Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 43 Afmæli Atli Heimir Sveinsson Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Dyngjuvegi 5, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Atli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann hjá Rögnvaldi Sigmjónssyni, lauk stúdentsprófi frá MR1958 og prófi í forspjallsvís- indum við HÍ1959. Hann tók loka- próf í tónsmíðum og tónfræði frá tóniistarháskólanum í Köln 1963, stundaði framhaldsnám við Kölner Kurse fur neue Musik 1964 og í el- ektrónískri tónlist í Bilthouen í Hollandi. Atli var tónlistarkennari við MR 1968-78 og Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1978. Hann hefur ann- ast tónlistarþætti fyrir Ríkisútvarp- ið öðru hvoru. Atli var formaður Tónskáldafélags íslands um skeið og sat í stjóm Bandalags íslenskra listamanna. Hann sat í dómnefnd Intemational Society for Contemp- orary Music 1973, Norrænna músík- daga 1974 og Intemational Gaude- amus Competition 1978. Hann hlaut tónlistarverðlaun Norðurlanda 1976 og Lórdre du merite culturel frá Póllandi 1978. Meðal helstu tónverka hans má nefna: Hlými, fyrir kammersveit, 1969; Tengsl, fyrir stóra hljómsveit, 1970; Könnun, fyrir lágfiðlu og hljómsveit, 1972; Flower shower, fyrir stóra hljómsveit, 1974; Trobar clus, fyrir fagott og hljómsveit, 1980, ogópemnaSilkitrommuna, 1980. Synir Atla og fyrrverandi konu hans, Sigríðar Hönnu Sigurbjöms- dóttur tækniteiknara, em Teitur, f. 23.3.1969, og Auðunn, f. 4.2.1970. Kona Atla er Ingibjörg Björns- dóttir, starfsmaður hjá Amnesty Intemational, f. 1943. Systir Atla er Ingibjörg Sveins- dóttir, f. 1945, snyrtisérfræðingur, gift Friedel Kötterheinrich tækni- fræðingi, og eiga þau tvö börn, Kristínu Luise og Markús Svein. Foreldrar Atla: Sveinn Þórðarson, aðalféhirðir Búnaðarbankans, en hann er látinn, og eftirlifandi kona hans, Kristín Guðmundsdóttir. Sveinn var sonur Þórðar Breið- fjörðs, verkamanns og sjómanns í Reykjavík, og Ingibjargar Sveins- dóttur. Bróðir Þórðar var Pétur, afi Péturs Lútherssonar arkitekts. Annar bróðir Þórðar var Gísli, b. og oddviti á Ölkeldu í Staðarsveit. Systir Þórðar var Kristín, föður- amma Kristins Ólafssonar toll- gæslustjóra. Þórður var sonur Þórð- ar Gíslasonar, b. í Ytri-Tungu í Stað- arsveit. Foreldrar Kristínar: Guðmundur Bergsteinsson, kaupmaður og út- gerðarmaöur í Flatey á Breiðafirði, og Guðrún Jónina Eyjólfsdóttir. Guðmundur var sonur Bergsteins, söölasmiös á Eyrarbakka, Jónsson- ar, b. og alþingismanns á Eyvind- armúla í Fljótshlíð, og Kristínar Guðmundsdóttur, prests á Borg á Mýrum, Bjamasonar. Kristín var sammæðra hálfsystir Jóns Sveins- sonar, Nonna. Bróðir Guðrúnar var Ólafur, skólastjóri VÍ. Guðrún var dóttir Eyjólfs, b. og kaupmanns í Atli Heimir Sveinsson. Flatey, Jóhannssonar, b. í Svefneyj- um, Eyjólfssonar, þingmanns, dbrm. og „eyjajarls" í Svefneyjum, Einarssonar. Móðir Guðrúnar var Sigurborg Ólafsdóttir frá Bár í Grundarfirði. Móðir Jóhanns var Guðrún