Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 28
28 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Sérstæð sakamál Hringur dauðans Þaö leyndi sér ekki hve vel unga fasteignasalanum leist á konuna sem kom á skrifstofu hans til að spyrjast fyrir um hús. Hún var nýlega skilin við mann sinn og vildi festa fé sitt. Og þar kom að hún vildi u ný festa ráð sitt en framtíðin bar annað í skauti sér en vænta hefði mátt. Darren Morley var þrjátíu og sex ára, ókvæntur, myndarlegur og kom afar vel fyrir. Þar að auki átti hann hús, hafði góð- ar tekjur og ók um í fallegum sport- bíl. Hann hlaut þvi að vera eigin- maðurinn sem hver móðir óskaði dóttur sinni. Og þegar Gina Listers, þijátíu og tveggja ára, hafði kynnst honum varö hún ástfangin af honum. Fundum þeirra bar fyrst saman í maí á síðasta ári en þá var hún ný- skilin og hafði fengiö í sinn hlut úr búinu allnokkra fjárhæð sem hún ætlaði sér að kaupa hús fyrir. Hills Watson & Green heitir fasteignasalan sem hún sneri sér til en skrifstofur hennar voru þá við Fish Street í Preston en sá bær er í greifadæminu Lancashire á Englandi. Þar var Darren Morley ráðunautur. Hann sýndi henni hvað til boða stóð, miðað við þá upphæð sem hún taldi sig geta greitt fyrir hús. Morley ók henni ekki aðeins til nokkurra húseigna svo sem venja er heldur sýndi henni mörg hús og brátt fór hana að gruna að hann hefði ekki aðeins áhuga á að selja henni fast- eign heldur einnig á henni sjálfri. í hvert sinn sem sá grunur sótti að henni vísaði hún þó hugsuninni frá sér því hún leit svo á að ímyndunar- aflið væri að hlaupa með hana í gön- ið áfram að hittast. Jafnframt bauð hann henni út. Hún þáði boðið og þá sýndi hann hve vel hann kunni sig. Það fór því svo að fundir þeirra urðu fleiri og loks fóru þau að vera saman flest kvöld. Ástfangin Þegar þau höfðu verið saman í tvo mánuði varð Gina að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún væri orðin ástfangin af Darren. Og þegar þar kom aö hann bað hennar fannst henni hún vera hamingjusamasta konan í heiminum. Hún svaraði ját- andi og þá tók hann upp úr pússi sínu hring úr hvítagulli með smar- agði í miðjunni en umhverfls hann voru litlir demantar. Er hún sá Darr- en taka upp hringinn fannst henni sem hann hefði verið nokkuö viss um hvaða svar hann fengi þvi ann- ars hefði hann vart keypt hann, en var þó engu að síður glöð og ánægð. Umbreytingin Vart hafði Gina tekið bónorðinu er Darren varð sem annar maður. Hann^var að vísu enn bæði töfrandi og sýndi henni mikla alúð en nú fór hann að tala og hegða sér sem hún væri eign hans. Og brátt kom í ljós aö það var sem hann treysti henni ekki. Þegar hann vissi að hún var ekki við vinnu hringdi hann til henn- ar mörgum sinnum á dag. Væri hún af einhveijum ástæðum ekki heima þegar hann hringdi krafðist hann þess síðar að fá að vita hvar hún hefði verið og hvað hún hefði verið að gera þar. Undir kvöld, þegar hún lauk kennslustörfum í leikfimiskól- anum í Preston þar sem hún starf- Húsið i Fulwood. ur, ekki síst af því aö hún var nýskil- in. Þriggja vikna leit leiddi svo til þess að Gina Lister fann húsið sem henni líkaði og taldi sig hafa efni á að kaupa. Það var í Palmerston Grove í Fulwood, ekki langt frá Preston þar sem hún hafði áður búið. Nú áttu leiðir þeirra Ginu og Darrens að skilja því hann hafði leyst af hendi það verk sem hann átti að vinna. Lögfræðingur Ginu og bankinn sem hún skipti við áttu að sjá um þaö sem á vantaði. Ginu til mikillar undrunar spurði Darren þá hvort þau gætu ekki hald- aði, beið hann ætíð eftir henni í bO sínum án þess þó að tala um það við hana fyrirfram að hann myndi koma að sækja hana. „Ég er undir eftirliti,“ sagði Gina loks við sjálfa sig eitt kvöld. Og þegar kom fram í október fór Darren þess á leit við hana að hún hætti að vinna þvi honum fynd- ist starf hennar ekki geta samræmst því að vera eiginkona og húsmóðir. Þá mótmælti hún. Hún kunni vel við starf sitt og fannst krafa hans ósann- gjöm. Hún bætti því þó við að hún elskaði hann og myndi hætta að vinna þegar þau færu að eignast Gina Lister. Darren Morley. börn. Þangað til myndi hún hins veg- ar halda áfram að vinna. Úrslitakostir Gina vonaði að Darren gæti sett sig í spor hennar. En þaö gat hann ekki. Hann lýsti því þess í stað yfir að hún yrði annaðhvort að hætta að vinna eða hann myndi shta trúlofun- inni. Hún hélt þó enn fast viö sitt og, þá gerði hann alvöru úr hótun sinni. Vart hafði Darren þó gert það er hann kraföist þess að fá trúlofunar- hringinn til baka. Þetta taldi Gina freklega móðgun við sig, einkum og sér í lagi af því það var hann sem slitiö hafði trúlofuninni. Hún