Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDÁGUR 17. SEPTEMBER 1988. 5 Fréttir Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið: Fagna lokun þríggja sólarhríngsstofnana A sameiginlegum fundi fulltrúar- áða Öryrkjabandalags íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem haldinn var á dögunum, var lýst ánægju með niðurstöður starfshóps félagsmálaráðherra þess efnis að leggja bæri niður þrjár sólarhrings- stofnanir fyrir þroskahefta í núver- andi mynd. Þessar stofnanir eru Skálatún í Mosfellsbæ, Sólborg á Akureyri og Sólheimar í Grímsnesi. Var starfshópur félagsmálaráð- herra skipaður til að skilgreina hlut- verk sólarhringsstofnana og gera til- lögur um framtíðarskipan þeirra. Var samdóma álit starfshópsins að stofnanir þessar í núverandi mynd samrýmdust ekki markmiðum laga um málefni fatlaðra. Lagði hópurinn til að á næstu 15 árum yrðu stofnanirnar lagðar niður sem sólarhringsstofnanir fyrir fatl- aða. Yrði í því skyni unnið markvisst að uppbyggingu annarra og'frjálsari búsetuforma og stoðþjónustu fyrir íbúa þeirra. Yrði haft samráð við íbúa, starfsfólk og aðstandendur og þess gætt að röskun yrði sem minnst. Loks taldi hópurinn aö í samræmi við þessi markmið yrði frekari upp- bygging stofnananna stöðvuð á þann hátt að ekki yrði veitt fé til nýfram- kvæmda. Á fundi fulltrúaráðanna kom fram að þessi niðurstaða samræmdist op- inberri stefnu í málefnum fatlaðra þar sem gert er ráð fyrir því að sam- félaginu beri að veita fötluðum sömu möguleika til eðlilegs og mannsæm- andi lífs. Væru sólarhringsstofnan- irnar úrelt tæki til að tryggja það markmið. Var bent á að þróunin í öðrum löndum væri öll í þá átt að blöndun væri lykilorðið, stærri stofnánir vikju fyrir minni. Væru heimili reist fyrir fólk en ekki fatlan- ir þess. Til þess að tillaga hóps félagsmála- ráðherra mætti ná fram að ganga þyrfti að tryggja fjármagn. Hafa ófáir í þessum geira félagsmálakerfisins lýst yflr áhyggjum vegna þess í ljósi þess hvernig gengið hefur að standa við lög Framkvæmdasjóðs um fram- lög til fatlaðra á undanförnum árum. „Þeir vita hvað þeir hafa en ekki hvað kemur í staðinn," segir í frétta- bréfi frá Þroskahjálp um viðbrögð fatlaðra við hugmyndum um lokun. -hlh Forstöðumaður Skalatúns: Þessar stofnanir verða fjársveltar „Ég sé ekki fyrir mér í fljótu bragði að lokun Skálatúns sé möguleiki. Ég tel þessar samþykkt- ir allt aö því skaðlegar. Þessar stofnanir verða sveltar meira og meira fjárhagslega. Það mun þrengja æ meira að fjárveitingum en rekstur Skálatúns rétt skríður saman í dag, sagði Björgvin Jó- hannssson, forstöðumaður vist- heimilisins Skálatúns, við DV. Björgvin sagði aö áætlun um að ioka stofnun eins og Skálatúni kynni að vera góð en þá þyrfti að eitthvað að koma í staöinn. Þyrftu tilboðin að vera á borðinu. Meðan ekki bólaöi á tilboðum væri aðeins verið að koma róti á vistmenn. „Þaö voru sumir hér sem voru tilbúnir að pakka niður og spurðu hvenær rútan kæmi aö flytja þá þegar þeir heyrðu af þessum áformum. Hér búa 54 vistmenn. Gagnrýni er ágæt en hún hefur gengið það langt að þessi stofhun hefur verið kölluð ómanneskjuleg. Margir sem um þessi mál fjdla hafa alls ekki séð stofnunina. Ég hef verið hér í 7 ár og á þeim tíma hef ég ekki séð mikið af þessu fólki. Hér er unnið kröftugt faglegt starf og ég veit ekki betur en allir séu nokkuð ánægðir. Af 54 foreldrum er aðeins eitt for- eldri sem hefur farið fram á ósk um flutning á sambýli. Það segir sitt.