Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 42
54 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Lífestm Tímarit fyrlr aUa AGOST 1988 ffl Heluröuhe J Sexsemhsl ' Frumheriarm Hverþartsæfel Hvaöhalaheimsl Hugsun i ot6um.. Hvernigná ágóðums í Kroliðkemuruppumþinnir J HiósnarinnsemviWiverðalri „Gerðu sem ég se9> Þ®r“.... Furðutíslands:.............. 'feltshðmrar % V w y\, liefÁ&m llufrucatn 76 rJfXíéf^ifíuhöli. h ' Yt}'..; OÁ A- c 7. Royniíyathsáí \ / 'VifíuÚti Leitið ekki langt yflr skammt: m i m f Nýlega var gefin út athyglisverð smábók sem ber nafnið Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. í henni er getið skemmtilegra gönguleiða á þessu svæði og lýst því sem fyrir augu ber. Bókinni fylgir kort þar sem leiðirnar eru merktar. Að útgáfu þessari standa samtök sem heita Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Með leyfi útgefenda birtum við hér hluta af kortinu og leiðarlýs- ingar sem við eiga. Geldinganesið Kortið sýnir nokkra af þeim möguleikum sem íbúar og gestir á höfuðborgarsvæðinu hafa á gönguferðum. Gönguleiðin, sem merkt er 5.01, er um Geldinganesiö. Það er í raun eyja sem tengist landinu með örmjóu Kjörinn félagi NYTT HEFTI * A BLAÐ- SÖLU- STÖÐUM UM LAND ALLT ÁSKRIFT: 27022 eiði. Eiði þetta hefur hafið byggt upp með framburði sjávarstrauma. Gangan hefst skammt fyrir ofan Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Stuttur vegarslóði liggur niður í átt- ina að eiðinu. Þar er tilvalið að leggja bílum. Margir furða sig ef til vill á því hversu stórt eiðið er í raun. Gönguleiðir eru margar á Geld- inganesi. Ýmist má ganga með ströndinni hringinn í kringum nesið eða halda yfir það endilangt. Nokkuð bratt er víðast niður í fjöru en þver- hnípið lækkar eftir því sem austar dregur. Hæst er það vestast. Nesiö er úr grágrýti en norðvestan í því er höfði úr eldra bergi. Frá Geldinganesi er sérkennilegt að virða fyrir sér „bakhliö“ Viðeyjar, þá hlið sem fæstir þekkja. Gönguferð um Geldinganes tekur um það bil tvo tíma. Úlfarsfell Leiðin 4.13 til 4.15 er um Úlfars- fell. Á fjallið eru nokkrar uppgöngu- leiðir. Vinsælast er aö fara upp á hamra-beltið norðvestan í fjallinu, leið 4.13. Þaðan er mjög gott útsýni yfir byggðina við Faxaflóa. Hægt er að fara upp skarðið austan við Lága- fellshamra. Frá þeim er hálftíma- gangur, leið 4.14. Það tekur um hálf- tíma að ganga upp á Lágafellshamra. Ferðir Einnig má ganga á fjallið að aust- anverðu. Þá er lagt upp frá þeim slóð- um þar sem jarðstöðin Skyggnir er, leið 4.15. Af hæsta tindinum er gott útsýni, ekki síst yfir Mosfellsheiði og í átt til Bláfjalla. Það einkennir Úlf- arsfell að það er brotið um þvert af misgengissprungum. Sigiö er að vestanverðu viö sprungurnar. Úlfarsá og Blikastaðakró Ströndin frá eiöinu út í Geldinga- nes og að ósum Úlfarsár, þar sem heitir Blikastaðakró, og áfram inn Leiruvog, er tilvalin til útivistar fyrir alla aldurshópa. Þessi leið er merkt 4.16 til 4.17 á kortinu. Á leiðinni skipt- ast á litlir höfðar, holt, sandstrendur og grýtt flara. Gróður er talsverður þar fyrir. ofan og útsýni út á Kolla- fjörð ög.á Esju er sérstakt. Frá eiðinu að Blikastaðakró eru um tveir kílómetar, leið 4.16, og þrír kílómetrar inn í Leirvogsbotn, leið 4.17. Fjaran á leiðinni er víða for- vitnileg og er hún á náttúruminja- skrá Náttúruverndarráðs. Leiö 5.03, Úlfarsá og Blikastaðakró er einnig skemmtileg. Átt er við Úlf- arsá frá upptökum í Hafravatni til ósa og Blikastaðakró og fjöruna sunnan hennar að Geldinganesi. Hitaveitustokkamir Á kortinu er númeriö 5.04 en það er leiðin með heitavatnsstokkunum frá borholunum í Mosfellsbæ og til Reykjavíkur. Stokkurinn er stein- steyptur og hentar vel sem göngu- leið. Hann er um 25 km að lengd frá Reykjum í Mosfellsbæ vestur á Öskjuhlíð. Á góðum degi er ekki úr vegi að fá sér gönguferð eftir stokkn- um. Hægt er að taka strætisvagn frá þeim stað þar sem göngu lýkur. Úr Mosfellsbæ eru reglulegar áætlunar- ferðir oft á dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.