Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Ævintýri stór og smá hafa heiUað margan manninn en stundum getur ævintýrið skyndilega breyst í mar- tröð, líka þeim sem þekkjast í hryll- ingsmyndunum og engan óraði fyrir. íslendingar fara ekki varhluta af þvílíkum óvæntum uppákomum þótt slíkt gerist vonandi ekki oft. Ung ís- lensk stúlka, Kristrún Gunnarsdótt- ir, upplifði í bvijun sumarsins skelfi- lega martröð er hún var á ferðalagi í Los Angeles. Kristrún kom til stórborgarinnar í vor ásamt vini sínum, sem hún kýs að kalla dulnefninu Einar. Hún hugðist sækja um skólavist í nokkr- um myndlistarskólum í Los Angeles. Tímann fram að hausti ætluðu þau svo.að nota til að ferðast um Kali- forníu og næstu fylki. „Viö þóttumst heldur betur heppin þegar við kynntumst Ziegler sem að eigin sögn haíði í mörg ár ekið vöru- flutningabíl. Sagðist hann þekkja landið mjög vel og vita hvar væru fallegir og áhugaveröir staðir. Við þijú ákváðum þá að leggja saman af stað í ferðalag. Þetta. var um mánaða- mótin maí-júní. Til að byija með var ferðinni heitið í norður, gegnum Kalifomíu til Oregonfylkis, þar sem Ziegler sagðist eiga ættingja og vini. Svo var það aö morgni fostudagsins 3. júní að bifreiðin, sem þau voru í, var stöðvuð vegna hraðaksturs. Vor- um við þá stödd á þjóðvegi 97, í rétt um 50 km fjarlægð frá mörkum Kali- fomiu og Oregon. Ég og Einar vorum bæði sofandi í bifreiðinni en vöknuð- um við samtal Zieglers og vegalög- regluþjónsins Himburger. Hann tók ökuskírteini Zieglers til athugunar á tölvunni sinni í lögreglubílnum. Kom hann svo til baka og spurði hvort þau hefðu áfengi í bflnum. Þegar hann hafði gert lauslega leit á gólfi og und- ir sætum leyfði hann okkur að halda ferðinni áfram. Um 15 mínútum síðar stöðvaði Himburger bifreiðina aftur. Lög- regluþjónninn var þá að tilkynna Ziegler að skírteini hans væri út- mnnið. Himburger bað okkur öll að stíga út úr bflnum og spurði mig og Einar um ökuskírteini sem bæði reyndust í lagi. En Himburger lét ekki þar við sitja heldur hóf hann að tína út úr bílnum persónulegar eigur okkar. Opnaði hann töskur og annað án þess að biðja um leyfi, hvað þá að hann hefði nokkurt opinbert leyfi. Vinurinn orðinn eiturlyfjasali Og þá skall reiðarslagiö yfir. Upp úr snyrtitösku Zieglers dró hann lít- inn poka sem innihélt marijuana, um það bfl 5 grömm, og iítið meðalaglas sem Ziegler tjáði honum að innihéldi kókaín. Það næsta sem gerðist var að viö Einar vorum látin sitja aðskil- in utan vegar á meðan Himburger kallaði á aðstoð fíkniefnalögreglu. Hún mætti á staðinn og grandskoð- aði bílinn, með þeim árangri að í fór- um Zieglers fundust 3 únsur af kóka- íni og 1 únsa af marijuana. Ziegler tjáði lögreglunni strax að hann ætti efnið og við Einar værum ekki einu sinni í vitorði. Lögreglan sýndi orð- um hans lítinn áhuga og vorum við öll þijú færð til næsta fangelsis sem er í Yreka, 5000 manna bæ rétt við mörk fylkjanna. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Ziegler kom okkur svo sannarlega á óvart. Hann reyndist allt í einu vera kókaínneytandi og sölumaður sem stóð í smygli á milli fýlkja. Samt hafði hann manndóm til að skammast sín fyrir óþægindin sem hann var að baka okkur því hann margendurtók játningu sína sem eigandi efnisins, bæði við hand- töku og eftir að við komum til fang- elsisins. En allt kom fyrir ekki. Öll Einar höfðum ekkert á okkar sam- visku biðum viö með þolinmæði eftir þvi að þessi misskilningur yrði leið- réttur. En þrátt fyrir fávísi okkar um bandarískt réttarkerfi var okkur strax fariö að gruna að ekki væri allt með fefldu. Það