Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 38
54
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
St
Adua Pavarotti um eiginmanninn:
,,Hann er líka meistari í að búa til maf
„Það er ekki auövelt að vera gift
frægasta tenór heims en það er
spennandi." Svo segir Adua Pava-
rotti, eiginkona Luciano Pavarotti,
söngvarans heimsþekkta. „Ef Pa-
varotti hefði valið sér kennslu sem
ævistarf heföi lífið orðið auðveld-
ara en leiðinlegra." Adua og Luc-
iano Pavarotti hafa verið gift síöan
1961. „Hjónabandið hefur reyndar
ekki alitaf veriö auðvelt," viður-
kennir hún. „Það segir sig sjálft að
það er ekki mjög auðvelt að búa
með heimsþekktum tenór. Ég hef
lært að láta hann í friði þegar mik-
ilvægir tónleikar eru framundan
eða frumsýning á óperu. Honum
finnst þá betra að vera einn.“
Fyrir stuttu síðan hélt Pavarotti
tónleika í Stokkhólmi og gaf blaða-
mönnum færi á að hitta sig í ítalska
sendiráðinu. Meðan sá fundur stóð
yfir hélt Adua sig bakatil og lét lít-
ið fyrir sér fara. Þannig er hún,
heldur sig nálægt eiginmanninum
en ekki í sjálfu sviðsljósinu.
Hægri hönd mannsins
„J£g fer oft meö manni mínum í
ferðalög en auðvitað get ég það
ekki alltaf,“ segir hún. Ég starfa
sem kennari og er oft bundinn yfir
því. Einnig starfa ég við að hjálpa
og styðja unga óperusöngvara.'1
Adua Pavarotti er þar fyrir utan
hægri hönd eiginmannsins í hinum
ýmsu málum og hefur til dæmis
afskipti af samningum hans. Sjálf-
ur segir söngvarinn að Adua sé
aðalmanneskjan í lífi hans. „Þaö
má ekki gleyma því aö maður á líka
líf fyrir utan sviðið og þá er gott
að hafa góðan stuðning frá fjöl-
skyldunni."
Það kemur vel í ljós þegar Pava-
rotti er einn á ferð að hann vantar
mikiö því símreikningar hans heim
til konunnar eru dýrari en hótel-
reikningarnir. Þau hjónin búa í
stóru húsi í Modena ásamt þremur
dætrum, Lorenza, 24 ára, Christ-
ina, 22 ára, og Giuliana, 21 árs. Auk
þeirra búa í húsinu systir söngvar-
ans, mágkona, móðir hans Adela,
ritari hans og þjónustufólk.
Kannski margt fólk en það er að-
eins Luciano Pavarotti sem syngur
í þeirri fjölskyldu.
Þrífur aldrei húsið
Húsið þeirra í Modena er með
þrjátíu herbergjum en það er bara
vetrarbústaður. Á sumrin býr fjöl-
skyldan í Pesaro við Adríahafið.
Pavarotti á einnig hús í Monte
Carlo. Venjulega er hann félags-
lyndur og vill hafa margt fólk í
kringum sig.
„Því miður hefur engin af dætr-
um mínum haft áhuga fyrir söngn-
um,“ segir hann. Þegar kona hans
er spurð hvort Pavarotti sé hjálp-
samur eiginmaður svarar hún
glottandi: „Ja, hann hefur aldrei
þrifið. Ég hef heldur aldrei séð
hann vaska upp. En hann er meist-
ari í að búa til góðan mat. Og af
því hreykir hann sér.“
Það sést reyndar vel á húsbónd-
anum og söngvaranum að hann er
sælkeri. Þó hefur hann misst 40
kíló og er um 150 kíló á þyngd um
þessar mundir. Hann varð að létta
sig vegna raddarinnar. Eftir að
söngvarinn varð fimmtugur hefur
hann fengið meiri áhuga á að huga
að heilsunni en áður var. Nú sneið-
ir hann hjá feitmeti. Sagt er að
Pavarotti eldi sjálfur matinn sinn
á hótelherbergjum á ferðalögum.
ítalskur matur er í uppáhaldi hjá
honum og klæðnaður finnst hon-
um eigi að vera litríkur. Höfuö-
búnaður fmnst honum einnig
nauðsynlegur og Pavarotti kaupir
venjulega einhvern klæðnað í þeim
löndum sem hann heimsækir. Þá
verslar hann alltaf gjafir handa
allri fjölskyldunni. Ekki skortir
hann peninga né heldur aðdáendur
því söngvarinn er bókaður næstu
árin.
Luciano og Adua Pavarotti hafa verið á ferðalagi um Skandinavíu.
