Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
Gilbert er sterkari en konumar
Safnaðarfundur Frikirkjunnar í Gamla bíói var mál málanna í vikunni. Ár og dagar eru
síðan önnur eins röð hefur sést þar. Orðrómur er um að margir hafi böðlast áfram í röðinni.
Fellibylurinn
Gilbert
Fellibylurinn Gilbert, sem sagður er kraft-
mesti fellibylur frá upphafi, hefur gert mik-
inn usla. Það er annars þetta með nöfnin á
fellibyljum. Til þessa hafa þeir yfirleitt ver-
ið skírðir í höfuðið á konum en nú bregður
svo við að karlmannsnafn skýtur upp koll-
inum og vindhraðinn eykst um allan helm-
ing.
Mestu karlremburnar tala nú um að Gil-
bert sýni betur en annað að það sé engin
spurning lengur um hvort kynið sé sterk-
ara.
Fíkniefni á
litla Hrauni
Það hefur mörgum brugðiö við fréttirnar
um að allt sé fljótandi í fikniefnum á Litla
Hrauni.
Hvort neyslan hefur aukist eftir að sam-
göngur austur bötnuðu með tilkomu Ós-
eyrarbrúarinnar er ekki vitað. Hitt er ljóst
að ekki þýðir að setja fangana í lyfjapróf og
dæma þá í bann.
Þeir sitja nefnilega þegar inni.
Pétur sjómaður
í klakinu
„Pétur sjómaður veiddi tuttugu punda lax
- laxinn byijaður að hrygna,“ var fyrirsögn
í DV af veiðimennsku Péturs Sigurðssonar,
sjómanns og formanns bankaráðs Lands-
bankans, í Hrútafjarðará á dögunum.
Eftir þessa frétt efast margir um að Pétur
hafi verið við veiðar í Hrútafjarðará. Hall-
ast menn fremur aö því að Pétur hafi veitt
í fiskeldisstöð og þá einna helst klakstöð-
og hann hafl kreist þann tuttugu punda of
fast.
Rauðhærðir
skattlagðir
„Ég velti því fyrir mér hvort það myndi
standast ef sett yrðu lög um sérstakan skatt
á alla íslendinga, hvern einasta mann sem
heitir Steingrímur Hermannsson, er rauð-
hærður og fer fjörutíu daga á ári í laxveiði
á kostnaö annarra. Teldist það almenn
skattahækkun?" er haft eftir Davíö Odds-
syni í DV um þá tillögu framsóknarmanna
að skattleggja sveitarfélög sem hafa yfir 10
þúsimd krónur á íbúa í aðstöðugjöld.
Borgarstjórinn tekur Steingrím þarna
heldur betur fyrir. En skattasérfræðingar
sjá þó smugu fyrir Denna til að komast
undan þessum skatti Davíðs.
Hann getur nefnilega litað á sér hárið.
Organisti og kór út
ef Gunnar kemur
inn
Fríkirkjan og Gunnar Björnsson hafa auð-
vitað verið mál málanna í þessari viku.
Pavel Smid organisti og kórstjóri Fríkirkj-
unnar hugsar ekki hlýtt til Gunnars og
kveður hann hafa komið dónalega fram við
sig. Segir herra Smid að hann og kórinn
fari út ef Gunnar komi inn í kirkjuna aftur.
Sagan segir að ýmsir séu nú farnir að
- Léttmeti á laugardegi
Jón G. Hauksson
fylgjast með látunum í Fríkirkjunni eins og
um spennandi kosninganótt sé að ræða þar
sem menn eru annað hvort úti eða inni fram
eftir nóttinni.
Sömu menn segja að Gunnar sé flakkarinn
frægi.
Geislavirkar
kindur
„Geislavirkar kindur,“ var fyrirsögn á
frétt frá Noregi í vikunni. Geislavirknin
kvað stafa af Tsjemobyl-slysinu.
Það þarf greinilega ekki örbylgjuofn þegar
þessar kindur verða matreiddar.
Jakinn í grillinu
Guðmundur J. Guðmundsson sagði við
fféttamenn, þegar hann yfirgaf formanna-
fund ASÍ síðastliðinn mánudag, að hann
ætlaöi heim að grilla í stað þess að taka þátt
í þeim halelújakór sem fundurinn væri, eins
og Guðmundur orðaði það. Héldu menn að
Guðmundur væri að fara heim í kvöldmat.
Daginn eftir sáu menn hins vegar í blööum
að Jakinn hafði staðið í ströngu í Gamla
bíói á safnaðarfundi Fríkirkjunnar síðar um
kvöldið.
