Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 14
14 • LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö LJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGÁSON og ELiAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Örlátir stigamenn íslenzka þjóðin er svo stórauðug, að ríkisstjórn henn- ar gerði samgönguráðherra sinn út til Seoul að afla for- sendu fyrir byggingu eins milljarðs króna handbolta- hallar í Laugardal. Hlaut ráðherrann hálfan sigur í þeirri ferð, því að höllina þarf að reisa fyrir árið 1995. Fyrstu áætlanir um hallarsmíðina hafa 300 milljónir króna að niðurstöðutölum. Eftir teikningum að dæma er kostnaður varlega áætlaður. Auðvelt á að vera að nota gamalreynda aðferð og margfalda óskhyggjuna með 3,3 til að fá raunveruleika upp á milljarð. Á sama tíma og ríkisstjórnin sendir ráðherra í mikil- mennaleik af þessu tagi eru hinir ráðherrarnir að hnakkrífast um, hvernig fá megi botn í ijárhag ríkis- sjóðs og nokkurra helztu atvinnuvega landsins. Það er eins og þeir séu búnir að gleyma, hversu ríkir þeir eru. Við nánari athugun verður þó ljóst, að beint samband er milli handboltahallarinnar og stjórnarkreppunnar. Ráðherrar, sem í ölæði atkvæðakaupa að kvöldlagi strá þjóðarpeningunum í kringum sig, vakna að morgni með alvarlega timburmenn og galtómt ávísanahefti. Þess er skemmst að minnast, að fjármálaráðherra gerði sig breiðan á dögunum vegna umframeyðslu ýmissa opinberra stofnana og kallaði forstöðumenn þeirra „síbrotamenn". Hann snarþagnaði svo, er í ljós kom, að ráðherrarnir voru mestu síbrotamennirnir. í rauninni býr þjóðin aðeins við tvo meginvanda. Annar er stjórnlaust sukk þessarar ríkisstjórnar og þeirra, sem á undan henni voru. Hinn er gersamlega ástæðulaus sannfæring ráðherra, að þeir séu bezt falln- ir til að stjórna fjármálum og hagmálum atvinnulífsins. Einkennilegt er, að menn, sem mega ekki svo sjá eina krónu, að þeir eyði henni ekki fjórum sinnum samtím- is, með aðstoð efnahagsráðgjafa, skuli ímynda sér, að þeir bæti efnahagsástandið með því að ákveða í smá- atriðum, hvernig efnahagslífið skuli vera í landinu. Ráðherrar, sem samþykkja handboltahöll á færi- bandi, telja sig geta ákveðið, hvert skuli vera gengi krón- unnar, hvaða vextir fjárskuldbindinga henti þjóðinni, hvaða sjóði skuli tæma hverju sinni, hversu mikinn landbúnað þjóðin þoli og hverjir megi afla gjaldeyris. Ráðherrar, sem eru einhuga um, að hinni mikillátu þjóð dugi ekkert minna en eins milljarðs handbolta- höll, eru nú að þrátta um, hvaða millifærslur, niður- færslur, bakfærslur, allskynsfærslur og undanfærslur séu heppilegastar til að rupla þjóðina eina ferðina enn. Ef ríkisstjórnin sæi hið augljósa, að gengi krónunnar eigi að fmna sjálft sitt jafnvægi, að vextir fjárskuld- bindinga eigi að finna sjáfir sitt jafnvægi, að ekki skuli millifæra, niðurfæra, bakfæra, allskynsfæra og undan- færa í efnahagskerfmu, má fara að ræða handboltahöll. Ef ríkisstjórnin hættir að halda uppi krónugengi með handafli, hættir að halda niðri vöxtum með handafli, hættir að millifæra hluti bakatil í atvinnulífmu, verður þjóðin fljótlega svo rík, að hana munar ekkert um að reisa handboltahöll fyrir einn milljarð króna. Ef ríkisstjórnin vildi þar á ofan gera svo vel að eyða sjálf ekki um efni fram og héldi sér, án aukinnar skatt- heimtu, innan við ramma fjárlaga og lánsQárlaga, mundi hún stuðla að minni spennu og léttbærara frelsi í gengisskráningu, vöxtum og athafnalífi yfirleitt. Þá mundum við léttilega hafa efni á hálfs milljarðs þjóðminjasafni og hálfs milljarðs náttúrugripasafni ofan á eins milljarðs handboltahöll. Og þótt fleira væri. Jónas Kristjánsson Kúrdum gefst síðara bandalag við íran jafnilla og hið fyrra I fjögur þúsund ár aö minnsta kosti hafa Kúrdar