Jóhannsdóttir, prests í Garpsdal, Bergsveinssonar. Jón Birgir Pétursson 85 ára Jón Birgir Pétursson blaðamaður, Huldulandi 9, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Jón Birgir fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ1959, starfaði hjá Flugfélagi íslands um fjögurra ára skeið, skrifaði um íþróttir í Þjóðviljann til 1962 og var fréttamaður á Vísi frá 1963. Hann var fulltrúi hjá Hafskipi hf. 1965-66, fréttastjóri Vísis 1966 og Dagblaðs- ins frá 1975-79 en hefur síðan starfað sem óháður blaðamaður og rekur Blaða-og fréttaþjónustuna að Hamraborg 1 í Kópavogi. Jón Birgir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan íþrótta- hreyfingarinnar. Kona Jóns Birgis er Fióla Am- dórsdóttir sjúkraliði, f. 9.7.1945, dóttir Fjólu Vestfjörö, sem lést í júlí 1945, og Amdórs Jóhannessonar, b. í Skálholtsvík í Bæjarhreppi í Hrútafirði. Jón Birgir og Fjóla eiga fimm ára son, Arnar Birgi, f. 29.4.1983. Böm Jóns Birgis og Bimu Karls- dóttinr, fyrri konu hans, em Kol- brún Anna flugfreyja, f. 27.10.1963, sambýlismaður hennar er Þorkell Stefánsson tæknifræðingur; Hjördís Unnur ritari, f. 31.7.1965, sambýlis- maður hennar er Eiríkur Magnús- son háskólanemi, og Karl Pétur verslunarskólanemi, f. 30.8.1969. Stjúpbörn Jóns Birgis frá fyrra hjónabandi Fjólu em Anna Kristín Hjartardóttir, nemi í byggingarlist í Berlín, f. 15.9.1964, og Amdór Hjart- arson verslunarmaður, f. 7.10.1965. SystkiniJónsBirgiseruMaría, ' skrifstofumaður, f. 25.8.1925; Bjöm, f. 30.5.1930; Ásthildur, bæjarfulltrúi í Kópavogi, f. 11.6.1934, ekkja Páls Þorlákssonar rafverktaka, og Stef- anía Ingibjörg húsmóðir, f. 3.12. 1941, gift Páli Braga Kristjónssyni framkvæmdastjóra. Foreldrar Jóns Birgis voru þau Pétur Jónsson bifreiðarstjóri, f. í Höfða í Þverárhlíð 19.9.1895, d. 23.9. 1973, og kona hans, Jórunn Björns- dóttir frá Brekku í Skagafirði, f. 14.12.1904, d. í febrúar 1966. Systir Jórunnar er Sigurlína, móðir Pálma í Hagkaupi, fóður Sig- urðar Gísla, stjómarformanns Hag- kaups. Systir Pálma er Sólveig, kona Ásbergs borgarfógeta og móöir Jóns, forstjóra Hagkaups. Bróðir Jórunnar er Andrés, fyrrv. útvarps- stjóri. Jórunn var dóítir Bjöms, b. á Brekku í Seyluhreppi, Bjamason- ar. Móðir Björns var Hallfríður Sölvadóttir, b. á Þverá, Þorláksson- ar, b. á Reykjahóli, Erlendssonar. Móðir Þorláks var Halldóra Þor- láksdóttir. Móðir Halldóm var Guð- rún Jónsdóttir, sýslumanns á Sól- heimum, bróður Árna Magnússon- Jón Birgir Pétursson. ar handritasafnara. Móöir Sigurhnu var Stefanía Ólafsdóttir, vinnu- manns, síðast á Frostastöðum í Blönduhhð, bróður Jóns, langafa Egils Bjarnasonar, ráðunautar á Sauðárkróki, foður Vilhjálms, fram- kvæmdastjóra Verslunarráös. Ólaf- ur var sonur Stefáns, b. á Garðs- horni á Höfðaströnd, Jónssonar. Móðir Stefaníu var Ingibjörg Ólafs- dóttir, b. í Háagerði á Höfðaströnd, bróður Ragnheiðar, langömmu Benedikts Sveinssonar, fóöur Ein- ars skálds. Ragnheiður var einnig langamma Ólafar, langömmu Jó- hannesar Nordals. Ólafur var sonur Þorkels, b. á Bakka, Ólafssonar, bryta á Hólum, Jónssonar. Móðir Ólafs var Steinunn Steingrímsdótt- ir, systir Jóns, afa Jóns Steingríms- sonar „eldprests". Magnús Indriðason, Hringbraut 72, Keflavík. 