Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 23
Gerði fannst, eins og okkur, sem í þessari sýslu væri andi eins og mað- ur sér stundum í bíómyndum. Sagan um smábæinn einangraða þar sem löggan og dómarinn halda öllum í heljargreipum. í fangelsisgarðinum hitti ég til dæmis bónda sem dæmdur var fyrir nautgripaþjófnað vegna þess að yfirvöld þurftu á landsvæð- inu hans að halda. Annað dæmi er maður sem sat í klefa með Einari. Hann var sakaður um að hafa stohð eigin bíl, hvemig sem það er nú hægt. Það tók foreldra mannsins um það bil viku að sanna eignarrétt hans á bílnum, en á meðan mátti hann sitja á bak við rimla. Þetta er óneitaniega hálfundarlegt aht saman og ég held að fólk þurfi að lenda í svona stöðu til aö skhja hversu hættulegt lögregluríki getur orðið. Ekki þaö að glæpamenn eigi að vaða uppi hindrunarlaust heldur verða áð vera skýr og greinileg mörk á því hvenær yfirvöld mega grípa til aðgerða og hvenær ekki. Á mánudeginum fékk Mr. Brown skýrsluna frá Himburger og fíkni- efnadeildinni. Þá var búiö að athuga hvort við værum eftirlýst hjá al- þjóðalögreglu eða annars staðar í Bandaríkjunum. Svo reyndist ekki vera. Þegar Mr. Brown fór í gegnum skjöhn kom í ljós að mér var hald- inni fanginni án gildrar ástæðu. Himburger hafði með loönu orðalagi tengt Einar við kassettutösku sem í fannst glas með kókaíni, en orðalagið eitt var ekki næg ástæða til að halda honum fóngnum. Heimilt hefði verið að halda honum th yfirheyrslu í 3 sólarhringa en eins og komið hefur fram hafði enginn spurt okkur nokk- urrar spurningar í hátt á aðra viku. Vegalögreglan fræg fyrir ótuktarskap Mr. Brown fannst þetta mál allt mjög áhugavert. Hann vissi aö Him- burger var frægur fyrir ótuktarskap og upplognar sakir. Honum var líka uþpsigað við yfirvöld á staðnum og sá sér þama færi á að ná sér niðri á þeim. Mr. Brown tók að sér mál Ein- ars og útvegaði mér traustan mann. Ziegler varð að notast við almenn- ingsveijanda staöarins sem fer að jafnaði með um 20 mál á dag. Á þriðjudagsmorgni kl. 9 vomm við færð í réttarsal í annað sinn. Það sem geröist í réttarsalnum þennan morgun var að dómarinn spurði um Himburger sem sitja átti fyrir svör- um vegna skýrlsu sinnar. Himburger mætti ekki á staðinn vegna „anna“ eins og saksóknari orðaði það. Dóm- arinn varð þá ævareiður og frestaði rétti fram yfir hádegi. Lögfræðing- amir fengu ekki að segja eitt einasta orð. Eftir hádegi var svo aftur mætt í réttarsal. Himburger var enn ekki mættur. Mr. Brown tókst að koma því að að Einar væri saklaus og auð- velt væri að sýna fram á það. Mínum lögfræðingi tókst að segja eitthvaö svipað. Dómarinn, sem var hálf- heymarlaus, virtist ekki vita hver væri að veija hvern. Hann þaggaði niður í lögfræðingunum á þeim for- sendum að allir væra að tala í einu og ákvað síðan nýjan dómsdag, fóstu- daginn 17. júní. Enn einu sinni var okkur þremenningunum vísað í klefa án þess að nokkur árangur næðist. Lögfræðingarnir voru bæði reiöir og móðgaðir. Mr. Brown hóaði í minn lögfræðing og almenningsverjand- ann og boðaði þá th fundar á skrif- stofu sína. Þeir bára saman bækur sínar og komust að því að sækjandi hafði í raun ekkert mál að sækja þar sem yfirvöld hegðuðu sér ólöglega frá upphafi málsins. Leitin í bifreið- inni og handtakan fór ólöglega fram og var búið að bijóta ítrekað á rétti okkar. Það var illa komið við kaun- inn á yfirvöldum sýslunnar þegar lögfræðingamir höfðu samband við