Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 39
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 5 Kvikrnyndú Eru stórstjömur pinganna virði? Ætli flestir ímyndi sér ekki aö draumur kvikmyndaframleið- enda sé að Robert Redford, Dust- in Hoffman eða aðrar ámóta stjörnur séu tilbúnar að leika í kvikmyndum þeirra. Staðreyndin er nú samt önnur. Oftast er það martröð framleið- andans aö hafa þessar stjömur innanborðs og þær eru ekki svo fáar hugmyndimar að kvik- ipyndum sem hafa verið kæfðar í fæðingu vegna þess að stór- stjarna lýsti áhuga sínum á að leika aðalhlutverkið. Það er margt sem veldur því að stórstjömur em óæskilegar; geysihá laun, miklar kröfur og það sem verst er, yfirleitt kostar það frestun á áætluðum tökutíma þegar stórstjama á í hlut. „Þetta er flárhættuspil,“ segir hinn þekkti framleiðandi Richard Zannuck. „Stórstjörnur geta ann- aðhvort verið mikil byrði eða hjálpað myndinni á markaðin- um.“ Annar framleiðandi segir að oft virðist allt vera í himnalagi meðan á gerð kvikmyndar stend- ur en þegar upp sé staðið hafi stórstjaman eyðilagt meira en gertgagn. Það eru að sjálfsögðu ástæður fyrir öllum þessum vandræðum sem stórstjörnur geta skapað. Eftir því sem þær em lengur á toppnum verður erfiðara fyrir þær aö velja eitthvert eitt handrit sem passar fyrir þær úr þeim bunka af handritum sem send eru tilþeirra. „Stjömur nútímans eru eins og asnar sem látnir eru inn á milli átta heystakka," segir handrits- höfundurinn Frank Pierson. „ Asnamir vita ekki á hvaða hey- stakki þeir eiga að byrja, vilja helst allt saman.“ Hinn hikandi RobertRedford Þegar tökur voru að hefjast á Under Fire, hinni ágætu kvik- mynd um ljósmyndara á stríðs- tímum, fengu aðstandendur myndarinnar þau skilaboð að Robert Redford hefði áhuga á að leika aöalhlutverkið. Þeir ákváðu að leyna bakhjarhnn, Orion Pic- tures, þessmn upplýsingum svo þeir gætu byijað á myndinni með Nick Nolte í aðalhlutverki. „Viö fengum næstum tauga- áfaU,“ segir einn handritshöfund- urinn, Ron Shelton. „Við urðum hreinlega hræddir um að kvik- myndin yrði aldrei gerð.“ Robert Redford er alls ekki vel við það orð sem fer af honum - að vera hikandi við val hlutverka - og hann viil ekki vera sakaður um að kostnaðurinn aukist hans vegna. Samt er til langur listi yfir myndir sem honum vom ætlaðar en vom aldrei gerðar eða aðrir leikarar fengnir. Nýjustu dæmin eru sjónvarps- myndin Sweetsir sem ekki hefur enn verið byrjað áogA Place to Come to sem löngu átti að vera fullgerð. Nú er beðið eftir að leik- sljórinn, Sidney Lumet, sé á lausu, en hann hafði gefist upp á að bíöa eftir Redford. Þá má ekki gleyma framhaldinu af The Way We Were. Meira að segja hin skapmikla Barbra Streisand bíð- ur eftir að Robert Redford sé til- búinn. Þá má geta þess að Red- ford lýsti áhuga á að leika í The Springs sem gerð er eftir óklár- aðri skáldsögu Raymonds Chandler. Handritshöfundurinn og framleiðandinn Roger Towne fékk handritið í hausinn aftur þar sem óskað var eftir breytingum og með þeim skilaboðum að Red- ford gæti svo sem leikið hlutverk- ið eins og það væri skrifað en það vantaði í karakterinn eitthvað sem höfðaði til hans. Þetta sætti Towne sig ekki við og er búinn að yfirgefa United Artists sem vill endilega gera myndina með Redford í aðalhlutverki. Ekki er nóg með að United Art- ists sé með þetta vandmál á hönd- um sér heldur eru menn þar með annað verkefni, The Prince of Tides, sem Redford hefur lýst áhugaáaðleikaí. Hér hefur verið rakin rauna- saga framleiðenda sem hafa átt viðskipti viö Robert Redford. Að sjálfsögðu eru til sams konar sög- ur um fleiri álíka stórstjörnur. Þetta er það nýjasta af Redford. Nefna má eitt gamalt dæmi um hversu hikandi hann getur verið. Hann hafði undir höndum hand- ritið að The Verdict