Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 33
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 49 • Þannig er ástandiö þar sem fellibylurinn Gilbert hefur farið yfir. irnir fluttir í land nema einn eöa tveir á hverjum palli sem loka fyrir olíustreymið áður en þeir eru fluttir í land á síöustu stundu. Þetta er mjög stórt svæði sem þarf að sinna. Það nær alveg frá Flórída og yfir til Mexíkó sem er óhemjuvíð- áttumikið hafsvæði. Pallarnir eru þetta frá tveimur til þremur mílum undan ströndinni og allt upp í 300 mílur. Þetta eru bæöi pallar sem olí- unni er dælt frá til lands og einnig er stöðugt verið að bora eftir olíu. Um borð eru oft 50 til 60 manns þeg- ar verið er að bora en færri á vinnslupöllunum. “ Ætlaði að sýna konunni landið Gylfi var í fríi þegar ósköpin dundu yfir við Mexíkóflóann og reiknaði með að verða hér á landi fram eftir haustinu. t „Ég kom heim gegnum England nu í haust,“ segir Gylfi. „Við hjónin vorum við brúökaup bróður mins sem býr í Englandi og notuöum tækifærið til að koma heim í síðbúið sumarfrí. Við ætluðum að vera leng- ur hér en veröum nú að fara í snatri. Ætlunin var að skoða landið en það verður að bíða betri tíma. Konan mín er bandarísk. Við gift- um okkur ,hér í Hallgrímskirkjunni árið 1984 og höfum ekki komið hing- að aftur fyrr en nú. Þetta setur því óneitanlega strik í reikninginn. Við búum í' Houston og höfum einnig áhyggjur af heimihnu. Húsið okkar er í hættu vegna flóða. Það stendur ekki hærra en svo að þótt við búum um 60 sjómílur frá strönd- inni þá er það á hættusvæði. Því er einnig spáð að fellibylurinn geti farið yfir Houston þannig að eignir okkar eru í hættu.“ Ekki svo hættuiegt Daglega vinnur Gylfi við að flytja vistir og varahluti til borpallanna og að flytja menn að og frá landi eftir því sem þeir skipta um vaktir. Þetta er allt gert með þyrlum. „Við vinnum sjö daga í einu, frá sólarupprás til sólseturs, og höfum síðan sjö daga frí,“ segir Gylfi. „Við vinnum þannig aðeins aðra hverja viku. Ég get ekki sagt að þetta sé hættuleg vinna, Þyrl- urnar eru allar útbúnar flotum sem hægt er að blása út á fimm sekúndum ef neyðarástand kemur upp. Þyrl- urnar fljóta því auðveldlega á sjó ef nauðlending er óumflýjanleg. ÖU umferöarstjórn er hka mjög til fyrirmyndar. -Það eru aldrei meira en 100 sjómílur á milli stjórnstöðva þar sem björgunarþyrlur eru. Við erum stöðugt í sambandi við stjórn- stöðvarnar og ef eitthvað ber út af þá er björgunarþyrla komin á staö- inn eftir 30 mínútur eða skemmri tíma. Slys hjá Petroleum Helicopters eru mjög fátíð þótt þyrlur félagsins séu vel á fjórða hundrað. Það á þó við hjá okkar félagi eins og í öllu öðru flugi að 98% ahra flugslysa má rekja til mistaka flugmannsins. Fyrirtækið leggur því mikla áherslu á menntun 'og þjálfun sinna manna. Tvisvar á ári förum viö í endurþjálfun og mik- ið er lagt upp úr að farið sé eftir sett- um reglum. Það er ófrávíkjanleg regla aö hver nýr flugmaður sem kemur til vinnu fær mikla flughandbók sem í eru sérstakar öryggisreglur félagsins. Þaö er sagt að þessar reglur séu skrif- aðar með blóði því þar er saman komin hálfrar aldar reynsla af þyrlu- flugi. Það er margt sem hefur lærst frá því þyrluflug hófst og til dagsins í dag. Þessi reynsla hefur kostað mörg mannslíf og því ekki að furða þótt kröfur um öryggi séu strangar. I hverjum mánuði fær hver flugmað- ur skýrslur um tilraunir með þyrlur og rannsóknir á slysum til að geta fylgst með öllu því nýjasta. Það er stöðugt verið að minna menn á að sýna varúð. Hér heima tengja menn þyrluflug við hættur og það er eins úti í Bandaríkjunum. Það er undantekningalaust sagt mjög ít- arlega frá öllum þyrluslysum þannig að það er eðhlegt að fólk álíti þyrl- urnar hættulegar þótt þær séu það ef til vill ekki.