktur í u.þ.b. 45 mín. Kjúkhngs- helmingunum er snúiö öðru hverju og þeir penslaðir með olíunni. Þegar steikingartíminn er hálfnaður eru lárviðarlaufm sett á glóðina. Reykur- inn frá lárviðarlaufunum gefur kjúklingunum sérlega gott bragö. Upplagt er að gióðarsteikja kjúklinga. Það tekur að vísu nokkurn tima þar sem kjúklingurinn verður að vera gegns- teiktur. Hér fylgir uppskrift að hunangskjúklingi. Súrsæt kínasósa Nú spretta upp kínaveitingahús í Reykjavík og er kínamaturinn eink- ar vinsæll hér á landi eins og í flest- um öðrum löndum. Margir eru sér- lega hrifnir af svoköhuðum súrsæt- um réttum. Haft var samband við Sælkerasíðuna og beðið um upp- skrift að súrsætri sósu. Nú er það svo aö til eru mjög margar uppskriftir að sósu þessari en þessi er frá Suður- Kína og er ákaflega góð með kinda- kjöti. 2 gænar paprikur, smátt saxaöar 1 14 dl tómatsafi Vi dós niöursoðnir tómatar 4 msk. vínedik 2 msk. sykur salt og pipar 1-2 msk. kartöflu- eða maisenamjöl. Léttsteikið saman paprikuna og tóm- atana. Setjið svo tómatsafann saman viö og látið sjóða í 3 mín. Hrærið svo mjöhð út í vínedikið og jafnið sós- una. Hrærið sykrinum saman við og kryddiö með salti og pipar. Sósan má vera vel pipruð. LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Á skyndibitastöðunum, sem ferðalangar á íslandi stansa oft við, er að mati Sælkerasíðunnar boðið upp á heldur ógirniiegan mat. Hvernig væri að skyndibitaveitingamenn við hringveginn legðu ríkari áherslu á það hrá- efni scm best er á hverjum stað. Nefna má til dæmis rækjur, svið, síld, silung, osta og fleira. Hringvegurinn dýr Nú er mestu ferðahelgi sumarsins lokið og fer líklegast að draga úr ferðalögum um landið svona hvað úr hverju. Þó eru nokkrar góðar helgar eftir, að ekki sé talaö um ef það verður sólskin og bhða. Eins og margoft hefur verið bent á hefur orðið bylting í veitingahúsa- rekstri hér í Reykjavík á undanfórn- um 10 árum. Hér í Reykjavík eru nú starfandi nokkrir ahgóðir veitinga- staðir, einnig er einn og einn góður staður úti á landi. Flestir þeir sem eru á ferð um landið eru í eigin bifreiðum og verða því að stansa ööru hveiju og taka bensín. Við margar bensínstöðvarn- ar eru söluturnar eða skyndibita- staðir. Á allflestum stöðum á íslandi er hinn svokallaöi matur á þessum stöðum vægast sagt hræðilegur. Þá eru þessir þurru kjúkhngar, brenndu hamborgarar eða gráu brauösneiðar selt á okurveröi. Ekki bætti .nú matarskatturinn ástandið. Þeir sem stjórna þessum stöðum ættu nú að fara hugsa máliö. Hér er verðugt verkefni fyrir Ferðamálaráö og samtök veitingamanna. Fyrst er- lendir ferðamenn vhja enn koma hingað th lands og skorað er á íslend- inga að ferðast um „okkar fagra land“ verður þessi þáttur að vera í sæmhegu lagi. Sagt er að ahir hlutir séu dýrari úti á landi, hvort sem það er „fjallalamb" eða kók, má vel vera að svo sé. Þá virðist vera ómögulegt að fá fólk th starfa sem getur steikt hamborgara eða sett samlokur inn í Sælkerinn Sigmar B. Hauksson örbylgjuofna, svo ekki er nú ástandið björgulegt. En hvemig væri nú að skyndibita- veitingamenn við hringveginn legðu ríkari áherslu á það hráefni sem best er á hverjum stað. Nefna mætti margar ljómandi vörutegundir, t.d. hverabrauð með hangikjöti, rækjur, hörpuskelfisk, slátur, skyr, kjötsúpu, shung, síld, lunda, svartfugl, krækl- ing og osta eða eitthvað það sem er best í hverju plássi eöa landshluta. Ferðamenn, sem koma frá Reykjavík eða Róm, hafa meiri ánægju af að fá sér rækjur eöa skyr en pitsu eða pylsu. Má vera