Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 19
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 19 Spumingaleikur Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spumingar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig lstig Fleyg orö „Furan er hugrökk er hún breytir ekki lit undir þyngd mjallarinnar. Manneskj- umar ættu aö vera þann- ig,“ sagöi hann þegar þjóö hans mátti þola hemám. Orðin féllu síðsumars árið 1945. Hershöfðingi hemámsliðs- ins hét Douglas MacArthur. Höfundur hinna fleygu orða var keisari. Hann er enn keisari í landi sínu. Staöur í veröldinni Nafii staðarins er dregið af heiti á kvöm sem segir frá í norrænni goðafræði og notuð var til að mala gull. Staðurinn er lítil eyja sem þó er gengt út í á fjöru. Eyjan er við Faxaflóa sunn- anverðan. Á eyjunni er viti sem nýtist sjófarendum á leið til .Reykjavikur. Seltimingar kenna íþrótta- félag sitt við eyjuna. Frægt 1 sögunni Spurt er um fall þjóðarleið- toga af valdastóli haustið 1964. Hann hafði þá gegnt æðstu stöðum í ríki sínu frá árinu 1958. Hann er frægastur í sögunni fyrir ræðu sem hann hélt árið 1956. Ræðan fjallaði um misgjörð- ir fyrirrennara hans á valdastóli. Maðurinn var leiðtogi Sov- éfi-íkjanna. Fólk í fréttum Hann var í fréttunum vegna messugerðar um síðustu helgi. Við messuna skýrði hann tvo drengi. Þegar þetta gerðist vom lið- in 50 ár frá prestvígslu hans. Messan fór fram í Hall- grímskirkju þar sem hann þjónaði lengi. Hann var biskup íslands á árunum 1959 til 1981. Sjaldgæft orö Orðið er stundum notað um það að gefa eitthvað illt í skyn um einhvem. Þá hefur það sömu merk- ingu og þegar talað er um að vera með glósur um ein- hvem. í annarri merkingu er orðið notaö um að ganga á sniö eða fara á ská. í hliðstæðri merkingu er orðið notað um að komast hjá eða forðast að gera eitt- hvað. Algengast er að orðið sé notað um að skera þunnar flögur af einhveiju. éf ^ & B Hann er kunnastur fyrir áætlun sem við hann er kennd. Hann var áhrifamikill í heimspólitíkinni fyrst eftir síðari heimsstyijöldina. Hann var Bandaríkjamað- ur, fæddur áriö 1880 og an- daðist árið 1959. © Áætlunin, sem við hann er kennd, fólst í viðreisn Evr- ópu eftir styrjöldina. Hann var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á árunum 1947 til 1949. Rithöfundur Noregskonungar hafa allt til þessa dags haft mikið dálæti á þessum höfundi. Ólafur V. Noregskonungur vottaði honum viröingu sína á dögunum. Þessi rithöfundur skrifaði langa sögu af Noregskon- ungum. Söguna kallaði hann Heims- kringlu. Hann var veginn í Reyk- holti í Borgarfirði árið 1241. Svör á bls. 50 lA' Strikamerkingar á vörum er fyrirbæri sem aðallega þekkist frá útlöndum en er þó vænt- anlegttil landsins. ÁTVR hef- urtekið upp þennan sjálf- sagða búnað og geta við- skiptavinir verslunarinnar séð nákvæmlega hvað hvervöru- tegund kostaði þegar kassa- kvittunin er skoðuð eftir á. En víða er pottur brotinn og flest- ar ef ekki allarstærstu verslan- irnar eiga enn eftir að koma sér upp tilskildum búnaði. DV hefurfylgst vel með þessu máli og mun gera það áfram, enda ekki vanþörf á. Á haustin hefst, ef svo má segja, vertíð hjá líkamsræktarstöðvun- um. Flestir ætla að taka sig taki og hefja nýtt líf. En aðrir liggja áfram í greninu og þora ekki að sækja á brattann. Hvernig á maður að koma sér af stað og hvernig á fólk að byrja að æfa? Get ég, manneskja komin á miðjan aldur, ruðst á morgun inn á næstu líkamsræktarstöð og byrjað að æfa? Spurningin er ekki hvort fólk á að byrja á morgun heldur núna. Guðni Gunnarsson líkams- ræktarþjálfari gefurfólki góð ráð og segir hvaða leiðir eru bestar til að ná taki á sjálfum sér í Lífstíl DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.