Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 5 dv Viðtalið Fer á skíði allar vetrarhelgar - ... ;j .... ..- Nafn: Blrglr Stefánsson Aldur: 60 ára Staða: Útsölustjóri vín- búðarinnar i Mjódd „Ég hef gaman af laxveiöi en lítiö fariö í hana undanfarið. Ég fylgist vel með fótboltanum og fer mikiö á völlinn. Ég á ekkert uppá- haldslið en ég hef taugar til Fram- liðsins. Á veturna nota ég síðan hverja helgi til aö fara á skíði, Það hef ég gert síðastliðin 10-15 ár,“ segir Birgir Stefánsson sem cr útsölustjóri í nýju vínbúðinni sem var opnuö í Mjóddinni á dög- unum. 35 ár hjá Áfenginu „Ég hef verið hjá Áfenginu í 35 ár, allan tímann í áfengsútsöl- unni á Snorrabraut. Ég vann þar við afgreiðslustörf í 15 ár og var útsölustjóri í 20 ár. Það er langur. vinnudagur í þessum búðum. Maður kemur ekki heim fyrr en um áttaleytið á kvöldin og við vörutalningar getum við verið að vinna frara yfir miðnætti. Því hef ég ekki getað sinnt áhugamálum minum sem skyldi. Búöin hér er ný og því nóg að gera en það hægist um með tímanum. Aldur- inn segir lika til sin þó maður sé í ágætu formi.“ Sumarbústaður t Grafningi Birgir er fæddur á Fáskrúðs- firði, sonur Stefáns P. Jakobsson-. ar, útgerðarmanns og kaup- manns, og Þorgerðar Sigurðar- dóttur. Hann er næstyngstur í 6 systkina hópi. Kona Birgis er Erla Júlíusdóttir, starfsmaður í Landsbankanum, og eiga þau tvær dætur, Eddu og Brynhildi. „Á sumrin fórum við mikiö í sumarbústaöinn okkar í Hestvík í Grafningi. Þar nær maður að slappa af og stunda útivist. Ég hef áhuga á ferðalögum og fer nokk- uð oft til útlanda í fríum. Eru það þæöi sólarlandaferðir og ferðir um Evrópu. Lengst hef ég komist til Hawaii og Thailands. Á öllum stöðunum hef ég keyrt mikiö um og skoðað, sérstaklega í Þýska- ■ landi.“ Lærður rafvirki ,JÉg er lærður rafvirki, útskrif- aðist á Akureyri 1949. Þar starf- aði ég í faginu og viö dísilraf- veituna á Dalvík í 3 ár. Áður en ég-byrjaðl hjá Áfenginu vann ég á rafverkstæði Júlíusar Björns- sonar í Austurstræti en það var stærsta rafverkstæðiö í bænum á sínum tíma. Árið 1953 fóru marg- ir rafvirkjar að vinna í Áburðar- verksmiðjunni i Gufunesi. Ég ákvað að taka sraáhvíld frá raf- virkjuninni og fór að afgreiða í Ríkinu á Snorrabraut. Sú „hvíld“ stóð síðan í 35 ár. Ég er þannig elsti starfsmaður í útsölmn ÁTVRálandinu.“ -hlh Fréttir Sykurmolar heima á ný: Fengujá- kvæða gagn- lýni vestra - plötugerð og sjónvarpsframkoma 1 október „Við erum mjög ánægð með túrinn. Hann gekk betur en við höfðum þor- að aö vona. Það var uppselt á alla tónleika nema eina þar sem óseldir miðar voru 20. En þaö er gott að koma heim eftir langa ferö,“ sagði Sigtryggur Baldursson, trommuleik- ari Sykurmolanna, við DV. Hljómsveitarmeðlimir eru nú allir komnir heim eftir 7 vika hljómleika- ferð vestra. Hljómsveitin er á leið út aftur um miðjan október. Þá er för- inni heitið vestur um haf á ný þar sem komið verður fram í sjónvarps- þættinum Saturday Nite Life og tekið upp tónleikamyndband fyrir MTV. Fyrir og eftir þá ferð verður unnið við gerð nýrrar plötu. í nóvember er ferðinni heitið til sólarlanda til hljómleikahalds. Viökomustaðir verða meðal annars Ítalía, Frakk- land og Spánn. Sykurmolar hafa því í nógu að snúast fram að áramótum. En hvað um næsta ár? „Við förum líklega aftur vestur til tónleikahalds en þá í styttri túra. Styttri ferðir eru mun þægilegri." - Hvernig voru viðbrögð gagnrýn- enda? „Útgáfufyrirtæki okkar í Banda- ríkjunum, Elektra, hefur sent okkur úrklippur af gagnrýni og hefur þaö af henni sem við höfum séð verið jákvætt.“ Sigtryggur sagði blaðamanni að á ferð sinni hefðu hljómsveitinni bor- ist í hendur alls kyns hlutir með áprentuðu nafni hljómsveitarinnar, þar á meðal kveikjarar, froðubaðs- brúsar, öskubakkar og ýmislegt fleira. Væri mikið um „bootleggara" eða ólöglega markaðssetningaraðila sem kæmu slíku dóti á markaðinn. Hefði hljómsveitin fengið löglegt markaðssetningarfyrirtæki til að gera fyrir sig áprentaða boli til dreif- ingar. Hefðu þessi fyrirtæki góðan aðgang að dómstólum í þeim tilgangi að stöðva ólöglega dreifmgu á hlut- um með nafni Sykurmolanna. - Nú spá ófáir í fjárhagslegu hliðina eftir vel heppnaða tónleikaför og góða plötusölu. „Það er öllum landsmönnum frjálst að taka sér reiknivélar í hönd og reikna fjárhag Sykurmolanna. Viö Útgerðarfélag Akureyringa: Gunnar Ragnars ráðinn forstjóri Innan tíðar mun Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, taka við nýju starfi. Hann sest þá í forstjórastól Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Gengið var frá ráðningu Gunnars í gærmorgun. „Það er ekki búið að ganga endan- lega frá því hvenær ég tek við nýja starfmu," sagði Gunnar við DV, „en það verður einhvem tima á nýju' ári.“ En stöðuveitingin á eftir að valda frekari breytingum. „Um leið og ég ákvað að sækja um forstjórastarfið hjá ÚA ákvað ég að létta af mér ýmsum störfum sem ég hef gegnt um skeið,“ sagði Gunnar. „Fyrir valinu urðu starf bæjarfulltrúa, bæjarráðs- manns og þá auðvitað forseta bæjar- stjómar. Þau skil munu eiga sér stað eftir að þessu starfsári bæjarstjórn-' arinnar lýkur, en það verður í maí- júní.“ Guðfinna Thorlacius er 1. vara- maður í bæjarstjórn Akureyrar og kemur hún því væntanlega inn fyrir Gunnar. Síðan verður kosiö um næsta forseta bæjarstjórnar. getum ekki annað en hent gaman að þeim tilraunum." Sykurmolarnir eru komnir heim, anægöir með túrinn til Bandarikjanna. -hlh 59.800 þú færó hvergi meira fyrir peningana Fyrirferðarlítil og falleg Ijósritunarvél með öllum búnaði til fullkominnar Ijósritunar. 1. 12 afrit á mínútu 2. Fastur vagn 3. Tekur venjulegan pappír 4. Tekur B4 pappír 5. Hlaðin að framan 6. Vegur aðeins 27 kg yMif#* '3 V. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.