Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Blaðsíða 36
1 48 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Kasparov, Karpov og Salov í efstu sætum á skákþingi Sovétríkjanna - frá skákvidburðum í nágrenni Moskvu Margir fremstu stórmeistarar Sov- étrikjanna taka nú þátt i meistara- móti iandsins sem hófst í Moskvu í siöustu viku. Þeirra á meðal eru K-in tvö. heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov og fyrrverandi heimsmeistari Anatoly Karpov. Mótiö er mun betur skipað en hin siöari ár og telst til 14. styrkleikaflokks alþjóðaskáksam- bandsins. Teflt ér í nýtiskulegri viöskipta- miöstöð í Moskvu sem gefur ..World Trade Center" i New York lítiö eftir. Keppendur eru átján og tefla allir viö alla. sautján umferöir alls. Nokkurn skugga setti á ntótiö aö heimsmeist- arinn fyrrverandi. Mikhail Tal. varö aö hætta keppni eftir aö hafa teflt eina skák. Tal mun ekki hafa gengiö heill til skógar, ætlaði aö reyna aö harka af sér og vera meö. en allt kom fyrir ekki. Brugðið var skjótt viö og stórmeistarinn Eingorn kom í hans staö. Samkvæmt töfluröðinni eru keppendur þessir: 1. Eingorn 2. Jusupov 3. Ivantsjúk 4. Gurevic 5. Sokolov 6. Gavrikov 7. Smyslov 8. Karpov 9. Malanjúk 10. Ehlvest 11. Kharitonov 12. Beljavsky 13. Smirin 14. Judasin 15. Salov 16. Khalifman 17. Kasparov 18. Vaganjan Síöast er við höfðum spurnir af mótinu höföu veriö tefldar 5 um- feröir og heimsmeistarinn Garrí Kasparov var búinn að ná foryst- unni. Kasparov haföi hlotið 3,5 vinn- inga. í fyrstu umferðinni geröi hann jafntefli viö Jusupov, lék síöan Ivant- sjúk grátt í einu aíbrigði enska leiks- ins sem kom upp á skákborðinu í Sevilla og í þriöju umferö lagöi hann Skák Jón L. Árnason Garrí Kasparov er efstur en Vassily Smyslov neðstur eftir fimm umferðir á sovéska meistaramótinu sem nú stend- ur yfir i Moskvu. góðkunningja okkar, Mikhail Gurevic, aö velli með svörtu. Anatoly Karpov og Valery Salov komu næstir og stóðu í raun ekki lakar aö vígi en Kasparov. Þeir höföu hlotiö 3 v. og áttu biðskák að auki. Alexander Beljavsky og Leonid Jud- asin höföu hlotiö 3 v. og í 6.-7. sæti voru Vassily Ivantsjúk og Rafael Vaganjan með 2,5 v. og biöskák. Hinn ungi og efnilegi Smirin haföi 2,5 v. og Viktor Gavrikov og Jaan Ehlvest einnig. Vjatsjeslav Eingorn hafði 2 v. og tvær biðskákir; Andrei Sokolov 2 v. og eina biöskák og Vladimir Malanjúk haföi 2 v. Artur Jusupov kom í 14. sæti með 1,5 v. og betri bið- skák gegn Gurevic; siðan Alexander Khalifman og Andrei Kharitonov meö 1,5 v., Gurevic hafði 1 v. og tvær biðskákir og heimsmeistarinn fyrr- verandi, Vassily Smyslov, rak lestina meö 1 v. Frumraun Karls í Sovét Rétt í þann mund er sovéska meist- aramótið var nýhafiö þurfti alþjóða- meistarinn Karl Þorsteins aö yflrgefa Moskvuborg. Hann var á heimleið frá þátttöku sinni í alþjóðlegu skák- móti sem fram fór í smábænum Prot- inov sem er um 100 km sunnan viö höfuðborgina. Þessi bær hefur þaö helst sér til frægöar unnið aö þar strönduöu hersveitir Hitlers í síöari heimsstyrjöldinni á leið til Moskvu. Mótiö átti upphaflega aö fara fram í höfuöborginni sjálfri en á síðustu stundu var þaö fært úr stað. Teflt var í tveimur flokkum sem báðir gáfu möguleika á stórmeist- araáfanga. Er skemmst frá því -aö segja að Sovétmenn rööuöu sér í efstu sætin en útlendingarnir áttu afar erfltt uppdráttar. Karl var þar engin undantekning. Hann mátti aö lokum gera sér aö góðu neösta sætiö í sínum flokki en nokkuð óvænt þó. í samtali viö skákþáttinn sagöist Karl hafa verið jafn tveimur öörum skákmeisturum fyrir lokaumferöina og til að tryggja sig frá því að veröa neðstur geröi hann stutt jafntefli. Hins vegar vildi svo óheppilega til aö félagar hans tveir unnu báöir sína fyrstu skák í mótinu og skutust 'upp fyrir hann! Karl hlaut 3 v. af 11 mögulegum en í ílokki hans uröu efstir og jafnir meö 8 vinninga stórmeistarinn Tsjekhov og hinn ungi og efnilegi Dreev sem náöi jafnframt stórmeist-' araáfanga. 