Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 4
4 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Fréttir Veiturnar í Eyjum sameinaðar Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Veitustjóm hefur samþykkt sam- einingu Fjarhitunar, Rafveitu og Vatnsveitu Vestmannaeyja. Þetta var samþykkt á fundi veitustjómar fyrir skömmu og á sameiningin að taka gildi frá og með næstu áramót- um. Guðmundur Ragnarsson bæjar- tæknifræðingur og Eiríkur Bogason veitustjóri hafa unnið að málinu og skiluðu þeir greinargerð um það á fundinum. Þó telja þeir heppilegt að verklegar framkvæmdir vatns- veitunnar verði fyrst um sinn undir stjóm núverandi verkstjóra sökum sérþekkingar hans á vatnsveitukerfi bæjarins. BUaþrcnna Axel Gíslason. Geng gjarnan til rjúpna Nafn: Axel Gíslason Aldur: 43 ára Staða: aðstoðarforstjóri Sam- bandsins „Mér líður best í frítíma mínum þegar fiölskyldan og hvers konar útivist fara saman. Við fómm saman í veiðiferðir, á skíði og útilegur og höfum haft mikla ánægju af því,“ segir Axel Gísla- son, aðstoðarforstjóri Sambands- ins, en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga frá áramótum. „Þegar ég var framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambandsins átti ég eiginlega aldrei frí en eftir það fékk ég meiri frítíma. Menn verða að taka sér frí. Þegar ekki viðrar til útivistar er fiölskyldan númer eitt. Áhugi minn beinist mjög að silungs- og laxveiði og á vetuma geng ég gjarnan til rjúpna. Þá er ég líka tíður gestur í Bláfiöllum. Mikill áhugi á ferðamálum Axel ólst upp á Akureyri þar til hann varð stúdent frá Mennta- skólanum þar, árið 1965. Faðir hans er Gísli Konráðsson, annar tveggja framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Akureyringa, og móðir hans er Sólveig Axelsdótt- ir. Axel er elstur og eini karlmað- urinn í 7 systkina hópi. Kona Axels er Hallfríður Konráðsdóttir og eiga þau tvær dætur, Dóru Björgu og Sólveigu. „Ég vann 5 sumur við af- greiðslustörf hjá Fugfélagi ís- lands, mest á Ákureyri. Þá fékk ég áhuga á ferðamálum sem ég hef haft alla tíð síðan. Hef ég átt sæti í stjóm Arnarflugs og Sam- vinnuferða frá stofnun þeirra. Ég reikna ekki með að frítími veröi mikill þegar ég tek við nýja starfinu. Ég geri ráð fyrir að verja miklum tíma í að setja mig inn í þá hluti sem fyrirtækið vinnur með og tryggingafagið í heild sinni. Annars lít ég svo á að hlut- verk stjómanda í svona fyrirtæki sé að samhæfa störf starfsfólks- ins. Starfsfólk Samvinnutrygg- inga er hæfileikaríkt og hefur þekkingu sem ég get síðan byggt á.“ Verkfræðingur að mennt Axel lauk fyrri hluta verkfræði- prófs frá Háskóla íslands 1968 og prófi sem verkfræðingur frá Dan- marks Tekniske Höjskole 1971. Hann starfaði hann sem ráðgjafa- verkfræðingur hjá fyrirtæki í Kaupmannahöfn í eitt ár og var síöan framkvæmdastjóri Iðnað- ardeildar Sambandsins frá 1972- 1974. Hann var aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iceland Products Inc. í eitt ár og framkvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar Sambandsins frá 1975-1976 og síð- an framkvæmdastjóri Skipa- deildar Sambandsins frá 1977- 1985. Frá 1985 hefur Axel verið aðstoðarforstjóri Sambandsins. -hlh VÉLASÝNÍNG Trésmíðavélar - loftpressur — rakatæki fyrir iðnfyrirtæki Opiða laugardag frá kl. 10-16, TÆKJABÚÐIN HF., sunnudag frá kl. 10-15 Smiðjuvegi 28, sími 75015 og 76100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.