Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Nauðungaruppboð þríðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Kársnesbraut 90, efri hæð, þingl. eig. Jóhanna S. Magnúsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 21. sept. ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Guðmundur Þórðarson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gestur Jóns- son hrl. Hlégerði 22, þingl. eig. Sigurvaldi Guðmundsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 21. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Sigurður G. Guð- jónsson hdl. Marbakkabraut 15, kjahari, þingl. eig. Brynja Birgisdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri miðvikud. 21. sept. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Trygg- ingastofnun ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Tryggingamiðstöðin hf., Bæjarsjóður Kópavogs og Guðmund- ur Jónsson hdl. Holtagerði 57, þingl. eig. Gunnar Finnbogason, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 21. sept. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Reynir Karls- son hdl. og Stefán Pálsson hrl. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI VINNUFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR 1 N Höfum fengið mikið úrval N af vinnufatnaði, U ódýrum buxum, skyrtum, F öryggisskóm og margt fleira. A (Kannið) gott verð, T (og) góð þjónusta. N Verið velkomin A FAGMAÐURINN, Ð SÍÐUMÚLA 21, U SÍMI 68-95-15 R SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan. vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu. en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 ViÖ birtum... Það ber árangurl Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMAAUGLÝSINGABLADK) Fjölmiðlar Fréttamenn tveggja stöðva lýstu atburðinum án þess að hafa hugmynd um hverjir áttu i hlut. Á réttri leið? Sælir, lesendur. Það hefur orðið að ráði að ég skrifi hér í blaöiö vikulega pistla um fjöl- miðla, nokkurs konar Qölmiðlagagn- rýni. Ég veit varla hvort þessi skrif standa undir því aö kallast gagn- rýni. Til þess liggja margar ástæður. í mínum huga eru tvær veigamestar. Hin fyrri er sú að til þess að fjölmið- lagagnrýni standi undir nafni þarf sá ér hana ritar að fylgjast mjög náið með því sem í boði er í fjölmiðlum. Hin síðari er að til þess að skrifa heiðarlega gagnrýni, sem stendur undir nafni, verður að meta hlutina kalt og yfirvegað, án þess að persónu- leg sjónarmiö komi of mikið fram. Hvað fyrri ástæðuna varðar þá held ég að enginn ætlist til þess að maður, sem jafnframt vinnur fulla vinnu, hafi aðstæður til þess að fylgj- ast með öllu því sem í boði er í íjöl- miðlum, jafnvel þótt vinna hans tengist fjölmiðlun og hafi gert þaö í áratugi. Hvað hinni síðari viðvíkur þá verð ég að segja ykkur það strax að það sem ég mun skrifa verður meira og minna mótaö af persónuleg- um viöhorfum. Raunar held ég aö meirihluti þeirrar „gagnrýni", sem birtist í íslenskum fjölmiðlum um hin og þessi efni, sé gegnsýrður af persónulegum viðhorfum fremur en hlutlægu og fræðilegu mati svo þar er ekki úr háum söðh að detta, en - æ, æ, þama eru persónulegu við- horfin strax búin að taka völdin og ég er farinn að agnúast út í gagnrýni fjölmiðlanna! En hvað sem þetta verður kallað þá mun það snúast um fjölmiöla og fjölmiðlun - stefnur og aðferðir, mál- efni og menn. Óhjákvæmilega verða hinir svo- nefndu fjósvaka-fjölmiðlar fyrirferð- armiklir í skrifum sem þessum. Fyr- irferð þeirra í þjóðfélaginu er mikil; þeir spila meira og minna inn í allt okkar daglega líf og svo hafa þeir hka fastmótaöa dagskrá sem auglýst er fyrirfram. Vissulega hafa hinir prentuðu fjölmiðlar þaö líka að hluta en engu að síður flettum við þeim með meiri forvitni og nýjungagimi en þegar við skiptum á milli ljós- vakamiðla th þess að sjá eða heyra þá þætti sem hugurinn gimist eða við höfum ánetjast. Lj'ósvaka-„byltingin“ Oft heyrist talað um ljósvakabylt- ingu sem átt hafi sér stað hérlendis á síðari árum. Vissulega hefur orðið gífurleg breyting í þessum efnum sem vel má kaha byltingu. En eins má líka tala um að við höfum á stutt- um tíma tileinkað okkur þróun sem orðið hefur annars staðar á löngum tíma. Hin opinbera forsjárstefna, að ríkisvaldið eða fuhtrúar þess skuh ákveða hvaða efni sé rétt að bjóða á öldum ljósvakans, hefur víöa gengið sér til húðar í vestrænum lýðræðis- ríkjum. Hins vegar er mjög misjafnt hvemig til hefur tekist að innleiöa frelsið. Sums staðar hefur það gengið mjög vel, í öðrum löndum hefur orð- ið til óskapnaður, kraðak sem kemur fáum til góða, ahra síst neytendun- um. í þessum málum hefur sannast vel að skammt getur verið á milh frelsis og stjómleysis og að frelsið er af hinu góða en sfjórnleysið af hinu vonda. Þegar