Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 15
15 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. ffiii thijdí ;> HnoAnn/wiiiAT aögerðir ekki seinna en í lok ágúst eöa fyrstu daga september. Þorsteinn í minnihlutastjórn? Það fer alveg efdr því, hvemig raöast í stjórninni, hver útkoman verður. Hingaö til hafa framsókn- armenn verið fremur sér á parti. Þeir hafa hvaö eftir annaö komið meö kröfur um efnahagsaðgerðir, sem ekki hefur verið sinnt. Nú ráð- gera framsóknarmenn miðstjóm- arfund. Menn segja, að þeir geti ekki enn einu sinni komið af fund- um sinum með kröfur, án þess að þeir fái eitthvað verulegt fyrir sinn snúð. Annað væri of niðurlægjandi fyrir stjómmálaflokk. Á hinn bóg- inn raöast ráðgjafanefndin þannig, að erfltt gæti orðið fyrir alþýðu- flokksmenn að samþykkja útkom- una, þegar ríkisstjómin fjallar um framhaldið. Mönnum virðist sem sjálfstæðismenn vilji sýna ábyrgð með því að sitja í stjóminni, eins og þeir kalla það. Nýlega hafa heyrzt þær kenningar, að springi stjómin, muni Þorsteinn Pálsson sitja áfram í minnihlutastjóm, til dæmis með alþýðuflokksmönnum. Hann muni þá bíða þess, að slík stjóm verði felld á vantrausti á þingi. Þá mvrni sjálfstæðismenn segja, að þeir hafi sýnt ábyrgð í hinum mikla vanda þjóðarinnar, en framsóknarmenn hafi hlaupizt frá vandanum. Framsókn leggur einmitt áherzlu á að vera hinn ábyrgi flokkur, flokkurinn sem gerir harðar tillögur í efnahags- málum, þótt þær kosti landsmenn fómir. Nú kann Sjálfstæðisflokk- urinn að vifja taka þetta af Fram- sókn og venða sjálfur hinn ábyrgi flokkur. Slíkt gæti skipt miklu í kosningum. Kosningar gætu orðið, efdr að minnihlutastjóm félli á vantraustí þingsins. En þá er til að taka, að alþýðu- flokksmenn vilja fyrir hvem mun komast hjá kosningum. Þeir hafa séð fylgistap sitt í hverri skoðana- könnuninni eftir aðra. Ekki þarf að efast um réttmæti þessara kann- ana. Þar talar bæði reynslan og það, að flestir munu vita af sam- tölum við fólk, aö Alþýðuflokkur- inn hefur tapað fylgi. Engar líkur yrðu til, að Jón Baldvin gæti unnið þetta fylgistap upp fyrir kosningar á nokkrum vikum. Kannski vinnst fylgistapiö aldrei upp. Annað er, að brátt haustar. Springi stjómin til dæmis í september, fer að líða á vetur, þegar kosið yrði. Sitji Þor- steinn áfram í minnihlutastjóm, gæti stjórnin fallið í október. En við höfum áður kosið i desember- byrjun. Raunar er ekki margt þvi LaugardagspistiU Haukur Helgason aðstoðarritstjóri til fyrirstöðu, að svo verði gert aft- ur. Samgöngur em allt aðrar en áöur var. Kemur þá aftur að spum- ingunni, hve mikið Alþýðuflokkur- inn vilji leggja í sölumar til aö losna við kosningar. Fari fram- sóknarmenn, ættu alþýðuflokks- menn því að vera fylgjandi, að nýr flokkur kæmi í stjómarsamstarfið. Fleiri hræddir Þá koma til greina Borgaraflokk- urinn og Alþýðubandalagjö. Ný- lega sátu Friðrik Sophusson iðnað- arráðherra og Júlíus Sólnes, vara- formaður Borgarafiokksins, í sjón- varpi. Fylgj Borgaraflokksins hef- ur um hríð verið hverfandi í skoð- anakönnunum. Friðrik talaði föð- urlega um Borgaraflokkinn og sagðist vænta þess, aö borgaralegu