Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Page 43
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. 55 LífsstOI Scala er trúlega þekktasta óperuhús veraldar. Þar hafa mörg stórvirki verið unnin og svo er enn. MOanó hefur ýmislegt aö bjóða listunnend- um, ekki síður en aðrar ítalskar stórborgir. Óperuunnendur skunda að sjálfsögðu rakleiöis í Scala óperuhúsið, en best er að hafa vaðið fyrir neðan sig og panta miða með góðum fyrir- vara. Getur þá verð á bestu sætum hlaupið á mörgum þúsundum króna. En þeir sem ekki setja fyrir sig að horfa á óperu uppréttir í nokkrar klukkustundir geta fengið ódýra miða í stæði með stuttum fyrirvara. Hið fræga Scala er ekki mikilfenglegt að sjá utan frá, en hins vegar er óperuhúsið mjög virðulegj þegar inn í aðalsalinn er komið. Eng- inn tónlistarunnandi verður svikinn af að heimsækja þetta sögufræga musteri óperutón- hstar, jafnvel þótt hann lendi á minni háttar óperuuppfærslu. En Mílanó er einnig fræg fyrir gagnvandaðar og frumlegar leiksýningar og ber þar einna hæst Teatro Milano, sem stjórnað er af einum færasta leikstjóra og dramadurg ítala, Giorgio Strehler. Þótt menn séu ekki talandi á ítölsku, ættu þeir engu að síður að reyna að berja aug- um þessar leikhúsuppfærslur Strehlers, sem ekki eru síður fyrir augað en eyrað. En fyrst við erum að tala um augað, þá skal það fúslega viðurkennt að Mílanó getur ekki státað sig af eins mörgum gömlum glæsihöllum og margar aðrar ítalskar borgir, til dæmis Flór- ens, Feneyjar og Róm. Eitt hefur MOanó fram yfir flestar aðrar ít- alskar stórborgir, nefnOega gott úrval bygg- inga í art nouveau (sem þar kallast „liberty”) stO sem var í tísku um síðustu aldamót og er hægt að kaupa leiðarvísi um þær á staðnum. Síðasta kvöldmáltíðin, hryggðarmynd Hertoginn af Sforza var á sínum tíma hús- bóndi Leonardos da Vinci, sem hannaði fyrir hann vígvélar, og hefur nafn Leonardos æ síð- an verið tengt Mílanó. Ekki er það síst vegna Síðustu kvöldmáltíðar- innar, sem hann málaði á vegg í matsal munk- anna í Santa Maria dehe Grazie, spottakorn frá kastalanum. En því miður þurfti Leonardo aö nota tæki- færið og gera tilraunir með ohuht, sem ekki tolUr á kalkveggjum, með þeim afleiðingum að myndin hefur verið að skemmast allar götur síðan. í dag er Síðasta kvöldmáltíðin hálfgerð hryggðarmynd að sjá, en þó ætti fólk að gera sér ferð tU að skoða hana, ekki síst fýrir það að sjálf kirkjan er að hluta til verk brautryðj- andi arkitekts á endurreisnartímanum, Bra- mante að nafni. Ég hef orð íslensks myndUstarmanns sem nú býr í MUanó, Einars Garibaldi, fyrir því að hinn eini rétti sjónpunktur á kirkju Bramantes Hin mikillenglega dómkirkja Mílanóbúa, Duomo. ’ .Trrrtl t * *4 jí 1 * 1 WS» • ( 1 JBK "S*fl MMfengleg smíö Iðnbyltingin sá fyrir mestum hluta þeirra. Þó eru í MUanó að minnsta kosti tvær heims- frægar byggingar frá því fyrir endurreisn, það er hin fræga dómkirkja Duomo og Castello Sforzesco, höfuðvígi Sforza-ættarinnar, sem lengi réð lögum og lofum í borginni. Dómkirkjan nýþvegin er mikilfengleg