var því lán í ó- láni að fóngum í þessu fangelsi er fijilst að nota síma, svo framarlega sem hringt er „coflect“. Gátum við vorum við bókuð inn í fangelsiö með sömu ákæru. Þegar bókun var lokið var okkur vísað sínu á hvem al- menningsklefann. Það leið á fimmta sólarhring áður en við komum fyrir dómara í fyrsta sinn. í millitíðinni hafði enginn spurt okkur eins eða neins, ekki einu sinrú hvort við hefðum lögfræðinga eða hvort sveitarfélagið þyrfti að útvega almenningsveijendur. Þar sem við því haft símasamband við íslenska konu, Gerði, sem við bjuggum hjá í Los Angeles, tfl að hafa með í ráð- um.“ Lögregluofiíki í Kalifomíu? Kristrún talar um í upphafi að gífurlegum fjármunum sé eytt í auk- inn herafla yfirvalda til að stemma stigu við sölu og dreifingu á eiturlyfj- um, sérstaklega á kókaíni. En þessi aukni herafli í leit að glæpamönnum hafi hins vegar valdið almennum borgurum alls kyns óþægindum. Yfirvöld virðast ekki alltaf víta hvar takmörkin liggja og hafa saklausir mátt heyja harða baráttu við að sanna sakleysi sitt, að sögn Kristrún- ar. Fólk þarf að þola líkamsleit og Þetta var óhugnanleg tilfinning Mér var fariö að líða eins og söguper- sónu í hryllingsmynd. Tekin til fanga og mátti svo bara sitja á bak vfð rimla án þess einu sinni að fá að tjá mig um málið. Við hringdum í Gerði og sögðum henni hvemig fór í réttinum. Henni var líka hætt aö standa á sama. Miðað við þær lögfræðiupplýs- ingar, sem hún hafði aflað sér, var ",1; ------------ : .. Kristrún Gunnarsdóttir fyrir utan fangelsishiióiö eftir að henni var sleppt út haldi. Á ínnfelldu myndinni er Ziegler sem hún og vinur hennar slógust í för meó og ætluðu þau aó ferðast saman um Kaliforniu. Hann reyndist svo vera eiturlyfjasmyglari sem af tilviljun komst upp um. Og af tilviljun voru íslendingarnir með honum I bíl þegar hann var stöðvaður. Þaö þýddi fangelsisvist í hálfan mánuð. jafnvel húsleit að ósekju. Af þessum sökum hefur sprottið upp umræða á opinberum vettvangi um hættuna á að lögregluofríki sé að skapast í Kali- fomíu. Segir Kristrún að sú umræða hafi jafnan verið þögguð niður þar sem um ákaflega viðkvæmt mál sé að ræða og að yfirvöld vifji sem minnst ræða um þessar aukaverkan- ir af aðgerðum sínum. , Aðeins einn almennings- verjandi í sýslunni „Svo klukkan íjögur á þriðjudegi vorum við færð í réttarsal. Rétturinn fór þannig fram að ákveðinn var nýr dómsdagur að viku liðinni og að öll þijú þyrftu alméfiningsveijanda. Síðan var okkur vísað aftur til klefa. í þetta skiptiö mátti líða vika til við- bótar áður en hreyfing kæmist á málið og enn hafði enginn spurt okk- ur stakrar spumingar. \ margbúið að bijóta á rétti okkar. Gerður óttaöist að yfirvöldum yrði ekki treystandi til að ganga eðlilega fram í þessu máli og tók sér því sjálf ferð á hendur noröur til Siskiyou- sýslu, í þeim erindum að útvega lög- fræðinga til vamar. Hún kom tfl Yreka-bæjar síðdegis á fostudag og fór strax að hitta Mr. Brown, lög- fræðing sem henni hafði veriö bent á. Helgina sem í hönd fór notaði Gerður tfl að kynna sér bæjarlífið í Yreka. Komst hún fljótt að því að eitthvaö væri bogið viö yfirvöld á þessum stað. Til dæmis var nýlega kosið um dómara. Annar af almenningsveij- endum staðarins bauð sig fram en tapaði. Hann rauk þá í fússi úr bæn- um og þess vegna var bara einn al- menningsveijandi í sýslunni. Hann átti svo einn að taka mál okkar þriggja fyrir rétti sem er náttúrlega ólöglegt. íslensk ungmenni lentu í fangelsi í Kalifomíu - voru farþegar í bíl manns sem reyndist vera eiturlyfjasali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.