Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 42
58 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Áskorendaeinvígin hafin: Speelman áfram en Short er úr leik Óvænt úrslit urðu í áskorendaein- T vígi ensku stórmeistaranna Nigels Short og Jonathans Speelman sem haldið var í London í ágúst. Short sem hefur verið í fremstu röð stór- meistara síðustu ár, þrátt fyrir að hann sé aðeins 23ja ára gamall, varð að lúta í lægra haldi og þar með er hann úr leik í heimsmeistarakeppn- inni. Einvígi Shorts og Speelmans var hið fyrsta fjögurra áskorendaein- vígja en hin verða háö í janúar. þar er fyrst að telja einvígi Jóhanns Hjartarsonar við Anatoly Karpov sem hefst 28. janúar í Seattle á Vest- urströnd Bandaríkjanna; Timman og Portisch munu tefla í Brussel og Spraggett og Jusupov tefla í Toronto -4 í Kanada. Þessir skákmenn tefla um réttinn til aö skora á heimsmeistar- ann Garrí Kasparov. Þetta eru stutt einvígi, aðeins sex skákir og nægir að fá 3,5 vinninga til aö sigra. Líklegast hafa flestir talið' Short sigurstranglegri ensku stórmeistar- anna tveggja en Speelman, sem verð- ur 32ja ára daginn sem heimsbikar- mótið hefst í Reykjavík, hefur verið í örri framfór. Sumir spáðu hönum meira aö segja sigri fyrirfram, eins og t.d. Viktor Kortsnoj. Speelman er L stærðfræðingur og mikill hugvits- ** maður við skákborðið. Short teflir á hinn bóginn „beinna af augum” enda mun sjón hans vera betri en Speel- mans, sem gengur um með hnaus- þykk gleraugu. Svo fór að fyrstu tvær skákimar urðu jafntefli. Fyrsta skákin eftir 23 leiki í drottningarbragði, þar sem Speelman hafði hvítt og komst ekk- ert áleiðis. í 2. skákinni tefldi Speel- man franska vörn sem bersýnilega kom Short á óvart. Hann reyndi að þrýsta að stöðu Speelmans en hafði ekki árangur sem erfiði. Eftir 33 leiki, er tímahrak var yfirvofandi á báöa bóga, bauð Speelman jafntefli sem Short þáði. Fyrir þriðju skákina var því útlit fyrir að nokkuð jafnræði yrði með þeim félögum í einvíginu en í þriðju skákinni voru Short gjörsamlega mislagðar hendur. Eftir aðeins 15 leiki stóð staða hans í björtu báli og ósigrinum var aðeins frestað í 12 leiki til viðbótar. Þar með hafði Speelman náð forystunni, 2-1 og sigurganga hans hélt áfram. Skemmtilegasta skákin í einvíginu var sú fjórða, þar sem Speelman kom enn á óvart og beitti Pirc-vörn. Mik- ill kliður fór um salinn (teflt var í kvikmyndahúsi í Barbican í London) er Speelman fórnaði manni í 21. leik. Fórnin virtist hæpin, þar sem Speel- man fékk aðeins tvö peð í skiptum fyrir manninn. Báðir lentu hins veg- ar í miklu tímahraki og skyndilega réð Short ekki við neitt. Svörtu mennirnir gerðu innrás, drottning og hrókur komust niður á 2. reitaröð og mát blasti við Short. Staðan 3-1 og þar með voru úrslitin nánast ráðin. Speelman nægði jafn- tefli með hvítu mönnunum í fimmtu skákinni og fékk það án teljandi erf- iðleika. Lokatölur urðu því 3,5 - 1,5 Speelman í vil sem er til alls líkleg- ur. Skyldum við verða vitni að ein- vígi hans við Kasparov um heims- meistaratitilinn? Skoðum 3. og 4. skákir einvígisins. Þriðja einvígisskákin: Hvítt: Jonathan Speelman Svart: Nigel Short Drottningarbragð. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. 