Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 28
28 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Sérstæð sakamál_________dv Síðasti kapítulinn var óskrifaður ... „Þú ert stórkostleg!" hvíslaöi ríki, miöaldra kaupsýslumaöurinn í eyra ungu, ljóshærðu stúlkunnar þegar hann setti demantshringirm á fingur hennar. Hún þakkaði honum fyrir hann og hvatti hann til þess aö gefa sér fleiri demantsskartgripi, því „demantar eru bestu bestu vinir hverrar stúlku,“ eins og hún komst aö orði. Fyrstu kynni af ljóshæröu stúlkunni Clare Jones hafði kaupsýslumaðurinn Leonard Moon á ráðstefnu í Royal Lancast- ergistihúsinu í London. Fjórum árum síöar höfðu þau ákveðið að gifta sig. Við kynnin var Moon fimm- tíu og níu ára en Clare Jones tvítug. Hann hefði því vel getað verið faðir hennar og jafnvel afi. En það kom þó ekki í veg fyrir náin kynni. Gisele kona Moons var með honum á ráð- stefnunni í London en varði þar miklu af tíma sínum í aö ræða við aðra gesti enda mun hún ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af því að maður hennar færi að gera hosur sínar grænar fyrir öðrum konum. Það hefði henni að minnsta kosti þótt ólíkt honum. Þó var það svo að Leonard Moon gat vart haft augun af ungu stúlk- unni sem hann hafði verið kynntur fyrir og hét Clare Jones. Hún virtist líka kunna vel við sig í félagsskap hans. Þetta kvöld er Moonshjónin voru gengin til náða, reis Leonard Moon úr rekkju, sveipaði um sig sloppi og fór til her- bergis Clare Jones. Hún opnaði strax fyrir honum enda hafði það orðið aö samkomulagi með þeim að hann kæmi til hennar. Var þetta sú fyrsta af mörgum leynilegum heimsóknum hans á herbergi hennar í Royal Lan- castergistihúsinu á meðan ráðstefn- an stóð þar. örlátur Moon reyndist mjög ónískur á fé þegar Clare var annars vegar og eyddi verulegum fjárhæðum í gjafir til hennar. Það fór þó ekki hjá því að eiginkonan, Gisele, fengi af því fregnir að maður hennar var farinn að halda fram hjá henni. Hún ákvað að sýna skynsemi í þeirri von að það gerðu aörir sem málið snerti. Um jólin þetta ár bauð hún Clare heim því hún vonaðist til þess að það yrði að minnsta kosti manni sínum hvatning til að binda enda á sam- bandið við ungu stúlkuna. Svo fór þó ekki. Fór að skrifa bók í staö þess aö snúa baki við Clare og reyna að bjarga hjónabandinu gaf Moon sig æ meira á vald ástarvím- unni. Reyndar var Clare nú orðin honum meira virði en flest annað og því settist hann við skriftir. Var það ætlun hans að láta frá sér fara skáld- sögu um ástarsamband þeirra Clare og svo viss var hann um að bókin yrði góð ástarsaga að hann sneri sér til bókaútgefanda sem hann þekkti, ungrar konu að nafni Gaynor Evans. Mun taka fram bókum Cartland „Þessi bók,“ sagði Leonard Moon við Gaynor Evans, „mun taka fram öllu því sem Barbara Cartland hefur skrifað. Hún segir söguna af ástum miðaldra manns og ungrar stúlku. En ég er ekki enn búinn að skrifa síðasta kapítulann. Og endirinn á auðvitað helst að verða góður.“ Gaynor Evans brosti er hún heyrði þetta og bað Moon að koma aftur til sín þegar hann hefði lokið við aö skrifa kapítulann sem enn vantaði. Hjónabandshugleiðingar Bókin var Leonard Moon þó ekki efst í huga. Hann var búinn aö ákveða að kvænast Clare Jones en ætlaði þó ekki að segja konu sinni frá þvi fyrr en á síðustu stundu. Sumarið 1983 fékk Moon þó að kynnast því hvernig fariö getur með samband ungrar konu og manns sem er næstum fjörutíu árum eldri en hún. Það gerðist dag einn þegar hann hafði keypt gríðarmikinn blómvönd og látið senda hann heim til Clare en síðar um daginn ætlaði hann aö draga trúlofunarhring á fingur henn- Gisele Moon. ar yfir kvöldverði í góðu veitinga- húsi. Einn við borð í tvo tíma Er Leonard Moon var sestur við borðið sem hann haföi pantað í veit- ingahúsinu fékk hann sér martini- hanastél á meðan hann beið eftir Clare. En hún kom ekki. Er hann hafði beðið í tvær stundir var hann orðinn bálreiður og ákvað að yfirgefa veitingahúsið. Hann hélt beint heim til Clare en komst þá að því aö hún var ekki heima. í öskutunnunni sá hann aftur á móti blómvöndinn sem hann hafði sent henni fyrr um