Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
AfLraunir
íslenska aflraunalandsliðið í víkingaferð:
Skotar steinlágu þótt
Jón Páll sæti á bekknum
íslenska landsliðiö í aflraunum fór
til Skotlands 18. ágúst til keppni við
breska aflraunalandsliðið. Breska
liðið hafði undirbúið sig af kostgæfni
fyrir þessa keppni en íslensku vík-
ingarnir komu óundirbúnir í þessa
keppni. Jón Páll valdi íslenska lands-
liðið og valdi eftirtalda aöila til að
verja titilinn frá því í fyrra: Lárus
Rúnar Grétarsson, Guðmund Ómar
Þráinsson, Magnús Þórisson, Guð-
brand Sigurðsson, Magnús Ver
Magnússon og Björgvin Filipusson.
Ástæðan fyrir því að í íslenska afl-
raunaliðið vantaði tvo af sterkari
mönnum heims, þá Hjalta „Úrsus"
Árnason og tröllið sjálft, Jón Pál
Sigmarsson, var að þeir tóku þátt í
einstakhngskeppni sem fór fram á
21. september á sama stað og lands-
Uöskeppnin. Nokkur þúsund manns
voru komin saman í skoska ferða-
mannabænum Avimore í Norður-
Skotlandi til að fylgjast með íslensku
keppinautunum.
EinstakUngskeppnin byggðist aðal-
lega upp á kastgreinum og einnig var
þar að finna hina erfiðu þraut að
lyfta fimm kringlóttum kúlum upp á
tunnur. Léttasti steinninn var 90 kg
sá næsti 110 kg, þá 120 kg, 130 kg og
sá þyngsti var 150 kg. I keppninni
sigraði Ástralinn Joe Quilly, einfald-
lega vegna þess að sterkustu menn-
irnir þeir BÚl Kazmaier, Ab Wolders
og Jón Páll tóku mótið sem létta æf-
ingu fyrir keppnina „Sterkasti mað-
ur heims!" sem fór fram 28. ágúst í
Islenska aflraunalandsliðið tilbúið í slaginn. Fremstur er breski fararstjórinn, þá Björgvin Filipusson, Hjalti „Ursus“ Árnason, Lárus Grétarsson, Magnús
Ver Magnússon, Magnús Þórisson, Guðmundur Þórisson og Guðbrandur Sigurðsson.
Fyrir meira en 1100 árum hófu víkingar að nema á brott kvenfólk úr skosk-
um byggðum. Þeir Hjalti Ursus og Magnús Ver gerðu sitt til að viðhalda
siðnum.
Búdapest. Enginn þeirra vildi taka
þá áhættu að meiðast rétt fyrir aðal-
keppni ársins. Jón PáU stóðst þó ekki
freistinguna þegar komið var að því
aö lyfta kúlunum upp á tunnurnar
og hann var eini keppandinn sem gat
framkvæmt þá þraut.
Landsliðið ógurlega
fór hamförum.
Landsliðið í aílraunum hélt .uppi
heiðri landans með því að sigra í
Umm greinum af sex. Ótrúlegt afrek
sem erfitt verður að leika eftir.
Álmrfendurnir voru aUan tímann vel
með á nótunum og sérstaka athygU
vöktu tveir rauðhærðir keppendur í
íslensku sveitinni. Það voru þeir Lár-
us og Magnús en þeir gætu náð langt
í greininni að sögn skoskra áhorf-
enda sem dáðust mjög að hinu
kraftmikla landsliði íslendinga.
ísland vann efirtaldar fimm keppn-
isgreinar; axltöku - glímuna - bijóta
niður vegg með trédrumbi - sprett-
hlaup með 50 kUóa sekki - draga stórt
tré með kaðU. Bretarnir unnu aðeins
reiptogið og eflaust mættu þeir
þalcka blautu grasinu (drullunni) en
þar voru íslensku keppinautamir
Guðmundiír Þórissún er ekki nettasti píanóleikarinn sem Skofar hafa heyrt í. Hér slær hann á iéfta sfrengi með
aóstoö Lárusar Gréíarssonsr.
eins og naut á hálum ís, en þeir
bresku náðu góðri fótfestu vegna
þess að þeir mættu í þessum voldugu
gaddaskóm og náðu þannig góðri
spyrnu og fótfestu sem nauðsynleg
er í svona grein.
Seinni aflraunakeppnin fór fram
viku seinna eða 28. ágúst í bænum
Large og þá var keppt í sömu grein-
um að viöbættri „nýrri grein“ sem
fólst í því að hvort liðið fyrir sig átti
aö draga risastórt víkingaskip 100
metra leið. Strákarnir brugðust ekki
og sigruðu auðveldlega í fimm grein-
um af sjö. Þar sem Skotarnir eru
góðir heim að sækja þá kunnu ís-
lensku vöðvaijöllin ekki við að vinna
allar greinarnar og Skotunum gafst
þannig færi á að bjarga andlitinu.
Það verður gaman í framtíðinni að
fylgjast með þessum sterku piltum
sem skipa landslið íslands í aflraun-
um.
Sterkasti maður íslands.
Allir þeir sem stunda kraftlyftingar
og vaxtarrækt á íslandi bíða nú
spenntir eftir því að sunnudagurinn
18. september renni upp. Þá verða
saman komnir sex sterkustu menn
landsins í Reiðhöllinni og þeir munu
leiða saman hesta sína í keppninni
„sterkasti maður íslands“ og fá úr
því skorið hver sé sterkastur hér-
lendis og þá í leiðinni í heiminum!
Bill Kazmaier er væntanlegur til
landsins 15. september til að keppa á
þessu móti. Hingað til hefur hann
verið álitinn sá sterkasti sem fyndist
á jörðinni en Jón Páll náði nú samt
að vinna hann í Búdapest 28. ágúst,
með fimm stiga mun, og hreppa þar
með titilinn sterkasti maður „al-
heimsins". Allir þeir sem hafa gaman
af líkamsrækt og kraftlyftingum
ættu því að fjölmenna í Reiðhöllina
á morgun og þar fæst úr því skorið
hvort Jón Páll sé sterkasti maður
sólkerfisins eður ei!
Jakob Þór Haraldsson.
Tíðindamaður DV lagðist í rann-
sóknarblaðamennsku á leikunum.
Hann hafði með sér heim sannanir
fyrir því að Skotar eru ekki berir
undir pilsunum.