“ Mannslífin ganga fyrir „Björgunarflug, eins og núna stendur yfir, er auðvitað ekki hættu- laust en það er reynt að vera ekki alveg á seinustu stundu með brott- flutning fólks til að stefna mannslíf- um ekki í hættu að óþörfu. Þegar svona fellibyljir ganga yfir þá gefast ahtaf nokkrir dagar til undirbúnings. Þar að auki eru um 40 þyrlur að stað- aldri á pöllunum til öryggis. Þar eru flugáhafnir sem sinna björgunar- störfum eingöngu en annast enga flutninga þess utan. Þessar þyrlur eru látnar bíða til síðustu stundar og jafnvel skildar eftir ef tvisýna er um að koma þeim í land. Mannslífin eru látin ganga fyrir. Við erum hftryggðir og trygg- ingagjöld á þyrlunum eru líka há. Það má segja að tryggingarnar séu um 30% af verðmæti hverrar þyrlu.“ Gilbert fer á kreik „Það var í fyrstu á huldu hvort ég þyrfti að fara út,“ heldur Gylfi áfram frásögninni af atburðum síðustu daga. „Ég beiö í tvo daga eftir boðum að utan um að koma til starfa. Nú er orðið ljóst hvernig ástandið er og afleiðingar felhbylsins eru gríðarleg- ar. Menn kippast óneitanlega við að heyra um að mikill fellibylur sé að ganga yfir svæðið. Ég hef tekið eftir því hér að menn hafa mikinn áhuga á þessu. Ég kvíði ekki fyrir að fara. Þetta er mín vinna þannig að ég tek þessu eins og hverju öðru. Ég hef verið við þyrluflug frá árinu 1978 við ýmsar aðstæður og gæti eins vel hætt þessu ef mér líkaði ekki vinnan.“ Óviðráðanleg útþrá Gylfi er einn þeirra manna sem var ungur gripinn óslökkvandi löngun til að sjá heiminn. Hann hefur lítið verið hér á landi í aldarijórðung og það má heyra á málfari hans að hann hefur sjaldan talað íslensku síðustu árin. Hreimurinn er ættaður frá Tex- as. Þótt Gylfi sé ekki kominn nema rétt á miðjan aldur hefur hann reynt margt. „Ég fór héðan fá íslandi árið 1964 og var fyrst í siglingum í nokkur ár með Norðmönnum, Svíum og Dönum,“ segir Gylfi þegar hann rifj- ar lífshlaupið upp. „Eftir nokkur ár á sjónum fór ég á stýrimannaskóla í Danmörku og hélt áfram að sigla sem stýrirmaður að loknu prófi árið 1974. Á þeim tíma fékk ég flugdelluna og byrjaði að læra flug í Bandaríkjun- um. Smátt og smátt eyddi ég alltaf meiri og meiri tíma í flugið og á end- anum var þaö orðið að aðalatvinnu. Árið 1982 flutti ég til Pennsylvaníu og rak þar flugskóla um tíma. Ég hafði þá lært venjulegt flug og þyrlu- flug jafnhliða og hef atvinnumanns- próf bæöi á þyrlur og flugvélar. Ég fór aö vinna fyrir Petroleum Helicopters árið 1984. Níu af hverjum tíu flugmönnum þar eru gamlir her- menn sem velflestir voru í Víetnam- stríðinu og lærðu þar að fljúga þyrl- um. Þeir eru eftirsóttir vegna reynsl- unnar og einnig vegna þess að það er mjög dýrt að læra að fijúga þyrlum og því fáir sem leggja út í það. Þeir eru fáir sem eiga fjármuni til þess.