öflin sameinuðust brátt í Sjálfstæð- isflokknum. Júlíus tók ekki undir það. Miðað við fylgisleysi Borgara- flokksins er ekki Ijóst, að samein- aður Sj álfstæðisflokkur riði feitum hesti frá kosningum. Fylgj Borg- araflokksins virðist hafa yfirgefið flokkinn, þótt Albert og félagar gætu kannski krækt í eitthvað af því að nýju fyrir kosningar. En Þorsteinn Pálsson viröist óttast, að það væri að gefa Borgaraflokknum lífakkeri að taka hann í ríkisstjórn, til dæmis með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Sjálfstæðis- menn era ekki sammála um, hvort fá ætti Borgaraflokkinn í ríkis- stjóm. Þá er að vjkja að Alþýðubanda- laginu. Með Ólaf Ragnar Grímsson sem formann þess flokks, í stað Svavars Gestssonar, er lítill hug- myndafræðilegur ágreiningur öllu lengur milh Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. Þetta era hvort tveggja krataflokkar á alþjóðlegan mælikvarða. Sumir kjósendur Al- þýðuflokksins munu vilja sam- vinnu við Alþýðubandalagið, hugs- anlega sameiningu, einkum kratar úti á landi. Aðrir þrautgrónir al- þýðuflokksmenn vita ekkert verra en sameiningu við svokallaða komma. En að minnsta kosti geta margir kratar hugsað sér Alþýðu- bandalagjð í ríkisstjóm. Það væri aö þeirra dómi skömminni skárra en kosningar. Þá hafa sjálfstæðis- menn síðustu ár stundum talað um sögulegar sættir milli Sjálfstæðis- flokks og kommanna. Sá kostur gæti nú veriö til staðar, að Al- þýðubandalagið færi í ríkisstjóm, einkum þar sem einnig sá flokkur óttast kosningar. Segja má um Al- þýðubandalagið eins og Borgara- flokkinn, að flokkurinn gæti haft allt að vinna og engu að tapa við að komast í samsteypustjóm frem- ur en að lenda í kosningum. Því era nokkuð sterk öfl, sem ekki vflja láta kjósa, heldur reyna aðra bræðslu, springj stjómin. En Þor- steinn Pálsson karm allt eins að vilja láta kjósa að nýju, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn stæði sem sá flokkur, sem vildi takast á við vandann fremur en að hlaupast frá vandanum. Staðan er hroðaleg Hvaða stjóm, sem verður að fást við efnahagsvandann, á ekki sjö dagana sæla. Vandinn nú er hroða- legur og kemur í kjölfar góðæris- ins. í góðærinu spenntu menn bog- ann of hatt, ríkissjóður, fyrirtæki og einstaklingar. Þess gjöldum við. Þá hefur verið rætt síðustu daga, að rikisstjómin hafi misst af stræt- isvagninum. Þetta hafa margjr sagt. Athyglisverðust eru ummæh Guðmundar Magnússonar prófess- ors, að stjómin verði að velja mihi verðbólgu og atvinnuleysis. í stöð- unni nú geta einnig verið skiptar skoðanir um, hvora þá leið skuh velja. Th era þeir, sem telja, að velja skuh leið atvinnuleysis. Þá yrði gengjð ekki feht, eða ekki svo að heitið geti. Mörg fyrirtæki færa á höfuðið. Það gjlti sérstaklega um útflutningsfyrirtæki. Þótt atvinna sé nú næg, gæti atvinnuleysi tekið við á skömmum tíma við hrun fyr- irtækja. Þetta þætti öhum auðvitað slæmt mál, en samt era þeir ýmsir, sem segja slika aðgerð nauðsyn- lega. Hagkvæmustu fyrirtækin mundu þá standa. Upp mundi koma jörð iðjagræn. Við hefðum gott af þessu, segja þessir menn. Atvinnulíf á íslandi yrði betra en nú er - einhvem tíma í