0-0-0!? Nýjasta sveiflan í skákfræðunum, í stað 10. Hdl sem skákunnendur kannast við, m.a. úr baráttu Karpovs og Kortsnojs. Mikhail Gurevits, sá er tefldi hér á Reykjavíkurskákmót- inu og alþjóðamótinu á Akureyri, hrókaði langt gegn Andrei Sokolov á sovéska meistaramótinu á dögunum og Speelman hefur hrifist af. 10. - Be7 í skák Gurevits og Sokolov varð framhaldið: 10. - dxc4 11. Bxc4 Be7 12. g4!? b5 13. Bxb5 Bb7 14. Rd2 Rb4? 15. axb4 Bxb4 16. Rc4 Dal + 17. Kd2 Bxc3+ 18. Ke2!! Da2 19. Hal! og So- kolov varð að gefast upp, því að drottningin er fónguð. Short vill ekki gefa eftir á miðborðinu. 11. g4 Hd8 12. h3 a6 13. Rd2 e5? Afleikur sem gefur svörtum tapað tafl. Stórmeistarinn Keene benti á tilraunina 13. - b5 14. g5 bxc4!? 15. gxfB BxfB sem gefur nokkur gagnfæri fyrir mann. 14. g5 Re8 X AX 4l # 7 A iii 1 6 A * vU£/ 5 W A A A 4 A Jsl 3 A ■ A A 2 A & , 1 A B M 2 C D Á E F G S H 15. Rb3! Db6 Hinn reiturinn sem drottningin á völ á er engu betri. Eftir 15. - Dc7 16. Rxd5 Db8 17. Rxe7+ Rxe7 18. Hxd8 er svarta taflið tapað. 16. Rxd5 Hxd5 17. cxd5 exf4 18. dxc6 Hvítur hefur unnið skiptamun og staða hans er sterk. 18. - fxe3 19. fxe3 Bxg5 20. Kbl bxc6 21. Bc4 Ha7 22. Hhfl Bf6 23. De4 Kfö 24. Dxh7 g6 25. e4 c5 26. e5 Bg7 27. e6! Og Short gafst upp. Fjórða einvígisskákin: Hvítt: Nigel Short Svart: Jonathan Speelman Pirc-vörn. 1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Bg7 4. f4 Rfö 5. Rfö 0-0 6. Be2 c5 7. dxc5 Da5 8. 0-0 Dxc5+ 9. Khl Rc610. Bd3 Bg4 11. Del Bxfö 12. Hxfí Rb4!? Speelman leitar eftir uppskiptum á hvítreita biskupi hvíts. Aður hefur svartur reynt 12. - Rd4 í stöðunni en í því tilviki er hvíta staðan betri. 13. Be3 Rxd3 14. cxd3 Db4 15. Hbl a5 Sem svar við væntanlegum sókn- artilraunum hvíts á kóngsvæng ætl- ar Speelman að sækja fram á drottn- ingarvæng. Áætlun hans er athyglis- verð en þó virðist hvítur hafa undir- tökin. 16. f5 Hac8 17. Bgl a4 18. a3 Db3 19. Bd4!? e6 20. Dgl b5 21. g4 X X # ííí A i4i A A A ÉL A A A#4A A S A A S ABCDEFGH 21. Rxg4!? Bráðskemmtilegur leikur, hvort sem mannsfórnin stenst fullkomlega Skák Jón L. Árnason eða ekki. Eitthvað varð svartur a.m.k. aö taka til bragðs áður en hvítur næði að leika 22. g5 og kaf- sigla hann kóngsmegin. Nú strandar 22. Dxg4 vitaskuld á 22. - Bxd4 og svarið við 22. Bxg7 Kxg7 23. Dxg4 yrði 23. - Hxc3 og áfram 24. fö + Kh8 25. Dh4 Hxd3 26. Dh6 Hg8 og svartur kemst hjá máti. 22. fö! Rxfö 23. Bxfö b4! Hvítur hefur unnið mann en frum- kvæði svarts á drottningarvæng er býsna óþægilegt. 24. Bxg7 Kxg7 25. axb4 a3! 26. Ddl Dxb4 27. Hf2 axb2 28. Ra2 Dd4 29. Hfxb2 d5 30. Hb4 Da7 31. Rcl dxe4 32. dxe4? Rétt er að geta þess að tímahrakið var í algleymingi er hér er komið sögu. Hugsanlega hefur Short getað teflt betur eftir mannsfórnina og áreiöanlega hér. Nauðsynlegt var 32. Hxe4. Nú verður frumkvæði svarts óviðráðanlegt. 32. - De3! 33. Dgl Dfi + 34. Dg2 Ddl + 35. Dgl Hfd8! 36. Rb3 Hvað annað? 36. - Dfö+ 37. Dg2 Hdl+ 38. Hxdl Dxdl+ 39. Dgl De2! 40. h3 Ef 40. Dg2, þá 40. - Del + og Hb4 fellur. 