Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 33
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 45 Eg hef afskipti af stjórranálum Oflítil Á aöalgötunni, Corso, standa menn og konur með myndir af brunnum fótum og fóngum með jámfötur á höfðinu. Þau eru að safna undirskriftum gegn Kho- meini. Þegar maður er búinn að undir- rita andstyggð sína á Khomeini (og íyrirgera þeirri vegabréfsáritun), þá vilja þau næst aö maður geíi þeim fyrir frímerkjum. Þau ætla nefnilega að senda Khomeini eigin- handaráritun manns. Pósturinn hlýtur að vera með einhver sér- fargjöld undir eiginhandaráritanir, því þau verða fúl ef maður gefur minna en fimm þúsund lírur. Mér finnst að þau gætu sett fleiri en eina í hvert umslag. Og svo veit ég að það kostar 1.350 undir bréf til útlandsins sem Khomeini er í. Þar sem ég æddi niður Corso for- hðinn dag með stefnu á pósthúsið, stökk svarinn andstæðingur Kho- meinis í veg fyrir mig og klauf mig í bringu niður með ferðaskrifborð- inu (það er spjald með klemmu og í klemmunni pappír). „Skrifa undir gegn Khomeini, frú,“ sagði hann ákveðinn. „Þýðir ekki, ég á engan pening," svaraði ég og hélt ég snerti taug. „Skiptir engu,“ sagði hann eftir örstutt hik, en of langt til að ekki kæmist upp um hann. „Löngu búin,“ reyndi ég. „Aftur,“ sagði hann óg sneri ferðaskrifborðinu í sárinu. „Ungi maður,“ sagði ég þá. „Ég hef þrisvar skrifað undir gegn Kho- meini. Ég hef skrifað undir með Paiestínumönnum og gegn ísraels- mönnum. Ég skrifaði undir gegn kjarnorkuverinu í Montalto og með húsnæðislausum og gegn smá- fuglaveiðiniii og kraföist aukinnar götulýsingar með kvennahreyfing- unni. Og hvar er þetta allt í dag? Khomeini situr enn á sínum stól. ísraelsmenn kúga Palestínumenn. Kjarnorkuverið í Montalto verður brátt tekið í notkun, standandi í vatni upp aö hnjám. Það eru 40.000 fjölskyldur á götunni, smáfuglarn- ir eru útdauöir og nauðgunum fjölgar. Þú sérð, að vilji minn er einskis virði. og undirskrift mín einskis megnug. Orð mín eru of lítil.“ Þá dró hann ferðaskrifborðið úr bringu mér og leyfði mér að fara. Of stór? Það er svo lítiö um íslensk dag- blöð hér á Rómarsvæðinu, að við neyðumst til að flysja kartöflumar á II Messagiero. Það er helst að fólk troði blöðum meðfram í jólapakka. Þannig eignumst við oft þijú eintök af sama nóvemberblaðinu í febr- úar. Flysjum við þá ótrauð á tvö eintakanna. Svo gerist það að hing- að slæðist blað með ferðamanni. Þá búuni við náttúrulega við nokkra fréttasneyð. En þökk sé landbúnaðarafurðabögglum og nokkru renniríi undanfarið, hefur mér tekist að komast yfir frétt árs- ins svo til í heild sinni. Ég er frá mér af hrifningu. Hug- rekkiö, að dusta rykið af hugmynd sem var hlegin í hel þegar hún kom fyrst fram. Ég man ekki hver fékk hana í upphafi, en vondir menn vonuðu að hann væri dáinn og teikningamar farnar í gröfina með honum. í talfæri Auður Haralds Við Reykvíkingar getum verið stolt af borgarstjóranum okkar. Pater Courage mættur á tjamar- bakkann að taka skóflustungur, áöur en teikningar hafa verið fylli- lega samþykktar. Hvar gerist þetta annars staðar? Ekki hér. Hér koma