dag- inn. Nýr unnusti Einn af nágrönnum Clare Jones, sem bar kennsl á Leonard Moon, gaf honum svo þá skýringu aö fyrr um kvöldið hefði Clare farið út með ung- um manni sem hún hefði oft verið með í seinni tíð. Moon fór á vinnustað Clare daginn eftir og bað hana þess lengstra orða að láta nýja kærastann lönd og leið svo að þau gætu gert alvöru úr þvi að gifta sig. Til þess að sýna henni hve mikil alvara honum var tók hann fram trúlofunarhringinn sem hann hafði ætlað að draga á fingur Clare kvöldið áður. „Þú ert of gamall fyrir mig,“ sagði Clare þá við Moon. Hann vildi samt ekki gefa sig og fór að segja henni frá ástarsögunni sem hann var að skrifa og kapítulanum sem hann hafði enn ekki lokið við. Þá sneri Clare sér beint að honum og sagöi hvasslega: „Nefndu mig ekki á nafn. Finndu þér aðra stúlku svo þú getir lokið við hann! Og reyndu ekki aö hafa oftar samband við mig því ég vil ekki hafa neitt meira með þig að gera.“ Svo opnaði Clare Jones dyrnar og vísaði honum út. Lögreglan ræðir við Leonard Moon Nokkrum dögum síðar, er Moon hafði gert ítrekaöar tilraunir til þess að hafa samband við Clare, fékk hann upphringingu frá lögreglunni. Hafði Clare þá haft samband við hana til þess aö biðja hana um að reyna að fá Moon til að láta sig í friði. „Þú gerðir best í því að gera eins og stúlkan biður um,“ sagði lögreglu- þjónninn. En Leonard Moon var ekki sú manngerð sem er gefin fyrir að þiggja góð ráð, ekki heldur þótt þau komi frá lögreglunni. Skotæfingar urðu næsta áhugamál Moons. Hann keypti sér haglabyssu og fór að stunda skotæfingar á fáfórnu svæöi. Brátt hafði hann náö mikilli leikni með vopnið. Þar kom svo að hann þóttist hafa náð svo góðum tök- um á því að hann taldi að tími væri til kominn að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun sem hann hafði gert en tilgangurinn með henni var að láta Clare Jones gjalda fyrir fram- komu sína við hann. 29. nóvember þetta ár hlóð hann rifíilinn og ók til norðurhluta London en þar bjó Clare. Hann beið þar fram í myrkur en þá kom hún heim. Moon gekk þá til hennar en hún hratt honum þegar frá sér og kvaöst ekki vilja sjá hann aftur. „Þú ert of gamall fyrir mig,“ sagði hún. Svo sneri hún við honum bakinu og gekk frá honum. Hljóp þá Moon aftur að bílnum sínum. Árásin Augnabliki síðar sá Clare Moon með haglabyssuna í höndunum. Hún lamaðist af hræðslu og gat sig ekki hreyft. Svo tók hann í gikkinn og á nokkrum augnablikum skaut hann öllum fimm skotunum. Það fyrsta lenti í bakinu á Clare en hin fjögur í brjóstinu. í nokkrar sekúndur stóð Moon grafkyrr en gekk síðan rólega burt er fólk dreif að. Moon gekk að næsta símaklefa. Þar hringdi hann í konu sína og bað hana um að hafa samband viö lögregluna og sjá til þess að hann yrði sóttur. Lögreglan nálgaðist hann af varúð því hann hélt enn á rifílinum. Fyrir Old Bailey-réttinn Er Moon hafði verið handtekinn hófst rannsókn málsins þegar í stað. Meðal þeirra gagna sem í ljós komu var vasabók Clare og í henni stóð meðal annars: „Menn eins og Moon koma sér vel fyrir ungar og metnað- argjarnar konur.“ Lýsir setningin ef Haglabyssan. til vill betur en flest annað hégóma- girni miðaldra manns sem heldur að hann sé genginn í hlutverk sér miklu yngri manns og hættulegri afstöðu stúlku sem telur sér óhætt að leika sér. með tilfinningar mun eldri manns sem þolir illa áfóll af þessu tagi. Málið kom fyrir Old Bailey-saka- málaréttinn í London. Þar lýsti Moon því yfir að hann hefði ekki ætlað sér að drepa Clare Jones, aðeins hræða hana. Kviðdómendurnir gátu ekki fallist á skýringu hans. Þóttu þær koma illa heim og saman við marg- endurteknar skotæfingar hans. Fékk ævilangan dóm Kona hans, Gisele, var viðstödd er dómurinn var kveðinn upp. Var það lífstíðardómur sem þýðir að maður á hans aldri getur vart gert sér von um aö verða náðaður áður en ævin er úti. Síðar var haft eftir einum fanga- varðanna í fangelsinu þar sem Moon er núna: „Hann fær þó að minnsta kosti tækifæri til aö skrifa síðasta kapítulann." Kaldhæðnisleg orð en vafalaust sönn. Æfingasvæðið. Clare Jones og Leonard Moon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.