Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1988, Side 60
p ""f" T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988. Gönguga^urmn: Bæði gott og slæmt að göngunni lýkur - gangan 623 kílómetra löng „Ég hírðist í hripleku kofaræksni undir jökulröndinni í nótt. Það hefur blásiö hressilega hér og rignt en þó fer ekki hjá því að ég hafi fundið kraftinn frá Jökli/‘ sagöi Leifur Le- opoldsson göngugarpur við DV í gærdag. Leifur hafði þá dvahð við jökul- röndina síðan í fyrradag. Ætlaði hann að ganga niður aö Sandhelli í gærkvöldi en hann hggur miðja vegu milli Jökuls og Arnarstapa. Á Leifur að vera við Arnarstapa um hádegis- bil í dag þar sem hann kemur beint á Snæfellsásshátíð Þrídrangs. - Hvernig er að vera kominn á leið- arenda? „Þaö er bæði gott og slæmt. Það er ágætt aö þessu er lokið en mér þykir verra að þuirfa að fara að takast á við streitu borgarinnar á ný. Annars er ég hinn hressasti og hef gengið nákvæmlega 613 kílómetra. Gangan er því í allt 623 kílómetrar miöað við þá 560 sem áætlaðir voru í upphafí." Leifur sagði að þó göngunni lyki héldi söfnunin fyrir Krýsuvíkurskól- ann áfram. Hann yrði ekki opnaður • fyrr en allt væri tilbúið. -hlh íslendingar stein- lágu fyrir Rússum Sovétmenn sigruðu íslendinga í gær í handknattleik með 32 mörkum gegn 24. Staðan í hálfleik var 16 mörk gegn 12, Sovétmönnum í vil. Jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálf- leik. Sovétmenn náðu góðum kafla í lok fyrri hálfleiks og höfðu fjögur mörk yfir. íslendingar tóku góðan kipp í upp- hafi síðari hálfleiks og jöfnuöu, 16-16. ‘Jafnt var síðan, 18-18, en eftir það var um algera einstefnu af hálfu Rússa að ræða. Alfreð Gíslason var markahæstur íslensku leikmann- anna. RR SÍMAPJÓNUSTA 62 42 42 Sjúkrabíli 11100 Lögreglan 11166 Slökkviliðið 11100 Læknavakt 21230 LOKI Töpuðu okkar menn ekki viljandi? Kom skaðbrenndur á höndum og andliti á slysadeild Borgarspítalans: Bundið um hendur, sagt að koma aftur eftir 10 daga - lagði sig sjálfur inn á lýtalækningadeild Landspítalans „Ég kom á slysadeild Borgarspít- alans á laugardagskvöld með djúp- an annars stigs bruna á höndum og fyrsta stigs bruna í andhti. Leit ég vægast sagt iha út. Á slysadeild var bundið um hendurnar á mér, Sveinn Lárus Gunnarsson. Hann brann illa á handleggjum og i andliti en var sendur heim með annars stigs bruna og óhreinsað andlit. DV-mynd KAE andlitinu í engu sinnt og mér sagt að koma aftur eftir 10 daga,“ sagði Sveinn Lárus Gunnarsson, rúm- lega þrítugur Reykvíkingur sem brann iUa í tjaldi um verslunar- mannahelgina, í samtali við DV. Var hann þá staddur á lýtalækn- ingadeUd Landspítalans þar sem hann lagði sig sjálfur inn á mið- vikudag. „Ég var að skipta um gaskút á primus inni í tjaldi þegar kviknaði í gaskútnum. Það vhl leka eihtið gas þegar maður skiptir um kút og þar sem kveikt var á öðrum prímus í tjaldinu varð aUt í einu mikil eld- sprenging. Náðist að sparka hinum brennandi gaskút út úr tjaldinu og sprakk hann rétt á eftir.“ „Ég kom á slysavarðstofuna um miðnætti á laugardag. Þar var bundið um sárin á höndunum á mér en ekki gert neitt að andlitinu sem leit iUa út. Að því loknu var mér sagt að ég gæti farið og komið í skoðun 10 dögum seinna. Átti þá að skipta á umbúðunum á höndun- um en ekki sinna andlitinu á nokk- urn hátt. Á mánudaginn var ég orðinn ansi slæmur í höndunum og andlitinu. Sárin héldu áfram að bólgna og andlitið að flagna.“ Á mánudag segist Sveinn hafa farið aftur á slysadeild Borgarspít- alans og viljað tala við lækni. Þar voru engir læknar sem vildu tala við hann. Var honum bent á kandí- dat sem skrifaði upp á eitthvert smyrsl. „Ég vUdi ná í einhvern lækni sem gæti lagt mig inn. Daginn eftir reyndi ég árangurslaust aö ná í heimilislækninn minn. Fór ég loks niður á Landspítala með bróður mínum. Þegar þangað kom fór ég upp á lýtalækningadeildina sem ég er á núna. Hér var ég tekinn og lagður inn eins og skot. Fólkiö hérna sá strax að ekki var aUt með feUdu. Það virtist hafa beðið eftir mér á laugardagskvöldið en slysa- deild sendi mig einfaldlega heim. Þetta voru furðuleg mistök sem skrifast verða á slysadeildina." Segir Sveinn að starfsfólk á lýta- lækningadeild Landspítalans hafi gert allt til að græöa sár hans. Fór hann í aðgerð á fimmtudag þar sem andlit og hendur voru hreinsuö. „Andhtið virðist ætla að sleppa sæmilega en það þarf að græða skinn á hendurnar. Verð ég þá lík- lega settur í einangrun í dag. Ætli ég verði ekki hérna í 10 daga í við- bót.“ -hlh Læknir á slysadeild: Vanir að leggja fólk inn með mikil brunasár „Yfirleitt verða sár eftir fyrsta stigs bruna ljót að sjá en það grær vel undir þessu. Það er yfirleitt ekki búið um bruna í andliti. Ef þetta er einhver meiriháttar bruni erum við vanir að leggja fólk inn. En þó þetta séu djúpir, annars stigs brun- ar eru skiptar skoðanir um með- ferð þeirra. Víða erlendis er farið að meðhöndla slík brunasár hálfopin. Ef bruni hefur orðið á höndum er fólk sett í sérstaka hanska sem það skiptir um sjálft. Þetta er lenska í Danmörku þar sem brunameðferð hefur náð einna lengst á Norðurlöndum," sagði Stefán Carlsson, læknir á slysa- deild Borgarspítalans, við DV. Hann gat ekki tjáð sig um tilfelli Sveins Lárusar þar sem hann hafði ekki kynnt sér það sérstaklega. -hlh Veðriö á sunnudag og mánudag: Skúrir sunnanlands Á sunnudaginn veröur austan- og suöaustanátt með rigningu um mestallt landið, minnst þó í innsveitum fyrir noröan. Hiti verður 9 til 12 stig syðra en allt að 17 stig á norðanverðu landinu. Á mánudaginn má búast við sunnan- og suðaustanátt með skúrum um sunnanvert landið en bjartviðri fyrir norðan. Hiti verður þar allt að 20 stig en 9 til 13 stig um landið sunnanvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.