ákvörðun var tekin hérlend- is um að afnema einkarétt ríkisvalds- ins á útvarpi og sjónvarpi vom uppi miklar efasemdir um að þetta væri til bóta. Sumir töldu aö hinar svo- kölluöu fijálsu stöðvar myndu fyrst og fremst bjóða upp á ódýrt rusl, aðrir aö þar myndu viss póhtísk öfl finna vettvang til þess að hafa óeðh- leg áhrif á skoðanamyndun og enn aðrir að sterkir fjármagnseigendur myndu veruiega ráða því hvaða efni yrði boðiö og hvemig þaö yröi matre- itt. Þessir efasemdarmenn urðu samt að láta í minni pokann og einokun- inni var aflétt en jafnframt settar allstrangar reglur um stjórn frelsis- ins sem ekki átti að verða neinn óskapnaður. Sett var á koppinn sér- stök opinber eftirhtsnefnd, útvarps- réttarnefnd, ef ég kann að nefna Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson hana, sem manni skhdist að ætti aö líta eftir því að í hinum nýju miðlum yrði farið að settum reglum. Um það hvernig þar hefur til tekist verður ekki íjallað sérstaklega í þessari grein en strax skal sú skoðun látin í ljósi að þar hafi verulegur misbrest- ur á orðið og reglur virðast þver- brotnar átölulaust. En hvernig hefur aö öðru leyti tek- ist til? Hvað varðar „ruslið“ þá held ég að hinar nýju stöðvar hafl yfir- leitt rekið af sér slyðruorðið. Um það má deila hvort dagskrárstefna þeirra er ávallt rétt en það hlýtur að vera mál þeirra sem stöðvarnar reka th hverra er reynt að höfða. Menn agnúast gjarna út í „síbylju" nýju útvarpsstöðvanna og er þá átt viö mikinn flutning á popptónlist sem höfðar fyrst og fremst til ákveðinna aldurshópa. Þaö hlýtur að vera mál þeirra sem stöðvarnar eiga hvernig tónhst þeir bjóða upp á og hvemig þeir skipta dagskránni milli talaðs máls og tónlistar, svo lengi sem inni- haldið er sæmilegt að mati þeirra sem það á að höfða til. Þeir sem eiga stöðvarnar taka á sig áhaéttuna því ef fólk ekki vhl hlusta á „síbyljuna“ þá hlýtur hlustunin að minnka og þar með áhugi auglýsenda á því aö reka þessar stöðvar. Hið sama er uppi á teningnum hvað varðar nýju stjónvarpsstöðina, Stöð 2. Efni hennar var til að byija með verulega frábrugðið efni ríkissjón- varpsins. Margir höfðu á orði að hún væri sambland af þráðlausri mynd- bandaleigu og diskóteki og sýndi nær einvörðungu efni frá einu landi, nefnilega Bandaríkjunum. Það slyðruorð hefur Stöð 2 rekiö af sér og hún hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í innlendri dagskrárgerð sem mörgum hefði þótt eðlhegra að sjá á gömlu stööinni sem hefur þjáðst af einhverri uppdráttarsýki hvað varðar innlent efni undanfarið. En hvað með póhtíkina? Ég held að stjómendum hinna nýju stöðva hafi gengið nokkuð vel aö fóta sig á þeirri mjóu línu sem þar þarf að ganga. Auövitað hafa menn eitthvað misstigið sig en það hefur líka gerst undir ríkisforsjá og mun gerast. Af réttri leið Þá er það fjármagnið. Þar eru hinar nýju stöðvar veikastar fyrir að von- um því rekstur þeirra er fjármagnað- ur með auglýsingum þeirra sem íjár- magni stýra. Á það var margoft bent í umræðunni um breytingu á út- varpslögum aö þær stöðvar, sem byggðu á velþóknun fjármagnsins, væru síst frjálsari en skynsamlega rekin ríkisstöð. Það hygg ég að hafi því miður sannast. Sambandið milli auglýsinga, frétta og dagskrárefnis er oft mjög hla fahð. Ég trúi því ekki aö fjármagn hafi aldrei haft áhrif á fréttamat á þessum stöðvum - til þess eru starfsmenn þeirra einfald- lega of klárir! Fleira mætti gagnrýna. Hin mikla fjölgun starfsmanna í ljósvakamiðl- un hefur haft það í fór með sér að kröfur th starfsmanna hafa bersýni- lega minnkað á sumum sviðum. Einkum á þetta við um móðurmáls- kunnáttuna. Hún er hreint út sagt hræðheg hjá mörgum starfsmönnum þessara stöðva, svo slæm að það er með óhkindum að þetta fólk hafi slampast í gegnum samræmd próf, hvað þá stúdentsprófr Þarna er mikið verk óunnið fyrir þá stjómendur þessara stöðva sem hafa einhvern metnað. Samkeppnin hefur hka á stundum hrakið annars ágæta fréttamenn af leið. Tökum sem dæmi flugslysið við Reykjavíkurflugvöll fyrir nokkm. Fréttamenn tveggja stöðva lýstu at- burðum án þess að hafa hugmynd um hveijir áttu í hlut. Innan um lýs- ingar á því að þama væri „allt í köku“ og engin von á lífsbjörgun komu nákvæmar lýsingar á vélinni svo ekkert færi nú milli mála hjá þeim hlustendum sem gátu átt von á því að ástvinir þeirra væru í „kö- kunni“. Svo heppnir voru þessir fréttamenn í það skiptið að útlend- ingar áttu í hlut en hvað heföi gerst ef þarna hefðu fyrirmenn þjóðfélags- ins verið á ferð? Að því ógleymdu þegar ein stööin sá ástæðu til sérstaks viðtals við and- lega vanheilan mann vegna uppá- tækis hans á íþróttavelh. En vonandi em þetta bemskubrek. Magnús Bjarnfreðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.