byggt fjalllendið þar sem mætast landamæri nútíma- ríkjanna Tyrklands, Sýrlands, ír- aks, írans og Sovétríkjanna. Þeir hafa frá því sögur hófust haldið fast viö sérstæða þjóðmenningu sína og indóevrópskt móðurmál. Kúrdar eru því gæddir sterkri þjóð- erniskennd, þótt þeir tækju ísl- amska trú af arabísku- og tyrkne- skumælandi þjóðum sem settust að á láglendinu umhverfis fjalla- virki þeirra. Herskáir hafa Kúrdar ætíð verið og hófust einatt til met- orða í herstjórnarveldum sem höfðingjadæmi þeirra lutu að nafn- inu til á miðöldum. Saladín soldán í Damaskus, sá sem bar sigurorð af krossfararíkinu, var kúrdískrar ættar. Meðan veldi Tyrkjasoldáns þand- ist um mörg þjóðlönd voru Kúrdar þar flestum betur settir, þar sem byggðir þeirra voru afskekktar og torsóttar ókunnugum með herbún- aöi þeirra tíma. En þegar sigurveg- arar í heimsstyrjöldinni fyrri tóku að brytja niður soldánsveldið, létu Kúrdar til sín heyra og gerðu kröfu til viðurkenningar á rétti sínum til þjóðrfkis. Sú viðurkenning fékkst með friö- arsamningnum í Sevres 1920, en Kemal Ataturk ónýtti hann, og Bandamenn létu þaö óátalið að herir hans bældu niður frelsis- baráttu Kúrda á öndverðum þriðja tug aldarinnar. Síðan hefur Tyrk- landsstjórn haldist uppi að viður- kenna enga þjóðernisminnihluta í landinu, þar skulu allir heita Tyrk- ir. Nú er talið að hátt í þriðjungur 20 milljóna Kúrda búi í Tyrklandi, en þeir mega ekki nefna sig réttu nafni og tunga þeirra er bönnuð á opinberum vettvangi, í skólum og á prenti. Bretar tóku við yfirráðum sunn- an landamæralínunnar um Za- grosfjöll, yfir landi sem þá nefndist umboðsstjórnarsvæðið Mesapót- amía en heitir nú írak. Kúrdar töldu sér hafa verið heitið sjálfs- stjórn, að minnsta kosti í heim- kynnum sínum í fjöllunum í norðri, en Bretar bældu hreyfingu þeirra niður með hervaldi. Þá eins og nú var þeim sem stjórnuðu í Baghdad efst í huga að halda óskor- uðum yfirráðum yfir borginni Kirkuk í Kúrdistan og olíulinda- svæðinu norðvestur af henni. Fyrir þeim hagsmunum er réttindatilkail Kúrda látið víkja. Þetta er baksviöið fyrir þeim at- burðum sem verið hafa að gerast síöustu vikur á landamærum Tyrklands og íraks. Að minnsta kosti 60.000 Kúrdar hafa flúið und- an íraksher yfir landamærin til Tyrklands. Flóttafólkiö kann að segja af hroðalegum aðfórum ír- akshers í sókn á hendur skæruher Kúrda, þar á meðal eiturgashern- aði. Tyrknesk yfirvöld, sem sjálf eiga í höggi viö skæruhernaö stjórnmálahreyfmgar Kúrda í Tyrklandi, eru í mestu vandræðum með flóttafólkið. Tyrknesk blöð hafa skýrt frá því að einhverjar þúsundir Kúrda hafi veriö íluttar nauðugar til írans. Stjórn Torguts Ozals í Tyrklandi rær nú aö því öllum árum aö fá landið talið tækt í Evrópubanda- lagið. í því skyni er tekið við flótta- fólki undan ofsóknum í nágranna- ríki, því veitt hæli og þar meö sýnd hollusta við evrópska mannúðar- hefð. En jafnframt forðast Tyrk- landsstjórn aö gera nokkuð til að styggja íraksstjórn, neitar til dæm- is að taka viö rannsóknarnefnd frá Sameinuðu þjóðunum til aö kanna sannleiksgildi fregna um eiturefna- ERLEND TÍÐINDI Magnús Torfi Ólafsson hernað íraka gegn Kúrdum. Herferð úrvalssveita írakshers gegn Kúrdum í fjallahéruðunum í norðri hófst 20. ágúst, sama dag og vopnahlé komst á með herjum ír- aks og írans eftir átta ára ófrið. í honum urðu Kúrdar enn einu sinni leiksoppar í valdabaráttu arabanna í írak og Persanna í íran. Sú atburðarás hófst fyrir alvöru í eftirköstum síðari heimsstyrjald- ar. Þá hertók Sovétherinn norður- héruð írans en Bretar suðurhéruð- in. Sovétmenn létu óátalið að Kúrdahöfðinginn Mullah Mustafa Barzani lýsti yfir stofnun lýðveldis Kúrda í Mahabad, nærri landa- mærum íraks og írans. En árið 1947 hafði Mohammed Reza Pahlavi íranskeisari fengið