að sumt af þessu hrá- efni sé dýrt en það er varla dýrara en kjúkhngur með öllu og það veit Sælkerasíðan að skyr er ódýrt. Hugs- ið ykkur t.d. rjómaskyr með aðalblá- berjum. Þetta ættu ýmsir skyndibita- staðir úti á landi að geta boðið. I i S í í Reykjavik Skúlagötu 52-80 Laugaveg 120-170 Ármúla 1-1 Safamýri - Borgartún 1-7 Skúlatún Skúlagötu 57, 61, 63 Hátún Nóatún Vindás Víkurás Vallarás Þingás Hrefnugötu Kjartansgötu Gunnarsbraut Aragötu Hörpugötu Litla Skerjafjörð BLAÐ BURÐARFÓLK ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022 Gata í París Nú eru þúsundir íslendinga er- lendis í sumarfríum. Flestir eru á sólarströnd en margir ferðast á eigin vegum og heimsækja spennandi staði. Vonandi fara margir til borgar- innar eilífu, Parísar. Frægur maður sagði að „þeim sem leiðist í París leiöist lífið“. Eitt er víst aö engum ætti að leið- ast í París. Söfnin eru mörg og merki- leg, að ekki sé nú talað um aha veit- ingastaðina sem eru víst yfir 10.000. Eitt af því skemmthega, sem hægt er að gera í París, er að gera ekki neitt, þ.e.a.s. ráfa um götur og torg, setjast inn á kaffihús og horfa á lífiö hðast fram hjá eins og stórfljót á leið th sjávar. Eiginlega er hvert hverfi í París heimur út af fyrir sig. Þá hefur hver gata sín séreinkenni. Sælkerasíðan staðnæmdist í götu einni dagstund fyrir skömmu. Þessi gata heitir Rue Vignon og er í 8. og 9. hverfi. Eiginlega er þetta ekkert sérstök gata. Hún er skammt frá Óperunni og við annan enda hennar er frægasta og sennhega besta mat- vöruverslun í heimi, „Fauchon". En þegar betur var að gáð hafði þessi „venjulega" Parísargata sína töfra. Þar er t.d. htið kaffihús sem heitir La Nouvelle Coupole D Or. Aöeins örfá borð eru í stofunni og hægt er að fá einfalda máltíð fyrir htið verð. Helsti kosturinn við þetta kaffihús er þó að þar má fá nokkur góð vín í glasatah, ,t.d Bourgogne Ahgote sem er bragðmikiö og gott hvítvín. Á nr. 12 er Tarte Julie en þar má fá ótal tegundir af freistandi bökum og í sama húsi er smurbrauðstofa sem selur ýmsar tegundir af samlokum. Og í húsi nr. 18 er skemmtheg verslun sem heitir Tanrade. Þar er selt heimathbúið sælgæti, ýmsar teg- undir af marmelaði og hunang. í húsinu nr. 18 við Vignonstræti er Ches Mario en þar er hægt að fá pits- ur og fleira. La Ferm Saint Hubert, sem er í húsi nr. 21, er staður fyrir áhugafólk um osta. Þar er verslun sem selur franska góðosta og veitingahús sem hefur á boöstólum ljúfa ostarétti, t.d. fondu. Imperial Select nefnist mjög góður kínverskur staður sem er nr. 23. Hann hefur sérhæft sig í réttúm frá Kanton í Kína. Þeir sem hafa áhuga á framandi matargerð ættu þá að koma við í Casablanca sem er í húsi nr. 30. Þar er boðið upp á rétti frá Marokkó, t.d. Couscous. Að lokum skulum við staðnæmast við veitinga- húsið „Le Roi du Pot au Feu“. Þeir eru eiginlega „heimsfrægir“ í París fyrir einn rétt sem kahast á frönsku „pot au feu“ sem eiginlega er á góðri íslensku „kjöt og kjötsúpa". Réttur- inn ér þannig geröur aö gott nauta- kjöt með beini er látið sjóða með kryddi og grænmeti í langan tíma. Gesturinn fær fyrst kjötsoðið sem er einstaklega bragðmikiö og gott. Þá er kjötið borið á borð með grænmeti, sýrðu grænmeti (pikles) og sterku sinnepi. Veitingamaðurinn hefur á boðstólum vín af eigin ekrum. Pot au feu er bragðgóður og mettandi réttur sem gott er að snæða á köldum degi eða eftir krefjandi verslunarferð eh- egar langa nótt. Lýkur hér nú að segja frá götu í París.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.