Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 24
24 LAUGARDAGUR 6. ÁGIJST 1988. Titíllinn er hápunktur golfarans - segir nýkrýndur Islandsmeistari í golfi, Sigurður Sigurðsson „Sigurinn kom mér skemmtilega á óvart en ég hef aldrei leikiö betur en síð- ustu vikur,“ sagði nýbakaður íslandsmeistari í golfl, Sigurð- ur Sigurösson, í samtali við D V. \ Um síöustu helgi var keppt um íslandsmeistaratitilinn í golfi í \ Grafarholtinu og má með sanni segja að Sigurður hafi komið, séð '\ ogsigrað. Hannnáðiforystunniáöðrumdegi \ keppninnareðaeftir36holur. Foryst- \ v unni hélt hann svo og sigraði reyndar með yfirburðum, átti sex högg á næsta mann og varð sjö höggum á undan Úlfari Jónssyni íslandsmeistaranum tvö síöustu ár. 1 Aðspurður segist Sigurður hafa veriö far- inn að dreyma um þennan titil síðustu fjögur- \ fimm árin og að hann sé vissulega hápunktur hvers golfara. Sigurður fékk þessa alræmdu golfbakteríu í gegnum föður sinn, Sigurð Albertsson, og hefur ieikið golf frá níu ára aldri. Hann er 25 ára gamall Keflvíkingur og hefur Leir- an, golfvöllurinn í Keflavík, verið hans annað heim- ili á sumrin, líkt og margra golfara. „Ég fór snemma með pabba út á völl og svo byrjaði maður bara að vera með og hefur ekki hætt síðan. Sigur- inn er mér mikil hvatning og nú er stefnt enn hærra. \ Að vísu hefur migjiú htiö dreymt um að gerast atvinnu- • maður erlendis eða þvílíkt. En mér hefur tekist að ná leik- forgjöfinni 1 og stefni á að gera betur og komast niður í núll. Það er næsta takmarkið. Maður má ekki ofmetnast heldur halda áfram að æfa stíft og meira en ég hef gert hing- að til. Svo bara vonast ég til að ég verði enn stérkari og takist . að halda titlinum þegar að því kernur." \ Sigurður starfar í íþróttahúsi Keflavíkur og segist hafa mikinn V áhuga á íþróttum. Hann stundar þó sjálfur lítið annað en golfið en segist bregða sér annaö slagið í fótbolta og badminton. I vetur hyggst hann æfa meira golf innanhúss enda segir hann það vera mikið atriði að halda sér í formi árið um kring. Golftímabilið er of stutt til að byrja það á því aö koma sér í form. • Eftir langa og stranga keppni um verslunarmannahelgina og sætan sigur hvíldi Sigurður sig aðeins í tvo daga frá golfinu. Á þriðja degi var hann svo mættur í Leiruna til aö taka þátt í innanfélagsmóti. „Nei, það þýðir ekkert aö slaka á í þessu,“ segir hann en framundan er meira goíf og Norðurlandamót sem halda á heimavelh hans, Leirunni, síðar í mánuðinum. Sigurður er ókvæntur en hann á unnustu sem heitir Melkorka Sigurðar- Sigurður Sigurðsson Islands- meistari i golfi 1988. Hann er 25 ára gamall Keflvíkingur og starfar í íþróttahúsinu þar i bæ. Golfbakteriuna fékk hann á unga aldri í arf frá fööur sínum, Sigurði Albertssyni, sem hefur verið í hópi fremstu golfara hérlendis. íslandsmeistarinn nýkrýndi stefnir enn hærra á golfvellinum og segir sigurinn mikla hvatningu fyrir sig. Hér veifar hann verðlaunagripun- um rétt eftir afhendingu þeirra. . DV-mynd GVA dóttir. Segir hann aö hún sé nú ekki farin aö leika golf en fylgist grannt með. Svo er aldrei að vita hvenær bakterían nær tökum á henni. En fyrir utan að vinna í íþróttahúsinu og æfa golf fyrir næsta sumar hyggst Sigurður setjast á skólabekk í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suður- nesja í haust. • Ungur maður á uppleið, Sigurður... -RóG. Þú ert 2000 krónum ríkari I hringnum að þessu sinni er ung stúlka sem var að skemmta sér í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina. Ekki var nóg með að hún skemmti sjálfri sér heldur hefur hún hér ofan fyrir hópi ungra þarna sem virðast skemmta sér hið besta. Fyrir sönginn og barnapöss- unina fær hún hér með óvænta gjöf frá DV. Hún er orðin 2000 krónum ríkari og getur vitjað peninganna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. RóG./DV-mynd KAE Nýjustu fregnir herma að Lisa Bonet, sem leikur Denise í Fyrirmyndarfoð- ur og Vistaskiptum, eigi von á bami í nóvember. Hún mun því fá hvíld frá sjónvarpsmyndaleik um nokkurn tíma. Aðdáendur hennar verða að sætta sig við að vera án hennar næstu mánuði en framleið- endum Fyrirmyndaríoður og Vistaskipta þótti ekki við hæfi að ung, ógift menntaskólastúlka yrði með bumbuna út í loftið. En því miður fylgir ekki sögunnihverséfaðirinn... Allt gera menn nú til að græða. Og allt gera menn tii að notfæra sér nýfengið nafn eða frægð. Patrick Swayze, sem sló eftir- minnilega í gegn í mynd- inni Dirty Dancing, hyggst nú galvaskur nota sér orð- sporið sem fer af honum á dansgólfmu. En hann þótti sýna geysigóða danstakta í myndinni og ekki sakar að hann þótti kynþokkafullur með afbrigðum. Þessa dag- ana stendur Patrick í ströngu við að koma á stofn eigin dansskólum í fimm stórborgum Banda- ríkjanna. Allt bendir til að dansglaðar stúlkur muni streyma í skólana en kannski gleyma þær að goðið getur aldrei verið á fimm stöðum í einu... Kvikmyndaframleiðand- inn Steven Spielberg getur nú státað af að eiga sund- laug á toppi 20 hæða bygg- ingar. Kappinn á lúxus- íbúð í Trump Tower í New York, líkt og fleiri góðar stjörnur, þar sem hann dvelst þegar hann kemur til stórborgarinnar. Og nú hefur hann látið byggja og koma fyrir stærðarsund- laug á toppnum. Fram- kvæmdirnar kostuðu víst eitthvað um 250 milljónir en hvað má ekki borga fyr- ir að geta fengið sér sund- sprettmeðútsýni?..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.