Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Qupperneq 14
Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Yfirburðir einkarekstrar Flestir stjórnmálamenn eiga aö hafa séð, aö einka- rekstur skilar meiru en ríkisrekstur. Víða um heim hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að selja ríkisfyrir- tæki til einstaklinga. Markaðskerfið ryður sér til rúms. Það gildir einnig um sósíalista, einkum jafnaðarmenn í venjulegum skilningi, að breyting hefur orðið á. Viður- kennt er í vaxandi mæh, að einkareksturinn er betri en ríkisrekstur. Þetta byggist í raun ekki á hugmynda- fræði. í ljós hefur komið, að rekstur einkaaðila veitir betri lífskjör, bæði starfsmönnum fyrirtækjanna og öll- um almenningi í löndunum. Þetta á einnig að gilda hér á landi, en hægt gengur. Ár eftir ár koma einhverjir ráðherrar fram með langa hsta opinberra fyrirtækja, sem sagt er, að ætlunin sé að selja einkaaðilum. En hreyfmgin er í heild lítil. Stjórnarflokkarnir eru í raun kerfisflokkar, bundnir tregðulögmáhnu. Því gerist ár- lega svo lítið í þessum efnum, sem raun reynist - þrátt fyrir fyrirheitin. Karl Marx, höfundur marxismans, hafði upp úr miðri síðustu öld kenningar um þjóönýtingu, sem margir sós- íahstar eltast við enn í dag. Hugmyndin var að draga úr arðráni á hinum vinnandi manni. Þessar kenningar htu ekki iha út í fyrstu og lengi vel. En síðar kom smám saman á daginn, að ríkið var ekki hæfasti eigandi fram- leiðslutækjanna. Einkaáðilar gátu gert þau arðvæn- legri, ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur miklu fremur fyrir þjóðarheildirnar. Menn fóru að skilja, að hfskjör yrðu betri, ef fyrirtækin væru rekin með arðvænlegum hætti. Eha drabbaðist reksturinn niður í höndum stjórn- málamanna. Þó hefur tekið allt th síðustu ára, að þetta yrði almennt viðurkennt. En nú er hreyfmg á orðin, hreyfing, sem við verðum að taka þátt í okkur sjálfum th hagsbóta. Því er ástæða th að ýta við stjórnvöldum hér. Markaðsbúskapurinn ræður æ meiru, og þjóðirnar græða. Helzt þar sem mikill hluti rekstrar og fjármagns yfirleitt er drepinn í dróma ríkisrekstrar vill iha ganga. Við erum í alltof miðstýrðu þjóðfélagi. Vel að merkja hafa margar stjórnir kommúnista jafnvel viðurkennt þetta í seinni tíð, og einkamarkaðurinn hefur tekið við sér í þeim löndum. Kannski er ekki merkhegt, þótt hægri stjórnin í Bandaríkjunum hafi nýlega skipað nefnd manna úr báðum flokkunum th að kanna, hvaða starfsemi ríkisins mætti færast th einkaaðila. Það er kannski heldur ekki athyglisvert, þótt hægri stjórn í Bretlandi hafi fram- kvæmt slíka breytingu. Vegna sölu ríkisfyrirtækja er fimmtungur fuhorðinna Breta nú hluthafar, eigendur hlutafjár. Þetta hlutfah var sex prósent árið 1979. Hitt er merkhegra, að hreyfmgin th einkarekstrar frá ríkis- rekstri hefur stuðning í hvers konar ríkjum, sem sum hver kenna sig við sósíahsma. Þetta gildir til dæmis í Frakklandi. Þar hefur verið boðuð áætlun um tilfærslu 65 fyrirtækja frá hinu opinbera til einkarekstrar fyrir árið 1992. Þetta er eitt dæmið, sem sýnir, að franskir sósíahstar hafa mikið lært hin síðustu ár. Sem dæmi um önnur ríki, þar sem hreyfing er th einkarekstrar undir ýmiss konar ríkisstjórnum, má nefna Japan, Tyrkland, Bangladesh, Chhe, Mexíkó og Nýja Sjáland. Þama er að vísu víða um hægri stjórnir að ræða og sums staðar mjög slæmar stjórnir. En aðstaðan er hin sama. Stjórnir hafa séð kosti einkarekstrarins. Þetta ghdir einkum um vanþróuð ríki, að þar væri unnt að bæta lífskjörin mikið með þessum hætti. Haukur Helgason. ___ ' ■ - • __ ÍÁúGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Reynt að kljúfa demó- krata með kontrum og geimvömum A þessu stigi kosningabaráttunn- ar um forsetaembætti Bandaríkj- anna er Michael Dukakis, fram- bjóðandi Demókrataflokksins, í sókn með 17. hundraðshluta yfir- burði í skoöanakönnunum en Ge- orge Bush varaforseti á undan- haldi. Hann á útnefningu Repúblík- anaflokksins vísa síðar í þessum mánuði. Ronald Reagan líkar ekki þessi staða. Hann leitast því við að beita pólitískum töframætti sínum til aö rétta hlut varaforsetans með stjórnarathöfnum forseta úr Hvíta húsinu. Á miðvikudaginn uppfyllti Reag- an ósk frá Bush um að beita neitun- arvaldi til að fleygja aftur í þing- meirihluta demókrata lögum um fjárveitingar til landvarna á næsta fjárhagsári. Neitun er rökstudd með ERLEND TÍÐINDI Magnús Torfi Ólafsson George Shultz á fundinum í Guatemalaborg, ásamt utanríkisráðherrum Mið-Ameríkuríkjanna fjögurra. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Carlos Lopez Contrerasof, utanrikisráðherra Honduras; Rodrigo Madrigal, Costa Rica; Shultz; Alfonso Cabrera, Guatemala, og Ricardo Acevedo Peralta, El Salvador. Simamynd Reuter að beiðnir um fjárveitingar til geim- vamaáælunar og MX-kjarnorku- eldflaugarinnar hafi verið skornar meira niður en við verði unað. Með þessu er Reagan ekki aðeins að gefa í skyn að demókratar séu háskalegir bandarískum öryggis- hagsmunum fái þeir að fara sínu fram. Hann er ekki síður að reyna að egna til ósættis í þeirra röðum þegar þingið tekur að fást við að koma saman nýjum lögum um fjár- veitingar til landvarna því borin von er talin að beitingu neitunar- valds verði hnekkt með tyeim þriðju atkvæða þingmanna. Sér í Íagi er þeim Reagan og Bush um- hugað um að geta sýnt fram á ágreining milli Dukakis og varafor- setaefnis hans, Lloyds Bentsens, öldungadeildarmanns frá Texas. Einingarandinn, sem aldrei þessu vant ríkti hjá demókrötum á flokksþinginu í Atlanta, er eitt af því sem gefur frambjóðendunum þaðan byr í segl. Framboð Bentsens fyrir demó- krata er Bush sérlega skeinúhætt. Hann hefur tvívegis sigrað varafor- setann í kosningum í Texas og á djúpar rætur í fylkinu sem leggur til þriðja stærsta kjörmannahópinn við forsetakjör. Bush ér aftur á móti aökomumaður frá Connec- ticut þótt hann eigi lögheimili í Houston. Undanfarin kjörtímabil hefur Bentsen í ýmsum atkvæöagreiðsl- um staðið með repúblíkönum og Reagan en gegn meirihluta í flokki sínum. Á það einkum við nokkur umdeild vígbúnaöarmál og fjár- veitingar til að halda úti kontra- sveitunum gegn stjóm Nicaragua. Nú vilja Reagan og Bush, sem situr í forsæti í öldungadeildinni, allt til vinna að koma öldungadeildar- manninum í klípu í atkvæða- greiðslum. Hviki hann frá fyrri af- stöðu er unnt að nota-það til að fæla íhaldssama kjósendur í Texas frá stuðningi við framboð demó- krata. Haldi hann fast við afstöðu, sem er óvinsæl meðal demókrata utan Suðurfylkjanna, veikir það málstað þeirra Dukakis á svæöum sem þeir veröa að vinna til að sigra 1. nóvember. Sama dag og Reagan gerði þing- inu að taka á ný að fjalla um fjár- veitingar til landvarna sendi hann öldungadeildinni boðskap um brýna nauðsyn á að hefja á ný vopnasendingar og annan hernað- arstuðning við kontrasveitirnar til að herja á Nicaragua þar sem frið- arviðleitni ríkja Miö-Ameríku væri strönduö á stjórn sandinistá í Managua. En í þennan boðskap vantaði þaö sem við átti að éta, staðfestingu Mið-Ameríkuríkjanna sem í hlut eiga á að Bandaríkjastjórn hafi lög að mæla. Skorti þó ekki á að henn- ar væri leitað en af slíkri ófyrir- leitni aö málstaður