Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Blaðsíða 35
MÁNÚMtíÚFák3 SEýpTÉMÖÚá m
5á'
Fréttir
Menn frá Skinney h/f að landa trésildartunnum fyrir komandi síldarvertið.
Trétunnurnar eru annars að verða sjaldgæf sjón því að plasttunnurnar leysa
þær af hólmi. DV-myndir Ragnar Imsland
Síldveiðar
hefjast brátt
Júlía Imsland, DV, Homafiröi:
Síldveiðar mega hefjast 10. október
næstkomandi og er undirbúningi hjá
söltunarstöðvunum á Höfn að verða
lokið. Báðar stöövarnar eru vél-
væddar'og heyra „síldarkerlingar",
bograndi yfir tunnunum, sögunni til.
í söltunarstöð fiskimjölsverksmiðj-
unnar hefur verið sett kælikerfi í
tunnugeymslu og verður nú hægt að
halda hitastiginu í 0 gráðum sem er
nauðsynlegt fyrir alla þá síld sem
söltuð er fyrir Rússa.
Það er Verktækni Péturs Valdi-
marssonar sem séð hefur um upp-
setningu kælikerfisins. Tunnu- og er það allt fólk innan sýslunn-
geymslan er 11 þúsund rúmmetrar ar.
og rúmar um 20 þúsund tunnur. í
sumar hefur mikið verið unnið að
lagfæringu og tiltekt á útivinnusvæði
Skinneyjar, svæðinu lokað með hárri
girðingu og er umhverfi söltunar-
stöðvarinnar orðið sérlega snyrtilegt
og til fyrirmyndar.
Einnig hefur verið unnið við end-
urbætur á snyrtiherbergjum, kaffi-
stofu og ýmsu fleiru innandyra. Síld-
arflökun verður flutt í sér sai þar sem
aðstaða verður betri en áður. Skinn-
eyjarmenn eru búnir að ráða þann
mannskap sem þarf fyrir söltunina
Danskir tæknimenn tengja kælikerfið hjá Fiskimjölsverksmiójunni á Höfn.
Lögleg
keppnislaug
Kristjana Andxésdóttir, DV, Tálknafirði:
Framkvæmdir á vegum Tálkna-
fiarðarhrepps hafa verið allmiklar í
sumar. Végurinn að sorpbrennslu
staðarins hefur verið lagfærður og
unnið hefur verið áfram við nýja
íþrótta- og félagsheimilið. Einnig
hafa gangstéttir verið lagðar.
Á síðasta ári var tekin í notkun
búningsaöstaða við sundlaug staðar-
ins og sundlaugin lengd um 5 metra.
Allt umhverfi í kringum laugina hef-
ur einnig verið lagfært. Við lengingu
sundlaugarinnar upp í 25 metra er
hún orðin lögleg keppnislaug, sú eina
á Vestfiörðum.
Nú í haust verður hafist handa um
byggingu tveggja kaupleiguíbúða á
vegum hreppsins en ekkert slíkt
leiguhúsnæði hefur hingað til verið
fáaniegt á Tálknafirði, þó brýn nauð-
syn sé á slíku. Fjárhagsstaða sveitar-
sjóðs Tálknafiarðarhrepps er viðun-
andi og eftir atvikum góð eins og
Brynjólfur Gíslason sveitarstjóri
orðaði það.
Undanfarna daga hefur verið unniö við lagningu oliumalar á aðalbraut
Árnanesflugvallar við Höfn í Hornafirði. Á meðan fellur allt flug með Fokk-
ervélum niður en þess í stað flýgur Tvin Otter flugvél flesta daga vikunnar.
DV-mynd Ragnar Imsland
Slátursala SS er í Glæsibæ
✓
Islátursölu SS fá allir ókeypis leið-
beiningarbækling um sláturgerð
og uppskriftir. Með bæklinginn í
höndum geta allir búið til slátur - þú
líka. Auk þess er slátur svo ódýrt og
Slátursala
hollt að bæði magann, skynsemina
og peningavitið blóðlangar í slátur.
Slátursalan er opin kl. 9-18 mánu-
daga til fimmtudaga, 9-19 föstudaga
og kl. 9-12 á laugardögum.
Allt til sláturgerðar á einum stað.
Slátursala SS Glæsibæ
sími 68 51 66