Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 2
-
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Stjómkænskan snerist í höndum Steingríms:
Nota átti Borgaraflokk-
inn sem svipu á Skúla
- Alþýðubandalaginu færð skilaboð um möguleika á frekari viðræðum
Þeim skilaboðum var komið til
Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
manns Alþýðubandalagsins, í gær
að möguleiki væri á því að koma
aftur á viðræðum Alþýðubanda-
lagsins, Alþýðuflokksins og Fram-
sóknar um myndun stjórnar.
Tíminn fyrir bráöaaðgerðir væri
hins vegar orðinn það knappur að
forsenda slíkra viðræðna væri
stuðningur Alþýðubandalagsins
við minnihlutastjóm Framsóknar
og Alþýöubandalagsins. Þegar sú
stjóm hefði gripið til aðgerða gætu
samningar um málefnasamning
stjórnarinnar hafist að nýju.
Stjórnarmyndun Steingríms Her-
mannssonar rann út í sandinn í
gær eftir að þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins setti það sem skiiyrði
fyrir áframhaldandi viðræðum að
samningarnar yrðu þegar settir í
gildi. Þetta skilyrði setti þingflokk-
urinn eftir aö fréttir bárust inn á
miðstjórnarfund flokksins um við-
ræður Steingríms við Borgara-
flokkinn um hugsanlega aðild að
stjórninni.
Steingrímur segir Ólaf Ragnar
Grímsson hafa haft fulla vitneskju
um þennan fund. Ólafur neitar því
hins vegar.
Samkvæmt heimildum DV var
hins vegar aldrei ætiunin að taka
Borgaraflokkinn inn í stjómina.
Viðræður við hann höfðu tvennan
tilgang. Annars vegar var nauð-
synlegt að hafna Borgaraflokknum
sjálfum og Albert Guðmundssyni
sem ráðherraefni. Með þeim hætti
var hægt aö hefja tilraunir til þess
að fá einstaka Borgaraflokksmenn,
Aðalheiði Bjarnfreösdóttur, Óla Þ.
Guðbjartsson og ef til vill fleiri, til
stuðnings við stjórnina. Hins vegar
var viðræðum við Borgaraflokkinn
ætlað aö ýta á þingflokk Alþýðu-
bandalagsins til að setjast á Skúla
Alexandersson þar til hann lýsti
yfir stuðningi við stjórnina.
Þegar fulltrúar Framsóknar og
Alþýðuflokksins tóku á móti Ólafi
Ragnari þegar hann kom af mið-
stjórnarfundi Alþýðubandalagsins
í gær bjuggust þeir við að hann
bæri þau tiðindi að Skúli væri kom-
inn til fylgis við stjórnina. Fréttir
af viðræðum við Borgaraflokk og
auk þess afstaða flokksráðs Al-
þýðuflokksins til álversins í
Straumsvík höföu hins vegar snúið
miöstjórn flokksins svo að þeir sem
vildu hafna stjórnaraðild höfðu
yfirhöndina. Miðstjómin sleit í
raun viðræðunum með því að setja
skilyrði sem vitaö var að Framsókn
og Alþýðuflokkur myndu hafna.
-gse
Hampiöjan fylltist af fólki I gær.
DV-mynd S
Hampiðian fylltist í gær
Hampiðjan fylltist nánast af fólki
eftir hádegi í gær þegar fyrirtækiö
hafði opið hús í tilefni norræns
tækniárs. Rúmlega tólf hundmð
manns komu og skoðuðu starfsemi
fyrirtækisins. Reiknað haföi verið
meö um fimm hundruð manns.
„Það var hér stöðug aðsókn allan
tímann og fólk virtist satt best að
segja undrandi á að sjá hvernig fram-
leiösla fyrirtækisins fer fram,“ segir
Gylfl Hallgrímsson, markaösfulltrúi
Hampiðjunnar.
-JGH
Samkomulag um launamál brast:
Opinberir starfsmenn
áttu að fá samningsrétt
á undan verkafólki
- Verkamannasambandið óskaði eftir því að samningsréttinum yrði firestað
Ein af þeim ástæðum, sem þing-
flokkur AJþýðubandalagsins gaf fyr-
ir því aö slíta viðræðunum, var aö
samkomulag 1 launamálum hefði
ekki haldið. Aö lokum setti flokkur-
inn því upphaflega kröfu sína í
launamálum fram sem úrslitakost;
samningana í gildi nú þegar.
Áður hafði þingflokkurinn sam-
þykkt aö samningar skyldu taka gildi
um áramót. Þetta var það samkomu-
lag sem flokkarnir gerðu aðfaranótt
föstudags. Á laugardaginn gengu
nokkrir verkalýðsforingjar, Karl
Steinar Guðnason, Karvel Pálmason,
Guðmundur J. Guðmundsson og
fleiri, á fund viðræðunefndanna og
óskuðu eftir því að samningarnir
tækju ekki gildi um áramót heldur
um miöjan febrúar. Ástæðan var sú
að samningar Verkamannasam-
bandsins renna ekki út fyrr en 10.
apríl. Hins vegar eru samningar
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
og Bandalags háskólamanna hjá rík-
inu lausir um áramót. Verkalýðs-
foringjarnir töldu að verkafólk yrði
skilið eftir í launakapphlaupinu ef
starfsmönnum ríkissins yrði gefinn
kostur á að semja strax um áramót
við nýja vinstri stjóm.