80 ára Ingimar Ingimundarson, Hrafnistu, Kleppsvegi, Reykjavík. Matthías Danielsson, Högnastíg 10, Hmnamamiahreppi. 75 ára____________________ Kristjana Ásbjörnsdóttir, Álftagerði 2, Skútustaöahreppi. 70 ára Sigurður Einarsson, Fossheiöi 62, Selfossi. Gyða Guðmund8dóttir, Hólmgarði 9, Reykjavík. Haukur Sigurðsson, Hátúni 17, Reykjavík. Gestur Árnason, Grænukinn 23, Hafnarfirði. Jón J. ólafsson, Dalalandi 2, Reykjavík. Áki Baldvinsson, Hvammi, Húsavík. 60 ára___________________________ Sigurgeir Friðjónsson, Hlunnavogi 14, Reykjavík. Hannes Ágústsson, Bölum 4, Patreksfirði. Margrét Pálsdóttir, Ljósalandi, Vopnafirði. 50 ára___________________________ Guðný Erna Þórarinsdóttir, Laugarbraut 25, Akranesi. Ásdis Þorsteinsdóttir, Skálpastöðum 2, Lundarreykjar- dah______________________________ 40 ára___________________________ Bára Þórðardóttir, Furugrund 10, Kópavogi. Birgir Jensson, Hraunbæ 96, Reykjavík, Hhf Guðmundsdóttir, •Móholti 4, ísafirði. Olgeir Kristjónsson, Bólstaðarhhð 8, Reykjavik. Smári Ingvarsson, Urriðakvísl 3, Reykjavik. Sigrún Pálsdóttir, Logafold 178, Reykjavík. Guðrún Pétursdóttir, ‘Brálundi 2, Akureyri. Margrét Vallý Jóhannsdóttir, Bárugötu 36, Reykjavik. Gunnar Sigurjónsson Gunnar Sigurjónsson, aðalféhirðir Samvinnubankans, Dalatúni 13 í Kópavogi, er fimmtugur í dag. Gunnar er fæddur á Hnífsdal en ólst upp á ísafirði. Hann er gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskóla ísa- fjarðar. Gunnar starfaði í fimm ár hjá Landsbanka íslands á ísafirði og í önnur fimm ár var hann hjá Flugfé- lagi íslands á ísafirði. Hann flutti til Kópavogs árið 1969 og hóf störf hjá Samvinnubankanum, fyrst í Hafn- arfirði en síðan í aðalbankanum í Reykjavík. Frá árinu 1983 hefur Gunnar verið aðalféhirðir og af- greiðslustjóri Samvinnubankans og hann situr í stjórn Visa-ísland fyrir bankann. Gunnar gefur sig töluvert að fé- lagsmálum og var meðal annars for- maður Knattspymufélags ísafjarð- ar. Gunnar var formaður Starfs- mannafélags Samvinnubankans og sat lengi í stjóm Landssambands samvinnustarfsmanna. Þá hefur Gunnar starfaö í honshreyfmgunni og er núna formaður Lionsfélagsins Munins í Kópavogi. Einnig sat Gunnar í stjóm Byggingasam- vinnufélags Kópavogs árin 1972- 1984. Eiginkona Gunnars er Erla Sig- urðardóttir, f. 9.3.1939, myndlistar- kona. Foreldrar hennar em Sigurð- ur Guðmundsson, smiður á Akra- nesi, fæddur 9. júh 1897 og látinn í júní 1982, og Guðlaug Ólafsdóttir, fædd 9. júlí 1897 og býr á Akranesi. Börn Gunnars og Erlu em Gunn- ar, f. 15.10.1958, verkamaður á Pat- reksfirði, kvæntur Jóhönnu Leifs- dóttur og eiga þau tvö börn; Kristinn Siguijón, f. 26.10.1959, smiður í Kópavogi, kvæntur Berglindi Hilm- arsdóttur og eiga þau 3 böm; Svein- björn