Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 17 Hvar er lögreglan? „Löghlýðinn“ skrifar: Já, ég spyr; hvar er blessuð lögregl- an. hvar er hinn gangandi lögreglu- maður, sem bæði innlendir og er- lendir geta leitað til, svo sem til að spyrja til vegar? Áður fyrr var lög- reglan mjög oft í miðbæ Reykjavík- ur, en nú er það viðburður, ef þar sést lögregluþjónn, enda rónar á hverju strái vaðandi um miðborgina. - Mér finnst ömurlegt að sjá þennan lýð og alla erlendu ferðamennina starandi á ófögnuðinn. Þetta fólk á lögreglan að fjarlægja úr miðborginni og það á að banna því aö vera þar. Ökufantar þjóta um Lækjargötu á kvöldin, en lögreglan sést ekki. Gangi maður niður Lauga- veg, sér maður aldrei lögreglu. Hvers vegna? - Milli kl. 16 og 18 er um- ferðaröngþveiti í Reykjavík, t.d. við Tryggvagötu, við Miklatorg, við Hringbraut, að ég tali ekki um Laugaveg. Gífurleg aukning bíla hlýtur að þýða aukna löggæslu. Þetta er ALLS EKKI árás á lögregluna. Síður en svo. Ég veit að hún er fámenn og lögreglumenn eru neyddir til að vinna ómælda aukavinnu, en ég vona aö úrbætur séu á^næstu grös- um. - Kær kveðja til lögreglumanna. Eru þeir ruglaðir hjá Stöð 2? Komið annað hljóð í strokkinn Jón Björnsson skrifar: Eins og allir vita er í uppsiglingu ný sjónvarpsstöð: Flestir munu geta fagnað því að samkeppni fái að ríkja í þessum efnum eins og annarri fjölmiðlun. Ég man svo langt að þegar Stöð 2 var að hefja rekstur sínn, þá voru talin mikil vandkvæði á að sú stöð gæti gengið og Ríkisútvarpið hjálpaði ekki til í þeim efnum, vildi enga samvinnu og á þeim bæ var allt tínt því til foráttu að ný sjónvarpssöö færi í gang. Þeir Stöðvar-menn áttu sam- uð flestra. Stöð 2 opnaði síðan og flestir fógnuðu framtakinu. En nú er öld- in önnur þar á bæ og komið allt annað hljóð í strokkinn. Fjármál- stjóri Stöðvarinnar telur það Iiina mestu firru að reikna með að fólk, sem búið er aö kaupa myndlykil, megi nota hann til að ná efni frá hinni nýju sjónvarpsstöð þeirra á ísfilm! Hvað hefur breyst? Er frel- sið i huga Stöðvarmanna uppurið? „Ekki nota okkar afruglara," er orðið eins konar slagorð þeirra á Stöð 2. Siðan er leitað hófanna alls staöar sem henta þykir. Hjá Heim- ilistækjmum eru gefnar flóknar og ruglaðar yfirlýsingar um að þetta sé nú ekki einfalt dæmi, o.s.frv., o.s.frv. - Meira að segja kemur >Jir- lýsing frá'einhverjum hjá Pósti og síma um að erfitt verði að finna tíðnisvið fyrir sjónvarpsstöð ísfilm! Það er eins og hér sé alít fullt af sjónvarpsstöðvum fyrir og allir „kanalar". á sjónvarpstækjimum fullnýttir! - Eru menn orönir al- gjörlega ruglaðir eða hvað? Eðlilegustu viðbrögð þeirra á Stöð 2 væru þau að fagna framtaki ísfilm og segja sem svo; ekkert er sjálfsagðara en að fólk noti mynd- lykilinn okkar. Það myndi skapa þeim sterka viðskipta\úld. En þessi afstaða leiöir einungis til þess að fundin verður upp ný leið sem jafn- vel getur leitt til þess að þeir. sem fastast standa gegn hinni nýju stöð af viðskiptaástæðum, fái mesta skellinn. SAUMANÁMSKEIÐ fyrir byrjendur og lengra komna. Aöeins 3 í hóp. Upplýsingar og innritun í síma 18706? Ásgerður Ósk Júlíusdóttir klæðskeri. SKREIÐARÞURRKUIM Til sölu er útbúnaður til skreiðarþurrkunar í 200 m3 húsnæði. Þar á meðal eru þrír einfasa rafmótorar, þrjú hitaelement og þurrkgrindur. Upplýsingar eru gefnar í síma 94-2021. PERMANENT Ef þú ert að hugsa um að fá permanent hafðu þá samband við okkur. Við munum með ánægju leið- beina þér. Opið til kl. 7 á föstudögum og til hádegis á laugardögum. VALHÖLU ÓÐinSGÖTU 2, REYKJAVÍIÍ ■ SIMI:22138 ■ VERKFÆRATÖSKUR FYRIR RAFVIRKJA ISELCO SF. SKEIFUNNU 11 D - SÍMI 686466 SUPER CASE FRÁ VACO Verð með söluskatti og 5% staðgreiðsluafslætti kr. 24.675,- Er hippatískan að koma aftur eftir 20 ára hlé. Guðlaugur Bergmann, sem var einn leiðandi manna sjöunda áratugarins, veltir fyrir sér hvað koma muni á næstunni og segir nokkrar skemmtisögur frá þessu tímabili í sögu tískunnar. Á Guðlaugureitthvaðsameiginlegt með Bob Geldof ogJ<arli Bretaprinsi? Eru gömlu hipparnir að vakna til lífsins aftur? Erfólkið orðið leitt á Reaganisma og Tatcherisma? Eru menn enn á ný að vakna til lífins í von um ást og frið? Komast - gömlu, síðu skikkjurnar og sandalarnir aft- ur í tísku? Verður bylting? Um þessa strauma og fleiri í tískuheimin- um verðurfjallað um í Lífsstíl DV á morg- un. Slátursalan er hafin og haustmatur og sláturgerð er meginviðfangsefni hagsýnna í dag. Blóðmör og lifrar- pylsa voru búin til í tilraunaeldhúsinu. Innmaturinn er hollur og ódýr og ætti að vera á borðum oftar. Bryndís Schram gefur sínu fólki oft lifur eins og frægt er orðið. Hún gefur lesend- um uppskrift að gómsætum lifrarrétti sem hún eldar oft. Kexbaksturog hollustuídýfur eru annað viðfangsefni matarsíðu -auð- veldur og fljótlegur bakstur á hollu og bragðgóðu kexi. ídýfurnareru margvíslegaren umfram alltfitu- snauðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.