Bandaríkja- stjórnar hefur beðið hnekki, bæði heimafyrir og í Rómönsku Amer- íku. Á mánudaginn lá nefnilega fyrir að George Shultz, utanríksráö- herra Bandaríkjanna, hafði mis- tekist síðari og lokaatlagan í því skyni að ónýta áform ríkisstjóma Costa Rica, E1 Salvador, Guate- mala, Honduras og Nicaragua um friðargerð í Mið-Ameríku og ryðja þannig brautina fyrir nýja lotu í stríöi málaliöasveita leyniþjón- ustunnar CIA gegn Nicaragua. Síðari ferð Shultz til Miö-Amer- íku á rúmum mánuöi til fundar með utanríksráðherrum fjögurra fyrst nefndu ríkjanna var undirbú- in í Washington meö sjö síöna plaggi sem bandarískur embættis- maður kallaði í eyru fréttamanns New York Times „svo gott sem stríösyfirlýsingu" á hendur Nic- aragua. Til að bæta gráu ofan á svart var textanum lekið til banda- rískra fréttastofnana áður en Shultz gat lagt hann fyrir starfs- bræður sina. Niðurstaðan varð að utanríkisráðherra Costa Rica og Guatemala höfnuðu með öllu texta Bandaríkjastjómar og sendu Shultz á brott svo gott sem tóm- hentan. Aðstoðarmaður Oscars Arias Sanchez, forseta Costa Rica, var sérstaklega harðorður um yfir- gangstilraun Bandaríkjastjórnar: „Costa Rica skrifar ekki undir neitt sem einangrar, fordæmir eða legg- ur þrýsting á Nicaragua," sagði hann. „Að dómi Arias verður yfir- lýsing um árangur friðarviöleitni í Mið-Ameríku að koma frá fundi allra fimm ríkjanna á svæðinu, ekki frá fundi með Bandaríkjun- um.“ Stjórn Mexíkó tók í sama streng, varaði Bandaríkin við að ætla sér að gera út um mál í Mið-Ameríku án þess að stjórn Nicaragua væri virt viðlits. Friðaráætlun Arias hefur þó alténd komið því til leiðar að vopnahlé hefur staðið í fjóra mánuði í viðureign hers Nicaragua og kontra. Upp úr viöræðum um varanlegri friöargerð slitnaði á fundi í júní eftir að fulltrúar kontra báru allt í einu fram nýjar kröfur sem þeir vissu að sandinistár myndu alls ekki fallast á að svo komnu. Síðan hefur helsti andstæðingur friöar- gerðar í röðum kontra, Enrique Bermúdez Varela, verið kjörinn í pólitíska yfirstjórn hreyfingarinn- ar. Bermúdez var fyrrum ofursti í þjóðvarðliði Somoza-ættarinnar sem stjórnaði Nicaragua með morðum og pyndingum í hálfa öld í skjóli sérstakrar velvildar Banda- ríkjastjórnar. Stjórn sandinista í Managua hef- ur fyrir sitt leyti hert tökin. Mót- mælafundur stjórnarandstæöinga var leystur upp með táragasi og sendiherra Bandaríkjanna vísaö úr landi fyrir að hafa skipulagt hann. Útvarpsstöð kaþólsku kirkjunnar hefur verið lokað á ný um óákveð- inn tíma og útgáfa stjórnarand- stöðublaðsins La Prensa bönnuð í hálfan mánuð. Samt sem áður segir Alfredo Cés- ar, aðalfulltrúi kontra í friðarviö- ræðum við sandinista, að hann sé síður en svo úrkula vonar um frek- ari árangur: „Við höfum þegar leyst mörg mál. Eftir er kjarni málsins: Hvenær framkvæma sandinistar umbætumar og hven- ær leggjum við niður vopn? Það held ég megi leysa.“ César barðist á sínum tíma með sandinistum gegn Somoza. í nýútkominni bók, Banana Diplomacy, rekur Roy Gutman, fréttamaður Newsday í Washing- ton, feril bandarískra afskipta í Mið-Ameríku. Hann sýnir fram á að markmið ráðandi afla í stjórn Reagans hefur frá upphafi verið aö steypa stjóm sandinista. Reyndir diplómatar, sem vildu leysa málin eftir samningaleiðum, vom hraktir úr starfi, fyrst Thomas Ender að- stoðarutanríkisráðherra, svo Philip Habib sem ráöið hafði fram úr mörgum vanda í ýmsum heims- hlutum. „Hver veit nema Mið- Ameríkumenn verði til að bjarga okkur úr eigin vitleysu,“ hefur Gutman eftir Habib.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.