Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 32
52 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. Lífsstm Fiskneysluþjóðimar hafa sér- stöðu með kransæðasjúkdóma Áriö 1967 var gerð sérstök rann- sóknaráætlun hjá Hjartavernd, Landssamtökum hjarta- og æöa- vemdunarfélaga, þar sem meðal annars var sett af stað rannsókn til að kanna tíðni hjarta- og æöa- sjúkdóma á íslandi. Fyrirfram var vitað að þeir væru algengir en það þurfti að athuga hvaða áhættu- þættir hefðu áhrif á þessa .sjúk- dóma. Þegar hafa verið gerðar svona rannsóknir erlendis og hefur kom- ið í ljós að áhættuþættir vega mis- jafnlega þungt hjá hverri þjóð og er því talið nauðsynlegt að gera sérrannsóknir í hverju landi. Hér á landi var valinn mjög stór hópur fólks, 3Ó.000 manna úrtak, fólk fætt á árunum 1907 til 1934. Þetta fólk var á aldrinum 34 ára til 60 þegar rannsóknin hófst fyrir um 20 árum. Hún er búin að standa lengur en flestar aðrar kannanir - líka erlendis. Ástæðan er sú að kanna átti hvernig ástand þessa fólks var fyrir 20 árum. Með þvi er hægt að bera saman upprunalegt ástand og ástand siðar meir. Við sjáum þar hvaða sjúkdóm það fær og af hverju það deyr, ef það deyr, og hvaða þættir eiga sök á dauöa. Vegna fiskneyslu „Ef maður er með stóran hóp töluvert lengi er hægt að leggja tölulegt mat á niðurstöður," sagði Nikulás Sigfússon, yfirlæknir hjá Hjartavernd, í samtali við DV. „Um niöurstöður þessara rann- sókna er það að segja að áhættu- þættir eru þeir sömu og erlendis, eða kransæðasjúkdómar, síga- rettureykingar, há blóðfita og hár blóöþrýstingur. Það sérkennilega er að hér reyndist kólesteról í blóði miklu meira en í flestum öðrum löndum en önnur fita, sem við mældum einnig, þríglýseríð, sem við teljum vera áhættuþátt líka, reyndist mun minna hér á landi en erlendis. Sennilega tengist þetta hvort tveggja mataræði. Þaö er nefnilega svo að þar sem fiskneysla er mikil er þríglýseríð í blóðinu lágt. Við höfum alltaf borðað mik- inn fisk. Gæti haft efnahags- lega þýöingu Þaö er athyglisvert að þjóðir, sem boröa mikinn flsk, virðast sleppa mikið við þessa sjúkdóma. Menn hafa giskað á að þetta gæti stafað af vissum fitusýrum sem eru í fiski og hafa áhrif á blóðtappa og storkn- un. Til að sjá merki þessa þurfum við ekki að fara lengra en yfir til Grænlands. Þar lifir fólk mikiö á fiski og selspiki, eða sjávardýrafitu, og það kemur í ljós aö þetta fólk fær ekki kransæðasjúkdóma ef það heldur sig við þetta fæði. Þetta er náttúrlega verkefni sem er nyög fróðlegt fyrir okkur íslend- inga að skoða. Það getur haft mikið fyrir okkur að segja efnahagslega ef sannast að fiskneysla sé svona góð. Konur reykja mikið Þá komum viö að reykingunum sem eru mjög miklar hér á landi en þó meiri erlendis. Það sem þar kom mér mjög á óvart var hve kon- ur reyktu miklu meira en karl- menn, eöa þriðjungi meira af sígar- ettum. Þessir áhættuþættir hafa verið mældir af og til í gegnum árin og það sem hefur gerst er að allir hafa þeir breyst. Kólesteról í blóði hefur minnkað, sérstaklega hjá ungu fólki, og sigarettureykingar hafa minnkað, sérstaklega hjá karl- mönnum. Konur hafa eitthvað dregið úr þeim líka en ekki