“ Loks sagöi Björgvin að margt fólk, sem væri að berjast í þessu, ætti kannski tveggja eöa þriggja ára fótluð börn og fyndist útlitið slæmt Einnig mætti það ekki bitna á fólki sem búið heföi saman 25 ár eöa lengur. -hlh Talsverð fjölgun í ár Svipaður fjöldi og síðasta vetur Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Nú þegar Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er hafmn er ljóst að um talsverða aukningu nemenda frá fyrra ári er að ræða. Lætur nærri að aukningin nemi 30 hundraðshlut- um. Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari Framhaldsskólans, sagði að samtals yrðu nemendur 210 á haustönn sem er næst mesti fjöldi frá því skólinn hóf starfsemi. „I fyrra voru nemendur 170, kenn- arar eru 20, þar af 13 fastráðnir. Við erum nokkuð vel settir með kennara en hefðum þó viljað hafa einn fast- ráðinn til viðbótar en það var leyst með stundakennslu," sagði Ólafur Hreinn. Nemendur i Öldungadeild verða 35 sem er heldur fleira en í fyrra. Á viðskipta- og hagfræðibraut verða 55 nemendur, 46 á náttúrufræði- og heilsugæslubraut, 47 á félagsfræði- og uppeldisbraut, 34 á iðnbraut, 9 í grunndeild rafiðna, 9 á vélstjórnar- braut og 10 nemendur í fornámi. Ólafur sagði að unnið hefði verið að lagfæringum á skólanum, m.a. samkomusal, en ljóst er að húsnæði hans er orðið of lítið. Að lokum sagði hann að nú væri kómið upp nýtt tölvukerfi til skráningar nemenda sem ætti eftir að verða til mikilla bóta. Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: Stýrimannaskólinn í Vest- mannaeyjum var settur fyrir skömmu og er skólastarf hafið af fullum krafti. Nemendur í vetur eru 27, sem er sami fjöldi og á síð- asta vetri. Sigurgeir Jónsson kennari sagði að 16 nemendur væru á öðru stigi og 11 á fyrsta. Friðrik Ásmundsson skólastjóri og Sigurgeir eru fast- ráönir viö skólann og stundakenn- arar eru 10 núna en fleiri bætast við eftir áramótin. Heimavistin. sem tekin var í notkun á síðasta ári, hefur nú sannað gildi sitt því þar er hvert rúm skipað, enda stór hluti nemenda aðkominn. Sigurgeir sagði að skólahald yrði með svipuðum hætti og undan- farna vetur og fátt um nýjungar. Tölvukennslu, sem tekin var upp á síðasta vetri, verður haldið áfram. Að lokum sagöi Sigurgeir að í ráði væri að halda 30 tonna námskeið við skólann ef næg þátttaka yrði. Ótrúleg greiðslu- kjör sem henta fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum. DÆMI: DAIHATSU CUURE 5 dyra, 5 gíra. Verð á götu kr 347.900,- Helmingur lánaður til 1 2 mánaða Skuldabréfakostnaður Greiðsla á mánuði kr. 173.950,- kr. 4.211,- kr. 14.847,^ Að viðbættum vöxtum. - Aiiir þurfa að spara - NIÐimFÆRSUm mLDURÁFÍ BILLINN SEM HENTAR FYRIRTÆKJUM OG EINSTAKL- INGUM BRIMBORG DAIHATSU • VOLVO Skeifunni 15, sími 685870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.