Til þess að koma til móts viö þessi
sjónarmiö lagði Alþýðubandalagið til
að allir samningar yrðu lausir um
áramót. Gerðar yrðu ráðstafanir til
að rifta samningum Verkamanna-
sambandsins. Þessu höfnuöu verka-
lýðsforingjarnir. Þeir töldu samn-
ingsaðstöðu sína um áramót von-
lausa. Framsókn og Alþýðuflokkur
vildu þá færa afnám samningsréttar-
ins aftur til 15. febrúar.
Þetta var staðan fyrir miöstjómar-
fund Alþýðubandalagsins. Sam-
kvæmt heimildum DV var hins vegar
þannig hljóð í ræðumönnum þar að-
faranótt sunnudagsins að ólíklegt
heföi verið að þetta heföi nægt til
þess að slíta viöræðunum. Fréttir af
viðræðum við Borgaraflokk og af-
staða Alþýðuflokksins til nýs álvers
nægðu tU að fylla mæhnn.
-gse
Stefáni hafnað sem ráðherra
anríkisráðherra í stjóm Steingríms.
Það átti að hafna Albert og slíta við-
ræðum við Borgaraflokk á því máh.
Þar með ætti einstökum þingmönn-
um Borgaraflokksins að vera ljóst
að persóna Alberts var það sem stóð
í veginum og að hann var tilbúinn
að hafna stjórnarþátttöku vegna
hennar. Það átti að auðvelda þeim
að ganga síðar inn í viðræðurnar
framhjá flokknum.
Fólskulegt innbrot og líkamsmeiðingar:
Grímuklæddir
menn réðust
inn til hjóna
um áttrætt
- veittu þeim áverka og rændu verömætum
Þrír grímuklæddir menn réðust maöurinn fór til nágranna síns og
á aöfaranótt sunnudags inn á heim- þaðan var hringt til lögreglu.
ih eldri iijóna. Hjónin, sem eru um Rannsóknarlögregla ríicisins
áttrætt, voru sofandi er mennimir vinnur aö rannsókn málsins. Ekki
brutust inn á heimili þeirra sem hefúr tekist að finna þá sem þetta
er viö Sævargarða á Seltjarnar- ódæði unnu. Rannsóknarlögreglan
nesi. Gamla fólkinu var engin mis- þiggur upplýsingar frá öllum sem
kunn sýnd heldur réðust mennirn- urðu mannaferða varir í nágrenni
ir að þeim og misþyrmdu. Konan hússins fyrrihluta aöfaranætur
er enn á sjúkrahúsi. sunnudags. Tahö er að grímu-
Þjófamir stálu skartgripum, klæddu mennimir hafi yfirgefið
áfengi og einhveijum peningum. heimih hjónanna um klukkan hálf
Þegar þeir yfirgáfu húsið skáru tvö þessa nótt.
þeir símalínuna í sundur. Gamh ,gme
Þingflokkur Framsóknarflokksins
hafnaði því algjörlega að Stefán Val-
geirsson yrði ráðherra en hann og
menn hans höfðu gert kröfu um sam-
gönguráðuneytið. Þessi ákvörðun
haföi hins vegar ekki verið kynnt
Stefáni þegar stjórnarmyndun Stein-
gríms Hermannssonar rann út í
sandinn í gær. Ætlunin var að beygja
Stefán á seinni stigum.
Það lá einnig alltaf ljóst fyrir að
Albert Guðmundsson yrði aldrei ut-
Skákhátíð í Kringlunni
í dag hefst skákhátíö í Kringlunni
sem Skáksambandiö gengst fyrir í
samstarfi við fyrirtæki i Kringlunni.
í dag verður haldið hraðskákmót,
Borgarmótið svokallaða.
Á morgun, þriöjudag, tefhr Mar-
geir Pétursson klukkufjöltefli við
unglingalandshð íslands í skák. Á
miðvikudag tefhr Hannes H. Stefáns-
son fjöltefh við úrvalslið alþingis-
manna.
Á fimmtudaginn verður síðan há-
punktur hátíðarinnar þegar skák-
landshðið teflir viö pressuhð sem
Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaöur
á DV, hefur valiö. í landsliðinu eru
sem kunnugt er þeir Jóhann Hjartar-
son, Jón L. Ámason, Margeir Péturs-
son, Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins
og Þröstur Þórhallsson. Pressuliðið
skipa Friðrik Ólafsson, Guðmundur
Sigurjónsson, Hannes Hlífar Stefáns-
son, Björgvin Jónsson, Sævar
Bjamason og Jón Garðar Viöarsson.
Kapparnir hafa einn og hálfan tíma
á 30 leiki og síðan 30 mínútur til að
ljúka.
, Föstudaginn 30 sept. teflir Þröstur
Amason fjöltefli við valinkunna
borgara. 1. október tefhr síðan Helgi
Olafsson fjöldabhndskák við blaða-
og fréttamenn.
Skákhátíðinni lýkur sunnudaginn
2. október með skákmóti barna 10 ára
og yngri.
-SMJ