í íjóra mán- uði áður en hann neitaði því. Leikstjóri átti að vera James Bridges en hann fékk reisupas- sann þegar Redford vildi ekki leika í myndinni og The Verdict var gerð með Paul Newman í aðalhlutverki undir stjórn Sidney Lumet. Robert Redford hefur svarað fyrir sig á þann hátt að það sé djúp gjá á milli þeirra sem ákveða framleiðsluna og þeirra sem standa að hstrænni sköpun. Mik- il óþolinmæði er ríkjandi innan kvikmyndaiðnaðarins. Þeim sem hefur einhvern metnað í starfi sínu er ekki sama hvemig út- koman er. Framleiðendum er sama, aðeins ef peningamir skila sér til baka. Sannarlega skoðun sem á rétt á sér og er í mótsögn við sumt hér að framan. Nýifélaginn Mörg skemmtileg dæmi em til um hvemig kvikmynd verður til. Verður hér rakin ein sorgar- sagan. Vorið 1986 hafði Twentieth Century Fox undir höndum Kvikmyndir Hilmar Karlsson handrit My New Partner sem var endurgerteftirfranskrikvik- . mynd. Scott Rubin, þáverandi framleiðslustjóri Fox, sendi stóru umböösfyrirtæki handritið með þeim skilaboðum að þeir hjá Fox gætu vel hugsað sér Danny De- Vito í eitt aðalhlutverkið. Rubin varð aldeihs undrandi þegar hann fékk handritið endursent með þeirri spumingu hvemig honum htist á að Dustin Hoffman og Sean Penn léku aðalhlutverk- in. Hvemig var hægt að segja nei? Áður en langt var um hðið var búið að endurskrifa handritið, ekki einu sinni heldur þrisvar. Vitaö var að Hoffman er ná- kvæmnismaður svo ekki þýddi að senda honum handrit nema skothelt væri. Ekki var Hoffman samt ánægður og stakk sjálfur upp á Murray Schisgal til að að- stoöa við handritsgerðina, en hann hafði ásamt öðrum skrifaö handritið að Tootsie. Á þessu gekk í marga mánuði. Handrit htu dagsins ljós og vom jafn- harðan sett í ruslakörfuna. Eins og oft gerist hjá stóm kvik- myndarisunum var í milhtíðinni skipt um stjórnanda sem byrjaði á að reka leikstjórann Martin Brest sem ráðinn hafði verið. Við þaö móðgaðist Hoffman og yfirgaf allt saman. The New Partner komst því aldrei lengra en á skrif- borð fjölmargra handritshöf- unda. Hoffman og Brest vildu halda samstarfmu áfram og Rainman varð fyrir valinu. Eftir árs sam- starf við undirbúning gafst Brest upp og sagði að það væri ekki hægt að vinna með Dustin Hoff- man, nákvæmnin væri svo mikil að það minnti helst á smásjár- skurðlækningar. Það urðu örlög Rainman að sex leikstjórar voru ráðnir hver á fætur áður en Barry Levenson tók loks að sér verkefnið. Kvikmyndun hófst svo í maí og er mótleikari Hoffmanns enginn annar en Tom Cruise. WarrenBeátty ogDickTracy Þá er þáttur Warren Beatty stór í að drepa hugmyndir að kvikmyndum. Má þar nefna mynd um ævi Howards Hughes, Mermaid, sem var langt komin í undirbúningi þegar Splash kom á markaðinn. Var sú mynd aldrei gerð og nýjasta dæmið af Beatty er kvikmynd um teiknimyndafíg- úruna Dick Tracy. Handritshöf- undamir höfðu lengi verið með handritið í vinnslu og voru til- búnir aö byrja þegar Beatty lýsti áhuga sínu á að leika hetjuna. Urðu það endalok myndarinnar. „Þegar hann birtist var aht ómögulegt,“ segir handritshöf- undurinn Arty Linson. Hann gat ekki fellt sig við leikstjórann, fannst handritið ekki nógu gott, fékk Elaine May, Herb Gardner og Martin Scorsese til að koma með hugmyndir. Þetta ævintýri endaði á þann veg að Paramount hætti við aht saman þegar áætl- aður kostnaður var kominn í tuttugu og fimm milijónir dohar- ar. Warren Beatty hefur samt ekki gefið Dick Tracy upp á bátinn. Nú er hann kominn með hug- myndina th Disney-fyrirtækisins og vhl leikstýra sjálfur. Sagt er að hann fái ehefu mihjónir doh- ara fyrir að leika og leikstýra. Á þessu sést að þrátt fyrir aht kom- ast stórstjórnurnar upp með nán- ast allt sem þær ætla sér. HK. Byggt á grein í Premiere.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.