'Stórmeistarinn Zaitsjik varö þriöji meö 7 v., síðan kollegi hans Kotsjev og Arkhipov meö 6,5 v. Karl kvaðst ekki hafa átt láni að fagna á mótinu en engu aö síður hef- ur þaö áreiöanlega verið honum dýr- mæt reynsla. Sovésk skákmót eru þung og erfið og oftast eru andstæð- ingarnir talsvert sterkari en stig þeirra segja til um. Lítum á eina skáka Karls. Hér á hann í höggi við stórmeistara sem er ekki sérlega hátt skrifaður en eng- um dylst þó að hann kann sitt af hverju. Þetta er sjálfur Igor Zaitsjév, einn helsti aöstoöarmaöur Karpovs í fjöldamörg ár. Karl gerist svo djarf- ur að tefla gegn honum afbrigði af drottningarbragöi sem oftar en einu sinni hefur sést í tafli Karpovs og Kasparovs. Zaitsjév hugsaði sig lengi um áöur en hann lét nýjan leik flakka, svona eins og hann væri að velta því fyrir Sér hvort hann ætti að vera að eyöa púörinu á þennan óreynda íslending. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Igor Zaitsjév Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. cxd5 Bridgeheilræði BOLS: íhugaðu valkostina Þriöji keppandinn í keppni hollenska stórfyrirtækisins BOLS um besta bridge- heilræðið er enski bridgemeistarinn og bridgedálkahöfundurinn Philip Alder. Alder kallar grein sína: „Vertu ekki fljótfær - íhugaöu valkost- ina." Oft er skrifað og sagt að náið sam- band sé á milli bridge og skákar. Það er líka staðreynd að margir okkar iærðu fyrst að tefla en sneru sér síðan að bridge. En það er augljós mismunur á þessum tveimur spilum. í skák er staða allra mannanna ávaílt þekkt. í bridge sjá spil- ararnir aðeins sín eigin spil og blindan. í skák margfaldast leikmöguleikarnir mikið þegar líður á skákina og það er meira en nóg viðfangsefni að fást við skynsamlegustu leikina. í bridge er fjöldi mögulegra sagna meira takmarkaður. Bridge Stefán Guðjohnsen Það er samt sem áður líkt meö báðum spilum aö ef þú ekki finnur besta leikinn, sögnina eða spilamennskuna þá vinn- urðu ekki. Gerum ráð fyrir því að þetta sé fyrsta spaðaútspil. Hve marga möguleika hefur þú? S: Á 2 S: D S: K 3 Fyrstu tveir möguleikarnir eru auð- veldir. Þú getur drepið í blindum á ásinn eða heima á kónginn. En þetta er aðeins helmingur svarsins. Þú getur einnig drepið í blindum á ásinn og gefið kónginn í að heiman eða gefið drottningunjii slag- inn. Það er satt að tveir seinni möguleik- arnir eru algengari í bridgeþrautum en við spilaborðið en væri annar möguleik- inn eini vinningsmöguleikinn væri afleitt að skoða hann ekki. Ég kenni í bridgeskóla og hef rekið mig á þaö að hinn almenni spilari á erfiöast með að framkvæma augljósu hlutina, þ.e. það sem honum dettur fyrst í hug. Ég eyði því miklum tíma í það að fá þá til þess að íhuga valkostina. Hér er spil fyrir lengra komna sem sýnir hvernig pössuð hönd kemur til skila góðum trompstuðningi með stökk- sögn. N/Allir 32 ÁG654 D1098 Á2 Útspil S: K. Á4 K32 ÁKG76543 Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1T pass 2H pass 4G pass 5H pass '7T pass pass pass - Sagnirnar eru frekar gamaldags en alls ekki út í bláinn. Stökk norðurs í tvö hjörtu sýnir góðan trompstuðning, hjartalit og hámark eftir passið. Loka- sögn suöurs byggir á því aö norður eigi mest af sínum háspilum í rauðu litunum. Allir sagnhafar á skólabekknum drápu SKOLASTJÓRA vantar að grunnskólanum Djúpavogi. Upplýsingar gefur Ólafur í síma 97-88834 eða Sigurður í síma 97-88814. GOLF Opið mót Búfisks Strandarvelli 7. ágúst. 18 holur með og án forgjafar. 13 verðlaun Veiðileyfi í Rangá og veiðihús 1989. Samtals 24 stangardagar og 6 sólarhringar í veiðihúsum. Mótið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Skráning 6. ágúst kl. 13-19, sími 98-78208. slaginn heima, fóru inn á tromp í blind- um og köstuðu spaða í laufásinn. Þá fyrst beindu þeir athyglinni aö hjartalitnum og komust aö raun um að þar var óum- flýjanlegur tapslagur. Einn niður. Allt spilið var þannig: ♦ 32 V ÁG654 ♦ D1098 + Á2 ♦ KDGIO V 7 ♦ 2 + 9876543 ♦ Á4 V K32 ♦ ÁKG76543 „Var hægt að forðast að gefa slag á hjarta, Phillip?" „Já.“ „Hvernig?" „Meö því að spila litnum öðruvísi." „En austur átti D-10 fjórðu." „Rétt er það en ég tók hjartakóng, spilaöi hjarta á ásinn og trompaði síðan hjarta." „Þú myndir svíkja lit?" „Ha, ha, það myndi ég ekki gera." Það fer kliöur um salinn. Ég útskýri að ég kasti hjarta í laufásinn og fríi síöan hjartalitinn með því að nota trompiö sem innkomur. Síðan hverfur spaðatapslag- urinn í fimmta hjartað. BOLS-heilræði mitt er því: íhugaðu valkostina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.