framtíðinni. En engjnn veit, hve langan tima þetta mundi taka. Yrðu það mánuð- ir eða einhver ár? Vafalaust þætti landsmönnum hart að sitja í slíku atvinnuleysi, og ekki yrðu ríkis- sljómir sælar á þeim aðlögunar- tíma. Því er næsta víst, að enn á ný mim verða valin leiö verðbólgunn- ar. Við verðum að búast við gengjs- lækkun. Við getum enn ekki sagt, hve mikh hún muni verða eða hvenær. En reynslan kennir okk- ur, að slík leið verður jafnan ofan á, þegar annars yrði um atvinnu- leysi og hrun fyrirtækja að ræða. Og samt má búast við gjaldþroti ýmissa fyrirtækja á næstunni, einkum næsta ár. Við munum gjalda þess, að ríkis- stjómin missti af strætisvagninum. Raunar ber fyrri sljóm stóran hluta af sökinni. Kannski berum við öh eitthvað af sökinni. Við kunnum ekki, flest hver, að nýta okkur góðu árin sem skyldi. Ekki skiptir öhu, hveijir munu stjóma á næstimni, þeir munu allir meira og minna verða í sama feninu. En næstu vikur verða þó spennandi. Ekki verður bæði sleppt og hald- ið. Haukur Helgason ^ ^ ^ DV-mynd JAK Misstu af strætisvagniniiin Menn ræða, hvað verði um ríkis- stjómina. Umræður um efhahags- aðgerðir á næstunni kmrna að verða banabiti stjómarinnar. Flestir spá því, að veraleg gengis- felling verði ofan á. En verður hún jafnmikh og framsóknarmenn telja nauðsynlegt? Eða geta alþýðu- flokksmenn sætt sig við venhega gengjsfellingu? Vafalaust mun ráð- gjafanefnd ríkisstjórnarinnar mæla með töluverðri gengjsfeh- ingu. En mikih ágreiningur kann að verða um stærð fellingarinnar. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra segir svo auðvitað, að ríkis- stjómin þurfi ekki að fara að tihög- um nefndarinnar. En nefndin mun skipta miklu. Ráðherrar rikis- stjómarinnar munu svo gera út um máhö. Þá gæti stjómarsamstarfið brostið. Þorsteinn hefur sagt, að raunveruleg stjómarkreppa hafi orðið í vor, þegar tekizt var á um svipaða stöðu. Þá var forsætisráð- herra enn á þeim buxunum að sinna málamiðlun. Hann hefur gef- ið í skyn, að hann sé hættur því að mestu. Forsætisráðherra er þreyttur á upphlaupum ráðherra sinna. Vandiim nú getur orðið hinn mesti. En bresti stjómarsamstarf- ið, hvað tekur þá við? Ekki seinna en strax Um það er of fljótt að spá. Það fer eftir því, hvar brysti, sem enginn getur alveg séð fyrir. Víst er, að foringjar Alþýðuflokksins hafa tal- ið sig fastgengismenn og mótmælt gengjsfellingum. Þeir tala niðrandi um gengisfellingarkóra. En vand- inn er nú meiri en var í vor. Frysti- húsin munu loka hvert af öðra. Atvinna fólks er í mikihi hættu. Gengi krónimnar er skráð of hátt. En við bætist, að líklega borgar frystingjn sig illa. Hún er sennilega smám saman að verða úrelt, þegar útflutningur á ferskum fiski tekur við og borgar sig miklu betur. Talað er um, að þúsundir manna í fisk- vinnslu séu í raun í atvinnubóta- vinnu. Þetta er vandi til lengri tíma. En til skemmri tima þarf ráð- gjafanefndin og ríkisstjómin að gera upp við sig, hvemig á að bregðast við vanda fyrirtækjanna með skjótum hætti. Sagt hefur ver- ið, að aðgerðir þurfi ekki seinna en strax. Forsætisráðherra talar um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.