“ Fullorðinn íflugnám Þegar Gylfi hóf flugnám var hann eldri en flestir þeir sem ætla sér að gerast atvinnuflugmennn. „Já, þeir voru margir sem brostu þegar ég greip það í mig að læra að fljúga,“ segir Gylfi og hlær við. „En þetta var gamall draumur sem ég hafði allt í einu tækifæri til að láta rætast. Ef menn láta tækifærin ekki framhjá sér fara þá eru mönnum allir vegir færir. Ég verö samt að segja það við unga menn, sem langar aö læra að fljúga, aö það er allt annað er auð- velt ætli þeir sér að ná langt. Reynsla af flugi er metin mjög mikið og það er erfitt að fá þá reynslu. Ég reyndi ýmislegt þegar ég var að byrja. í tvö ár hafði ég atvinnu af til- raunaflugi á nýjum þyrlum í Okla- homa. Það var gamall flugkennari minn sem kom mér í þaö starf. Þarna var veriö að gera tilraunir með nýja þyrlutegund sem hönnuð var fyrir herinn. Af því að ég var útlendingur þá þurfti ég að ganga í gegnum mörg próf og svara mörgum spurningum áður en ég fékk starfið. Þessar þyrlur áttu að vera fjar- stýrðar þótt þær væru hálft annað tonn á þyngd. í tilraununum var yfir- leitt hafður flugmaður um borð til að taka við ef stjórnin af jörðinni fór úrskeiðis. Þetta var mjög ævintýra- legt flug. Þyrlurnaf voru byggðar alveg nýjar frá grunni og ýmsar til- raunir gerðar með þær. Upphaflega var ætlunin aö kenna þyrluflugmönnum að fljúga þessum vélum með fjarstýringunni en það gekk ekki of vel. Það var ágætt að halda stjórn á þyrlunum ef flugmað- urinn gat horft aftan á þyrluna en þegar víkja átti frá því þá versnaði í því. Á endanum komust hönnuðurn- ir að því að módelflugmenn væri bestir í að hafa stjórn á þessum þyrl- um.“ Gott fyrir blóðþrýstinginn „Ég var oftast í hlutverki öryggis- flugmannsins sem sat um borð með- an hinir voru að æfa sig með fjarstýr- inguna. Það hafði oft ágæt áhrif á blóðþrýstinginn þegar naumlega tókst að skipta af fjarstýringunni yfir á handstýringuna þegar mistök uröu,“ segir Gylfi og grípur fyrir hjartað. „Það var þó gaman að þessu og þyrlan fékk á endanum viður- kenningu frá loftferðaeftirlitinu. Ég var aldrei í verulegri hættu þótt við misstum tvær þyrlur en sem betur fer var enginn um borð þegar þau óhöpp urðu. Ég lærði mikið á þessu tilrauna- flugi og fór eftir þetta til Petroleum Helicopters. Við fljúgum nánast um allan Mexikóflóann því félagið er með bækistöðvar víöa með strönd- inni. Við verðum því að vera við- búnir því að fljúa ólíkum gerðum af þyrlum. í upphafi er gert ráð fyrir að menn geti flogið fleiri en einni gerð og eftir því sem starfsreynslan verður meiri kynnast menn fleiri vélum. Þetta er góður hópur manna sem vinnur hjá Petroleum Helicopters. Flugmenn eru alltaf flugmenn og það skiptir engu hvaöan menn eru upp- runnir, hópurinn verður alltaf góð- ur. Margir hafa hlotið sína þjálfum í hernum en aðrir hafa lært með öðrum hætti. Ég byrjaði ekki að læra meðan ég var hér heima þótt ég heföi áhugann. Þá var oftar litið á áhuga ungra manna til aö læra að fljúga sem draumóra. Þyrluflug var nánast óþekkt hér á landi þegar ég var að alast upp og lengi vel var ekki hægt að læra það nema í Bandaríkjunum. Prentari í sjávarháska Ég er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Faðir minn, Gunnar Sigurmundsson, var þar þrentari. Ég lærði sjálfur upphaflega prentverk og vann sem prentari bæði hjá fóður mínum í Vestmannaeyjum og einnig í íslafoldarprentsmiðju og Odda. Það var þó alltaf í