Fyrrverandi keisaraynja frans:
Eg hef lært að lifa nýju lííi
- Farah Diba býr ásamt fjórum bömum sínum í Bandaríkjunum
Farah Diba, fyrrverandi keisara-
ynja, sem orðin er fimmtug, má
aldeilis muna tímana tvenna. Ekki
er langt síöan hún lifði í allsnægt-
um og lúxus. Nú býr frúin í Banda-
ríkjunum með fjórum börnum sín-
um.
í rólegri götu á Nýja Englandi býr
Farah Diba, drottning Persíu áriö
1959 og keisaraynja írans frá 1967-
1980. Á þeim árum vakti hún
heimsathygli við hhð eiginmanns-
ins fyrir tígulega framkomu. Nú tíu
árum síðar hefur hún ekkert breyst
þrátt fyrir flutninga og erííð ár.
Það var árið 1978 sem fjölskyldan
þurfti að flýja frá íran vegna
Khomeinis og hans fylgdarliðs. Þau
flýðu úr einu landinu í annað,
hvergi var friður fyrir írönskum
hermönnum. Tveimur árum síðar
lést keisarinn í Egyptalandi og
Farah Diba stóð ein eftir með fjór-
um börnum þeirra, Farahnaz, Reza
Pahlavi, Ah Reza og Leila.
Heimilið er í íran
„Daginn sem maðurinn minn lést
er sá versti sem ég man eftir. Þó
ég hafi saknað hans mikið er ég
fegin að hann hefur ekki þurft að
horfa upp á hvemig land hans hef-
ur farið. Land stríðs og blóösúthell-
inga.“ Undanfarin ár hefur Farah
Diba búið í Bandaríkjunum en tel-
ur samt ennþá að heimili hennar
sé í íran.
„Ég hef vanist því að búa hér og
börnin kunna vel viö sig. Yngsta
dóttir mín, Leila, var aðeins tíu ára
----!
er við komum hingað og hún er
núna eins og hver annar Ameríku-
maður. Ég er alls ekki óhamingju-
söm. Mig langar samt alltaf heim,“
segir hún og lítur í kringum sig á
heimili sínu sem er skreytt pers-
neskum mottum og öðrum mun-
um.
„Þessir hlutir skipta mig miklu
máli. Þeir sýna mér hvaðan ég kem.
Stundum finnst mér ég vera tré
sem hefur verið rifið upp með rót-
um og plantað niður í óhkum
heimi. En ég er ekki sú manngerð
sem sökkvir sér niður í fortíðina.
Ég hugsa fremur í nútíð og fram-
tíð.“
Þjónar á hverjum fingri
Fyrir tíu árum hafði hún þjóna á
Hjónin Farah Diba og Muhammed Reza Pahlavi voru hamingjusöm og
Farah Diba heldur í minningarnar með myndum og hlutum frá heima-
landinu.
Farah Diba lifir einangruðu lifi. Hún á ekki marga vini enda segir hún að þá séu vandamálin færri.
hverjum fingri en nú þarf hún að
gera öll heimilisstörf sjálf. „í stað-
inn hef ég verið miklu meira með
börnum mínum en annars hefði
orðið," segir hún. „Ég er í fyrsta
lagi móðir með áhyggjur af börnum
mínum. Þótt þau séu orðin fullorð-
in finnst mér ennþá að þau þurfi á
mér að halda."
Farah segir að hún hugsi oft til
eiginmannsins. „Ég meira að segja
tala við hann þegar ég er ein. Oft
biö ég hann um ráðleggingar."
Annað hjónaband segir Farah að
komi ekki til greina. „Minningin
um manninn minn er til að lifa
með.“
Farah segir að síðustu ár hafi
þroskað hana mikið og gefið henni
mikla reynslu. „Líklegast verð ég
meira einmana þegar börnin eru
öll farin frá mér. Yngsta dóttir mín
er aö fara í menntaskóla og flytur
þá að heiman."
Lífið verður að halda áfram
Fyrrverandi keisaraynjan er
mikið fyrir íþróttir. Hún spilar
tennis, syndir og fer á skíði. Vina-
hópur hennar er ekki stór. Þó held-
ur hún alltaf sambandi við Jehan
Sadat, ekkju forseta Egyptalands.
Á hverjum degi skrifar Farah bréf
til gamalla íranskra vina, flestra
landflótta.
„Ég hef ekki áhuga á að eiga stór-
an vinahóp. Ég vil heldur eiga færri
og betri vini. Færri vinir - færri
vandamál. Gamalt íranskt máltæki
segir: Eftir því sem þakið þitt er
stærra færðu meiri snjó á það.
Ég vil minnast írans eins og það
var fyrir byltinguna, fallegu sveit-
irnar, bæina, trén og fjöllin. Mér
þykir vænt um landiö mitt og fólk-
ið sem þar býr. Ég reyni aö hlæja
og skemmta mér, annars verður
sorgin óbærileg. Lífið verður jú aö
halda áfram.