menn engu í verk. Að vísu hélt þetta atriði vöku fyrir mér í nokkr- ar nætur. Hvernig tekur maður skóflustungur í jafnþunnt efni og vatn? í ofanálímdum frá Ellingsen með ausu frá Biering. Og ekki er PC (þessu má ekki rugla saman við P2, sem var maf- íu-frímúrarafélag) fyrr farinn að sulla í Tiörninni, en þröngsýni al- múgans hefur upp raust sína: Heimtröðin of þröng, byijar nöldr- ið. Og hvað með það? Menn geta bara siglt upp að ráðhúsinu. Það má hefja gondólaútgerð á Tjörn- inni. Nýtt atvinnutækifæri og eflaust keypti Útvegsbankinn hlutabréf. „Feneyjar íslands" tæki sig ekki illa út í ferðabækhngum. Gondólakostinn mætti fullnýta með því að leigja feðram hann á sunnudögum til að róa bömum sín- um um það sem eftir verður af Tjörninni. Eflaust þyrfti að leggja tundurdufl í kringum Himin- sprænuna til aö verja hana reyk- vískum fjölskyldum, en það yrði nú svo örlítið brot af kostnaði. Svo hef ég eftir áreiðanlegum heimildum, Velvakanda sem barst í hafra- og rúgmélsböggli, að fugla- líf muni eyðast af Tiörninni. Veislugestir í ráðhúsinu munu fleygja vindlastubbum út um gluggana og endurnar gleypa stubbana. Þá deyja þær út tóbaks- eitrun. Ég trúi nú hvorugu, að endumar séu svona vitlausar eða að fjárveit- ing hafi ekki fengist fyrir ösku- bökkum. Þar fyrir útan er þetta h§lber skammsýni, því hverfi end- umar, eflast hornsíhn. Þá verður hægt að setja upp niðursuðuverk- smiðju í Iðnó og selja Rússum. Þetta hefur sem sé líka sína kosti, sé rétt á haldiö. Síðan frétti ég að Pater Courage væri kominn með mann í vinnu bara við að taka við mótmælum. Gjörði maðurinn það með háðs- brosi á vör, enda lítið að marka þótt 15% borgarbúa skrifuðu undir á fyrsta korterinu. í sama blaði var mynd af Tiörninni, hálffullri af möl. Flott Aldrei, aldrei er ráðist í fram- kvæmdir af viðlíka krafti hér á ítal- íu (svo nebbnum við ekkert aö sjaldan eru sjúkrahús eða bama- heimih reist með ööru eins trukki heima). Nei, hér er eintómt slen, doði og eymingjaskapur, hér drukknar aht í skriffmnsku og þvælu. En þó er eitt viö ítölsku'þjóðina sem vekur lotningu mína: Ef Davíð hefði farið að skurka í ástfólginni tjörn hér í Róm,- þá hefðu ítalir skotið Davíð. Þijár Breiðfjörðsvísur - tvær eftir aðra Um þína minning skartar skært Margur hagyrðingurinn hefur ort um það efni sem þessi vísa fjallar um. En það hef ég fyrir satt að hún sé eftir Sigurð Breiðfjörð: Að lifa kátur líst mér máti bestur, þó að bjáti eitthvað á, að því hlátur gera má. Og þessi mun líka vera eftir hann: Létt er elh að bera bleika bömum sínum kæmm hjá, þegar hrelhst hyggjan veika, huggim nærir beggja þá. Hér kemur svo-sú þriðja úr sömu smiðju: Viö dáhtið vinarhót, sem vesöld mína bæti, hvorki völd á hönd né fót hef ég þá fyrir kæti. Sú næsta er frá þeim tímum þegar enn vom nefnd hin fomu mánaöa- nöfn. En hver getur frætt mig um höfundinn sem fylgir þessari vísu? Þaut í byljum Þorri kah, þeytti kynstrum snjóa. Eftir skilur hulinn hjah. Hvað skal segja hún Góa? Helgi Alexandersson Marga Vídahnana hefur maöur heyrt nefnda. En hver skyldi sá vera sem þessa vísu orti og heitir eða hefur borið Guðmundamafn? Má