gotn- esk smíð sem upplagt er að skjótast inn í og skoða þegar heitast er í veðri. En rétt er aö brýna fyrir ferðamönnum, að kirkjan er í stöð- ugri notkun, þangaö kemur fólk til að biðja og vera eitt með sjálfu sér og því er óviðurkvæmi- legt að trufla það með flassmyndatökum. Á þetta raunar viö um öll guðshús á Ítalíu. Menn þurfa hins vegar ekki að vera eins andaktugir í kastalanum sem inniheldur ýmsa dýrgripi, meðal annars eina af síðustu högg- myndúm Michelangelós, Rondandini Píetuna svoköUuðu. sé „á milli rauða Fíatsins og gula fólksvagnsins við Via Caradosso”. Hann mæhr einnig með því að fólk skoði undurfagran garðinn við kirkjuna, áður en þeir stíga inn fyrir dyr hennar og get ég alveg tekið undir það. Á þessu stigi ferðarinnar verða flestir senni- lega að gera upp við sig hvort þeir ætla að skoða nútímamyndlist eða eldri Ust, en af hvoru tveggja er gnótt í MUanó. Listskoðun með höppum og glöppum Þeir sem ætla að halda sig við eldri list ættu endUega að byrja á Brera safninu (opið þriðjud.-fimmtud. kl. 9-19, fóstud. & laugard. 9-13, lokað mánudaga) sem er stutt frá Scala óperunni. Því miður er þetta sögufræga safn í talsverðri niðurníðslu, skyndilokun er þar oft framkvæmd á ákveðnum sölum, en ef heppnin er með í spUinu, fær gesturinn að hta lykUverk eftir marga helstu meistara endurreisnar og barokks, th dæmis Mantegnas og Rafaels. Ekki ætti hann heldur að láta hjá líða aö gjóa augum á nokkur ágæt verk eftir helstu frum- kvöðla í ítalskri nútímamyndhst sem hanga í fordyri safnsins, menn eins og de Chirico, Morandi, Carrá, de Pisis o.fl. Palazzo Poldi Pezzoh viö Via Manzoni (opið 9.30-12.30 & 14.30-17.30 alla daga nema mánu- daga) er mun betur rekið en Brera, af ástæðum sem ég ekki þekki. Þar er abragðsgott mál- verkasafn, gott safn listmuna, auk vandaðs safns vopna og herklæða frá fyrri tímum. Til að sjá það allra nýjasta í myndhstinni verða menn að þræöa gallerun, því ekkert safn í Mílanó sinnir nýgræðingnum reglulega vel. Þó eru stundum settar upp sýningar á sam- tímalist í GaUeria di Arte Moderna við Via Palestro, Palazzo deha Permanente við Via Turati og Rotonda deha Besana við Via Besana. Vítt og breitt Sammerkt með þessum nútímasöfnum er að þau eru dreifð vítt og breitt um miðborgina. Heimildamaður minn, Einar Garibaldi, mælir sérstaklega með fimm gaheríum, Marconi og Marconi 17 við Via Tadino, Christian Stein við Via Lazzaretto, Galleria Toselli við Via del Carmine og Studio Cannaviello við Via Cusani. Þeir sem hafa svo sérstakan áhuga á framúr- stefnulegri hönnun þeirra Mílanóbúa, þ.á.m. hinum heimsfræga Memphis-hópi (sem nú er hættur samstarfi) fá síðan eitthvað viö sitt hæfi í Dilmos Milano, Piazza San Marco. Flest eru þessi gaherí opin mihi 10 og 12 á morgnana og 15 til 18 um eftirmiödaginn. Eftir þessa töm í Mílanó er svo upplagt aö bregða sér til Feneyja, þar sem Bíennalinn stendur nú sem hæst. -ai Viltu eina samioku? - Nei, ég vil ekki skemma mafarlystina. Ég er að fara með Arnarflugi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.