Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 18
18
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMRER 1988.
Lífsstfll
Símsvari
með hreim
Anna Bjamason, DV, Denver:
„Þú ættir að fá þér maskínu," sagði
kunningi minn við mig á dögunum.
„Ég er mar'gbúinn að hringja í þig
og þú ert aldrei heima.“
Hann átti við símsvara, sem eru
ákaflega vinsæhr hér í landi.
„Það eru svo fáir sem hringja í
mig,“ svaraði ég.
„Þaö þarf ekki nema að einn aðili
hringi og nái ekki í þig til að réttlæta
símsvarakaup. Það gæti veriö blaðið
á íslandi að biðja þig um aö athuga
stjómarbyltingu í Nicaragua eða ein-
hver sem ætlaði að segja þér stór-
frétt sem þú þyrftir aö koma áleiðis
til íslands í grænum hvelli,“ sagði
kunningi minn.
Þetta gerði útslagið. Ég er ákveðin
í að fá mér „maskínu" eins og þeir
kalla þaö hérna megin við Atlants-
hafið.
Það em ótrúlega margir sem eiga
símsvara hér, líklega annar hver
maður. Þá er alls ekki um að ræða
menn í áberandi eða áríðandi stöð-
um. Fólk i öllum þjóðfélagsstigum
og stöðum notar svona tæki. Þau eru
heldur ekki ýkja dýr. Ég hef séð mjög
fullkomna símsvara sem kosta í
kringum 100 dollara eða rétt um 5
þúsund íslenskar krónur. Það þætti
víst ekki mikið á íslandi fyrir slíkan
gæðagrip.
Maskínur tala saman
Stundum hefur mér veriö þaö huhn
ráögáta, hvernig fólk fer almennt að
því að ná til hvers annars hér. Sím-
• svararnir taka á móti öllum hring-
ingum, jafnvel þótt einhver sé heima.
Fólk vill bara ekki tala við hvern sem
er, nema þegar því sjálfu hentar. En
þá er alveg eins víst að sá sem hringdi
upphaflega sé ekki tilbúinn að taka
símann þegar þeim sem hringt var í
þóknast að láta í sér heyra. Það eru
því aðeins maskínurnar sem ná sam-
an í mörgum tilvikum.
Þessi tæki eru auðvitað mjög hent-
ug. Það er hægt að hafa þau tengd
þannig að maður heyri hver er í sím-
anum og þá er hægt að grípa tólið
áður en viðkomandi leggur á. Ef það
er einhver sem við viljum ekki tala
við er sá hinn sami látinn spjalla við
tækið. Svo efnum við loforðið sem
tækið gaf um að hringja eins fljótt
og auðið er, þegar okkur hentar -
kannski aldrei!
En eins og kunningi minn benti á
kemur símsvarinn í veg fyrir að
Svo þarf ekki að svara i símann fyrr en við hentugleika.
...2
Skop.......•••••;..
Ertu tilbúin að eignast ^
barn?..................
Aðferðir til betri sam- g
skipta...........
Lokum morðingjana inm..
Vildirðu að besti vinur
þinnværieinsogþu?......."
ÓlYmP,u'el^arn,r; oo
Þrautaleið á tindinn..
Hugsuníorðum......
Ég læknaði sjálfan mig
af stami.....••••;.....
Verða menn háðir ^
megrun?.....•■••.......
Hermannaveiki.........*
Eru börn svelt vegna
fávísi foreldra? ......
Morð í 37 þúsund feta ^
.......................
Vísindi fyr,r almennmg-
Er maðurinn kommn at ^
vatnaöpum? ••■—•—......
MataHariog dóttir ^
hennar.................
„Fariðaðeymastá
hnjánum og oln- 7?
bogunum"...............
Kveðjustund á hausti...
Flóð í Guadalupánni—...
Þjálfun stúlkna í vúsju.
Ertu tilbúin að
eignastbam?
-bls.3
Ólympíuleikarnir:
Þrautaleið átindinn
-bls. 28
Yerðamennháðir
megrun?
-bls.4l
Mata Hari og
dóttirhennar
- bls. 63
Kjörinn félagi
NÝTT
HEFTI
MT
A
BLAÐ-
SÖLU-
STÖÐUM
UM LAND
ALLT
ÁSKRIFT:
o
27022
maður missi af stóra tækifærinu, ef
það skyldi koma í gegnum símann.
Fleiri skilja ensku en íslensku
En þá kemur upp eitt stórt vanda-
mál. Hvaða skilaboð á ég að biðja
símsvarann fyrir? Á ég að tala ís-
lensku, sem fáir skilja hérlendis, eða
á ég aö tala á ensku?
Ef ég tala ensku og einhver íslend-
ingur hringir heldur hann kannski
að ég sé búin að tapa niður íslensk-
unni eða telji mig „of fina“ til að tala
það ástkæra ylhýra.
En sennilega skilja fleiri íslending:
ar ensku en Ameríkanar ísíensku
svo enskan verður ofan á.
En hvernig á að orða símsvara-
kveðjuna svo hún fæli ekki frá? Á
að koma beint að efninu, eða á að
reyna að vera léttur og sniðugur?
Einu sinni las ég grein um einhvern
Heimilið
sem hafði ætið svo skemmtilega orð-
uö skilaboð á símsvaranum að fólk
kepptist við að hringja í hann og
heyra hvaða skemmtilegheit hann
bauð upp á þann daginn.
Ég held ekki að ég nenni að reyna
að glíma viö slíka hluti. Það krefst
allt of mikillar orku á hverjum degi.
Ég hef vist nóg með að upphugsa eitt-
hvaö sniðugt til að senda heim til
birtingar í DV þótt þetta bætist ekki
ofan á.
Best er að gera eins og flestir. Skila-
boðin hljóða eitthvað á þessa leið:
Góðann daginn. Þetta er hjá Önnu
og Atla. Við erum því miður ekki
viðlátin þessa stundina. Ef þú gefur
upp nafn og símanúmer eftir að tónn-
inn heyrist, skulum við hringja í þig
svo fljótt sem auðið er.
En þessu verður að snara á ensku
og bera fram með tilheyrandi hreim.
Þið skuluð því ekki láta ykkur
bregöa ef þið hringið í mig og ein-
hver svarar með enskum hreim. Ég
hef ekki týnt niður því ástkæra yl-
hýra og mun hringja svo fljótt sem
auðið er en auðvitað á kostnað þess
sem hringdi í mig! Ég hef aðeins gert
eins og allir hinir og tekið í þjónustu
mína þarfan hlut, sem ég mæh með
að sem flestir eignist, hvort sem þeir
eru vestan eða austan megin við Atl-
antshafið.
Canon
Ljósritunarvélar
FC-3, 43.600 stgr.
FC-5, 46.300 stgr.
Skrifvélin, sími 685277