ei nærast önd af önd, - ýmsu blærinn stynur - Ahtal' færist hönd frá hönd, hjartdkæri vinur. Ástir og bamayndi Þórunn Elfa Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík en dvaldist á upp- vaxtarárum sínum hjá móðursyst- ur sinni og bónda hennar í Þingeyj- arsýslu. Snemma kom hún þó aftur th Reykjavíkur til þess að leita sér menntunar og hefur verið hér bú- sett mestan hluta ævi sinnar sem húsfreyja, móðir og rithöfundur. Fyrsta bók hennar, Dætur Reykja- víkur, kom út 1933. Síðan hefur hún gefið út tugi bóka: smásögur, skáld- sögur, barnabækur, minningar og eitt ljóðakver. Hún hefur og samiö útvarpsleikrit og haldið fjölda er- inda í útvarp. Hér em nokkrar vís- ur eftir hana. 1. Flest þó gleymist, fátt sé kært, fækki í huga ljóði, um þína minning skartar skært og skín í hjartans sjóði. 2. Gleði mína gleymskan tók, græt ég hljótt í leynum, ljóð og draumur lokuð bók, ljúfust ást í meinum. 3. Lágur himinn, lítil jörð lífsvon mína byrgja. Sigldi ég yfir feigðarfjörö fáir mundu syrgja. 4. Löng mín eru hðin ár, lýjast fætur, þyngjast spor, syrtir yfir, sviöa tár, sakna ég þín, mitt æskuvor. 5. Hýr á brá er hrundin smá, heit um kinn og varaijóð, augun skína skær og blá, skemmtileg og morgungóð. 6. Dóttirin mín, mín, mér ætíð skín, skín, fögur og fin, fín funasál þín, þín. Rjóð er sem rós, rós rösk hlýtur hrós, hrós, hugar mild drós, drós, dafnar sem ljós, ljós. 7. Þar sumar er í sveit og sól um hémð skín og hjaröir hlaupa á beit um hugarlöndin þín. Áttu þér yndisrann í draumaparadís. Veit ég þér vorið ann, mín væna, litla dis. Hjónabandsvisa Fyrir mörgum ámm sat ég við dánarbeð góðs vinar. Báðir vissum viö mætavel að hverju stefndi og um það þurfti ekki að fjölyrða. En konan hans var nýlátin, fór fyrr en varði, og ég hlaut að minnast á hana. Hjónabandið var bamlaust, slétt og fellt á yfirborðinu, enda bæði ráðsett þegar til sambúðar var stofnað. Bæði vildu ráða að sín- um hluta og kannski rúmlega það. En allt haföi þetta gengið í fjömtiu ár, þrátt fyrir allt. Þau vom hin ljúfustu í öllum samskiptum við annaö fólk en samkomulag þeirra heföi mátt vera betra. Þessi vinur minn var þokkalega hagmæltur og fékk ég að heyra vís- ur hans þegar þær vom nýortar en síðan var ekki meira um þær talað. Þær voru ortar honum til hugarhægðar. Já, hún var svosem ágætiskona, hún Guðríður, sagði hann, og var að samsinna því sem ég haföi sagt um eiginkonuna. En bara ekki fyr- ir mig, bætti hann strax við. Þar passaði hún ekki. Ég var kannski stríðinn stundum. En vísumar mínar lét ég hana ekki heyra. Sú Síðasta var nú svona: Fjandalega fór um mig, frelsi mínu sviptur, lærði fyrst að þekkja þig þegar ég var giftur. Svo hló hann. Við kvöddumst eins og venjulega. En þetta varð síðasta heimsóknin mín. Stutt varð á milli þeirra hjónanna. Viö jarðar- förina hans hlaut ég að taka eftir því aö enn vom ekki öli kransa- blómin fölnuð á leiði eiginkonunn- ar. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. Kannski er rétt að láta þess getið að ég mun ekki láta til mín heyra næstu fjórar vikumar. _j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.