Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 25
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 25 lisa Bonet - engin fyrirmyndarstelpa: Á von á tvíburum í þessum mánuði Lisa Bonet, sem þótti bera af öðrum börnum Bill Cosbys í Fyrirmyndar- föðurnum, þykir ekki lengur litla sæta stelpan. Hún klæðir sig ó- smekklega, telja margir.og er bara bölvaður villingur. Hér er hún með eiginmanninum. Whitney Houston á að leika TinuTumer Tina Turner hefur lifað allt sem einn poppari getur látið sig dreyma um. Hún var í eldlínunni á sjöunda áratugnum þegar dægurtónlistin stjómaði heiminum. Þá naut hún frægðarinnar með manni sínum, Ike. Á síðasta áratug náði hún frægð á ný og nú var hún ein síns liðs. En þrátt fyrir alla velgengnina hefur líf hennar ekki verið dans á rósum. Um það má lesa í sjálfsævisögunni Ég, Tina sem kom út fyrir skömmu. Það á ekki fyrir ævisögunni að hggja að rykfalla á bókahihum því aö nú stendur til að kvikmynd hana. Fyrst datt mönnum í hug að Tina gæti leikið sig sjálfa í myndinni en hún aftók það. Þá flaug mönnum í hug að Whitney Houston væri kjörin í hlutverk Tinu. Whitney hefur verið boöið hlut- verkið og hún er nú að hugsa sig um. Tina er sögð ánægð meö að fá hana í hlutverkið og framleiðendur mynd- arinnar hugsa sér gott til glóðarinnar því að Whitney er nú ein skærasta stjarna poppsins. Tina Turner lætur nú kvikmynda sjálfsævisögu sína. Lisa Bonet, sem flestir þekkja úr Fyrirmyndarföðurnum og síðan eig- in þáttum, sem sýndir hafa verið hér í sjónvarpinu, á von á tvíburum í þessum mánuði. Vegna þess að hún átti von á barni (bömum) var tökum hætt á þáttum hennar. Ástæðan er sögð sú að fyrirmyndarfaðirinn, Bih Cosby, skipaði svo fyrir. Hann var ævareiður er hann vissi að Bonet hafði gift sig í laumi og ekki batnaði skapið er hann frétti af því að hún væri ekki kona einsömul. Cosby rak Bonet á sínum tíma úr þáttum sínum en hjálpaöi henni að fá eigin þætti, sem voru reyndar ná- skyldir Fyrirmyndarföðumum. í staðinn gaf Bonet „föðumum" loforð um að hún myndi ekki eignast barn næstu þrjú árin. Við þetta stóð hún ekki og missti því þáttinn. Það hafði í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir Lisu Bonet því að hver þáttur gaf henni nokkrar milljónir í aðra hönd. Hún segist þó ekki vera á vonarvöl þvi að ekki hef- ur henni tekist að eyða öllu því sem hún hefur aflað. „Ég fer aftur að vinna eftir hálft ár,“ segir hún og bætir við: „Ef ég fæ ekki að halda áfram meö þessa þætti þá á ég mörg tilboö sem ég get valið úr. Kvik- myndaframleiöendur standa í röðum og bjóða mér hlutverk.“ „Lisa Bonet hefur hagað sér þannig að hún getur ekki lengur verið dóttir mín í þáttunum,“ segir Bill Cosby. Hver getur ímyndað sér þátt sem gerist í heimavistarskóla þar sem aðalpersónan er ófrísk smástelpa. Ég get ekki séð þáttinn þannig fyrir mér,'1 segir fyrirmyndarfaöirinn. Nú er Lisa Bonet heimavinnandi og bíður þess að verða léttari. Eigin- maðurinn, rokkstjarnan Lenny Kra- vitz, spilar í næturklúbbum í Los Angeles. Eitt hefur Lisa Bonet þó lært af fyrirmyndarfööurnum Bill Cosby; að fela sitt einkalíf. Þess vegna hefur hún ekki sýnt sig opin- berlega síðan hún fór að fitna að ráði. Og hún ætlar víst ekki að hlaupa með tvíburana sína fram fyrir myndavélar blaðaljósmyndara þegar þeir koma í heiminn. \úxtasneið Mmæll sreikningsins er heil kaka út af fyrir sig Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið. Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir. Hann hentar því mjög vel til almennra tímabundinna nota og er M Landsbanki auk bess kiörin afmæliseiöf. Km k clanrlc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.