Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Síða 18
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Anna á Hesteyri - bam náttúrunnar: „Ég hafði kindina á baðinu Þaö var búið að láta það í ljós viö tíðindamann DV, sem átti leið um Austflrði á dögunum, að í Mjóafirð- inum byggi allsérstök kona að nafni Anna Marta Guðmundsdóttir, öðru nafni Anna á Hesteyri, Jú, blaðamað- ur hafði heyrt hennar lítillega getið áður, til dæmis þegar forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, var á Aust- fjörðum í opinberri heimsókn og kom við í Mjóafirði. Viö komu Vig- dísar hafði Anna fært forsetanum forláta ramma sem hún hafði búið til sjálf. Þessi rammi var alsettur marglitum skeljum sem Anna hafði tínt í Mjóafirðinum. Þegar tíðindamann bar að garöi á Hesteyri var Anna úti á túni að binda saman girðinguna í kringum bæinn með snæri. Tannlaus í þykkri úlpu „Ég verð að gera við girðinguna mína til þess að kindurnar mínar flæki sig ekki í járndraslinu,“ sagði hún. „Það er gott við mig, heimilis- fólkið á Brekku, alltaf tilbúið að hjálpa mér. Sigfús bóndi (sonur Vil- hjálms Hjálmarssonar) hefur hjálpað mér mikið við að lagfæra girðinguna. Ég veit ekki hvar ég væri án þeirra." Þarna skundaði hún um í stígvél- um og pilsi og þykkri úlpu í glaðasól- skini. Auk þess hafði hún ekki sett fólsku tennurnar upp í sig. Og þorði blaðamaður aö sjálfsögðu ekki að minnastorði á það. Tannleysið skipti hana greinilega engu. „Ég nota ekki tennurnar nema ef ég þarf að bíta á eða þegar ég fer í heimsókn á aðra bæi,“ sagði Anna að fyrra bragði og glotti hressilega sínu tannlausa brosi. „Gibba gibb“ Það var strax ljóst að þarna var glaðlegt náttúrubam á ferð sem lét hégóma bæjarbúa lítið á sig fá. Svo mikið náttúrubarn er hún að kind- umar, „vinkonur minar“, eins og hún kallar þær, svara hennar fyrsta kalli. Sannast sagna átti maður von á að hér væri ein enn þjóðsagan sprottin. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Hún gerði sér lítið fyrir og kallaði „gibba gibb“ nokkrum sinnum háum rómi og það leið ekki á löngu áður en nokkrar kindur komu aðvífandi. „Kindurnar eru mjög skynsamar skepnur sem hafa alltaf verið van- metnar. Ef það er farið rétt að þeim geta þær verið mjög vitrar. Það gróf í einni kind hjá mér um daginn og ég hafði hana inni á baði hjá mér, blessunina, og það kemur Anna er mikill listamaður I sér og býr jafnan til fjölda fallegra skeljaramma árlega. Á þessari skemmtilegu mynd er hún búin að setja upp I sig tennurn- ar. Sjáiði muninn. fyrir, þegar ég skrepp í heimsókn á aðra bæi, að ég hef nokkrar kindur meðferðis,“ sagði Anna en hún á 100 kindur en með lömbunum eru þær 200 talsins. Auk þess er hún með 20 hænsni. „Þær meiða mann ekki, blessaðar“ „Hænurnar mínar eru orðnar svo gamlar að þær eru hættar að verpa en ég hef gaman af þeim,“ sagði hún og væntumþykjan skein úr augunum á henni. Allt í kringum okkur á Hesteyri voru kríur á ferh. Blaðamaður var að vonum ekkert ánægður með þaö. Anna var fljót að taka eftir hræðslu- glampanum í augum blaðamanns og sagði: „Þær meiða mann ekki, blessaöar kríurnar. Það er rétt að maður fái eitt og eitt kropp í hausinn. Þær eru besta vömin gegn varginum. Kríurn- ar rífast bara örlítið enda eru þær með ungana sína núna, svo skíta þær stundum á mann af hræðslu. Kríu- greyin eru mjög skynsamir fuglar þótt þær séu ekki hugaðar. Konumar ættu að vera rétthærri „Ég er bóndi, ekki bóndakona," sagói Anna. „Ég vil helst að konan sé réttmeiri en karlinn,“ sagði hún og brosti tannlausu brosi framan i Ijósmyndara DV. DV-myndir GVA Þegar blaðamaður minntist á hvernig væri aö vera bóndakona brá hún hvatlega viö og sagðist ekki vilja láta kalla sig bóndakonu heldur bónda. í framhaldi af því var hún spurð hvort hún væri mikill jafnrétt- issinni í sér og svaraði hún um hæl: „Ja,“ sagði hún, „ég vildi helst að konan hefði meiri rétt en karlarnir. Annars vildi ég hvergi annars staðar vera en hér. Ég þekki ekkert annað. Svo eftir að Jón gamli Daníelsson settist að hjá mér verð ég að hugsa um hann, karlinn. Hann er orðinn svolítið veikburða eftir að hann lenti í slysinu,“ sagöi hún. Jón, sem er orðinn 87 ára gamall, var ekki á sama máli og sagðist ætla að standa í báðar lappimar þegar hann yrði níræður. En hann sat fyr- ir framan veröndina á húsinu og var að sjóða saman kerru sem hafði lið- ast í sundur. Varð undir traktor Okkur lék forvitni á aö vita í hvaða slysi hann hefði lent og kom í ljós að þau voru tvö. Fyrir um 12 árum hafði hann orðið undir traktor. Úlpan hans hafði flækst í gírstöng- inni og við það hafði traktorinn hrokkið úr gír og Jón dottið undir traktorinn. Anna sá hvar traktorinn var kominn á fulla ferð og þeystist aö honum og gat stöðvað hann. „Ég sá hvar hann var að hverfa undir traktorinn," sagði Anna, „og þorði ekki að líta niður þar sem ég hélt að hann Jón væri kominn í klessu. Svo sá ég bara allt í einu að hann var risinn upp. Samt sem áður þurfti hann að vera á spítala í nokkurn tíma því hann hafði slasast á bringunni. Það var undravert að sex vikum síðar var hann farinn að vinna aftur eins og ekkert hefði ískorist. Tók bílpróf á sextugsaldri Fyrir tveimur árum datt hann svo ofan af húsþakinu hér er hann var að gera við og slasaðist á öðrum fætinum og hefur ekki geta staöið lengi í fæturna síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.