Rafn, f. 16.11.1960, auglýsinga- teiknari í Reykjavík, kvæntur Kol- brúnu Mogensen; Brynjar Örn, f. 7.11.1962, fisktæknir í Njarðvík, sambýhskona hans er Brynja Jó- hannsdóttir og eiga þau tvö böm; Sigurlaug Ería, f. 21.03.1974, nemi. Gunnar áfjögur systkini. Þau eru Ingibjörg, fiskverkunarkona á ísafirði, sambýlismaður hennar er Jón Guðmundsson og hún á tvö böm; Sæunn, bankastarfsmaður í Reykjavík, gift Sigurði Jóhannssyni og eiga þau tvö böm; Sigurvin, Gunnar Sigurjónsson. prentari á Akranesi, kvæntur Guð- laugu Ólafsdóttur og eiga þau 3 böm; Guðrún, póstafgreiðslumaður í Bolungarvík, gift Sigurði Hannes- syni og eiga þau eitt bam. ' Faðir Gunnars var Siguij ón Vet- urhðason, sjómaður á ísafirði, fæddur 21.10.1907 og látinn í sept- ember 1983. Móðir Gunnars er Kristín Kolbeinsdóttir, fædd 4.4. 1909, og býr hún á ísafirði. Gunnar og kona hans munu taka á móti gestum í Sigtúni 3, Reykja- vík, í kvöld milli kl. 18 og 19. Munið að senda okkur myndir Dýrðfinna Ósk Hognadóttir Dýrðfinna Ósk Högnadóttir, bóndi og húsmóðir á Læjarhvammi í V- Húnavatnssýslu, er fimmtug í dag. Dýrðfinna er fædd og uppalin í Hafnarfirði þar sem hún gekk í barna- og unglingadeild Flensborg- arskólans. Dýrðfmna hóf búskap 1972 og keypti jörðina Lækjarhvamm árið 1979 þar sem eingöngu er rekinn mjólkurbúskapur. Dýrðfinna er gift Jóni Konráðs- syni bónda, f. 17.10.1923. Foreldrar hans voru Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Konráð Jónsson frá Gil- haga í Vatnsdal, bæöi látin. Aöur en Dýrðfinna og Jón tóku saman átti hún dótturina Ágústu Lindu, f. 3.12.1956, með Bjama Háll- dórssyni. Ágústa Linda er trúlofuð Pétri Daníelssyni frá Eyri viö Hvammstanga. Eiga þau tvö böm og em búsett á Hvammstanga. Böm Dýrðfinnu og Jóns em Jóhanna Bára, f. 1.5.1958, gift Oliver Olivers- syni frá Reykjavík, búsett á Skaga- strönd, og á Jóhanna Bára þijú börn, tvö með Oliver; Alda Ósk, f. 15.6.1959, trúlofuð Jóni Grétarssýni frá Hvammstanga, þar sem þau búa, og á hún þrjú böm; Kolbrún Heiða, f. 20.11.1960, trúlofuð Björgvini Sig- urössyni frá Hveragerði, þau eiga þijú börn og búa í Grindavík; Kon- ráð, f. 17.7.1962, giftur Drífu Kristj- ánsdóttur frá Skagaströnd þar sem þau búa með dóttur sinni; Alma, f. 28.8.1964, býr í Grindavík og á tvö böm. Faðir Dýrðfmnu er Högni Brynj- Dýrðfinna Ósk Högnadóttir. úlfsson, f. 10.6.1907, húsgagnasmið- ur, ættaður úr Landeyjum. Móðir Dýrðfmnu er Sigríður S. A. Sigurð- ardóttir, f. 11.8.1911, d. 11.5.1975, ættuðafísafirði. Systkini Dýrðfmnu era Ehn Heið- berg, ekkja Andra Heiðbergs þyrlu- flugmanns, og á hún fimm börn; Tómas B.A. er kvæntur Bertu Björgvinsdóttur og eiga þau sex böm; Kristín S.H., gift Ástþóri Guð- mundssyni og eiga þau fimm böm; Hahdóra, gift Gerry Burden, þau búa í Bandaríkjunum og eiga þrjá drengi. Dýrðfmna tekur á móti gestum laugardaginn 24. september á heim- ih dóttur sinnar og tengdasonar á Hjallavegi 18 á Hvammstanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.