mér útþrá sem var að pota fingri að mér. Ég fór því á sjóinn og sigldi fyrst með Norð- mönnum. Siglingar voru þá nánast eini möguleikinn til að komast út í heim. Það má segja að ég hafi siglt um öll heimsins höf og hef farið nokkr- um sinnum í kringum jörðina á ýms- um skipum. Einu sinni datt ég fyrir borð og var ekki bjargað fyrr en eftir sólarhring. Ég var þá á sænska far- þegaskipinu Kongsholm. Það var einstakt að ég skyldi bjarg- ast. Þetta bar þannig til að skips- félagi minn féll fyrir borð en ég náði naumlega í hálsmálið á honum en hann var svo þungur að ég gat ekki náð honum upp og fór því á eftir. Þetta gerðist um 60 mílur undan Acapulco á vesturströnd Mexíkó. Það vissi enginn af því þegar við fórum fyrir borð þannig að skipið sigldi bara í burtu án þess að nokkur tilraun væri gerð til að bjarga okkur. Fyrir tilviljun áttu menn á eintrján- ingi leið framhjá sólarhring síðar og þeir björguðu okkur. Sjórinn þarna er heitur og saltur þannig að við of- kældumst ekki og flutum vel. Ég veit samt ekki hvernig við björguðumst. Það hjálpaði okkur aö við vorum tveir saman og hvöttum hvorn ann- an til að gefast ekki upp. Annars skiptust á örvæntingarstundir og tímabil þegar við fylltumst baráttu- hug. Eftir að okkur var bjargað vor- um við í 12 daga á sjúkrahúsi í Mex- íkó og vorum sendir á eftir skipinu- til New York. Skipsfélagarnir urðu eðlilega hálfhissa á að sjá okkur því enginn vissi um afdrif okkar. Við vorum bara horfnir. Við fengum aukamánuð borgaöan í kaup og höfð- inglegar móttökur um borð enda var björgun okkar líkt við kraftaverk. Þrjár nauðlendingar Eg held að þetta sé það versta sem ég hef lent í um dagana. í þyrluflug- inu hef ég aldrei verið í alvarlegri hættu. Eins Og flestir sem vinna við flug hef ég lent í vélarbilunum en aldrei verið hætt kominn. Ég hef þrisvar oröið að nauðlenda en alltaf sloppið við meiösli. Veðurfar er yfirleitt gott við Mex- íkóflóann. Hitinn er versta vanda- málið því hann gerir loftið svo þunnt og því erfitt að reikna út hvaða hleðslu þyrlurnar þola. Þetta getur oft verið vandamál því stundum reynast hestöflin ekki nógu mörg þótt hleðslan sé í samræmi við regl- ur. Fellibyljir í líkingu við þann sem nú gengur yfir eru fátíðir og hafa ekki komið síðan árið 1973 svo orð sé á gerandi. Ég hef því ekki kynnst þeim af eigin raun. Hvirfilbyljir eru aftur á móti algengir en þeir hafa aðeins áhrif á mjög takmörkuðu svæði. Þeir geta engu að síður veriö hættulegir og ég hef fengið að kynn- ast þeim. Einu sinni neyddist ég til að lenda á borpalli vegna hvirfilbyls. Við bundum þyrluna rammlega en stormsveipurinn reif hana í sundur og við horfðum á eftir brakinu af henni í hafið. Það hlaut að koma að því Stormsveipirnir hafa ekki áhrif nema á takmörkuðu svæði en veðrið í þeim er óskaplegt. Fellibyljirnir eru aftur á móti mjög víðáttumiklir og valda tjóni á stórum svæðum. Þarna við flóann var talað um að það hljóti nú eitthvað að fara að gerast. Það eru liðin 15 ár frá því síðasti stóri fellibyl- urinn gekk þar yfir. „Þetta er of gott til að geta verið satt,“ sögðu menn viö sjálfa sig og það hefur líka komiö á daginn aö felhbyljir eru ekki úr sögunni. Þessi fellibylur er sá versti sem komið hefur frá því mælingar hófust,“ sagði Gylfi Gunnarsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.