40. - Hc2 Short gafst upp, því að hann er varnarlaus gegn 41. - Df3 + , eða 41. - Dxe4+ eftir 41. Rd4. Fjörug skák, þar sem Speelman náði á dæmigerð- an hátt að „sprikla" til sigurs. -JLÁ 'Trompdrottningin lá rétt en það dugði samt ekki Sveit Pólaris sigraði naumlega í Sanitas-bikarkeppninxú sem spiluð var til úrslita um sl. helgi á Hótel Lofitleiðum. Andstæðirigarnir, sveit Braga Haukssonar, börðust hraustlega, unnu tvær lotur, jöfnuðu eina en töp- uðu samt með 11 impum þegar Pólar- is vann síðustu lotuna. Það mætti raunar segja að spilið í dag hefði ráðið úrslitum í keppninni. Það kostaði sveit Braga 16 impa en hún tapaði aðeins með 11 impum. Við skulum skoöa það nánar. S/Allir. ♦ G7 -k V 1073 ♦ 87 ♦ ÁK10765 ♦ 109842 V - ♦ 962 + D9842 ♦ ÁKD V ÁKG852 ♦ ÁK54 + - í lokaða salnum sátu n-s Karl Sig- urhjartarson og Sævar Þorbjörnsson en a-v Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson. Bridge Stefán Guðjohnsen Þar gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 2 L pass 2 T pass 2 H pass 3 L pass 3 T pass 3 H pass 3 S pass 4 L pass 6 H pass pass pass Sævar veit að það er enginn tapslag- ur fyrir utan tromplitinn og þótt lík- legt sé að Karl eigi þrjú tromp þá vantar örugglega trompdrottning- una. Hann velur því öruggu slem- muna. í opna salnum sátu n-s Ásgeir Ás- bjömsson og Hrólfur Hjaltason en a-v Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson. Þá gengu sagnir þannig: Suöur Vestur Noröur Austur 1 L dobl 1 G pass 2 H pass 3 H pass 7 H pass pass pass Svartir eða rauðir litir Grand norðurs lofaöi 7-9 punktum og þrjú hjörtu staðfestu góða punkta og trompstuðning. Hrólfur vissi að hann tók áhættu með alslemmunni en eftir dobl vesturs taldi hann lík- legt að trompdrottningin væri hjá austri ef makker ætti hana ekki. Hann hafði á réttu að standa með það en hins vegar reið honum að fullu aö hún var fjórða en ekki þriðja. Þaö kostaði einri niöur og bikar- meistaratitilinn. Bridgefélag Hafnarfjaröar hefur eins kvölds tvímenningur, en 3. árlega starfsemi sína mánudaginn október hefst fyrsta keppni vetrar- 19. september með eins kvölds tví- ins sem verður tveggja kvölda tví- menningi. í vetur verður spilað á menningskeppni með Mitchell fyr- raánudagskvöldum í íþróttahúsinu irkomulagi. Keppnisstjóri er, eins við Strandgötu (uppi) og hefst og undanfarin ár, Ragnar Magnús- spilamennskan kl. 19.30. Næsta son. mánudag verður einnig spilaður Bridgefélag Siglufjarðar Bridgefélag Siglufjarðar, elsta bridgefélag landsins, hélt glæsilegt afmælismót dagana 3. og 4. septem- ber síðastliðinn í tilefni þess að 50 ár eru hðin frá stofnun félagsins. Mótið fór fram á Hótel Höfn og voru óvenjuhá verðlaun í boði. Mótið var sterkt, og mörg þekkt pör tóku þátt, en athygli vakti góð frammistaða siglfirskra para. Efstu pör urðu: 1. Guðni Sigurbjamason Jón Þorvarðarson, Rvk.......1305 2. Ásgeir Ásbjörnsson Hrólfur Hjaltason, Rvk......1274 3. Ásgrímur Sigurbjörnsson Jón Sigurbjörnsson, Sigluf.... 1253 4. Anton Sigurbjörnsson Bogi Sigurbjörnsson, Sigluf. ..............................1238 5. Björk Jónsdóttir Sigfús Steingrímsson, Sigluf. ..............................1230 Auk þess voru veitt ferðaverðlaun fyrir hæstu skor hverrar umferðar, og þau hlutu Guðni Sigurbjarnason og Jón Þorvarðarson fyrir fyrstu umferðina, Hjördís Eyþórsdóttir og Anton Gunnarsson fyrir aðra umferð og Jón Sigurbjörnsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson fyrir þriðju umferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.