Fréttamenn héldu fyrst að Jakinn hefði
platað þá varðandi grillveisluna. En upp-
götvuðu síðan að svo var ekki. Það er nefni-
lega komið á daginn að þegar Guðmundur
tekur menn í gegn, tekur þá í karphúsið,
notar hann einfaldlega orðatiltækið að grilla
menn.
Herluf Clausen
er lánsamur
Þeir á Tímanum skrifuðu um auðmenn
íslands og tóku þá þrjá ríkustu fyrir. Fyrst
var rætt um Þorvald og Pálma og þá Herluf
Clausen. Tíminn upplýsir að Herluf sé af
vinum sínum kallaöur „Lucky“.
Það hlýtur að útleggjast Lukku Láki á
móðurmálinu.
Útsala á
sviðahausum
Stööugar fréttir berast um sviðakjamma á
Selfossi. Þeir kosta minna fyrir austan en
annars staðar. Fyrir nokkrum vikum lásu
menn um að sviðaveisla væri í hveiju húsi
á Selfossi. Og á dögunum voru sviðahausar
seldir á útsölu.
Ja, nú er það svart á Selfossi.
Andspyma ASÍ
Bæði BSRB og ASÍ mótmæla núna kröft-
uglega allri kjaraskerðingu vegna efnahags-
aðgerða og segja húsbændur þar að það sé
sama hvað aðgerðin heiti, svo fremi sem
hún gangi út á kjaraskerðingu þá verði
henni mótmælt.
Þaö er sennilega kominn tími til að ASÍ
og BSRB hætti að spila svæðisvöm heldur
taki upp leikaðferðina maður á mann.
Nýja kjötið
í frystinn
Nú er orðið ljóst að nýja kindakjötið sem
kemur út úr sláturhúsunum á næstunni fer
beint í frysti til geymslu, að sögn manna í
landbúnaðinum.
Nú spyija allir sig hvort eitthvað pláss sé
í frystigeymslunum. Er ekki það gamla þar
fyrir?
ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 20
A Þjóðhöfðingi Dalai Lama varð að yfirgefa land sitt árið
1959. Landiðvar:
1: Pakistan
X: Thailand
2: Tíbet
B Dingo er nafn á villtu hundakyni, sem er upprunnið í:
1: Asíu
X: Ástralíu
2: Ameríku
c Talið er að um 6 milljónir manna hafí farist í spönsku
veikinni svonefndu. Hún geysaði árið:
1: 1904
X: 1918
2: 1929
D Hvaða forseti Bandaríkjanna fór illa út úr svonefndu Wat-
ergate máh:
1: RichardNixon
X: LyndonB. Johnson
2: GlennFord
F NýjabrúinyfirÖlfusáhlautnafnið:
1: Suðurlandsbrú
X: Óseyrarbrú
2: Árósabrú
Það er menntastofnun sem notar
þetta merki, nánar tiltekið:
1: FjölbrautaskóliSuðurnesja
X: Menntaskólinn á ísafirði
2: FjölbrautaskólinníBreiðholti
H Hin hljóðfráa þota Concorde var smíðuð í sameiningu af
Bretum og:
1: V-Þjóðverjum
X: Frökkum
2: Hollendirigum
20
Sendandi____________________________
Hér eru átta spurningar og
hverri þeirra fylgja þrír mögu-
íeikar á réttu svari. Þó er aðeins
eitt svar rétt við hverri spurn-
ingu. Skráið réttar lausnir og
sendið okkur þær á svárseðlin-
um. SkUafrestur er 10 dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum
við úr réttum lausnum og veit-
um þrenn verðlaun, öll frá póst-
versluninni Primu í Hafnar-
firði.
Vinningshafar fyrir 1 eða X eða
2 í átjándu getraun reyndust
vera: Stefanía Árnadóttir, Há-
túni 7,735 Eskifirði (hitateppi);
Svanhildur Pálmadóttir,
Brekkustíg 31E, 260 Njarðvík
(trimmtæki); María Lea Guð-
jónsdóttir, Marbakkabraut 32,
200 Kópavogur (skærasett).
Vinningarnir verða sendir
heim.
Rétt lausnvar:
2-1-2-2-X-2-1-X
E BorginNikósíaerhöfuðborgáeyjunni:
1: Kýpur
X: Sikiley
2: Krít
Heimili
Rétt svar:
A □
E □
B □ C □ D □
F □ G □ H □