leit á hringinn sem gjöf sem ekki yrði tek- in til baka og neitaði því að afhenda hann. DularfuUar símhringingar Eftir þetta heyrði Gina aldrei neitt frá Darren. En eftir um það bU hálfan mánuð fór síminn að hringja heima hjá henni á degi og nóttu. Er hún svaraði var aldrei neitt sagt, aðeins lagt á. Gina þóttist í fyrstu viss um að hér væri Darren að verki. En svo fór hún að spyrja sig að því hvort þetta væri í raun og veru hann því ekkert benti til þess að hann hefði í raun neinn áhuga á henni lengur. Hún tók því að halda að annaðhvort væri einhver óþekktur aðih að reyna að skjóta henni skelk í bringu eða að innbrotsþjófar hefðu fengið auga- stað á húsinu en vUdu vita hvort ein- hver væri heima áður en þeir létu tU skarar skríða. Fátt til ráða Um hríð velti Gina þvi fyrir sér hvað hún ætti að gera til að bregðast við þessum vanda. Átti hún að biðja lögregluna um vemd? Hún þóttist hins vegar viss um að hún gæti ekki fengið lögreglu til að standa vakt um húsið dag og nótt og því bað hún um að fá leyninúmer. Þá hættu sím- hringingamar dularfullu en er hér var komið sögu var hún orðin svo skelkuð að hún átti erfitt með svefn. Enn kom henni tU hugar að leita tU lögreglu eða læknis en er hún hafði velt því úrræði fyrir sér féll hún frá því þar eð hún þóttist viss um að hún yrði tahn ganga með ofsóknarbijál- æði. Eftir margar svefnlausar nætur 'ákvað hún því að aimlýsa eftir leigj- anda. En áður en nún komst með auglýsingu í dagblað bæjarins gerð- ist það sem hún hafði óttast mest. Innbrot 14. janúar fór Gina Lister snemma í háttinn. Hún hafði verið með inflúensu í um það bil viku og ekki getað farið tU vinnu. Að vísu var hún byrjuð að ná sér en hún var enn lasin svo að þegar hún var kom- in upp í rúm um hálfníuleytið sótti nær strax að henni svefn. Skömmu síðar lagði hún svo frá sér bókina sem hún hafði verið að lesa og slökkti ljósið. Eftir um hálftíma vaknaði hún skyndUega viö að það brakaði í stig- anum upp á efri hæðina. Er hún hafði lagt við eyrun í stutta stund varð henni ljóst að hún var ekki ein í húsinu. Á borðinu var síminn. Hún tók upp tóhð og reyndi að hringja í neyðar- númerið 999 en gerði sér um leið ljóst að óboðni gesturinn, sem var á leið upp til hennar, yrði kominn inn tU hennar áður en hún gæti gert lög- reglunni aðvart. Hún þreif því hníf sem hún hafði haft undir koddanum undanfamar nætur og flýtti sér að dyrunum svo hún gæti skýlt sér á bak við hurðina er opnað yrði. Allt í einu gekk einhver inn um dyrnar á svefnherberginu sem hálfmyrkt var í. Um leið stakk Gina hnífnum í inn- brotsþjófinn. Hann riðaði og féll. Þá hljóp hún aö símanum og hringdi í neyðarnúmerið en hljóp síðan niður á neðri hæðina. Nokkram mínútum síðar kom lögreglan og sjúkrabíll. Er lögreglumenn höfðu farið upp á efri hæöina og dvalist þar um stund komu þeir niður og spurðu hvort hún þekkti mann að nafni Darren Mor- ley. Henni var þá ekki fulhjóst hvers vegna þeir spurðu, því hún hafði ekki htið framan í innbrotsþjófinn. Hún svaraði því aöeins tíl að hann hefði verið vinur hennar. Þá var Ginu Lister sagt að maður- inn, sem hún heföi stungið, væri Darren Morley og væri hann látinn. Hvert var erindið? Gina gat ekki gefið neina skýr- ingu á því hvers vegna Darren hafði kosið að fara inn í húsið í skjóli myrkurs og án þess að gera henni aðvart um komu sína. Þá varð henni brátt Ijóst að lögreglan hélt að hún hefði boðið honum inn í húsið og hefðu þau síðan rifist og rifrildinu lyktað á þennan hörmulega hátt. Var vanlíöan hennar um hríð því mikU bæði vegna atburðarins og grunsins sem fafiið hafði á hana. Þessi tilgáta var hins vegar aðeins sú fyrsta sem lögreglah kom með. Brátt kom í ljós að Darren Morley hafði haft lykla að húsi Ginu og hlaut hann að hafa haft áukalykla frá þeim tíma er hús- ið var til sölu. Að auki hafði hann lagt bíl síriúm alUangt frá húsi Ginu þetta kvöld. En hvað hafði honum gengið tU? Lögreglan komst að þeirri nið- urstöðu, eftir nákvæma yfirheyrslu yfir Ginu, að Darren Morley hefði komið til að ná í trúlofunarhring- inn. Sýknuð Gina Lister var taUn hafa snúist til sjálfsvamar gegn óþekktum inn- brotsþjófi sem hefði getað reynst henni lífshættulegur. Hún var því sýknuð. Hún seldi hús sitt skömmu eftir atburðinn og býr nú hjá vinum sínum. En hvað varð um trúlofunarhring- inn? Hann seldi Gina eftir að trúlof- uninni var sUtið og peningana notaðf hún til að greiöa skuldir með. Hann var því ekki í húsinu er Darren Mor-. ley ætlaði að ná í hann þetta kvöld, en hann hélt vafalaust að húsið væri mannlaust því ekkert ljós var í því er hann fór inn í þaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.