skrifstofu saksóknara og tjáðu hon- um að allt þetta mál ætti með réttu að falla niður. Yfirvöld vildu samt ekki missa málið alveg úr höndunum þar sem Ziegler var augljóslega sek- ur um eiturlyfjasölu og dreifmgu. Bragðu þau því á það ráð að leggja samninga fyrir lögfræðingana og leysa málið þannig af sanngimi. Loks vorum við sýknuð Á fimmtudeginum fékk Ziegler svo í hendumar plagg þar sem hann sjálfviljugur sækir um meðferð sem eiturlyfjasjúklingur í 3 mánuði og verður síðan undir eftirliti yfirvalda í þijú ár þar á eftir. Undirritaði hann með þeim skilmálum að við yrðum sýknuð af öllum ákærum. Þá voru okkur fengin í hendur plögg til und- irritunar þar sem ákærur á hendur okkur falla niður ef við lofum að ákæra ekki: Siskiyou-sýsludóm, vegalögreglu sýslunnar, fíkniefna- lögregluna, yfírvöld Kalifomíu-fylk- is eða bandaríska ríkið. Við undirrituðum bæði án þess að hugsa íít í hvað lögsókn gegn þessum aöilum gæti þýtt. Seinna kom í ljós að við heföum átt rétt á aö minnsta kosti fjóram milljónum íslenskra króna í skaðabætur. En þetta var virkilega fallegur 17. júní og loksins voram við orðin ein- hvers virði," segir Kristrún. „Það er sárt til þess að hugsa hve saklausir þurfa oft að leggja mikið á sig til að sanna sakleysi sitt. En stríð er stríð og aldrei aö vita hvenær veðjað er á rangan hest.“ -RóG. KENNARA vantar að grunnskólanum Djúpavogi. Upplýsingar gefur Ólafur í síma 97-88834 eða Sigurður í síma 97-88814. Staða framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar íslands hf. Bifreiðaskoðun Islands hf. auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra félagsins sem er nýstofn- að og ætlað er að taka við skoðun og skráningu ökutækja ásamt fleiri verkefnum. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi í starfið sem sameindar reynslu og þekkingu á sviði fyrirtækja- reksturs góðri þekkingu á ökutækjum. Einnig er kraf- ist góðrar tungumálakunnáttu. Viðkomandi þarf að geta tekið til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir stjórnarformaður félagsins, Björn Friðfinnsson, sími 25000. Skal skila umsóknum á vinnustað hans í dómsmálaráðuneytinu fyrir 24. ágúst nk. Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Nissan March 1988 Opel Corsa 1988 SuzukiSwift 1988 MMCGalant 2000 1987 MMC Colt 1500 1987 Lada Samara 1987 Ford Fiesta 1986 Dodge Ramcharger 1985 Daihatsu Charade 1985 Skoda 105 1985 Renault4 Van F6 1985 ToyotaCamryturbodísil 1984 BuickSkylarkst. 1983 Mazda 626 Coupé 2000 1983 Mazda 626 Coupé 1983 HondaAccord 1983 Toyota 4 runner 1985 Kawasaki CPX 750 1987 Bifreiðamar verða til sýnis mánudaginn 8. ágúst í Skip- holti 35 (kjailara) frá ki. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Lauga- vegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERND6EGN Vft TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 Framköllun imiMnmmmmtmirm LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN' HF Laugavegi 178 - Reykjavik • Simi 685811 iiiiiiiimiiininimitHTn B EINSTAKT EFNITIL RAKAVARNAR polP|ast Byggingaplastið með rauðu röndinni • Þolir raka, loft og hita margfalt á við önnur sam- bærileg efni. • Þróað í samvinnu við Rannóknastofnun byggingariðnaðarins. * • Tíföld ending. Þolplast frá Plastprenti - þar sem rakavarnar er þörf. (ft I S 8 I S %>• I o. £ ■ 4« (A £ (0 I £ £ 4» •S £ | I £ f Plastprent hff. ^ Fosshálsi 17-25, sími 685600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.