Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Utlönd Bush og Dukakis æfa sig fyrir kappræður George Bush hampar hér framtíöarkjósanda á kosningafundi í Bloomfield í New Jersey i gær. Simamynd Reuter George Bush og Michael Dukakis eru nú famir aö búa sig af krafti undir kappræöurnar sem fram fara í beinni sjónvarpsútsendingu á sunnudagskvöld. Tahð er aö þessar kappræöur, sem eru þær fyrri af tvennum, geti haft gífurleg áhrif á möguleika frambjóöendanna í kosn- ingunum sem fram fara 8. nóvember. Bush notaði helminginn af bæöi mánudeginum og gærdeginum í kosningabaráttuna í Pennsylvaniu og New Jersey en hann telur að þessi tvö ríki geti skipt sköpum fyrir sig í kosningunum. Báöa dagana lagöi hann áherslu á aö gott efnahagsástand á tímum rík- isstjórnar Reagans og hans væri ástæöa til að kjósa hann í forseta- embætti. Dukakis sneri í gær aftur til Boston til aö undirbúa sig fyrir kappræöurn- ar eftir aö hafa eytt tveimur dögum í Suöurríkjunum. Hann berst nú við að reyna aö ná aftur forystu í skoö- anakönnunum en Bush hefur haft forystu allt frá því að flokksþing repúbhkana var haldiö í ágúst. Jesse Jackson sagði í gær aö hann heföi þaö á tilfmningunni að Dukak- is væri búinn að stórbæta baráttuað- ferðir sínar frá því í byrjun septem- ber þegar allt virtist ganga á afturfót- unum hjá honum. Bush mun í kvöld eiga æfingakapp- ræður við Richard Darman sem mun koma í staö Dukakis. Darman var í hlutverki Walters Mondale í æfinga- kappræöum viö Ronald Reagan fyrir fjórum árum. Síöari kappræöur Bush og Dukakis munu fara fram annað hvort 13. eða 14. október. Það fer eftir því hversu marga leiki þarf aö leika í undanúr- slitakeppni hornaboltakeppninnar amerísku hvor dagurinn veröur fyrir valinu. Reuter Bandariski teiknarinn Lurie telur að kjósendur muni eiga erfitt með að gera upp hug sinn i kosningunum í haust. Telur hann að bæði Repúblikana- flokkurinn og Demókrataflokkurinn séu margskiptir og erfitt að vita fyrirfram hvað maður er aö kjósa. Forsetakosningar í hættu Nú, þegar þingiö í Líbanon er í þann mund að fara aö kjósa landinu nýjan forseta, reyna þingmenn af ákafa aö finna frambjóðanda sem samkomulag gæti orðið um. Takist þaö ekki er óttast aö átök muni blossa upp. Heimildir úr búöum múhameðs- trúarmanna herma aö þingmenn kristinna hafi komið sér saman um Vegfarendur reyna að slökkva í bíl sem varð illa úti þegar bílasprengja sprakk í austurhluta Beirút í gær. Símamynd Reuter Kaymond Edde sem frambjóðanda og hyggist ræöa það viö múhameðs- trúarmenn. Edde, sem er sjötíu og fimm ára aö aldri, er þingmaður sem búið hefur í París síðan 1976. Áður voru leiðtogar kristinna manna búnir aö hafna samkomulagi sem Bandaríkjamenn og Sýrlending- ar geröu með sér um aö Mikhael Daher yröi forseti. Harðhnumenn í hópi kristinna telja Daher of hlið- hollan Sýrlendingum. Ef ekki tekst að kjósa nýjan forseta á morgun er reiknaö meö aö Gemay- el forseti myndi stjórn sem sitji fram að næstu kosningum. í gær sprakk bílasprengja í Beirút og varö hún fimm manns aö bana og særöi tuttugu og fimm. Spennan í landinu hefur aukist mjög undan- farna daga vegna þeirra erfiðleika sem komiö hafa upp milli stríðandi fylkinga um hver skuli veröa næsti forseti landsins. Sprengjan í gær var svo kraftmikil aö sprengjusérfræöingar telja að hún heföi getaö verið í einum af fimm bílum en eru ekki vissir um hvaða bíl. Leiðtogi drúsa í Líbanon, Walid Jumblatt, spáöi því í gær aö ástandið vegna forsetakosninganna ætti eftir að versna og valda varanlegum klofningi í landinu. Jumblatt sagöi að forsetakosning- arnar, sem fram eiga að fara á morg- un, myndu aö líkindum ekki fara fram vegna þess aö leiðtogar krist- inna manna höfnuðu frambjóðend- um sem Sýrlendingar styddu. Sagöi hann að landið væri á kross- götum og vahö stæöi um sameinað eða sundraö Líbanon. Reuter Walid Jumblatt, leiötogi drúsa, í gær. Simamynd Reuter Vestur-þýskir lögreglumenn gæta svæðisins þar sem skotið var á hátt- settan embættismann i gær. Simamynd Reuter Skotárés í Bonn Háttsettur vestur-þýskur emb- ættismaður slapp ómeiddur eftir skotárás í Bonn í gær. Yfirvöld sögöu aö með skotárásinni hefði verið reynt að trufla undirbúning fyrir fund Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans sem hald- inn er í Vestur-Berlín. Lögreglan sagöi að aö rainnsta kosti tveir vopnaðir menn, sem voru í felum, heföu hafið skotárás á bifreið Hans Tietmeyer, ráðu- neytisstjóra í íjármálaráöuneytinu í Bonn. Tietmeyer. sem er fimmtíu og sjö ára gamall og einn vdrtasti fjármálasérfræöingur Þjóöveija, kastaði sér í gólflð þegar skothríöin hófst og slapp ómeiddur. Bílstjór- inn slapp einnig óraeiddur. Hópar vdnstri sihna hafa staðið fyrir alls kyns skemmdarverkum og ofbeldi undanfaraa daga vegna fundar þessara alþjóðlegu peninga- stofiiana. Telja vinstri sinnar aö stofnanimar hafi síður en svo bætt hag þriöja heimsins með aðstoö sinni á liðnum árum. Reuter ‘Jtirm m NYRBILLA KR.157.100 Viö rymum til fyrir '89 árgerðinni og seljum það, sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á sérstöku útsöluverði. Cóö greiðslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuöum. JOFUR -ÞECAR ÞU KAUPIR BIL JOFUR HF NYBYLAVEGI 2 o SIMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.