Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 2
2 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Fréttir Fíkniefnaneysla á Litla-Hrauni: Ekki færri en helmingur fanga stöðugir neytendur „Það er algjört lágmark að segja að helmingur fanganna sé stöðugir fíkniefnaneytendur. Þetta er hrika- legt ástand. Þess eru dæmi að óhappafangar, oft ungir menn, komi á Litla-Hraun án þess aö hafa neytt fíknilyfia en fari þaðan síðar sem hundraö prósent neytendur. Þetta er sorglegt en því miður satt. Ég þekki mjög vel til þarna og þykir tími til kominn að rætt verði um þessi mál og ekki síður að á þeim verði tekið," sagði heimildarmaður DV sem þekk- ir mjög vel til á Litla-Hrauni. Þessi sami maður sagði að sér blöskraði að sjá að menn, sem starfað hafa meðal fanga í mörg ár, neita þessum staðreyndum. „Þeir sem segja nei við þessu í blöð- um hafa rætt þessi mál opinskátt á öðrum vettvangi. Það er vitaö mál að á Litla-Hrauni er sú hugsun ríkj- andi aö á meðan nóg er til af fíknilyfj- um og töflum er þar rólegra og minna að gera. Ég trúi ekki að þeir í ráðu- neytinu geri sér grein fyrir hversu alvarlegt vandamál þetta er. í DV var sagt aö þeir sem vildu ekki vera inn- an um þetta óskuðu eftir að vera í einangrun. Ég veit líka dæmi hins gagnstæöa. Fangi, sem var að reyna að hætta að sprauta sig, treysti sér ekki til þess nema vera fluttur í ein- angrun," sagði sami maður. Hann sagði að hótanir við þá starfs- menn, sem vildu beijast gegn þessu, væru algengar. „Fangamir hóta þeim mönnum oft. Það er rétt sem sagði í DV að fyrstu daga eftir heimsóknir er nóg til af fíkniefnum. Þegar líður á vikuna fara viðskiptin í gang og pirringur eykst. Á laugardögum er ástandið oft hrika- legt,“ sagði heimildarmaður DV. Hann sagðist ekki vilja trúa því að ekkert yrði aðhafst í þessum málum þar sem þessi mikla neysla hefði leik- ið margan manninn grátt. -sme Hveragerði: Rafmagn og hiti hækkaði eftir verð- stöðvunina - almenn óánægja meðal hreppsbúa „Fólk hér í Hveragerði er nyög óhresst með þessa hækkun á raf- magni og hita í miðri verðstöðvun," sagði óánægður Hverageröisbúi sem haföi samband við DV. Mikil óánægja ríkir í þorpinu eftir að reikningar fyrir rafmagn og hita voru sendir út um síðustu mánaða- mót. Þá kom í ljós að hækkun hafði orðið á gjaldskrá þessara fyrirtækja þrátt fyrir að verðstöðvun ríkti. Hjá Rafmagnsveitunni fengum við þær upplýsingar aö símahringingum hefði ekki linnt fyrst eftir aö reikn- ingamir hefðu verið sendir út. Þeirra skýring á hækkununum var hins vegar sú að 25. júlí hefði ný verðskrá veriö samþykkt og hún öðlast gildi 1. ágúst. Fólk hefði hins vegar ekki séð reikningana fyrr en 1. septem- ber. Þá er hluti af innheimtunni fyr- ir tímabil fyrir verðstöðvun. Þessu vilja ekki allir Hvergerðing- ar una og segja að hækkanimar hafi í raun verið tvær. Ein í ágústbyijun og önnur í september. „Þegar ég tal- aði við Verðlagsstofnun þá sögðu þeir mér að þetta væri ekki í þeirra valdi og bentu mér á iðnaðarráðu- neytið. Þar fékk ég þau ein svör að þetta væru allt löglegar hækkanir. Mér finnst hins vegar að þeir geti ekki staðið á þessu,“ sagði einn Hver- gerðinga sem haft var samband viö. Það er vissulega spuming hvort stætt er á þessum hækkunum því ýmis önnur fyrirtæki hafa orðið að bakka meö hækkanir þó að þær hafi verið samþykktar fyrir eöa um svip- að leyti og verðstöðvun hófst. -SMJ Forstjóri UA ráð- Stjóm Útgeröarfélags Akureyringa mun ráða nýjan forstjóra að fyrir- tækinu strax eftir helgi, ef ekki á mánudag þá á þriðjudag, að sögn Sverris Leóssonar, formanns stjórn- ar ÚA. Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar Akureyrar og forstjóri SÚppstöðvarinnar, er enn talinn lík- legastur til að hreppa hnossið. Fram- ir helgi sóknarmenn eru á móti honum en sjálfstæðismenn styðja hann. í stjóminni sitja tveir fulltrúar framsóknarmanna, tveir fulltrúar sjálfstæðismanna og einn fulltrúi al- þýðuflokksmanna. Akureyrarbær á 70 prósent hlutafjár í fyrirtækinu. Pétur Bjamason, fuÚtrúi alþýðu- flokksmanna, er því í oddaaðstöðu um ráðningu í stöðuna. -JGH IVeir ráðherrar á ÓL? Samgönguráðherra erlendis í fimm vikur Eins og kunnugt er þá er Matthí- varlegt geröist. as Á. Mathiesen samgönguráð- Birgir ísleifur Gunnarsson herra staddur á ólympíuleikunum. menntamálaráðherra frestaði fór DV lék forvitni á að vita hvort ráð- sinni á ólympíuleikana en sam- herra væri væntanlegur til lands- kvæmt heimildum DV áætlar hann ins á næstnnni 0g fékk þær upplýs- aö fara til Seoul á sunnudag - nema ingar hjá ritara hans að hann yrði eitthvað gerist sem hindri fór hans. erlendis í 5 vikur. Kæmi ráðherra -hlh ekki heim nema eitthvaö mjög al- Hundaeigendur fjölmenntu til fógeta i fyrradag þegar munnlegur málflutningur var í máli þvi sem kennt hefur veriö viö fógeta-hundana og snýst um hvolp af springer spaniel tegund. DV-mynd KAE Leó Ingólfssyni, deildarstjóri Pósts og síma- Hótað uppsógn vegna skrifa sinna í DV Leó Ingólfsson, yflrdeildarstjóri haldi alls kyns rangfærslur og símamálastofnuninni." hjá Pósti og síma, hefur fengið óhróður um stofhunina og yfir- „Þetta kemur mér mjög spánskt áminningu frá yfirmönnum sínum menn hennar. Séu greinamar fyrir sjónir og ég er alveg gáttaöur og hótun um uppsögn sem má rekja skrifaðar í rnjög neikvæðum anda á að mönnunum skuli detta í hug til skrifa hans um stofnunina á sem skaði áht stofnunarinnar bæði að senda manni svona bréf. Ég veit opinberum vettvangi. Hefur Leó inn á við og út á við. Þetta gildi ekki betur en þaö sé skoðana- og verið iðinn við að skrifa um mál- einnig um blað sem Leó hafi dreift ritfrelsi í þessu landi,“ sagði Leó efni Pósts og síma í kjallaragrein- innan Pósts og síma. Ingólfsson við DV um DV og veriö óvæginn í gagn- Síðan segir orörétt: Ekki náöist í sérfræðinga til að rýni sinni ^ „Eruð þér hér með alvarlega segja til um réttindi og skyldur 1 bréfi frá Póst og símamálastofn- áminntur vegna ofangreindra opinberra starfsmanna og því ekki un, undirrituðu af Olafi Tómassyni skrifa sem varða viö lög um rétt- vitað hvort lög þar um eigi við í forstjóra og Þorgeiri K. Þorgeirs- indi og skyldur opinberra starfs- þessu tilfelli og geti notast til að syni starfsmannasfjóra, dagsettu mannaogjafnframttilkynnistyður segja mönnum upp störfum vegna 7. september, segir að greinar Leós að ef um endurtekin brot verður skoðana sem þeir setja fram á opin- umstofnunina,sembirsthafaíDV að ræða er óhjákvæmilegt að segja berum vettvangi í maí og júní síðastliönum, inni- yður upp starfi yðar hjá Póst- og _hih Fogetahundamir: Kröfu eiganda tíkurinnar var hafnað í fógetarétti Reykjavíkur var í gær kveðinn upp úrskurður í hundamál- inu svonefnda. Féll hann á þann veg að innsetningarbeiðni Jóns Guð- mundssonar, og þar með kröfu um afnot af hvolpinum Flóka, var hafn- að. Málskostnaður var látinn niður falla. Forsaga málsins er sú að Jón á Springer Spaniel-tík. Er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hann seldi Áma Guðbjömssyni hvolpinn Flóka undan tíkinni meö því skilyrði að hvolpurinn skyldi lán- aður til hennar þegar hún ætti að verða hvolpafull. Þegar svo til átti að taka neitaði Ámi að lána hvolpinn til þessarar greiðasemi. Taldi hann Flóka of ungan. Einnig taldi Árni að um of mikla skyldleikaræktun gæti orðið að ræða. Þá lagði Jón fram inn- setningarbeiðni fyrir fógetarétt í Reykjavík. Sótti hann mál sitt sjálfur fyrir réttinum. í gær féll svo úrskurður þess efnis aö kröfu Jóns, um að hann verði með beinni fógetaaðgerð settur inn í um- ráð hundsins Flóka, var hafnað. Þótti leika verulegur vafi á hversu víð- tækan rétt Jón hefði til umráða yfir Flóka og út á hvað hann gengi í ein- stökum atriðum sbr. söluskilmála. Valtýr Sigurösson kvað upp dóminn. -> -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.