eins mikið. Þegar ég byijaði á mælingum voru margir með of háan blóð- þrýsting en vissu ekkert um það. Mjög hátt hlutfall þeirra voru karl- menn. Fleiri konur vissu ef þær voru með háþrýsting, sennilega vegna þess að þær eru undir meira eftirliti vegna meðgöngu, krabba- meinsskoðunar og annars. í dag vita fleiri um þessi einkenni sín þó að ekki sé til nein sérstök læknis- meðferð við blóðþrýstingi. Við höf- um reynt að halda þessu niðri með lyfjagjöf og sett fólk í megrun. Það hefur hjálpað til. Vissar tilgátur eru um það til dæmis að streita valdi háum blóðþrýstingi', sem og að hann gangi í erfðir og að likams- þyngd skipti máh. Það er hins veg- ar ekki sannað,“ sagði Nikulás. Þess má geta að hár blóðþrýsting- ur er talinn ástæða slaga og heila- blóðfalla. Umhverfi og ættir Nikulás tjáði okkur ennfremur að ein tilgátan um hjarta- og æða- sjúkdóma væri að þeir gengju í erfðir. „Fólk, sem er skylt, lifir oft svip- uðu lífi og við viss lífsskilyrði. Þar geta spilað inn í félagslegir þættir, umhverfi og mataræði. Við höfum einnig rannsakað sjúkraskýrslur og þar hefur komið Heilsa í ljós að dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma jókst fram til 1970 en eftir það fór þeim fækk- andi. Við vitum að mataræði hefur breyst mikið á þessum tíma en við notum þaö aðeins sem vísbend- ingu. Þetta er síðasta árið í þessari rannsókn en viö munum halda áfram að rannsaka þá sem eru á lífi. Nú, svo erum við að fara að vinna að rannsókn á tíðni kransæðasjúk- dóma í samráði við Alþjóðaheil- brigðisstofnunina samhliða þess- ari. í þessari rannsókn, sem verður gerð í 30 löndum, er verið að at- huga þessa helstu áhættuþætti, reykingar og blóðfitu, jafnframt því sem skráð verður tíðni kransæða- sjúkdómatilfella í öllum þessum löndum. Bæði verða skráðir þeir sem deyja úr þessum sjúkdómum og einnig þeir sem fá kransæða- sjúkdóm og lifa hann af. Þeir sem rannsakaðir verða hér á landi eru búsettir í Reykjavík og í Árnes- sýslu, ahs um 2000 manns.“ Fortíð og framtíð Hjartavernd var stofnuð árið 1964. Samtök þessi vinna hliöstætt öðrum samtökum á Norðurlönd- unum og hafa þau stýrt rannsókn- um og fræðslu á þessum sviðum. En félagið á íslandi fór inn á þá braut að koma sér upp sérstakri rannsóknarstöð til þess að gera eig- in rannsóknir á fólki hér á landi. Strax í upphafi var hafist handa við að safna fé til að reisa þessa stöð, sem er húsa að Lágmúla 9, og gekk það mjög vel, að sögn Nik- ulásar. Féð, sem safnaðist, dugði til að kaupa hæð í Lágmúlanum og útbúa hana nauðsynlegustu tækj- um. 15 manns vinna viö stofnunina, flestir í hálfsdagsstarfi. „Við þurfum að ráða tímabundið í sérverkefni, eins og könnun í Ámessýslu. Við fáum aukafjárveit- ingar í sérstök verkefni. Næsta verkefni hjá okkur er að vinna að áframhaldandi könnun og athuga hvort einhverjir aörir áhættuþætt- ir spila þarna inn í hjarta- og æða- sjúkdóma. Hins vegar er ekkert ákveðið með hvaða sniði sú könn- un verður né hvenær hún verður framkvæmd." -GKr í - Nlkulás Sigfússon sagði að það værl vert fyrir okkur íslendinga að athuga fiskfituna betur varðandi hjartasjúkdóma. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.