bandarískt fulltingi til að eyða eft- irstöðvum sovéska hernámsins í norðri og hann lét her sinn bæla niður Mahabadlýðveldið. Mustafa Barzani komst með leifarnar af Kúrdaher sínum um fjallaliéruð íraks og Tyrklands til Sovétríkj- anna. Þar áttu hann og menn hans hæli, þangað til íraksher steypti af stóli konungsættinni sem Bretar höfðu sett yfir írak. Kúrdasveitin tók sig upp frá Sovétríkjunum 1958 og hélt nú suðureftir íjöllunum inn í írak. Þrem árum síðar gripu Kúrdar til vopna undir forustu Barzani gegn stjórninni í Baghdad. Reyndar voru stjórnarsk-ipti þar svo tíð í valdaránum mismunandi hópa í íraksher, að Kúrdar gátu að miklu leyti fariö sínu fram í heimkynnum sínum í fjöllunum. Samningar komust svo á 1970 um sjálfsstjórn Kúrda á tilteknu svæði innan Iraks. Skólar voru stofnaðir, þar sem kennt var á móöurmáli Kúrda. En fjögurra ára friðartíma- bili lauk 1974,.þegar deiia kom upp um yfirráð Kúrda í Kirkuk og þar með á olíulindasvæðinu. Barzani, sem menn hans höföu nú sæmt titli hershöföingja, gerði uppreisn enn á ný, f þetta skipti í trausti á fyrir- heit erindreka bandarísku leyni- þjónustunnar CIA um bandarískan stuðning og bandarískt liðsinni. Bandaríkjastjórn þeirra Nixons og Kissingers gekk með þá grillu, að hún gæti tryggt bandaríska hags- muni við Persaflóa til langframa með því að efla veldi íranskeisara. Til þess þurfti meðal annars að veikja írak. Því fékk skæruher Kúrda undir forustu Barzani bandarísk vopn og bandarískt fé fyrir milligöngu írans til að berjast við íraksher. En í mars 1975 sá Reza Pahlavi sér hag í að gera hrossakaup við íraksstjóm. Hann hét að láta af öllum stuðningi við Barzani og Kúrda hans, gegn því að írak viður- kenndi tilkall írans til yfirráða yfir austurhluta Shatt-al-Arab, áróss- ins sem er eini aðgangur íraks að Persaflóa. Út af túlkun þessa ianda- mærasamnings spratt svo stríðið milii íraks og írans 1980. En Kúrdar stóðu enn einu sinni uppi einir og yfirgefnir. Jim Hoag- land frá Washington Post var í bækistöðvum Barzani hershöfð- ingja í Zagrosfjöllum, þegar svik íranskeisara komu á daginn. Hon- um segist svo frá viðbrögðum bar- áttujálksins: „Hann var gagntek- inn hryggð og reiði, þegar hann skýrði mér frá að hann hefði lagt allt undir, af því að hann heföi treyst Bandaríkjunum. Af keisara hefði hann aldrei búist við öðru en svikum, því hefði hann krafist þess að stuðningur Bandaríkjanna við uppreisnina lægi fyrir frá upp- hafi.“ Barzani hershöföingi fór útlægur til Bandaríkjanna þar sem hann dó niðurbrotinn maður. íraksstjóm fór herskiidi um byggðir Kúrda, jafnaði þorp þeirra kerfisbundið við jörðu og flutti fólkið tugþúsund- um saman til fjarlægra héraða, þar sem því var holað niður í smáhóp- um innan um arabískumælendur, í þeirri von að tunga og þar með þjóðerni Kúrdanna deyi út með núlifandi kynslóð. En eftir að Persaflóastríöið braust út 1980, kom til sögunnar Massoud Barzani, sonur og arftaki Mustafa að höfðingjadæmi yfir sín- um ættbálki og forustu fyrir Lýð- ræðisflokki Kúrda. Hann gerði annað bandalag við írani og hélt uppi skæruhernaði í fjöllunum í norðri gegn íraksher. Kúrdar náöu yfirráðum á um 10.000 ferkílómetra svæði og héldu uppi skyndiárásum á olíuvinnslumannvirki í nágrenni við Kirkuk. Enn var allt lagt undir af hálfu Barzani og liðsmanna hans, og allt er tapað eftir að klerkastjórnin í Teheran sá sitt óvænna í Persaílóa- stríðinu og neyddist til að fallast á vopnahlé við erkifjandmanninn Saddam Hussein í Baghdad. Hann ræður nú yfir öflugri her en nokk- ur íraksstjórn hefur átt á að skipa. Kúrdum gagnast engin fjallavirki né staðþekking gegn fallbyssuþyrl- um og gashernaði íraka. ak. Flóttamaður með lík árs gamals barns sins vafið i teppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.